Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 48
5 krónur
eintakið
Menn frá tryggingarfélögum og áhöfn um borð í Mávinn í gær:
Vonlaust talið að
bjarga skipinu
Tryggingarverðmæti þess um 8,5 milljónir króna
MENN úr áhöfn Mávs «k menn
frá tryKKÍnKarfclöKum skipsins
komust um borð í Mávinn laust
fyrir hádeKÍ í K*r, þar sem skip-
ið lá fyrir hotni Vopnafjarðar.
Fóru mennirnir út i skipið á litl-
um KÚmmíbáti, en stöðugt braut
yfir skipið en skjól var við
brúna ojf komust mennirnir þar
upp. Ætluðu þeir að kanna
skemmdir á farmi þess ok möjfu-
leika á að bjarga honum.
Um borð í Mávi eru 970 tonn af
saltfiski og 3 tonn af lagmeti og
er farmurinn tryggður fyrir um
2,4 milljónir dollara, en trygg-
ingarverðmæti skipsins er 1,1
milljón dollara, sem jafngildir
um 8,5 milljónum króna. Skipið
er tryggt hjá Reykvískri endur-
tryggingu og endurtryggt hjá
Lloyds í London. Farmurinn er
tryggður hjá Tryggingarmiðstöð-
inni. Mávur er mikið skemmdur
og vonlaust talið að bjarga skip-
inu. Skipið er talsvert sokkið í
Mávurinn á strandstað.
tilm. Mhl. RAX.
sandinn, borðstokkarnir báðum
megin eru brotnir af því og ýmsu
lauslegu af skipinu hefur skolað
á land.
„Það var rétt eftir klukkan 5 á
föstudagsmorgun, að við fengum
þau skilaboð frá togaranum
Brettingi sem lá úti á firðinum,
að Mávur þyrfti á hjálp að halda
og skipið væri á leið inn á sand-
inn þar sem ætti að hleypa því
upp,“ sagði Pétur Olgeirsson
formaður Björgunarsveitarinnar
Vopna í samtali við Morgunblað-
ið. „Við flýttum okkur sem mest
við máttum inn á sandinn þar
sem skipið lá í fjörunni og skutu
skipverjar strax línu til okkar.
Við gátum komið bílunum niður
á sandinn og gekk okkur vel að
strekkja kaðlana fyrir björgun-
arstólinn, en skipverjar settu
fast á brúarvæng. Fyrsti maður-
inn kom í land klukkan 7 og sá
síðasti klukkan 8, þannig að
óhætt er að segja að vel hafi
gengið að bjarga skipverjunum
16,“ sagði Pétur.
„Flestir komu skipverjarnir
þurrir á land, en einn eða tveir
fengu þó smádýfur á leiðinni, en
allir voru vel á sig komnir þegar
í land kom,“ sagði Pétur. „Ég
held að það séu engar líkur á því
að hægt sé að bjarga skipinu, en
f-i -■ • ■' ■
m •
Pétur Olgeirsson
einhverjar líkur eru taldar á að
hægt sé að bjarga farminum. Það
er erfitt að komast að skipinu,
það brýtur yfir það, en hér er
logn og blíðuveður, en talsverður
sjór ennþá,“ sagði Pétur
Olgeirsson.
Um 50 félagar eru í Björgun-
arsveitinni Vopna og tóku 35 fé-
lagar sveitarinnar þátt í björg-
uninni. Björgunarsveitin Vopni
kom mjög við sögu þegar leitað
var að flugvél Flugfélags Austur-
lands í fyrra, en sú vél fannst í
Smjörfjöllum.
I blaðinu í gær kom fram að
samið hefði verið við Grikki um
200 tonn af saltfiski sem afhenda
átti á árinu, en það er misritun.
Hið rétta er að samið hefur verið
um sölu 2000 tonna.
