Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Kvenfélagið Hvöt í
Hnífsdal byggir f yrsta
leikskólann á ísafirði
ísafirði. 27. september.
KVENFÉLAGIÐ Hvöt í Hnífsdal afhenti sl. fimmtudag
bæjarsjóði ísafjarðar fullbyggt leikskólahús sem það hefur
staðið íyrir byggingu á við Skólaveg í Hnífsdal. Bygg-
ingarframkvæmdir hófust í maí 1979. Til þessa hafa verið
greiddar vegna byggingarinnar 650.000,- nýkrónur, þar af
helmingurinn á þessu ári.
Féð hefur skipst þannig að
frá ríkissjóði hafa komið 286
þúsund, Bæjarsjóður ísafjarð-
ar hefur lagt til 211 þúsund en
153 þúsund hafa komið frá
kvenfélaginu sem aftur hefur
sótt mest af þeim peningum til
áhugasamra aðila sem hafa
látið fé af hendi rakna. Var þar
sérstaklega getið stórframlaga
frá Hraðfrystihúsinu hf. í
Hnífsdal og Mjölvinnslunni hf.,
einnig Lionsklúbbs ísafjarðar.
Arkitekt hússins er Guðmund-
JNNLEN-T
ur Kr. Guðmundsson, bygg-
ingarmeistari Kristján Jónas-
son og eftirlitsmaður með
byggingunni var Snorri Her-
mannsson. Finnbogi Jósefsson
smiður hefur að mestu unnið
að byggingu skólans, sem smið-
ur, múrari, blikksmiður, mál-
ari og nú við jarðvegsvinnu og
girðingasmíði. Voru honum
fluttar sérstakar þakkir við af-
hendinguna af formanni bygg-
ingarnefndar. Dagheimilið
mun hefja starfsemi einhvern
næstu daga. Þar er rúm fyrir
40 born hálfan daginn. Bygg-
ingarnefnd kvenfélagsins skip-
uðu: Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir, formaður, Hrafn-
hildur Samúelsdóttir og Emma
Rafnsdóttir. Formaður Kven-
félagsins Hvatar er Hansína
Einarsdóttir.
Úlfar
LjÓKm. Mbl. Úlíar ÁaústsHon.
Leikskólinn, sem Hvöt hefur bygKt i Ilnifsdal.
Á myndinni eru frá vinstri: Marvin Martines frá Nicaragua, Jonathan
Layugan frá Filipseyjum, túlkur frá kinverska sendiráðinu, Roberto
Maciel frá Mexikó, Ren hitaveitustjór frá Tianjin i Kin, Hjalti Franzs-
on settur forstöðumaður Jarðhitaskólans, Wang hitaveitustjóri frá
Beijing, Derek Freeston gestafyrirlesari frá Geothermal Institute,
Auckland University á Nýja Sjálandi, Sun frá Kínverska alþýðulýð-
veldinu.
Kínverskir hitaveitustjór-
ar að kynna sér hitaveitu-
framkvæmdir á íslandi
NÝLEGA komu hingað til lands
tveir kinverskir hitaveitustjórar.
þcir Ren Quing-fu og Wang
Shao-ting einn af framkvæmda-
stjórum fjarvarmaveitu Peking-
borgar, i boði jarðhitaskólans.
Hitavcitustjórarnir munu dvelja
hér i tvær vikur og kynna sér
hitaveitur og starfsemi þeirra
hér á landi. Meðal þeirra staða
sem þeir heimsækja eru Hvera-
gerði, Kröfluvirkjun, Akureyri
og Mývatn.
Á fundi með blaðamönnum
skýrðu þeir Ren og Wang frá því
að hitaveituframkvæmdir væru á
byrjunarstigi í Kína. Þar er þó
töluverður jarðhiti, sem er að
finna í setlögum og því nokkuð
annars eðlis en hér á landi. Jarð-
hitasaga Kínverja er ekki nema
um 10 ára gömul, og hafa enn ekki
verið gerðar neinar áætlanir um
nýtingu jarðvarmans, því gert er
ráð fyrir að niðurstöður rann-
sókna liggi ekki fyrir fyrr en á
árinu 1985. Kínverjar hafa þó
mikinn hug á að nota jarðvarm-
ann til húshitunar og þar sem
saga jarðhitanýtingar á íslandi er
um“50 ára, má búast við að Kín-
verjar geti ýmislegt lært af
reynslu okkar Islendinga.
8 námsbrautir í
jaröhitaskólanum
Eins og áður sagði eru Kínverj-
arnir hér í boði Jarðhitaskólans,
en hann hefur starfað hér á landi
í 3 ár. Á þessu starfsári skólans
hafa sjö nemendur verið í sér-
hæfðri þálfun í 6 námsbrautum,
en alls hefur skólinn boðið upp á 8
námsbrautir frá stofnun hans.
Jarðhitadeild Orkustofnunar fær
sérstaka fjárveitingu til rekstrar
jarðhitaskólans og er litið á þá
upphæð sem framlag íslands til
þróunarhjálpar. Að auki styrkir
Háskóli Sameinuðu þjóðanna í
Tokyo skólastarfið.
Að þessu sinni hafa þrír nem-
endur skólans komið frá Kína,
tveir frá Filippseyjum, einn frá
Mexíkó og einn frá Nicaragua.
