Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Hann er fæddur vesturbæingur, lauk
stúdentsprófi frá MR tók BA-próf í tung-
umálum í Háskóla íslands, hélt síðar út til
Bandaríkjanna og lauk þar Master Sci-
ence-prófi í heyrnarfræði með talmeina-
fræði sem aukagrein. Sneri aftur heim til
íslands ’66 og starfaði sem forstöðumaður
heyrnardeildar Heilsuverndarstöðvarinn-
ar í Reykjavík í ein 10 ár. Þá hélt hann
utan aftur 76 í þetta sinn til Nova Scotia í
Kanada, nánar tiltekið til Halifax sem er
200.000 manna borg. Þar var hann ráðinn
yfirmaður heyrnardeildar Nova Scotia
Hearing and Speech Clinic, eða Heyrnar-
og talmeinastöðvar fylkisins. Starfaði
hann þar í fimm og hálft ár en er nú rétt
nýkominn til landsins aftur, sennilega til
frambúðar. Hann heitir Gylfi Baldursson,
og fer allra sinna ferða í hjólastól.
Gylfi Baldursson heyrnar-
og talmeinafræðingur:
„Var farinn að mygla svolítið
Blaðamaður Mbl. hitti Gylfa að
máli stuttu eftir heimkomuna, þar
sem hann býr í Fossvoginum.
Hann var að því spurður fyrst
hvað hafði valdið því að hann tók
að sér stjórnun þessarar heyrn-
arstöðvar í Kanada.
Heljarmikil reynsla
Vinur minn og skólabróðir fró
Bandaríkjunum er forstjóri Nova
Scotia Hearing and Speech Clinic
og bauð hann mér þessa stöðu yf-
irmanns heyrnardeildar stofnun-
arinnar. Það býr ein milljón
manna í fylkinu og í borginni
einni er ein meginstöð ásamt fjór-
um minni en auk þess eru litlar
stöðvar í borgum víða um fylkið.
Hvernig var að stunda þetta úti
í Kanada?
Þetta var heljarmikil reynsla.
Eg er menntaður í þessum fræð-
um í Bandaríkjunum og í Kanada
nota þeir sama kerfið og þar og
því féll ég tiltölulega fljótt inn í
myndina. Hér hef ég alltaf verið
hálfgerður utanveltugemlingur í
kerfinu. Hér á landi eru „heyrnar-
fræðingar" háls-, nef og eyrna-
læknar sem hafa sérhæft sig í
heyrnarfræði. í Bandaríkjunum er
þetta fag algerlega sérhæft frá
byrjun.
Úti var farið eftir mjög ströngu
prógrammi við allar barnamæl-
ingar. Ég held ég megi segja að
þarna hafi farið fram einar yfir-
gripsmestu smábarnamælingar í
Norður-Ameríku. Við mældum
krakkana á fyrstu tveim, þrem
dögum æfinnar. Á nokkrum vikum
var oftast búið að greina próblem
þeirra sem afbrigðilegir voru. Það
hefur gengið svo langt að útvega
heyrnartæki fyrir tveggja mánaða
gamalt barn. Það skiptir nefnilega
svo geysilega miklu að greina
þetta frá byrjun svo barnið geti
þroskast eðlilega.
Stofnunin var viðurkennd fyrir
þessar fullkomnu og árangursríku
mælingar. Ég man þegar ég kom
heim frá námi ’64, þá dundi yfir
okkur allur þessi hópur krakka,
sem hafði misst heyrnina vegna
þess að móðirin fékk rauða hunda
á meðgöngutímanum. Þetta voru
um 40 krakkar og mörg af þeim
uppgötvuðust ekki fyrr en á öðru
eða þriðja ári og hafði því geysi-
legur tími farið til spillis á þeirra
þroskaferli, en með þessum mæl-
ingum er verið að reyna að koma í
veg fyrir að það gerist.
Hvernig er þetta mælt í börnun-
um svona ungum?