Gíf urlegur munur á af-
komu vinnslugreinanna
150 milljóna kr. hagnaður á söltun, 60 milljóna hagn-
aður á herzlu, en 137 milljóna kr. halli á frystingu
SÁ MIKLI munur, sem er á rekstr-
arskiiyrðum vinnslugreinanna
þriggja torveldar ákvörðun fisk-
verðs, sem á að gilda frá 1. október.
Frystingin er rekin með 6,7% halla
samkvamt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar eða sem nemur 137
milljónum króna á ári. Hagnaður
af sultun er hins vegar 150 milljón-
ir króna eða 13,1% og 9,4% hagnað-
ur er af skreiðarverkuninni, sem
svarar til 60 milljóna króna á ári.
Meðaltalstölur um afkomu vinnsl-
unnar eru þvi 2% hagnaður eða 73
milljónir á ári.
Tvær tölur eru um stöðu fisk-
vinnslunnar og er í útreikningum
Þjóðhagsstofnunar miðað við mis-
munandi forsendur. Auk þess gera
talsmenn vinnslugreinanna venju-
legast ágreining um nokkur atriði,
svo sem vaxtakostnað. Um stöðu út-
gerðar hefur Þjóðhagsstofnun einnig
gert tvenna útreikninga og er í öðru
dæminu miðað við afla síðasta árs,
en í hinu dæminu er aflaaukning
þessa árs reiknuð með og þá reiknað
með að hún haldist út árið þó svo að
sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki
breytt viðmiðunartölum sínum.
Samkvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar, þar sem miðað er við
afla síðasta árs, eru bátar nú reknir
með 1,4% eða 12 milijóna halla á ári,
minni togarar eru reknir með 6,8%
halla sem nemur 65 milijóna króna
halla á ári og stæríi togararnir með
15,5% halla sem nemur 40 milljóna
króna halla á rekstri. { heild er út-
gerðin samkvæmt þessum útreikn-
ingum rekin með 5,6% halla eða sem
nemur 117 milljóna króna halla á
ári. í fyrrnefndum tölum er miðað
við rekstrarskilyrði fyrir fiskverðs-
hækkun.
Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, vildi ekki ræða þess-
ar tölur í samtali við Morgunblaðið í
gær, enda væru þær ekki frá honum
komnar. Hann sagði að fundur yrði
haldinn fljótlega eftir helgi í Yfir-
nefnd Verðlagsráðsins, en fram til
þessa hefði verið rætt um áætlanir
og útreikninga á fundum nefndar-
innar. Hann sagði, að staðan væri
afskaplega erfið til að ná samkomu-
lagi í yfirnefndinni og sú staðreynd,
að frystingin stæði mun lakar en
hinar greinarnar gerðu dæmið
flóknara en ella. Um aðgerðir til að
leysa fiskverðsákvörðun vildi Ólafur
ekki ræða.
Kristján Ragnarsson, formaður
LIÚ, sagði, að þeim sem sæti eiga í
yfirnefndinni væri alls ekki ljóst á
hvern hátt fiskverðsákvörðunar-
vandinn yrði leystur og enn hefðu
engin skilyrði verið sköpuð til þess.
„Sjávarútvegsráðherra hefur núið
mér því um nasir, að ég heimti geng-
isfellingu, sem hefði það m.a. í för
með sér að allur tilkostnaður
hækki,“ sagði Kristján Ragnarsson.
„Ég vil, að það komi skýrt fram, að
ég er ekki taismaður gengisfellingar
og hún er fljót að koma í bakið á
okkur. Hún hækkar verð á öllum að-
föngum og er því fljót að éta sig upp.
Hvort önnur leið er til veit ég ekki.
Ég mun fagna því ef sú leið finnst,
og bíð reyndar eftir því,“ sagði
Kristján Ragnarsson.
Húsavik:
Aðeins þrír
dagar úr-
komulaus-
ir í sept.
Húsavík. 3. október.
ER VETURINN genginn í garð
eftir þetta leiðinlega sumar og
ekkert vor? — Þannig spyrja
margir hér nyrðra um þessar
mundir, enda hafa þeir dagar, sem
liðnir eru af þessari viku, fremur
borið merki vetrar en hausts.
