Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
HEIMILISHORNIÐ
Umsjón: Bergljót Ingólfsdóttir
Mickey Rooney og Anna
Miller saman á leiksviði
Margir fyrrverandi kvik-
myndaleikarar hafa tekið að
sér hlutverk á lkeiksviðið í
Bandaríkjunum síðustu árin.
Umsagnir herma að margir
þeirra, jafnvel allflestir, hafi
staðið sig með mikilli prýðt.
Það þó víst tvennt ólíkt að
leika í kvikmyndum og á sviði
og beita þarf allt annari
tækni.
Leikararnir Mickey Rooney
og Ann Miller leika saman í
söngleiknum „Sugar Babies" á
Broadway við feikilegar vin-
sældir og ánægju áhorfenda.
Mickey Rooney var einn af
svokölluðum barnastjörnum,
sem ólust upp í Hollywood,
gengu þar í skóla, léku í
kvikmyndum og áttu lítið
samneyti við börn og unglinga
utan kvikmyndaveranna.
Þeim vegnaði ekki öllum vel
síðar meir á æfinni, hvorki í
starfi né einkalífi, og má
nefna Judy Garland, sem ein-
mitt lék með Mickey Rooney á
sínum tíma. En það er önnur
saga.
I kvikmyndasögubókum sé
ég Mickey Rooney fyrst getið í
myndinni „The Life of Jimmy
Dolan“ frá árinu 1933, þar
leikur hann með þekktum
leikurum t.d. Douglas Fairb-
anks jr. og Loretta Young, og
við nafn Mickey Rooney er
bætt „hinn ungi“ í upptalning-
unni. Arið 1939 er Mickey
Rooney lang vinsælasti ungl-
ingurinn sem lék í kvikmynd-
um hjá MGM fél., og voru það
myndirnar um „Andy Hardy"
sem áttu mestan þátt í þeim
vinsældum.
Sjálfsagt muna margir, sem
komnir eru á miðjan aldur,
eftir að hafa séð þessar mynd-
ir á barnasýningum í Gamla
Bíói á sínum tíma. Mickey
Rooney er maður mjög lágur
vexti og lék því drengja- og
unglingshlutverk lengur en
aldur sagði til um.
Af leikferli hans sem full-
orðins hefur undirrituð ekki
miklar upplýsingar við hend-
ina, aðrar en þær, að það þótti
ekki mikið til þeirra hlutverka
koma, sem hann fékk útdeilt,
það voru venjulega minnihátt-
ar hlutverk Og þótti hann gera
þeim misjöfn skil.
En nú hefur sem sagt birt
yfir fyrir hinni fyrrverandi
barnastjörnu, honum tekst
svona vel upp í söngleiknum
„Sugar Babies".
Ann Miller, sem þar leikur
með honum er þekkt stjarna
úr söng- og dansmyndum og
þykir ekkert hafa misst af út-
liti sínu né hæfileikum þó hún
sé orðin 62 ára að aldri.
Mickey Rooney
og Ann Miller
eru saman í
söngleiknum „Sugar
Babies“ á Broadway.
Grænmetis-frikasse
Grænmeti er soðið á venjulegan hátt, t.d. blómkál, gul-
rætur, rófur, púrrur. Síðan er búin til góð sósa á eftirfar-
andi hátt. Sósa: Vt 1 grænmetissoð, ca. 1 dl rjómi, 'Á — l
hvítlauksrif, 2—3 matsk. sítrónusafi, 1—2 eggjarauður,
2—3 matsk. rifinn ostur, steinselja, salt og pipar.
Soðið og rjóminn er soðið saman í nokkrar mín. Eggja-
rauðum, hvítlauk og sítrónusafa hrært saman og sett út í
soðið og eftir það má sósan ekki sjóða. Bragðbætt með
steinselju, salti og pipar. Sósunni hellt yfir sjóðandi heitt
grænmetið og borið fram með grófu brauði og ef til vill
köldu kjöti.
29
Íslensk-ameríska félagið opnar skrífstofu:
Félagið veitti 28 náms-
styrki á síðastliðnu ári
ISLENSK-AMERÍSKA félagið er
um þessar mundir að opna skrif-
stofu að Hallveigarstöðum við
Túngötu. Verða þar m.a. veittar
allar upplýsingar um þá styrki
sem félagið hefur milligöngu um
að veita til náms i Bandaríkjun-
um, en á sl. ári voru veittir 28
námsstyrkir á vegum félagsins.
