Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Vestur-Þýskaland:
Hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar í
Vestur-Þýskalandi hafa nú aftur skotið upp kollinum
eftir nærri fjöKurra ára hlé. Ilér eru þó ekki á ferð-
inni nýir liðsmenn og yn>;ri, heldur sami gamli kjarn-
inn, þ.e. þeir úr honum, sem hafa sloppið við að lenda
í höndum löKreglunnar. Miðaldra menn, sem finnst
komin tími til að hefjast handa á nýjan leik og í þetta
sinn Ki'Kn Bandaríkjamönnum.
Þetta eru fullyrðingar háttsetts
foringja í vestur-þýsku öryggis-
lögreglunni og hann var ekki í
neinum vafa þegar hann svaraði
því til hverjir hefðu staðið á bak
við banatilræðið við Frederick J.
Kroesen, hershöfðingja, yfirmann
Bandaríkjahers í Evrópu, og fimm
árásir á aðsetur Bandaríkjamanna
á síðustu vikum. Að hans sögn eru
þessir menn „skriffinnar, ósveigj-
anlegir kreddutrúarmenn, sem
'gera sér næstum sjúklegt far um
að standa við gerðar áætlanir" og,
bætti hann við: „Jafnvel þótt þeir
hafi fulla ástæðu til að halda, að
við vitum hvað þeir hyggjast fyrir.
hópsins væru „andstæðar fólkinu"
og hvaða áhrif flugrán og
sprengjutilræði hefðu á hug-
myndafræðina og almenningsálit-
ið. Inn í þessa umræðu hafa einnig
blandast ásakanir tveggja eða
fleiri tiltölulega sjálfstæðra
hryðjuverkahópa, sem segja Rauðu
herdeildirnar vera söfnuð yfir-
stéttarfólks og úr öllu sambandi
við raunveruleikann.
í skjölum frá Rauðu herdeildun-
um, sem lögreglan komst yfir í
fyrra, var m.a. talað um fyrirhug-
aða árás á háttsettan, bandarískan
herforingja í Heidelberg og —
jNeUr|Iork©hne0
Svona var umhorfs fyrir utan höfuðstöðvar flughers Bandarikjanna og NATO í Mið-Evrópu, i Ramstein i
V-Þýskalandi, eftir að sprengja hafði sprungið þar undir bil 31. ágúst sl. 15 manns slösuðust. Andstaðan við
nifteindasprengjuna hefur blásið nýju iífi í Rauðu herdeildirnar, sem einbeita sér nú að árásum á Banda-
rikjamenn.
Rauðu herdeildirnar láta
til skarar skríða að nýju
þá láta þeir slag standa. Þetta er
allt gamalkunnugt."
A listanum yfir eftirlýsta
hryðjuverkamenn eru 30 nöfn, en
talið er, að aðeins 12—15 myndi
hinn raunverulega kjarna, „ólög-
lega arminn" svokallaða, sem
stjórnar öllum aðgerðum hópsins.
Þessir menn fara huldu höfði, eru í
einum felustaðnum í dag og öðrum
á morgun, en sér til aðstoðar hafa
þeir allt að 150 „löglega" félags-
menn, sem stunda sína vinnu eða
nám og vinna ýmis verk fyrir
kjarnann.
Síðustu meiriháttar aðgerðir
vestur-þýskra hryðjuverkamanna
voru árið 1977, þegar Siegfried Bu-
back, ríkissaksóknari, Júrgen
Ponto, bankastjóri Dresdner-
banka, og Hans-Martin Schleyer,
formaður vinnuveitendasambands-
ins, voru myrtir. Því skeiði lauk
með misheppnaðri gíslatöku um
borð í Lufthansa-flugvél og dauða
fanganna í Stammheim-fangelsi,
Andreas Baader, foringja hópsins,
Guðrunar Ensslin og Jan-Karls
Raspe.
Samkvæmt framburði hryðju-
verkamanna, sem handteknir hafa
verið frá því á árinu 1977, virðist
sem hópurinn hafi notað þennan
tíma, sem síðan er liðinn, til að
endurmeta baráttuaðferðirnar og
komast að því hvar þeim hefur
mistekist. Umræðurnar hafa eink-
um snúist um það hvort aðferðir
Hafa nú fundið sér
„baráttuvettvang“ í
andstöðunni við nift-
eindasprengjuna
sjálfum sér samkvæmir — þar
reyndu þeir einmitt nú fyrir
skömmu að ráða af dögum Kroesen
hershöfðingja, yfirmanna banda-
ríska hersins í Evrópu. Að áliti
vestur-þýskra öryggislögreglu-
manna sýna siðustu aðgerðir
Rauðu herdeildanna, að þær hafa
verið að leita að nýjum baráttu-
vettvangi, einhverju málefni, sem
er meira i takt við tímana en venja
hefur verið með „hugsjónir" hreyf-
ingarinnar. Þess vegna er ráðist á
Bandaríkjamenn í þeirri von, að
andstaðan við nifteindasprengjuna
geti gefið þeim byr undir bða
vængi og kallað nýtt fólk til liðs
við samtökin.