Þeir Ren og Wang eru yfirmenn
verkfræðinganna tveggja sem
stundað hafa nám við skólann í
vetur. Er vonast til að kynni
þeirra af íslenskum hitaveitum
geri þeim betur kleift að vera
málsvarar fyrir uppbyggingu
slíkra fyrirtækja í Kína.
• •
Fundur um laun og réttindi kvenna að Olfusborgum:
Hærri laun - aukna hlut-
deild í stjómum og samninga
gerð - atvinnutryggingu
FUNDUR var haidinn i ölfus-
borgum dagana 26. og 27. septem-
ber síðastliðinn þar sem einkum
var rætt um Iaun og réttindi
kvenna innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þar voru samþykktar
þrjár eftirfarandi ályktanir.
I fyrsta lagi kom fram, að konur
eru að verða helmingur af vinnu-
afli þjóðarinnar og mun nú stærsti
hópurinn, sem vinnur að verð-
mætasköpun þjóðarbúsins. Þær eru
orðnar meira en helmingur Verka-
mannasambandsins. I sambandi
Iðnverkafólks eru konur næstum
þrisvar sinnum fleiri en karlar. í
sambandi Verslunarmanna nær
helmingi fleiri að ótöldu þjónustu-
liðinu við sjúka, aldraða og börn,
en konur vinna nær eingöngu þau
störf.
Allar þessar konur eru láglauna-
hópur innan þjóðfélagsins, rétt-
indaminnstar og í sumum tilfellum
er litið á þær sem varavinnuafl.
Yfir konur í fiskiðnaði ná ekki
landslög um uppsagnarfrest, þann-
ig að næstum fyrirvaralaust er
hægt að láta þær hætta störfum
svo mánuðum skiptir.
Þrátt fyrir þessa miklu atvinnu-
þátttöku kvenna þá hafa áhrif
þeirra á kjara- og réttindamál ekki
aukist að sama skapi og konur hafa
lítil áhrif í forystu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Síðasta samingagerð
Alþýðusambandsins hefur orðið til
Jæss að auka launamismun þar sem
lægstu hóparnir, konumar, fengu
einnig lægstu prósentuhækkun
þrátt fyrir yfirlýsingar og loforð
úm hið gagnstæða.
Konur eru nú að átta sig á því,
hvað skeð hefur í málefnum þeirra
og margt bendir til að stefnt muni
að hinu sama í framtíðinni.
Konur koma því saman til að
móta kröfugerð sína og ræða stöðu
kvenna innan verkalýðshreyfingar-
innar og á hvern hátt þær geta
beitt áhrifum sínum í réttu hlut-
falli við þátttöku í atvinnulífinu og
hvað varðar störf í stjórnum og við
samning verkalýðshreyfingarinnar
þar sem ákvarðanir eru teknar um
laun og réttindamál.
í öðru lagi þá samþykkti fundur-
inn, að verkakonur myndu ekki
standa upp frá næstu samningum
fyrr en kauptryggingarsamningur-
inn væri færður í það horf, að kon-
ur hafi raunverulega atvinnutrygg-
ingu eins og annað fólk í landinu.
I þriðja lagi þá gerði fundurinn
þá kröfu, að konur fengju meiri
hlutdeild í samningagerð og
ákvörðunum í kjaramálum en þær
hafa haft fram að þessu. Um leið
mótmælir fundurinn því að í 54
manna nefndinni, sem talin er vera
samninganefnd séu aðeins 10 konur
og krefst þess að þær verði helm-
ingur nefndarinnar.
I viðtali við Bjarnfríði Leósdótt-
ur, varaformann Verkalýðsfélags-
ins á Akranesi, sem sat fundinn,
kom fram að mikill einhugur hefði
ríkt á fundinum og konur væru
orðnar fullsaddar á því að láta
karlmennina fara með sín mál.
Sagði hún jafnframt að karlar
sætu fyrir konum í valdastoðum en
nú væri búið að kasta boltanum til
karlmannanna og þá væri eftir að
sjá hvernig þeir bregðast við.
Borgarráð:
Samþykkt að þiggja
Suðurgötu 7 að gjöf
BORGARRÁÐ samþykkti i gær
með þremur samhljóða atkvæð-
um að þiggja að gjöf húsið að
Suðurgötu 7. Við atkvæðagreiðsl-
una sátu hjá þau Albert Guð-
mundsson og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir.
Samkvæmt skilmálum um gjöf
þessa verður húsið fjarlægt af lóð-
inni eigendum að kostnaðarlausu
og flutt í Árbæ til framtíðarvarð-
veislu. Því verki á að vera lokið
fyrir lok júnímánaðar næstkom-
andi.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Gunnari
Eydal, skrifstofustjóra borgar-
stjórnar, kom erindi þetta fyrst til
borgarráðs árið 1980, en þá kom
upp ágreiningur á milli erfingja
hússins um hvort formleg heimild
hefði verið fyrir gjöfinni. Borgar-
ráð hefði hins vegar samþykkt þá
að þiggja húsið, en síðan hefði
málinu verið frestað. Nú hefði
þetta hins vegar verið afgreitt og
húsið yrði væntanlega komið upp í
Árbæ fyrir tilsettan tíma.