Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Jón Magnússon, lögfræðingur, sem lét af for-
mennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á þingi
samtakanna á ísafirði í lok ágústmánaðar, á að baki
langt og mikið starf á vettvangi ungra sjálfstæð-
ismanna. Hann tók fyrst sæti í stjórn Heimdallar
FUS á árinu 1962, þá 16 ára gamall, og hefur gegnt
trúnaðarstörfum í hópi ungra sjálfstæðismanna sam-
fellt síðan eða í um 19 ár. A þessu tímabili hefur Jón
Magnússon gegnt formennsku bæði í SUS og Heim-
dalli, átti sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, setu-
rétt á þingflokksfundum, auk þess að vera forystu-
maður Vökumanna í stúdentapólitíkinni um skeið og
formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Jón Magn-
ússon, þekkir því starf ungra sjálfstæðismanna bæði
á Viðreisnarárunum, þegar vegur Sjálfstæðisflokks-
ins var hvað mestur og einnig síðasta áratug, þegar
margvíslegir erfiðleikar og áföll hafa steðjað að.
Morgunblaðið hefur átt viðtal við Jón Magnússon um
störf hans í þágu ungra sjálfstæðismanna og fyrsta
spurningin var sú hvaða augum hann liti starf ungra
sjálfstæðismanna í þessa nær tvo áratugi og hvaða
breytingar hefðu helst orðið í þessu tímabili að hans
mati.
almenningsálitið á þessum árum
hvað snertir lýðræðisleg vinnu-
brög og innra flokksstarf. Við
börðumst gegn flokksræði og mið-
stjórnarvaldi, en fyrir opnari og
lýðræðislegri stjórnmálaflokkum
og þá sérstaklega okkar eigin
flokks. Hvatinn að þessum um-
ræðum voru skrif og skelegg bar-
átta vinar míns, Ármanns heitins
Sveinssonar, eftir kosningarnar
1967 og síðar. Ungir sjálfstæðis-
menn voru tvímælalaust langt á
undan ungu fólki í öðrum flokkum
með þau sjónarmið.
— Voru þetta ekki hugmyndir
vinstri sinnaðrar uppreisnar-
æsku i Evrópu?
— Nei, við mótuðum okkar
stefnu án tillits til þess sem þá var
að gerast í Evrópu. Hugmyndir
stúdentauppreisnanna voru ekki
farnar að berast hingað á þeim
tíma. Þó að um væri að ræða aukið
frjálslyndi í stefnumörkun ungra
sjálfstæðismanna um og eftir
1968, þá er rangt að tengja það
hugmyndum vinstri manna. Við
vildum auka lýðræðið, valfrelsi
óhjákvæmilega kom eftir fráfall
foringja eins og Bjarna Bene-
diktssonar.
— ... en í þjóðfélaginu al-
mennt?
Við fengum ómögulega ríkis-
stjorn 1971 og upplausn í efna-
hagsmálum.
— Hvaða árangri telur þú, að
ungir sjálfstæðismenn hafi náð
með baráttu sinni á þessum ár-
um?
— Okkur tókst að opna flokkinn.
Prófkjörin 1971, þegar flokkurinn
var í lægð, hjálpuðu til, og þau
buðu upp á ákveðið frumkvæði,
sem kom Sjálfstæðisflokknum vel.
Þetta var byrjunin á endurmati á
stefnu flokksins, sem hefur skilað
sér í ýmsum hugmyndum um
aukna valddreifingu, breytta efna-
hagsstjórn, samdrátt í ríkisút-
gjöldum sbr. „Báknið burt“. Þá má
nefna baráttu fyrir frelsi einstakl-
ingsins og réttindum hans og bar-
áttu í atvinnumálum undir kjör-
orðinu: „Stöðvum landflóttann."
Ef litið er yfir þetta tímabil er
kjarni þess sem ungir sjálfstæð-
meiri fótfestu. Þetta er líka spurn-
ing um það, hvað menn starfa vel
saman. Á miðjum síðasta áratug
náðu ungir sjálfstæðismenn
þokkalega vel saman og meiri sam-
staða ríkti en áður. Stefnan var
djörf og menn hlífðUst ekki við að
gagnrýna eigin flokk. Við urðum á
þessum tíma sterkari en bæði áð-
ur og eftir.