Í bréfi, sem Rauðu herdeildirnar
sendu frá sér nýlega veður allt upp
í slagorðum og stöðluðum frösum
(Þriðji heimurinn, ofsóknir á
hendur vinstrimönnum í V-Þýska-
landi, yfirvofandi heimsbyltin
o.s.frv.) en jafnframt er gripið til
ýmissa orða og yfirlýsinga, sem
stjórnmálamenn hafa látið frá sér
fara. Þar er Vestur-Þýskalandi t.d.
lýst sem nýlendu Bandaríkjanna
og þó að orðalagsmunur sé nokkur
er þar um að ræða alveg sömu um-
mælin og vikublaðið Der Spiegel
eignar Willy Brandt, formanni
v-þýska jafnaðarmannaflokksins,
og Heinrich Alberts, presti og
miklum andstæðingi kjarnorku-
vopna. Og ekki nóg með það, Egon
Bahr, sérfræðingu jafnaðar-
mannaflokksins í afvopnunarmál-
um, er nú farinn að nefna Banda-
ríkin aðeins „fyrverandi hernáms-
veldi" og segir, að í stríði sé hlut-
verk Þjóðverja aðeins eitt, „að
hlýða og deyja ef nauðsyn krefur".
í þessari þróun eygja hryðju-
verkamenn Rauðu herdeildanna
dálitla vonarglætu, að þeir geti
áunnið sér nokkra samúð og jáfn-
vel stuöning með því að ráðast á
Bandaríkjamenn. Nú er líka búist
við því, að brátt verði aftur látið til
skarar skriða gegn því, sem í bréf-
inu er nefnt „miðstöðvar, herstöðv-
ar og stjórnendur bandarísku
hernaðarvélarinnar", og árásir á
vestur-þýska stjórnmálamenn eru
heldur ekki útilokaðar.
Það eina sem mönnum hefur
þótt nokkuð góðs viti, er að ekkert
hefur verið um mikil bankarán,
sem jafnan hafa verið fylgifiskur
hryðjuverka Rauðu herdeildanna.
Þar með er líka allt upptalið, sem
gott þykir. Fyrir þremur vikum
var stolið úr námu nokkuri rúmum
800 kílóum af dýnamiti, 800 metr-
um af sprengiþræði og 86 hvell-
hettum.
SV-
Fjórir liðsmenn Rauðu herdeildanna: Sieglindc Gudrun Hoffmann, 36
ára, Birgitte Monhaupt, 31 árs, Peter Boork. 29 ára, og Rolf Clcmens
Wagner. 36 ára. Þau voru handtekin i Júgóslaviu 1978 og siðan hafa
ýmsir aðrir fallið i hendur lögreglunni. Þeir, sem cftir eru úr gamla
kjarnanum, eru nú miðaldra fólk, en jafn ósveigjanlegt og áður i
herferð sinni á hendur vestur-þýsku þjóðfélagi.
Hátíð Samhygðar í dag:
„Að vera hamingjusamur er
eins og að vera ástfanginnu
í TILEFNI af hátíð Samhygðar i
Háskólahíói í dag. sunnudag kl.
14. hafði Morgunhlaðið tal af
Ingibjörgu Guðmundsdóttur, en
hún er einn meðlima Samhygðar.
„Ingihjörg. hvaða félagsskapur
er Samhygð?"
„Samhygð er félagsskapur sem
er upprunninn í Argentínu og
hcfur starfað hér á landi í tæp tvö
ár. Félagið vinnur að jafnvægi og
þróun mannsins. og má segja að
félagið sé nokkurs konar mann-
ra'ktarfélag. Félagsskapurinn er
hvorki stjórnmálalegs né trúar-
legs cðlis og cr ckki rekinn í
ágéslaskyni."
