Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 37

Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 37 Bubbi af stað með Eqóið Egó sem Bubbi Morthens stofnaói eftir að Utan- garðsmenn leystust upp er nú að leggja upp í hljómleikaferð um landið. Egóið stefnir að því að spila 16 sinnum í nóvember og er dagskráin sem hér segir. Mánud. 2. nóv.. Valaskjálf. Þriöjud 3. nóv . Alþýóuskólinn, Eióum. Mióvikud. 4. nóv.. Egilsbuö, Neskaupstaö Fimmtud. 5. nóv.. Félgslundur, Reyöarfiröi. Föstud. 6. nóv., Heröubreiö, Seyöisfiröi. Sunnud. 8. nóv., Sindrabær, Hornafiröi. Mánud. 9. nóv , Skógaskóli. Fimmtud. 12. nóv., Hótel Akranes. Sunnud. 15. nóv., Sjálfstæöishúsinu, Akureyri. Þriójud. 17. nóv., Hótel Húsavik. Mióvikud. 18. nóv., Héraösskólinn aö Laugum. Fimmtud. 19. nóv., Nýja Bíó, Akureyri Bubbi og Beggi Morthens: Portrait af artistunum sem ungum mönnum. Grafík Fáar hljómsveitir hafa komiö okkur borgarbúum sem stöö- ugt trúum aö viö séum fremstir í rokktónlistinni hér á landi, meir á óvart en hljómsveitin Grafik frá isafirði. Þeir í Grafik sendu fyrir skömmu frá sér stóra plötu „Út í kuldann". Sú plata er næstum því öll unnin á isafirði. Þeir önnuöust upptökur sjálfir, og dreifing og út- gáfa er í þeirra höndum. Aðeins hljóðblöndunin varö aö gerast i Rvk., var hún gerö í Stúdíói Stemmu. Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson ur Grafik. Til að fræöast meir um lögin á plötunni fékk Pokahorniö tvo af höfuðpaurunum úr Grafík í heim- sókn til sín, þá Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson. Þeir sögöu m.a. aö ætlunin væri aö spila á isafiröi um jólin en af tónleikum í Rvk. gæti því miöur ekki oröiö vegna anna nokkurra sveit- armeðlima. En i stuttu máli... Vídeó: Þetta lag er samið í júlí/- ágúst þessa árs. Fjallar um vídeó- væöinguna þótt hún sé alls ekki ný af nálinni, togararnir hafa lengi nýtt sér tæknina. Rottuorkuheimur: Textinn er fjögurra ára og saminn af Rafni eftir aö hann las grein í Mbl. um eyju í Kyrrahafinu þar sem einungis rottur lifa. Þetta er fyrsta laglö sem tekið var upp fyrir plötuna. Ekki ósvipuð hugmynd og Plágan hans Bubba. Ótíminn: Samiö í vetur, textinn kom i vor, er haröur en gæti samt veriö haröari, þótt hérna sé ekki endilega veriö aö miða viö íslenskar aðstæöur. Hvaö segiö þiö um nafngiftina kuldarokk? Hún getur átt viö og kannski ekki. Passar viö sum lögin, og þess má minnast aö viö búum á mjög köldu svæöi, hér noröur viö Ball- arhaf. eins og stundum segir, komst mjög vel til skila þetta kvöld. Varla er hægt aö minnast svo á Purrkinn án þess aö geta texta Ein- ars Arnar. Þeir þykja athyglisveröir og persónulegir. Ýmsir af viömæl- endum Pokahornsins hafa látiö í Ijós þá skoóun að þarna sé á ferðinni einn af betri textahöfundum innan rokksins nú á dögum. Purrkurinn flutti lög af væntan- legri stórri plötu sinni, sem ber nafn- ið „Ekki enn“. Þá voru þeir meö lög af litlu stóru plötunni sinni, „Tilf“ sem út kom í vor. Þar aö auki flutti hljómsveitin nokkur nýsamin lög sem mörg voru frumflutt þarna í NEFS. Siöasta lagiö á efnisskránni var lag af rétt óutkominni plötu þeirra og heitir lagið: „Land míns fööur“ og i því spilaói Tóti úr Lojpippos-Spoj- sippus sem var mjög til aö gera lagiö skemmtilegra. Eftir þaö kom hiö heföbundna uppklapp, i tvígang meira aö segja. Purrkurinn lék fyrir lýðinn lagið hans Megasar, „Viö sem heima sitjum", og er það oröinn fastur liöur hjá hljómsveitinni. Þegar hér var komiö sögu var klukkan að nálgast þann tíma sem skrautkerran breytist í grasker og kjólarnir i tötra, þ.e. 12. Einn strengur slitinn í bassanum hans Braga og mál til komiö aö hætta leiknum. Purrkurinn getur vel við unaö, meö þær undirtektir sem þeir fengu. Þeir eru greinilega komnir i fremstu víglínu islenska rokksins á ótrúlega skömmum tima og líklega eiga þeir eftir að vera talsvert áberandi í vet- ur. POKAHOmiB (ásamt Bara-flokknum). Föstud. 20. nóv., Hótel Höfn, Siglufiröi. Laugard. 21. nóv., Reykjaskóli. Hrútafiröi. Fimmtud. 26. nóv. Hótel Borg, Rvk. Laugard. 