Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
MHMBMM
■MHSMi
Hjartasjúkdómar
Skiptir mataræði sáralitlu eftir allt saman1!
Vísindamenn gerðu athyglis-
verða uppgötvun á árunum eftir
stríð. Þeir sáu að dauðsföllum af
völdum hjartasjúkdóma hafði
fækkað verulega í Norður-
Evrópu á stríðsárunum þegar
matur var af skornum skammti.
Þegar stríðinu iauk og matur var
aftur nægur fjölgaði hjartasjúk-
dómum á nýjan leik.
Ekki var hægt að sanna hvort
dauðsfallatíðnin var í beinu
sambandi við mataræði — sér-
staklega minni neyslu kjöts,
smjörs og annarra fæðutegunda
með háu fitumagni eða kólester-
oli — eða hvort um tilviljun var
að ræða. Tilraunir á dýrum
höfðu áður bent til að mataræði
skipti miklu máii en reynsla
stríðsáranna vakti í fyrsta sinn
von um að breytt mataræði gæti
unnið bug á sífjölgandi tilfellum
hjartasjúkdóma og dauðsfalla af
þeirra völdum á 20. öldinni.
Vísindamenn velta þessu enn
fyrir sér og sitt sýnist hverjum.
Sumir fullyrða að hægt sé að
fækka hjartatilfellum verulega
með því einu að breyta mataræði
og þá sérstaklega með minni
neyslu kjöts, eggja og mjólkuraf-
urða. Aðrir fullyrða að allar
kenningar um samband matar-
æðis og hjartasjúkdóma séu
tómt kjaftæði. Margir fara með-
alveginn og vilja fara að öllu
með gát og ekki ráðleggja fólki
neitt fyrr en vitað er með vissu
hvert sambandið er.
Takmark ráðlegginga um mat-
aræði er að minnka líkur á æða-
kölkun sem dregur úr blóð-
rennsli og getur haft alvarleg
áhrif á starfsemi mikilvægra
líffæra. Æðakölkun í kransæð-
um getur haft áhrif á starfsemi
hjartans og leitt til hjartaslags.
Skilningur vísindamanna á æða-
kölkun er enn takmarkaður en
þeir leita skýringar á henni út
um allan heim. Allir eru þó sam-
mála um að kólesterol hefur bein
áhrif á æðakölkun.
Flestir vísindamenn álíta að
aukið kólesterol í blóði karl-
manna auki hættuna á hjarta-
sjúkdómum. Ekki er vitað hvaða
áhrif það hefur á konur eða
börn. En þar sem mataræði get-
ur haft áhrif á kólesterolmagn í
blóði þá ráðleggja margir Iækn-
ar þeim sem hafa hátt kólester-
olmagn, reykja, eru með háan
blóðþrýsting, eru sykursjúkir, of
þungir eða eiga skyldmenni með
hjartasjúkdóma að breyta mat-
aræði sínu. Læknana greinir
hins vegar á um hvað ráðleggja
skal alheilbrigðu fólki.
Margir hafa tekið ráðlegg-
ingar Hjartaverndarsamtaka
Bandaríkjanna, AHA, hátíðlega
og aukið við sig fjölmettaða fitu
á kostnað mettaðrar fitu. Þeir
neyta heldur grænmetis, korn-
vara, fisks og kjúklinga en kjöts,
eggja og mjólkurafurða. Það
vakti því furðu margra þegar
Fæðu- og næringarnefnd rann-
sóknarstofnunar ríkisins sagðist
ekki hafa fundið neitt í rann-
sóknum sínum sem benti til þess
að það væri heilbrigðu fólki til
góðs að draga úr kólesterol-
neyslu. Niðurstöður rannsókna
nefndarinnar bentu til þess að
.'Uít/ím.’ ■■■■•■ v\‘r- ,n
iHHHMHMHHHHMHHHHHHHHHHi
minni fituneysla losaði fólk við
nokkur kíló en sönnuðu ekki að
hún minnkaði líkurnar á hjarta-
sjúkdómum.
Samanburður á heilum þjóð-
um hefur helst bent til þess að
beint samband sé milli fitu-
magns í mat, kólesterols í blóði
og hjartasjúkdóma. En beint
samband hefur einnig verið
fundið milli reykinga, þjóðar-
tekna, áfengisnotkunar og bíla-
eignar og tíðni hjartatilfella.
Munurinn á þjóðunum hverfur
þegar einstaklingar eru bornir
saman. Ákveðnir hópar innan
þjóðfélaga geta þó skorið sig úr.
T.d. eru hjartatilfelli fágætari
meðal aðventista í Bandaríkjun-
um en gerist og gengur. Þeir eru
grænmetisætur, en þeir reykja
líka og drekka minna en venja er
meðal almennings.
Dauðsföllum af völdum
hjartasjúkdóma fækkaði jafnt
og þétt í Bandaríkjunum á síð-
asta áratug eða eftir að þjóðin
byrjaði að velta mataræði al-
varlega fyrir sér. En fleira en
mataræði breyttist. Læknisþjón-
usta er nú mun betri en áður var,
reykingamönnum, 20 ára og
eldri, hefur fækkað um 13% og
reykingakonum um 28% og
fylgst er betur með blóðþrýst-
ingi. Það er því erfitt að sanna
að mataræði ráði þarna miklu
um. í Sviss hefur neysla dýrafitu
aukist um 20% en dauðsföllum
af völdum hjartasjúkdóma
fækkað stórlega og þakka vís-
indamenn það auknum hagvexti.
Og í Japan hefur neysla mett-
aðrar fitu aukist um 200% en
hjartatilfellum fækkað á undan-
förnum árum.
Vísindamenn eru þó ekki til-
búnir að fallast á að mataræði
hafi ekkert með hjartasjúkdóma
að gera. Þeir halda rannsóknum
sínum áfram og vonast til að
varpa bjartara ljósi á samband
kólesterols og hjartatilfella í
framtíðinni. Blað neytendasam-
taka Bandaríkjanna, Consumer
Report, kaus þann kostinn eftir
að hafa kynnt sér rannsóknir og
kenningar um samband matar-
æðis og hjartasjúkdóma að ráð-
leggja lesendum sínum að hætta
að reykja, varast stress og syk-
ursýki, hreyfa sig og halda í við
sig, ef þeir vildu minnka líkurn-
ar á hjartaveilu.
Endursagt úr Consumer Report.