Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 47 Guðfinna Þórarim- dóttir - Minning Á morgun, mánudaginn 5. októ- ber, verður systir mín Guðfinna Þórarinsdóttir, til moldar borin. Hún andaðist miðvikudaginn 23. september. Þegar móðir min dó var ég á sjötta ári og fjögur af systkinum mínum enn innan við fermingar- aldur. Þá tók Guðfinna okkur öll að sér með hjálp hinna eldri, en það var stór barnahópur og allt drengir nema við Margrét systir mín sem þá hefur verið 15 ára. Þessvegna var það að Guðfinna var mér meira en systir. Hún gekk okkur yngri börnunum í móður stað eins og henni var unnt og hef ég og fjölskylda mín litið á hana sem slíka. Eftir að ég giftist manni mínum, sem er enskur, þá fluttist ég út og stofnaði mitt heimili í Bretlandi, en þegar við komum til Islands í sumarfrí var alltaf pláss fyrir okkur hjá Guð- finnu og Ingvari manni hennar og tekið á móti okkur og fjölskyldu okkar opnum örmum. Ég vil þakka Guðfinnu systur minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Hún var góð kona og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún þurfti sjálf að horfa á bak mörgum ástvinum. Hún var elst af okkur systkinunum en bræður okkar sumir dóu ungir og faðir okkar drukknaði, sem fékk mikið á hana og veit ég að hún leið mikið fyrir það. Bæði ég og maðurinn minn eigum eftir að sakna hennar mjög. Hún var óvenjulega minnug og fróð um allt sem tilheyrði gamla vesturbænum og fólkið sem þar hefur búið og var alltaf gaman að hlusta á hana þegar hún sagði frá ýmsu sem var fyrir löngu liðið. Nú þegar hún er horfin er svo margs að minnast að hér er hvorki tímL né tækifæri til að skrifa um allt. Manni hennar vottum við sam- úð og samhryggð. Blessuð sé minning hennar. Áslaug Þórarinsdóttir Heimili þeirra hjóna Guðfinnu og Ingvars var fyrsta íslenska heimilið sem ég kynntist þegar ég kom til íslands á stríðsárunum síðari og átti það tvímælalaust sinn þátt í ákvörðun minni seinna að flytja hingað til lands. Guð- finna og Ingvar fnnst mér vera dæmigerð fyrir allt það besta sem þjóðin hefur að bjóða, venjulegt fólk með fastri trú á mannlegum verðmætum sem hafa lítinn hljómgrunn í kapphlaupi nútím- ans, án þjóðernisdrambs eða hleypidóma, en samt sannir ís- lendingar sem tóku á móti mér, útlendingnum, fyrirvaralaust sem einum í fjölskyldu sinni. Hvar sem við hjónin höfum búið hér á landi, hefur húsið á Vesturgötu verið okkur fastur punktur og miðdepill og þangað höfum við, börnin okkar og barnabörn oft snúið. Guðfinna hefur gefið okkur meira en hún hefði sjálf gert ráð fyrir og vil ég þakka henni það fyrir hönd okkar allra. Við munum sakna hennar mikið. Megi guð gefa henni frið og manni hennar huggun í missi sín- um. Alan Boucher VOLVO'82 Fórnaði hendinni fyr- ir stúlku Kuala Lumpur. 2. októhor. AP. ÁSTRALSKUR skipstjóri skemmtisnekkju særðist al- varlega þegar hann hjargaði danskri stúlku úr klóm Thaiienskra sjóræningja á föstudag. Læknar þurftu að sauma á hann hægri hönd- ina eftir átökin en of snemmt var að segja hvcrnig aðgerðin tókst. Sjóræningjar réðust að snekkju skipstjórans þegar hann var á skemmtisiglingu með fjóra sænska og danska ferðamenn. Farþegunum var skipað að leggjast flötum á meðan sjóræningjarnir rændu og rupluðu. Ræningj- arnir réðust síðan á danska stúlku en skipstjórinn særð- ist þegar hann kom henni til hjálpar. Sjóræningjarnir flúðu í átt að Thailandi en þyrla frá Malasíu flutti ferðalangana í land. Sýna tölvu- bækur DAGANA 5.-8. október heldur Bóksala stúdenta sýningu á nýj- um og nýlegum bókum um tölvur og tölvunarfræði frá handariska forlaginu Prentice-Iiall Inc. og dótturfyrirta'kjum þess í hliðar- sal Félagsstofnunar stúdcnta. Fulltrúi Prentice-Hall, Frank O’Donel, verður viðstaddur sýn- inguna og mun veita allar upplýs- ingar um þessar og aðrar útgáfu- bækur forlagsins. Sýningin verður opin frá kl. 11.00 til kl. 17.00 og til kl. 21.00 síðasta daginn, þann 8. október. Allir eru boðnir velkomnir á sýningu þessa. Áraenð 1982venðursýnd í Volvosalnum, Suóurlandsbmut 16, laugandaginn 3.10. kl.14-19 og sunnudaginn4.10. kl.10-19 VOLVO ...svíinn semsvíloirengan!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.