Morgunblaðið - 01.11.1981, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.11.1981, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 Danskar alullarkápur. Stærðir 36—46. Margar gerðir og litir. I___ilvrT1FJ*a Verzlanahöllinni, Laugavegi 26. Gabriel Höggdeyfar fyrirliggjandi í miklu úrvali Verö frá kr. 175 Sendum í póstkröfu Alltá sama staö EGILL VILHJÁLMSSON HF. LAUGAVEGI 118 - PÓSTHÓLF 5350 - SÍMI 22240 - REYKJAVlK KOMIÐ VIÐ A KYPIIR í bílferð að útjaðri Famagusta og á hraðgöngu um Nikosíu í 36 ° hita Einn sólskinsdaginn fórum við konsúllinn í skoðunarferð. Saavas Johannidis hafði útvegað mér bíl frá ferðamálaráðinu, ókeypis náttúru- lega. Þar sem Johannidis hefur aldrei tekið í bíl á langri aevi sett- ist ég undir stýri. Það er erfiðara en mig grunaði að fara að keyra á vinstri kanti eftir margra ára hægri umferð. En allt gekk þetta bærilega, svo fremi ég færi ekki mikið yfir 40 mílur, þá varð Jo- hannidis ekki um sel. Við ókum í áttina til Famag- ysta, gegnum litrík þorp sem öll bera sterk grísk einkenni, gróð- ursælar sléttur og skóglendi. Öðru hvoru um hálfgert tungllandslag. Það er afar mikil fjölbreytni nátt- úrunnar á þessari leið. Við komum að útjaðri Famagusta, en eins og margir vita var sú borg, áður en Tyrkir gerðu innrásina 1974, einn eftirsóttastur ferðamannastaða á Kýpur. Nú standa hótelin auð og á ströndinni er ekki sálu að sjá. Reyndar veit enginn utanaðkom- andi hvað er um að vera í þessari borg. Rétt við grísku varðstöðina hafa aldurhnigin hjón byggt sér hús. Þau áttu heimili sitt í borg- inni og urðu að hrökklast þaðan, en fóru ekki lengra en þau máttu til. Þau tóku okkur alúðlega og buðu upp á límonaði að drekka. Síðan spurði heimilisfaðirinn, Jorgo, hvort við vildum ekki fara upp á þak, þaðan sæist bezt allra staða inn til borgarinnar. Ég var í óða önn að munda myndavélina, þegar Jorgo kom móður og másandi á eftir okkur. I ■ guðs bænum engar myndir, sagði hann. Tyrknesku verðirnir fylgj- ast vel með húsinu hans og það hefur komið fyrir að skotið hafi verið á fólk á þakinu, ef það hefur verið að taka myndir. Sömuleiðis hefur stundum komið fyrir, að Tyrkirnir hringja í varðstöð Sam- einuðu þjóðanna, sem er á milli þeirra og hinnar grísku, og klaga og síðan koma fulltrúar frá Sam- einuðu þjóðunum og gera þessar bráðhættulegu myndir upptækar. Ég sagði Jorgo, að það væri engin aðdráttarlinsa á vélinni, mér væri hulin ráðgáta hvað gæti verið bog- ið við að smella einni mynd, aukin heldur væri ég enginn listaljós- myndari. Og tók svo eina mynd til að vita hvað gerðist. Jorgo vildi ekki hætta á neitt, hann nánast ýtti okkur á undan sér niður stig- ana og bað okkur forða okkur hið skjótasta. Þetta atvik dró engan dilk á eft- ir sér, en það sýnir auðvitað þá ótrúlegu spennu, sem er hvarvetna í grennd við landamæri þjóðabrot- anna. Skipt land — Áður ríki ástargyðjunnar ... Afródíta hin hláturmilda fór til Kýpur, til Paphos, þar sem ríki hennar er ... segir i Hómerskvið- um og goðsagnir um tilurð ástar- gyðjunnar er hún reis upp úr öld- unum út af strönd Ktima eru margar og ljúfar. í dölum og hæð- um Paphos bar fundum hinnar unaðslegu Afródítu og Adónis saman. Þegar Adónis fórst við Kona á Kýpur. veiðar úti í skóginum, grét Afród- íta fögrum tárum, sem