Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 August Strindberg (1848-1912). VARNAR STRINDBERG Fyrir skömmu sýndi sjónvarp- ið Dauðadansinn eftir August Strindberg (1848—1912), sem telst ásamt Henrik Ibsen fræg- asta leikskáld, sem Norðurlönd hafa alið. Mikil var tilhlökkun mín, er ég sá tilkynningu um flutning leikritsins og taldi ég dagana, þar til ég loks settist við skjáinn. Var alveg sannfærður um, að hér væri á ferð sígilt lost- æti og eitt af því, sem ég mætti alls ekki missa af. Það er skemmst frá að segja, að ég varð ekki fyrir vonbrigð- um, því að leikritið reyndist ekki einasta magnað í leik og svið- setningu, heldur var leikmyndin eftirminnilegt afrek. Þá býst ég við, að flestir er á horfðu hafi séð og kannast við eitthvað af sjálfum sér í þessum margræða sjónleik, er tekur til meðferðar innbyrðis baráttu kynjanna. Þótt leikritið hafi verið samið um aldamótin, á það ótvírætt er- indi til núlifandi kynslóða og einnig margra óborinna vegna hinnar raunsæju krufningar sál- arinnar og tilfinningalífsins, er þar kemur fram. Flestir, er á annað borð hafa lifað í nánu sambýli við aðra, munu kannast andi fólks, allra þeirra, sem horfast vilja í augu við mannlíf- ið. Strindberg var einn mesti listamaður á sviði ritaðs máls í sænskum bókmenntum, i senn höfðingi og almúgamaður, nátt- úruunnandi, rómantíker, bar- lómskráka, dulhyggjusinni og andstæðingur kristindómsins. Þá taldi hann sig kvenhatara og hefur vissulega verið það á köfl- um, en á það má einnig minnast, að hann var þrígiftur og lifði í stormasömum hjónaböndum með þeim Siri von Essen (frá 1877-91), Frida Uhl (1893-95) og Harriet Bosse (1901—04). hann var og orðaður við fleiri konur og þannig trúlofaðist hann á gamals aldri kornungri leikkonu, Fanny Falkner að nafni, — það stóð stutt, því að hún sagði honum upp tveim vik- um seinna og var það að undir- TIL hátt og verk þeirra og víst er, að engin var lognmollan, þar sem þeir voru á ferð. Það voru ein- mitt Strindberg og Munch ásamt Ibsen, sem urðu til þess með verkum sínum, að áhrifavaldar í menningarmálum álfunnar töl- uðu um það „að ljósið kæmi úr norðri" ... Við lifum á tímum, er flestir virðast veigra sér við að horfast í augu við veruleikann og láta fjölmiðla um að mata sig og þar með móta alfarið skoðanir sínar. Ef erfiðleikar steðja að, þá renn- ur fólk af hólmi í stað þess að takast á við vandann. Það mun algengt, að við slíkar aðstæður fyllist fólk áhuga á framtíðar- spám hvers konar, lófa- og spila- lestri, stjörnuspám og alls konar þess háttar kukli svo og sértrú- arofstæki. Slíkt verður sem þæg- indi eða plusspúði fyrir fólk, er vill varpa ábyrgðinni af herðum sér og gera helst allt annað að blóraböggli vandræða sinna en sjálft sig og sínar eigin gerðir. Afstaða himintungla til jarðar- innar er gjarnan gerð að ástæðu fyrir öllu mótdrægu og menn velja sér jafnvel maka sam- eftir Braga * Asgeirsson við einhverja tegund sambúðar- örðugleika, nema þá að viðkom- andi séu með öllu geðlausir og á þetta við á öllum sviðum mann- legra samskipta. Leikritið tók þó fýrst og fremst fyrir hjónabandið og djöfulskap þess, er báðir aðilar eru komnir í þá öfugþróuðu af- stöðu að vilja tortíma hinum. Þetta er mjög nærtækt vanda- mál í nútíðinni og kannski hefði mátt ætla, að á eftir leikritinu, sem tók tvö kvöld að sýna, hefðu verið umræður nokkurra spek- inga um mál, sem skakar innviði vestræns samfélags. Ekki var það nú svo, en hins vegar mátti víða líta lesendabréf í dagblöðunum næstu daga, þar sem fólk hneykslaðist mjög á því að verið væri að flytja slík leið- indi inn á heimili sjónvarpseig- enda! — Það er nú allt gott