Á þeim árum ,sem ég var for-
maður Heimdallar, náðum við inn
í skólana, sem við höfðum ekki
haft nægilega gott samband við
um skeið. Félög ungra sjálfstæð-
ismanna störfuðu af krafti og ný
voru stofnuð. Ég held hins vegar,
að ungir sjálfstæðismenn hafi
ekki getað hamlað gegn þeirri
þróun, sem síðan varð í Sjálfstæð-
isflokknum, þeirri upplausn, sem
var að koma, vegna togstreitu
eldri manna í flokknum, sem því
miður hefur haft allt of mikil
áhrif í röðum ungra sjálfstæð-
ismanna. Tíminn eftir kosn-
ingarnar 1978 hefur verið erfiður,
Við töpuðum kosningum 1979,
þvert ofan í það sem við höfðum
Tímabil endurnýjun-
ar er að renna upp í
Sjálfstæðisflokknum
— Ég held, að það megi skipta
þessum áratugum í tvö tímabil,
hið fyrra var á árunum fyrir
1968—1969, hið síðara fram á
þennan dag, segir Jón Magnússon.
Aukaþingið, sem ungir sjálfstæð-
ismenn efndu til 1968 var annars
konar þing en samtökin höfðu áð-
ur haldið, þar kom fram mun rót-
tækari gagnrýni á stefnu flokksins
og flokksstarfið en áður. Þó varð
töluverð uppstokkun í þingi SUS á
Blönduósi 1969. Fyrra tímabilið
einkenndist hins vegar af því, að
ungir sjálfstæðismenn unnu meira
innan flokksins í fullu samráði við
forystumenn flokksins ...
— ... telur þú að það hafi vcr-
ið neikvætt?
— Nei, alls ekki, en viðfangsefni
hvers tímabils eru mismunandi og
allar aðstæður. Pólitíkin á þessum
tíma var öðru vísi en síðar varð.
Það var ekki bara Sjálfstæðis-
flokkurinn, heldur aðrir flokkar
líka, sem voru í fastari skorðum
þá en nú. Það má segja, að það geti
verið skýring á öðrum vinnu-
brögðum, að ungir sjálfstæðis-
menn mótuðu störf sín á fyrra
tímabilinu í samræmi við þá festu,
sem ríkti í stjórnmálunum, en
töldu sig ekki ná nógu góðum
árangri og því talið rétt að beita
nýjum vinnubrögðum.
— Ilvað veldur þeim þáttaskil-
um. sem vcrða 1968—1969?
— Fyrst nefni ég forsetakosn-
ingarnar 1968. Ungir sjálfstæð-
ismenn stóðu báðum megin við
borðið í þeim kosningum. Eftir
þær, þurftu menn að læra að
vinna saman aftur og gerðu það
með ágætum. Eftir kosningarnar
1967, sem urðu sjálfstæðis-
mönnum vonbrigði, töldu margir
þörf á uppstokkun í Viðreisnar-
stjórninni bæði hvað snerti menn
og skiptingu ráðuneyta milli
stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Menn
töldu krata ráða of miklu og að
Veiðreisnarstjórnin hefði ekki
gert þjóðinni nægilega grein fyrir
því hvernig málin stóðu. Erfiðleik-
arnir í efnahagsmálum, sem komu
upp 1967 og 1968 voru hinir mestu
frá stríðslokum og ýttu undir
kröfurnar um breytingu, þótt ég
telji að Viðreisnarstjórnin hafi
staðið sig ákaflega vel og það hafi
sennilega verið hennar besti tími
miðað við þær erfiðu aðstæður
sem þá var um að ræða. Þá var
veruleg ólga meðal æskufólks í
Evrópu og Bandaríkjunum á þessu
tímabili. Ungum sjálfstæðis-
mönnum fannst flokkurinn seinn
að tileinka sér nýjar hugmyndir í
utanríkismálum, umhverfismál-
um og fleiri málum. Líklega hafa
ungir sjálfstæðismenn sjaldan
verið jafn frjalslyndir og á þessu
tímabili. Þá voru menn óánægðir
með skipulag og stefnu flokksins
og hinn eilífa tröppugang í flokkn-
um og skort á endurnýjun í hópi
trúnaðarmanna flokksins á þingi
og annars staðar.
— Var þetta ckki einfaldlega
tilhneiging til þess að hlaupa á
eftir almenningsálitinu á þessum
árum?
— Þvert á móti. Ungir sjálf-
stæðismenn höfðu veruleg áhrif á
fólksins og réttindi innan ramma
þjóðfélagskerfisins, en vorum al-
gerlega andvígir upplausn og
stjórnleysi eins og vinstri menn
raunar boðuðu þá í samræmi við
kenningar helsta hugmyndafræð-
ings síns á þeim tíma „Marcuse".
— En má ekki segja, að stjórn-
leysi hafi fylgt í kjölfarið á þcss-
ari haráttu ykkar. bæði hjá
flokki og þjóð?
— Hugmyndir okkar komust
ekki til framkvæmda nema að
takmörkuðu leyti. Þeim fylgdi
ekki stjórnleysi. Sjálfstæðisflokk-
urinn varð lýðræðislegri flokkur,
en það var ekki um að ræða
stjórnleysi innan hans. Manna-
breytingar höfðu i för með sér
vissar breytingar á flokksstarfinu.
