Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 JMffgtniliIfifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Við höfum fjárfest mik- ið í frystihúsum á undanförnum áratugum, ekki sízt sl. áratug. Lögð hefur verið áherzla á að búa frystihúsin þannig úr garði, að þau standist kröf- ur viðskiptavina okkar er- lendis um hollustuhætti við framleiðslu matvæla. Að því leyti til hafa frysti- húsin verið vel búin bæði innan dyra og utan. Frystihúsamenn hafa líka lagt mikla fjármuni í vélvæðingu húsanna til þess að auka afköst þeirra, auðvelda vinnu starfs- manna og bæta afkomuna almennt. Nú er ný alda tæknivæðingar að hefjast í frystihúsunum, sem eru að tölvuvæðast og í kjölfar þess mun vafalaust verða lögð vaxandi áherzla á sjálfvirkni í framleiðslu þeirra. Frystihúsamenn hafa líka lagt sig fram um að breyta framleiðsluháttum húsanna á þann veg, að þau verði fremur rekin sem háþróuð iðnfyrirtæki en vinnslustöðvar með gamla laginu, þar sem litla vinnu var að fá dögum saman en mikla í löngum lotum þess á milli. Frystiiðnaðurinn er tvímælalaust ein helzta undirstaða atvinnulífs okkar. Um leið og veru- legir brestir koma í hann heima fyrir eða á mörkuð- um okkar erlendis er mikil hætta á ferðum. Bersýni- legt er, að stefna núver- andi ríkisstjórnar er sú að láta frystiiðnaðinn hanga á horriminni. Þetta er stórhættuleg stefna fyrir atvinnulíf okkar íslend- inga og um leið heimskuleg stefna með hliðsjón af þeirri miklu fjárfestingu, sem lögð hefur verið í frystiiðnaðinn á undan- förnum áratug. Búi frystihúsin ekki við viðunandi rekstrarskilyrði er verulega hætta á, að sú nýja tæknibylting, sem þar er að hefjast og mun stuðla að bættum lífskjörum fólks, nái ekki fram að ganga. Allir þeir, sem komizt hafa í einhverja snertingu við atvinnulíf heima og erlendis á undan- förnum árum vita, að þróun er sú, að tæknibylt- ingar hafa orðið á 5—7 ára fresti, ekki sízt vegna til- komu tölvunnar og nú upp á síðkastið með aukinni sjálfvirkni almennt og notkun vélmenna í atvinnulífinu. Þeir sem ekki fylgjast með þessari þróun dragast aftur úr og verða ekki samkeppnisfær- ir. Ef undirstöðuatvinnu- vegir okkar íslendinga fylgjast ekki með þessari þróun munu þeir dragast aftur úr og verða ekki samkeppnishæfir að nokkrum árum liðnum, enda sívaxandi samkeppni á fiskmörkuðum um allan heim. Atvinnuvegirnir geta hins vegar ekki staðið und- ir svo örri tækni- og tölvu- væðingu, fái þeir ekki að hagnast. Ef frystihúsin verða rekin með tapi miss- erum og árum saman vegna þess, að núverandi ríkisstjórn telur, að hægt sé að „færa á milli" er það slík skammsýni, að ríkis- stjórnin hefur einfaldlega ekki leyfi til að haga sér á þann veg. Þá er hún að leika sér með framtíðar- hagsmuni þjóðarinnar á afdrifaríkan hátt. Þjóðarbúskapur okkar stendur nú í sömu sporum og atvinnufyrirtæki, sem sér fram á það, að afkoma þess er svo slæm, að það getur ekki fylgt keppinaut- unum eftir í framþróun. Smátt og smátt (’rabbast fyrirtækið niður, lífskjör starfsmanna versna og það dregst meira og meira af- tur úr. Þessi verða örlög ís- lenzkra atvinnuvega, á næstu árum, ef stjórn- málamennirnir sjá ekki að sér og taka upp nýja starfshætti. Frystihús og togarar verða ekki til lengdar rekin með þeim hætti, að ríkisstjórnin út- vegi lán til þess að bjarga rekstrinum í nokkra mán- uði. Það verður að gera þá kröfu til núverandi ríkis- stjórnar, að hún hverfi frá þeirri fáránlegu stefnu, sem