og blessað og varla ástæða til and- svara, en þegar ábyrgur blaða- maður hleypur til og hellir úr skálum reiði og vandlætingar yf- ir sjónvarpið og notar að auki þetta frábæra leikrit sem sam- nefni á efnisskrá þess í heild þ.e. „Dauðadansinn“, þá fer nú held- ur að fara um mann. Fyrirsögn greinarstúfsins með feitu, rauðu letri var „Þörf er afdráttar- lausrar umfjöllunar“ og var hann ritaður af Halldóri Valdi- marssyni og birtist í Tímanum föstudaginn 11. september. Taldi hann m.a. að meistari Strind- berg gerði lífið leiðinlegra á sinn meistaralega hátt... Ég hef lengi beðið eftir, að ein- hver af hinum snjöllu bók- menntapennum blaðanna tæki hér upp þykkjuna fyrir Strind- berg, en hef ennþá ekki orðið var við slíkt. En þó er möguleiki á því, að það hafi verið gert en far- ið fram hjá mér, því að ég les ekki öll blöð frá degi til dags. Ekki ætla ég mér þá dul að karpa við umræddan biaöamann né þá sem ég er með öllu ósam- mála um tilgang og eðli sjón- varps — hef margsinnis vikið að þeim fjölmiðli í skrifum mínum og afstaða mín ætti að liggja ljós fyrir. Vil ég þó árétta þá skoðun mína, að hér sé um að ræða rosa- lega sterkan fjölmiðil, svo sem flestir gera sér nú grein fyrir og ætti því ábyrgð forráðamanna að vera í samræmi við það. Sjón- varpið er í þeim mæli skoðana- myndandi, að þar mega ekkí ein- stefnusjónarmið vera ráðandi svo sem verið hefur í of ríkum mæli til þessa. Létta efnið hefur þannig fengið slíkan meðbyr, að þegar sígilt efni er sýnt, sem gerir það að verkum, að margir, sem annars aldrei setjast fyrir framan skjáinn ótilneyddir, opna nú fyrir hann með eftir- yæntingu, — þá reka menn upp ramakvein og allt ætlar af göfl- unum að ganga. Naumast er það vegna þess, að sjónvarpið hafi ræktað menningarlegt hlutverk sitt svo afburða vel, er þessu fólki finnst sem skvett sé fram- an í sig fúlu vatni, þá er birtir svolítið upp? Nei, hér er of langt gengið í öfugþróun, undanlátssemi og biðlun til ódýrra hvata hjá fjöld- anum. Og of langt er einnig gengið, er dagblöðin eru farin að taka undir og jafnvel á þann hátt, að svívirt er minning eins svipmesta persónuleika, er lifað hefur í Evrópu á seinni tímum. Leikrit Strindbergs eru leikin um allan heim og einmitt vegna þess að þau skírskota til hugs- lagi fjölskyldu hennar. Samband Strindbergs við þessar konur varð honum einmitt hvati til umfangsmikilla athafna á rit- vellinum. Hliðstæða er einnig norski málarinn Edvard Munch, sem Strindberg hafði mikil áhrif á og munu áhrifin hafa verið gagnkvæm. Munch óttaðist kon- una og forðaðist hana sem heit- an eld, en þó er konan einmitt veigurinn í allri listsköpun hans! — Svo var og einnig með Strind- berg, en þverstæðurnar voru rík- ur þáttur í skapgerð beggja og getum við alveg eins gengið út frá því, að Strindberg hafi verið mjög trúhneigður undir niðri. Báðir voru þessir persónuleikar næstum jafnmerkilegir á sinn kvæmt samræmi í stjörnumerkj- um. Enginn aftekur það hér, að himintungl hafi áhrif á sálarlíf fólks líkt og t.d. á flóð og fjöru, en það er flótti að álíta, að utan- aðkomandi öfl eigi alfarið sök á vanlíðan fólks eða hamingju. — Slík er t.d. örtröðin til danskra stjörnuspámanna, að þeir bjóða hinu trúgjarna fólki upp á þriggja daga námskeið í stað venjulegrar framtíðarspár og hefur það reynst mjög vel. Er fólk lærir að þekkja sig og beita rökréttri hugsun, þá opnast fyrir því nýr heimur og þá oftast al- veg við bæjardyrnar. Menn kom- ast þá e.t.v. að því að óþarfi var að hugsa um flótta til Ástralíu, svo sem fyrirhugað var, því að Ur leikritinu Dauðadansinn er sjónvarpið sýndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.