af spruttu marglitar anemónur, en rauðar anemónur uxu upp af blóði Adón- is. Því er Paphos þakin anemónum í öllum regnbogans litum á vorin. Kýpurmenn eru hreyknir af því hve margar goðsagnir tengjast eynni og hafa einkum á Afródítu mikið dálæti. Kýpur var löngum kölluð rómantískasta eyja Mið- jarðarhafsins. Attu menn þá ugg- laust við margt í senn, litríka sögu og goðsagnir, margbreytileika náttúrunnar, skrautlegt mannlif. Nú er margt með öðrum brag á Kýpur, eins og kom fram í fyrstu grein um eyna. Þar er grunnt á hatrinu í garð tyrkneska minni- hlutans, sem hersitur stóran hluta eyjarinnar; raunar ræðir maður ekki við neinn í nokkrar minútur án þess að málið sé fært í tal og það af slíku offorsi að manni hlýt- ur að bregða við. Það er ekkert nýtt í sögunni, að Kýpurbúar hafi búið við harðræði, gegnum tíðina hafa ótal forystu- menn stórvelda séð sér hag í að leggja eyna undir sig, en Grikkir munu hafa komið til Kýpur snemma á annarri öld, svo að það er kannski ekki að undra þótt þeir telji að réttur þeirra sé nokkur. Síðan hefur grísk tunga og trú- arbrögð verið í öndvegi. Það er ekki fyrr en á sextándu öld, að Tyrkir komast til valda á Kýpur og réðu henni fram til ársins 1878, að útþenslustefna Rússakeisara leiddi til að Tyrkir afsöluðu sér yfirráðum til Breta, sem hétu því á móti að þeir skyldu veita aðstoð ef Rússar reyndu að ráðast inn í Tyrkland. Bretar voru síðan hæstráðendur á Kýpur fram til ársins 1960. Þá höfðu Kýpurbúar, einkum af grískum stofni, háð frelsisstríð og fengu sjálfstæði sitt. Sú stjórn- arskrá sem samin var þá reyndist lítt gæfuleg. Tyrkneski minnihlut- inn taldi rétt sinn fyrir borð bor- inn og í desember 1963 gerði hann uppreist, sem meðal annars fólst í því að tyrkneskir ráðamenn hættu afskiptum af stjórnmálum og opinberir tyrkneskir starfsmenn neituðu að gegna störfum sínum. Upp frá þessu virðist sem Tyrkir hafi undirbúið ákveðna skiptingu eyjarinnar. I júlí 1974 var undir- búið og framkvæmt valdarán á Kýpur fyrir meðalgöngu grísku herforingjastjórnarinnar í Aþenu og Makariosi erkibiskupi komið frá vöidum. Tyrkir notuðu valda- ránið sem átyllu til að hefja inn- rás — „í þágu friðar" eins og inn- rásir eru venjulega skýrðar. Stjórnin í Ankara mætti miklu ámæli fyrir, en hún staðhæfði fullum fetum, að tyrkneski minni- hlutinn sætti ofsóknum og mis- munun og ekki treysti ég mér til að kveða upp úr með það. Eftir að stjórnarskráin hafði verið sett í gildi á ný og Makarios hafði snúið heim voru tyrkneskir hermenn um kyrrt og um tvð hundruð þúsund Kýpur-Grikkir neyddust til að yf- irgefa heimili sín; þeim var ein- faldlega ekki vært á yfirráðasvæði Tyrkja — og þeirra beið um hríð ekki annað en ömurlegt hlutskipti flóttamannanna. Hvað eftir annað hefur verið reynt að fá tyrknesku stjórnina til að fallast á að hverfa á braut með hersveitir sínar og viðræður eru stöðugt í gangi eins og vikið verð- ur að í síðari grein. En allt hef- ur komið fyrir ekki. Hér er um býsna margþætt mál að ræða, mikil og þróuð akuryrkja var í þeim hluta sem ný lýtur Tyrkjum — og þó er hér ekki síður á ferð- inni tilfinningamál sem maður skynjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að hafa dvalið í landinu um hríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.