veldur vaxandi erfið- leikum í atvinnulífi þjóð- arinnar en búi þeim í þess stað þau starfsskilyrði, að þau geti blómstrað og dafnað. Verði blaðinu ekki snúið við nú, en frysti- iðnaðurinn látinn drabbast niður í taprekstri mun það koma niður á afkomu þjóð- arinnar með miklum þunga á komandi árum. Á að láta frystihús- in drabbast niður? | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 3. október Stjórnunar- hættir á íslandi VerkfræðinKur, sem starfað hefur að byggingu Hrauneyja- fossvirkjunar, hafði orð á því við höfund þessa Reykjavíkurbréfs á dögunum, þegar framkvæmdir við virkjunina voru skoðaðar, að Is- iendingar hefðu nú yfir að ráða nægilegri tækniþekkingu til þess að hanna og sjá um framkvæmdir við byggingu slíkra virkjana, en sér hefði hins vegar komið á óvart, að tæplega væri um að ræða nægi- lega þekkingu eða tækni við stjórnunarþátt slíkra fram- kvæmda. Þar værum við enn langt á eftir öðrum. Því hefur oft verið haldið fram, að kunnáttuleysi í stjórnun sé eitt helzta vandamál í atvinnulífi okkar. Erlendur ráðgjafi stórs fyrirtækis sagði við stjórnanda þess, að margt væri hægt að segja gott um íslendinga og framtak þeirra í atvinnulífinu en einn ósið hefðu landsmenn almennt tamið sér, sem kæmi alvarlega niður á rekstri fyrirtækja a.m.k. og sjálf- sagt öllum rekstri í landinu, hverju nafni sem nefnist, en það væri misnotkun á síma og sú venja fólks að ryðjast inn til stjórnenda á vinnustað, við hvaða aðstæður sem er. Hinn erlendi maður taldi það athyglisvert, að íslendingar ætl- uðust til að komast í símasam- band við þann, sem þeir þyrftu að ná í þá stu/idina, hvernig sem á stæði. Stjórnandi fyrirtækis er niðursokkinn í samræður við góð- an viðskiptavin. Síminn hringir, stjórnandinn stekkur upp og svar- ar í símann og á langt samtal við þann, sem hringir á meðan við- skiptamaðurinn bíður. Þetta er auðvitað ókurteisi við þann, sem kominn var til viðtals, segir hinn erlendi maður, þetta er hroðaleg meðferð á hans tíma og þetta eru vond vinnubrögð hjá viðkomandi stjórnanda, sem rýkur með þess- um hætti úr einu verki í annað og gefur sér ekki tíma til að ljúka því erindi, sem hann vár að fjaila um með eðlilegum hætti. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá hinum erlenda viðskiptaráðgjafa. Hver þekkir ekki þann ósið stjórn- enda að rjúka upp í miðju samtali og svara í síma, þótt erindi þess sem í símanum er, megi auðveld- lega bíða. Finnst okkur síminn enn svo merkilegt tæki, að þeir sem noti síma eigi tvímælalaust forgangsrétt framyfir þá, sem hafa lagt á sig að koma kannski langan veg til viðtals? Að vísu má segja, að hinn er- lendi maður, sem hér hefur verið vitnað til, þekki ekki alveg nægi- lega vel aðstæður hér til þess að skynja umfang þessa vandamáls. Hvað gerist, ef stjórnandi íslenzks fyrirtækis tekur upp á því að svara ekki í síma, þegar hentar þeim, sem hringja, heldur þegar honum passar? „Þú ert stór upp á þig, aldrei hægt að ná í þig í síma.“ „Hann er aldrei við.“ „Hvað er maðurinn alltaf að gera?.