„Yfirskrift hátíðarinnar er „Ger-
um Jörðina mennska", hvað eigið
þér við með því?“
„Jú, í stuttu máli má segja að við
viljum vinna að því að yfirstíga
sársauka og þjáningu, læra án
nokkurra takmarkana og fylgja
lögmálum lífsins. Þegar ég tala um
ákveðin lífslögmál, þá vitum við að
ákveðin lögmál ríkja í allri náttúr-
unni. Eitt af grundvallarlögmálun-
um er að lífið þróast frá hinu ein-
falda til hins fullkomna. Lífið gerir
lífverurnar þannig úr garði að þær
noti orku sína á sem hagkvæmast-
an hátt. Maðurinn er fyrst og
fremst lífvera og lýtur því ákveðn-
um lögmálum sem slíkur. Þegar
hann starfar rétt og vel notar mað-
urinn orku sína á hagkvæman hátt
og finnur til hamingjutilfinningar.
Sú tilfinning er vísbending til
mannsins að allt sé í góðu gengi.“
„Hvað eiga menn þá að gera til
að vera hamingjusamir"?
„Við höfum stundum spurt fólk
hvort það muni eftir hamingju-
samasta tímabili lífs síns, hvort
það hafi t.d. verið ástfangið. Mik-
ilvægasti þáttur þess að vera ham-
ingjusamur er að geta gefið, án
hugsunar um endurgjald. Þjóðfé-
lag okkar í dag byggir að verulegu
leyti á því að menn eru sífellt að
taka við. Menn eru í æ stærra mæli
neytendur ákveðins efnis svo sem í
gegn um sjónvarp, fjölmiðla og nú
síðast myndbönd sem komin eru á
markaðinn og mikið notuð.
Við leggjum áherslu á að fólk
rækti sinn innri mann, og í því
samhandi erum við með fundi einu
sinni í viku, klukkutíma í senn, þar
sem farið er yfir ýmsar hugaræf-
ingar. Einn flokkur æfinganna er
miðaður við fortíð einstaklingsins,
þ.e. farið er yfir ákveðin atriði í
fortíðinni og mönnum gerð grein
fyrir þeim hlutum sem þeir eru
e.t.v. ekki sáttir við sjálfir en verð-
ur ekki breytt. Eins og við vitum er
það allt of algengt að menn lifi
bókstaflega í fortíð sinni. Hinar
æfingarnar eru miðaðar við nútíð
og framtíð, meðlimirnir reyna að
koma skipulagi á líf sitt og gera
raunhæfar kröfur til sjálfra sín og
annarra, sem alla jafna tekst ekki
nema með töluverðri sjálfsþekk-
ingu. Samhygð leggur megin-
áherslu á að bæta einstaklinginn
Ingihjörg Guðmundsdóttir.
og hans nánasta umhverfi, þannig
gerum við ráð fyrir að bestur
árangur náist.“
„Nú býr fólk við ákaflega mis-
jafnar ytri aðstæður, sumir eru fá-
tækari en aðrir og heilu þjóðirnar
svelta eins og menn vita, skapa
þessi skilyrði ekki óhamingju af
sjálfu sér?“
„Vitaskuld, ekki er hægt að gera
ráð fyrir að menn eyði tíma í að
rækta sinn innri mann þegar menn
eru annað hvort að deyja úr hungri
eða nota allan sinn tíma í
brauðstrit. En eins og við vitum
verða menn ekki sjálfgefið ham-
ingjusamir þó ytri skilyrðum sé
fullnægt. Með auknum frítíma
flestra í nútímaþjóðfélögum, gefst
hins vegar tækifæri til að staldra
við og huga að þeim grundvallar-
lögmálum sem við leggjum áherslu
á, þ.e. að menn verði hamingju-
samir, og með breyttu viðhorfi
teljum við að hægt sé að bæta
heiminn. Þess má til gamans geta
að Síló álítur okkur Islendinga enn
nokkuð „heilbrigða" þjóð, minna er
hér af ýmsum ofbeldisverkum sem
farin eru að setja mark sitt á ná-
grannaþjóðirnar. Því er mjög mik-
ilvægt að við sjáum að okkur í
tíma og látum sömu þróun ekki
verða hér eins og víðast annarstað-
ar.“
„Að lokum Ingibjörg, er einhver
ákveðinn hópur fjölmennastur inn-
an samtaka ykkar?“
„Nei, þó má segja að konur séu
fleiri en karlmenn enn sem komið
er, og tel ég það m.a. stafa af því að
konur er ekki jafn hræddar og
karlmenn að taka þátt í félagsskap
sem þessum. Annars mundi ég
segja að innan samtakanna sé
hresst fólk á öllum aldri, sem vill
leggja eitthvað af mörkum til að
búa í betra heimi og hvet ég sem
flesta til að kynnast samtökum
okkar,“ segir Ingibjörg að lokum
og við þökkum henni spjallið.