Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Vetrarstarf Stjórnunarfélagsins hafið: Boðið verður upp á 34 inn- lend námskeið og 5 erlend STARFSEMI StjórnunarfélaKs íslands er að hefjast um þessar mundir. cn starfió lÍKKiir að miklu leyti niðri á sumrin. A vetraráa-tlun fclagsins eru fjöl- þætt verkcfni. Ilörður Si>?ur- Kestsson. formaður félaKsins, sagði á biaðamannafundi, að boðnar yrðu 34 teKundir inn- lendra námskciða og síðan fimm erlend. Erlendu námskeiðin eru: Nýjar léiðir í stjórnun, Tímaskipulagn- ing, Einkaritaranámskeið, Konur í stjórnstörfum og Leiðbeinenda- námskeið, sem ætlað er leiðbein- endum á stjórnunarnámskeiðum. Þá efnir félagið til námsstefnu um skrifstofu framtíðarinnar og sýningar á skrifstofutækjum framtíðarinnar, sem haldin verður að Hótel Loftleiðum dagana 1.—4. október nk. Efnt verður til spástefnu um þróun efnahagsmála á árinu 1982 og verður hún haldin 10. desember nk. Slík spástefna var haldin í fyrsta sinn í desember á sl. ári og þótti hún takast mjög vel. Stjórnunarfélagið hefur ákveðið að efna til rekstrartafls ’82 og verður það haldið í samvinnu við IBM í febrúar. Rekstrartafl var fyrst haldið á liðnum vetri og þá einnig í samvinnu við IBM. I haust veitir félagið viðurkenn- ingu fyrir beztu ársskýrsluna, sem barst í samkeppni sem félagið efndi til um ársskýrslu íslenzkra fyrirtækja og stofnana. I blaðinu Stjórnunarfræðslan, sem nýkomið er út, er listi yfir þau félög, fyrirtæki og stofnanir, sem eiga aðild að Stjórnunarfélag- inu, 'en það eru alls 318 aðilar. Til viðbótar því eru liðlega 250 ein- staklingar félagar. Viðamesti þátturinn í starfsemi félagsins eru innlend námskeið um stjórnun og rekstur og verða á komandi vetri boðnar 34 tegundir slíkra námskeiða, en af þeim eru 9 haldin í fyrsta skipti í vetur. Þórð- ur. Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði að í heildina yrðu haldin á bilinu 45—50 innlend námskeið, því sum væru tvítekin. Á nýju námskeiðunum verður fjallað um afgreiðslu- og þjón- ustustörf, framkomu í sjónvarpi, framleiðsluskipulagningu í málm- iðnaði, gæðastýringu í frystihús- um, mótun starfsferilsbreytingar á starfi, sölu á erlendum mörkuð- um, skrifstofuhald og skrifstofu- hagræðingu, tilboðsgerð í málm- iðnaði og tilboðsgerð í prentiðnaði. Nokkur þessara námskeiða eru haldin í samvinnu við önnur sam- tök svo sem Samband málm- og skipasmiðja, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Félag íslenzka prentiðnaðarins. Erlend námskeið eru orðin fast- ur þáttur í starfi félagsins og hef- ur þegar verið tekin ákvörðun um að efna til 6 erlendra námskeiða í vetur og er eitt þeirra reyndar af- staðið, en það var haldið um miðj- an mánuðinn og fjallaði um núllgrunnsáætlanagerð. Á námskeiði, sem haldið verður dagana 7.-8. október nk., mun Þátttakendur í rekstrartafli Stjórnunarfélagsins á liðnum vetri. Yðar eigin stór- markaður Dönsk gæðavara. / \mnai Stfógeiióóön h.f. Suöurlandsbraiit 16, sími 91-35200. W FlaaUL •. -.Si-gr brezkur ráðgjafi leiðbeina á nám- skeiði, sem ætlað er leiðbeinend- um á námskeiðum og mun hann skýra frá ýmsum atriðum við skipulagningu og kennslu á stjórnunarnámskeiðum. Um miðj- an október verður efnt til nám- skeiðs sem nefnist Nýjar leiðir í stjórnun og er leiðbeinandi þar prófessor Jack Hautaluoma, en hann er prófessor í stjórnunar- fræðum við Colorado State-há- skólann í Bandaríkjunum. Fjórða erlenda námskeiðið er einkarit- aranámskeið, sem haldið hefur verið hér á landi tvívegis áður og hafa 50 einkaritarar sótt það. Leiðbeinandi á því námskeiði er frú Eiwor Bohm-Petersen, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Merc- uri Sekretarar Institut. Námskeið um tímaskipulagn- ingu verður haldið dagana 26.-—27. nóvember og er það námskeið fengið frá Danmörku. Námskeið þetta er eitt hið vandaðasta sem völ er á um þetta efni og hefur verið haldið í flestum Evrópulönd- um, auk Ameríku og hafa yfir 50 þúsund þátttakendur sótt þau. I febrúarmánuði verður efnt til nokkuð sérstæðs námskeiðs, en það er eingöngu ætlað konum í stjórnunarstörfum. Námskeið þetta er fengið frá Bandaríkjun- um og verður leiðbeinandi á því frú Leila Wendelken, en hún er framkvæmdastjóri eigin ráðgjafa- fyrirtækis í Kaliforníu. Til þessa námskeiðs er efnt í þvi skyni að gefa konum, sem á seinni árum hafa í vaxandi mæli tekið að sér stjórnunarstörf, kost á því að kynnast hvernig kynsystur þeirra í nágrannalöndunum hafa aflað sér þekkingar og viðurkenningar sem fyrsta flokks stjórnendur. Að síðustu má geta þess, að á vegum Stjórnunarfélags íslands eru starfandi klúbbar um ýmis málefni og má þar nefna starfs- mannastjóraklúbb og bókaklúbb, sem starfað hefur í nokkur ár og klúbb fjármálastjóra og klúbb rit- ara, sem báðir voru stofnsettir á liðnum vetri. Stokkhólmur: Rit um íslenska tónlist EINS og fram hefur komið í frétt- um verður íslensk tónlist í háveg- um höfð á yfirstandandi starfsári tónlistarfélagsins í Stokkhólmi (Stockholms Konserthusstiftelse). I tengslum við þennan „íslenska" vetur í tónleikahöllinni í Stokk- hólmi hefur félagið gefið út bækl- ing eftir Göran Bergendal, þar sem hann skrifar um íslenska tónlist og tónlistarmenn. Þetta mun í fyrsta sinn sem gefið er út yfirlitsrit af þessu tagi um ís- lenska tónlist. Bæklingurinn nefn- ist: „Musiken paa Island" og er 55 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.