“ Þetta eru setningar, sem byrja að fljúga um bæinn. Svo er líka önnur hlið á málinu. Sá sem hringir gefst ekki upp. Honum er sagt, að viðkom- andi sé upptekinn og muni hringja síðar. En sá hinn sami segir annað hvort að samtalið sé óskaplega „áríðandi" eða hringir aftur og aftur þangað til sá sem hringt er í gefst upp og tekur upp símann. Þetta er einn þáttur í þeim ósið, sem gestkomandi telur, að ein- kenni stjórnunarhætti í íslenzku atvinnulífi og hafi meiri áhrif til vondrar stjórnunar en margan grunar. Hér má bæta því við, að til viðbótar því símaæði sem beinist að vinnustöðum, hafa menn ekki stundlegan frið heima hjá sér, hvorki um kvöld eða helgar út af erindum sem auðveldlega mega bíða næsta dags, eða fram yfir helgi. Annar þáttur í þessum ósið er hlutur gangandi vegfarenda, ef svo má að orði komast, þ.e. þeirra, sem leggja leið sína á vinnustaði til þess að reka erindi sín. Sá sem það gerir, er kannski svo heppinn að hafa náð tangarhaldi á þeim stjórnanda, sem hann þurfti að komast í tæri við. En leikurinn er ekki unninn með því og ekki held- ur, þótt stjórnandinn hafi tamið sér það að svara ekki í síma, með- an hann afgreiðir annan aðila. Nú víkur sögunni að næsta manni, sem líka hefur lagt leið sína á við- komandi vinnustað. Hann sættir sig að sjálfsögðu ekki við það að bíða meðan sá sem varð fyrri til fær afgreiðslu — eða svo segir hinn erlendi viðskiptaráðgjafi. Sá sem nú er kominn á vettvang bankar kurteislega á dyrnar og spyr hvort hann megi segja eitt orð við þann, sem hann þarf að ná tali af. Hvort er nú meiri ókurteisi að segja nei við þann, sem biður um samtal í eina mínútu eða láta þann bíða, sem viðkomandi er í samræðum við? Sumir hafa þann hátt á að læsa skrifstofum sínum þannig að ekki sé hægt að reka höfuðið inn og nefna mínútusamtalið. En þeir hinir sömu komast að því, að það dugar ekki. Þeir sem sækja á berja hurðina að utan með slíkum krafti að ekki er hægt að komast hjá því að opna! Hvað skyldi mikill tími fara til spillis hjá öllum aðilum með þessu háttalagi? Erlendur ráðgjafi telur sig að sjálfsögðu hafa svar við þessu. Viðkomandi stjórnandi á að koma málum svo fyrir, að ritari hans meini mönnum aðgang að skrif- stofu hans. En hann þekkir ekki heldur íslenzkar aðstæður að þessu leyti. Menn verða bæði móðgaðir og sárir. Upp á hverju eru menn nú teknir? „Loka sig inni í fílabeinsturni?" „Tala ekki við almúgann." „Einangra sig.“ „Ég skal ekkert vera að ónáða þig góði,“ o.s.frv. Hér hefur aðeins verið fjallað um eitt vandamál í stjórnunar- tækni okkar íslendinga en það er meira vandamál, en margan grun- ar og mikill tími mundi vinnast, ef menn almennt gætu tamið sér önnur vinnubrögð í þessum efn- um. Hér á landi eru það aðeins tveir hópar manna, sem geta hald- ið uppi viðunandi starfsháttum að þessu leyti — eða hafa getað, því að líklega eru þeir á undanhaldi, en það eru ráðherrar og banka- stjórar. í útlöndum þekkist þetta hins vegar ekki. Þar þykir það sjálfsagt, að menn svari ekki í síma, þegar þeir eru í önnum eða samtöíum við annað fólk, heldur hringi til baka, þegar þeim sam- tölum er lokið. Þar vaða menn heldur ekki inn á skrifstofur ann- ars fólks, hvernig sem á stendur. Þessar línur eru settar á blað fólki til umhugsunar. í þessum efnum eru nefnilega allir fórnarlömb. Verkþekking 1 hættu I upphafi var vikið að heimsókn að Hrauneyjafossi á dögunum, það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með því landnámi, sem orðið hefur í óbyggðum á einum og hálfum áratug. Það hlýtur að vera heillandi verkefni að vinna að byggingu stórvirkjana við þær að- stæður, sem ríkja á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár. Hér verður þó aðeins vikið að einum þætti þess máls, sem er sú mikla verk- þekking, sem íslendingar hafa smátt og smátt aflað sér með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.