Það kom mikið rót á flokkinn við
lát Bjarna Benediktssonar. Hann
var orðinn óumdeildur og virtur
Ieiðtogi. Ég get ekki samkþykkt,
að það hafi komið tímabil stjórn-
leysis í flokknum eftir fráfall
Bjarna enda tók við forysta Jó-
hanns Hafsteins, sem var tví-
mælalaust besti maðurninn sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá á
að skipa til að stýra flokknum í
gegnum það erfiðleikatímabil, sem
ismenn eru að segja þetta: Aukið
lýðræði, valddreifing, minni
skattheimta, minni ríkisútgjöld,
tekist verði á við verðbólguna,
róttæk atvinnustefna frelsis
mörkuð. Þetta eru stefnumál, sem
krefjast festu í stað stjórnleysis
og upplausnar. Við vorum að
krefjast meiri festu og umfram
allt aðgerða í stað aðgerðarleysis,
sem einkennt hefur síðasta áratug
og valdið landflótta þúsunda ís-
lendinga.
— Margir eru þeirrar skoðun-
ar. að á þessu tímahili, sem þú
lýsir sem tíma baráttu fyrir
hreytingum hafi samtök ungra
sjálfstæðismanna verið i mikilli
lægð og dauft yfir starfsemi
þeirra.
— Það er ekki hægt að setja
strik á milli þessara tveggja tíma-
bila, sem ég hef gert að umtalsefni
hér með þessum hætti. Segja má,
að á árunum 1963 fram til 1967
hafi samtökin verið hvað sterkust,
eftir það hallar undan fæti á sama
hátt og hjá Sjálfstæðisflokknum
sem slíkum og þannig standa mál-
in fram til 1973—1974. En þegar
við komum fram til ársins 1975
kemur fjörkippur í starf ungra
sjálfstæðismanna og við náum
haldið, stjórnarmyndunin varð til
þess að menn töpuðu áttum og
flokksstarfið lagðist í dvala um
nokkurt skeið. Það má spyrja,
hvaða tilgangi flokksstarf þjóni,
þegar málin eru í slikri kyrrstöðu.
Fólk sagði að það vildi ekki starfa
innan flokksins við þessar aðstæð-
ur og starf ungra sjálfstæð-
ismanna bar keim af þessu eins og
raunar allra félaga sjálfstæð-
ismanna hvar sem er á landinu.
Stjornarmyndun dr. Gunnars
Thoroddsen varð til þess að
magna deilurnar í flokknum, en
var alls ekki orsök þeirra, miklu
frekar afleiðing.
— Á árunum upp úr 1968 gckk
vinstri bylgja yfir landið, sem tal-
in var eiga upptök sin út i lönd-
um. Hvernig telur þú, að ungum
sjálfstæðismönnum hafi gengið
að ráða við hana?
— Við réðum ekki við hana fyrst
í stað. Við misstum tökin meðal
ungs fólks. Við réðum ekki við
hana fremur en borgaralegir
flokkar í nálægum löndum. Staða
borgaralega sinnaðs fólks, sem var
í andstöðu við þessa vinstri bylgju
var þó nokkuð sterk fram til árs-
ins 1971 hér á landi. Á þessum
tíma eru mjög róttækir menn í
Karlakór Rvíkur í
söngferð um Banda-
ríkin og Kanada
KARLAKÓR Reykjavíkur heldur
hinn 9. október nk. í enn eina
utanferð sína og nú til Bandaríkj-
anna og Kanada. Syngur kórinn
þar á 17 hljómleikum á þremur
vikum og eru miðar á hljómleik-
ana allir seldir fyrirfram.
Þetta er í fimmta sinn, sem
Karlakór Reykjavíkur heldur
hljómleika í þessum löndum og að
ferðinni lokinni hefur kórinn sung-
ið samtals um 125 sinnum á sam-
komum í Bandaríkjunum og Kan-
ada.
Söngstjóri er Páll Pampichler
Pálsson; píanóleikari Guðrún A.
Kristinsdóttir, en einsöngvarar
eru þau Sieglinde Kahman og Sig-
urður Björnsson, óperusöngvarar,
og einnig syngja fjórir kórfélagar
einsöng, þeir Hilmar Þorleifsson;
Hjálmar Kjartansson; Hreiðar
Pálmason og Snorri Þórðarson.
Þetta er tólfta söngferð kórsins í
fjórum heimsálfum, en síðasta
ferðin var til Kína fyrir nær
tveimur árum.
Á mánudag og þriðjudag næst-
komandi, 5. og 6. október, heldur
kórinn hljómleika fyrir styrktarfé-
laga sína í Háskólabíói og hefjast
þeir kl. 19 báða dagana.