Það er gert með allskonar sér-
prófum. Meðal annars eru mæld
rafboð til heilans með nýrri tækni
sem á vafalaust eftir að gjör-
breyta heyrnarprófunaraðferðum
í náinni framtíð. Mælinguna á
rafboðum til heilans er hægt að
framkvæma á háls-, nef- og eyrna-
deild Borgarspítalans. Mæl-
ingarnar eru til mikilla hagsbóta
fyrir ungbörn og vangefna og aðra
þá sem ekki geta eða vilja gefa
svörun til kynna, m.a. þá sem gera
sér upp heyrnartap í gróðaskyni.
Annars eru yfirleitt svo sem
engar byltingar í heyrnarfræðinni
síðustu ár, frekar hægfara þróun.
Öll prinsipp eru gömul. Oftast vill
vanta upp á alla eftirmeðferð. Það
er ekki nóg að stinga heyrnartæki
í eyrað á einhverjum. Flestir
þurfa á frekari handleiðslu að
halda.
Vantar fólk
og peninga
Annað sem var mjög stór þáttur
í starfseminni þarna úti var að
skipuleggja heyrnarvernd, fyrst
og fremst á vinnustöðum og í um-
hverfinu yfirleitt. Ég hélt nám-
skeið fyrir fjölda fólks á vinnu-
stöðum auk þess sem ég kenndi
kúrsa við einn háskólann í Hali-
fax.
Þetta hefur allt verið gjörólíkt
því sem er hér á landi?
Hér á landi vantar fólk og pen-
inga. Það þarf bæði mannskap og
tækjabúnað til að fylgja svona
starfsemi vel eftir. Þó held ég að
málin séu að mjakast í rétta átt.
Vitanlega er þetta dýrt fyrirtæki
og kannski er þess vegna fjárveit-
ing til heyrnar- og talmeinastöðva
ekki nægileg. Þetta er alls ekki
meint sem vanþakklæti að neinu
leyti, þvert á móti, það sem búið er
að gera í þessum efnum hér á
landi er mjög virðingarvert. Mað-
ur er bara orðinn svo fordekraður
eftir þessa dvöl þarna úti og mikið
vill alltaf meira.
En svo snerir þú aftur til lands-
ins?
Já, það var fyrst og fremst fjöl-
Víkingur til
veiða á ný
Akrancsi. 29. sept.
VÍKINGUR AK kom til Akra-
ness sl. laugardag. frá Frede-
rikshavn í Danmörku. en þar
er skipið búið að vera í fjóra
mánuði. vegna vélaskipta og
ýmissa hreytinga. Víkingur er
1000 lesta skip, eitt af stærstu
loónuskipum okkar fslendinga.
Ég náði tali af Valdimar Ind-
riðasyni framkvæmdastj. Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðju
Akraness hf. sem er eigandi
skipsins og bað hann að lýsa
nánar hvað gert hafði verið, og
hvernig honum hefði líkað sam-
skiptin við Danina.
Valdimar sagði að ákveðið
hefði verið sl. vor að skipta um
aðalvél skipsins sem orðin var
rúmlega 20 ára gömul og orðin
viðhaldsfrek og erfitt að fá í
hana ýmis smærri stykki nema
sérsmíðuð, sama gilti um raf-
magnskerfi skipsins, sem var
jafnstraumskerfi.
Ákveðið var að taka tilboði
frá Alpha-Diesel-verksmiðjun-
um um 3000 H.K. aðalvél. Einn-
ig tóku þeir að sér niðursetningu
vélarinnar og nýrrar ljósavélar,
svo og endurnýjun á rafkerfi
skipsins og breytingar yfir í
riðstraum. Sett voru ný og afl-
meiri skip í skipið og skrokkur
skipsins sandblásinn og galv-
Víkingur AK 100
anhúðaður ofan sjólínu. Auk
þess voru ýmis smærri atriði í
búnaði skipsins lagfærð og
endurnýjuð.
Samskipti öll við forráða-
menn og aðra starfsmenn
Alpha- Diesel voru mjög góð.
Þeir lögðu auðsjáanlega áherslu
á að leysa verkið sem best af
hendi og ljúka því á tilsettum
tíma eins og samningur hljóðaði
upp á og það stóðst upp á dag, og
það er stórt atriði fyrir alla og
ekki hvað síst fyrir útgerðar-
menn og skipshafnir.
Víkingur mun halda til loðnu-
veiða nú í vikunni.
— JÚlÍUK.