Úrfelli í septembermánuði hefur
verið óvenjumikið, og heildarúr-
koma í mánuðinum varð 158 mm,
sem er t.vöfalt meira en meðaltals-
úrkoma í september um árabil. Svo
mikil var ótíðin að aðeins mældust
þrír dagarúrkomulausir í mánuðin-
um. Mest varð úrfellið hinn 19.
september, 46,7 mm., en það er
mjög sjaldgæf úrkoma hér á einum
sólarhring.
Þetta veður hefur gert fjárleitar-
mönnum erfitt fyrir í göngum, sem
þó eru taldar hafa gengið sæmilega.
Einnig hefur sjósókn verið stopulli
en ella.
— Fréttaritari
Þrenn um-
ferðarljós
sett upp við
Elliðavog
ÞRENN umferðarljós verða
hráðlega tekin i gagnið við EIl-
iðavog, en umferðarljós þessi
eru á gatnamótum Elliðavogs
og Skeiðarvogs, Elliðavogs og
Iloltavegar, og Elliðavogs og
Dalhrautar. Síðastnefndu um-
ferðarljósin verða þó ekki tekin
í notkun á þessu ári.
Ljósin á mótum Elliðavogs ann-
arsvegar og Holtavegar og Skeið-
arvogs hinsvegar verða ekki með
hefðbundnu sniði, samkvæmt upp-
lýsingum sem Morgunblaðið fékk
hjá Guttormi Þormar verkfræð-
ingi. Þau verða þeirrar náttúru, að
stöðugt logar grænt ljós við þeim
sem aka Elliðavog, nema bílar
komi að gatnamótunum við Skeið-
arvog eða Holtaveg. Við þau
gatnamót verða sérstakir nemar,
sem skynja bílaumferð. Komi bíll
að gatnamótunum, skiptir fljót-
lega yfir í grænt, líkt og væri um
gangbrautarljós að ræða.
Þá verða gangbrautarljós tekin
í notkun innan tíðar á mótum
Túngötu og Hofsvallagötu.
Sjónvarp í 15 ár:
Fjöldi sjónvarpstækja nú nálægt 65
þúsundum - þar af 60% litasjónvörp
NÚ ERU á skrá hjá Ríkisútvarp-
inu nálega 65 þúsund sjón-
varpstæki, að því er Pétur Guð-
finnsson framkvæmdastjóri
Sjónvarps sagði i samtali við
Morgunblaðið. Hann kvaðsi að
visu ekki hafa alveg nýjar eða
nákvæmar tölur um fjölda
tækja, en fyrsta mars siðastlið-
inn hefðu tækin verið 63.924
talsins, og væri því varla
ofreiknað að telja þau nú nálægt
sextiu og fimm þúsundum.
Litsjónvarpstæki kvað hann
vera um 60% af þessum fjölda
eða um 40 þúsund tæki, en
svart/hvítu tækin voru um 40%
eða um 25 þúsund tæki.
Að sögn Péturs Guðfinnssonar
liggur ekki fyrir fjöldi útvarps-
viðtækja í landinu, þar sem
hverjum gjaldanda er heimilt að
hafa eins mörg tæki og hann kýs
á einu afnotagjaldi. Gjaldendur
útvarpsviðtækja voru hins vegar
tæplega 69 þúsund talsins hinn
fyrsta mars síðastliðinn, 68.902.
Varðandi innsiglun og eyði-
leggingu svart/hvítra sjónvarps-
tækja kvaðst Pétur ekki hafa töl-
ur, en væntanlega færi mjög mik-
ið af þeim tækjum út af skrá þeg-
ar keypt væru littæki. Tölur um
myndsegulbandafjölda sagði
hann Ríkisútvarpið ekki hafa,
enda væri þar ekki um að ræða
afnotagjald eða skráningu af
neinu tagi.