Fyrst um sinn verður skrifstofan
opin á sérstökum timum. sem
valdir verða til hagræðis fyrir
námsfólk, en um nákvæman
opnunartíma verður nánar til-
kynnt síðar.
Islensk-ameríska félagið hafði
fyrir nokkrum árum opnað skrif-
stofu að Austurstræti 17, en eftir
að hún lagðist niður hefur starf-
semin, sem að mestu er unnin í
sjálfboðavinnu, verið unnin á
heimilum stjórnarmeðlima.
Félagið hefur um áraraðir haft
milligöngu um öflun skólavistar og
námsstyrkja fyrir námsfólk sem
hyggur á framhaldsnám í Banda-
ríkjunum. Hefur félagið í þvi sam-
bandi unnið mikið starf í sambandi
við aðstoð við námsfólk, skýrslu-
gerð, leit að skólum, öflun skóla-
styrkja o.fl.
Til þessa hefur félagið haft milli-
göngu um styrki fyrir stúdenta sem
eru að fara í framhaldsnám, en nú
verður einnig hægt að sækja um
skóla og skólastyrki fyrir þá, sem
lokið hafa framhaldsnámi og sækj-
ast eftir sérnámi, þ.e.a.s. svonefnd-
um „Graduate Studies“.
Islensk-ameríska félagið hefur
umsjón með styrkjum sem veittir
eru úr Thor Thors-sjóðnum en
hann var stofnaður 1965 og er í
vörslu American-Scandinavian
Foundation í New York. Frá upp-
hafi hafa 135 íslenskir og 13 banda-
rískir námsmenn fengið náms-
styrki úr sjóðnum. Umsóknareyðu-
blöð og nánari upplýsingar verður
nú hægt að fá á skrifstofu félags-
ins. A vegum félagsins starfar sér-
stök styrkþeganefnd, og tekur hún
ákvarðanir um styrkveitingar.
Formaður nefndarinnar er Guð-
mundur Arnlaugsson.
Að auki hefur félagið staðið fyrir
mánaðarnámskeiði fyrir starfandi
kennara frá árinu ’63. Árlega eru
því sendir utan 4—5 kennarar sem
dvelja í Bandaríkjunum í um mán-
aðaríima, og hafa samtals 69 kenn-
arar notið þessarar menntunar.
Ilarrison E. Salisbury heiðurs-
gestur á árshátið félagsins.
Íslensk-ameríska félagið hefur
auk þessa staðið fyrir ýmsu öðru,
svo sem amerískri kvikmyndaviku
sem haidin var í fyrra, átti þátt í að
senda hóp skólastjóra í kynnisferð
til Bandaríkjanna sl. vor, og sendi
hóp enskukennara þangað tyrir
tveim árum. Hinn 10. október nk.
kemur hingað til lands hinn heims-
kunni fréttamaður Harrison E. Sal-
isbury, sem m.a. hefur unnið til Pul-
itzer-verðlaunanna. Salisbury verð-
ur gestur árshátíðar félagsins sem
haldinn verður laugardaginn 10.
október. Á næsta ári hyggst félagið
bjóða hinum kunna hagfræðingi
J.K. Galbraith, prófessor í hagfræði
við Harvard-háskóla hingað til
landsins.
Á myndinni má sjá hluta stjórnar íslensk-ameriska félagsins, en í
henni eiga alls sæti 15 manna. Frá vinstri Ragnar Stefánsson, Guð-
mundur Oddsson, Margrét Gunnarsdóttir, Hannes Pálsson, Anna Har-
aldsdóttir, Þórunn Jónsdóttir. ólafur Steífensen og Sigurður Helga-
son formaður félagsins.
FUNDURER
SE7TUR!
Þegar þessi oró eru sögd er undirbúningi fundarins lokid og sjálf
fundarstörfin framundan.
Eigiþau aö ganga fyrirsig á fljótan og árangursríkan hátt, veröur aöstaöan aö
vera fyrsta flokks.
Á Hótel Loftleiöum eru funda- og samkomusaliraföllum geröum og stæröum.
Og öll þau tæki sem nútima fundatækni krefst, myndvarpar, sýningarvélar,
töflur-aöstaöa til að vélrita og fjölrita, jafnvel túlka yfir á ólík tungumál.
Veitingar eftirþví sem óskaö er.
Leitiö upplýsinga þarsem reynslan ermestog aöstaöan best.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Sími22322
'Arteb'n9?r