28. nóv., Háskólabió, Rvk. (ásamt norsku hljómsveitinni The Cut). Hlómsveitin er skipuö þeim Bubba (söngur), Þorleifi Guöjónssyni (bassi), Jóhanni Richard (trommur), Bergþóri Morthens (gítar), Ragnari Siguróssyni (gitar) og Erni Nilsen sem sér um hljóöblöndun. Að sögn Bubba kennir margra grasa í tónlist Egósins. Þeir spila nýbylgjupopp, þungarokk og einnig eru nokkur lög sem eru kannski í þeim stíl sem hann var aö fást viö fyrir Utangarösmannatímabiliö. Textagerö Bubba hefur einnig tekiö breytingum í í Ijóöum sinum kemur hann viða við. Pönkið, Hótel Borg, Járblendiö, dómsvaldiö og fleira fá sina af- greióslu hjá honum. Ef allt gengur samkvæmt áætlun fer Egóið í stúdió í desember/janúar til aö hljóörita efni á stóra plötur. Við munum gera Egóinu, textum þeirra og tónlist nánari skil síðar en aö lokum má geta þess að Bubbi sagóist vera mjög ánægóur meö gang mála á æfingum fram aö þessu og er bjartsýnn á ferðina. pix. Hrollaugsbunga: Hæsti tindur Orangajökuls. Hljómarnir samdir fyrir áramót af Rúnari og síöan var unniö aö laginu í janúar. Hlið tvö. í múrnum: Samið eins og nafniö gefur til kynna um þá tilfinningu aö sitja í tukthúsi. Viö höfum samúó meö þeim sem inni sitja, okkur finnst að þaö sé jafnoft þjóðfélag- inu aö kenna eins og þeim fangels- uöu, aö þeir skuli vera í haldi. Guðjón bílstjóri: Elsta lagiö á plötunni, um þaó bil þriggja ára. Þaö er til í nokkrum útgáfum, til dæmis rokkaðri sem viö notum á böllum og verður kannski notaö á „greatest hits“. Lagiö varö til löngu á undan Ijóöinu hans Þ. Eldjárns. Missifengur: Sumum blöðunum finnst þetta versta lagió á plötunni en okkur þykir þaö einna best heppnaó. Textinn var saminn af Rafni eina andvökunótt í Uppsölum en á meöan var Rúnar aö semja lag á isafirði. Síðar kom í Ijós aö texti þessi og lagið áttu vel saman. Lík- lega hafa hugskeytin flogiö á milli okkar. Aö mínu mati (segir Rúnar) er þetta besti textinn á plötunni, fyrir utan „Guöjón“ ef til vill. Út í kuldann: Upphaflega var hugsunin sú aö nota hljóöeffekta til aö sýna þær andstæöur sem fyrir- finnast í nútímanum og hafa kannski alltaf veriö fyrir hendi. Lag- iö byrjar á hirðingjasögn í íran, síö- an kemur Marlene Dietrich meö lag úr striöinu, þá umferöin, bílflautur, barnaleikvöllur og endar á setningu úr munni dóttur hans Rafns, heim- spekilegri vangaveltu. Spurning: Hvaö finnst ykkur um þá dóma sem ykkur hafa verið gefnir í blöðunum? Svar. Ágætir, þeir hafa oft veriö jákvæöir, samt er sumt alveg út í hött. Skrifaö af vanefnum. Viö hefö- um viljað fá ítarlegri umsögn. Sp: Farnir aö huga að annarri plötu? Sv: Jú, þaö er aóeins farið aö leggja í bleyti. Og Pokahorniö þakkar þeim Rafni og Rúnari fyrir innlitiö. Hljómleikar víkunnar Sunnud. 1/11 Jazzkv. Guómundar Stein- grímss. Stúdkj. Miðvikud. 4/11 Nýja Kompaníiö. Menntask. /Sund. Fimmtud. 5/11 Nýja Kompaníið. Djúpið. Föstud. 6/11 Nýja Kompaníið. Fjölbr. /Breiðholt. Laugard. 7/11 Nýja Kompaníið. Djúpiö. Sykurlaus- ar Gæjól • Rod Stewart leggur upp i langa tónleikaferö um Banda- ríkin þann 11. nóvember. Áætl- aö er aó feröinni Ijúki í Kanada um miöjan febrúar. Feröin er meöal annars farin til aö kynna nýja stóra plötu sem hann er aö láta frá sér, og heitir Tonight l’m yours. Hún kemur um mán- aöarmótin. • The Steve Miller Band eru einnig á leiðinni meö nýja plötu, eftir langt hlé. Hún kallast, Circle of Love. • Meir af nýjum plötum; Queen eru á leiðinni meö jóla- glaöninginn fyrir sína dyggu aö- dáendur. Ein „Greatest Hits“ er sá pakki sem þeir senda frá sér, og er þaö safn vinsælustu laganna þeirra. Þó fær eitt nýtt aö fljóta með. „Under Press- ure“ heitir þaö lag og meö þeim kemur fram kappinn David Bowie, í þessu lagi. • Stutt var miðvikudags- kvöldsælan fyrir unglingana í NEFS. í sóöustu viku þurfti aö aflysa unglingahljómleikunum af því aö haskolakórinn þurfti að fá húsnæöiö undir sig. Þar meö rauk hin góöa skemmtun unglinganna út í vindinn, en vonandi tekst NEFS aö greiöa úr vandræðunum svo ungl- ingakvöldin lognist ekki útaf. • Hljómsveitin Þeyr eru aö leggja upp í tólf daga ferö til Englands, nú á þriðjudaginn. Þar munu þeir m.a. spila þrjú skipti. j leiöinni ætla þeir aö láta skera nýju plötuna sína sem nú er nýlokió viö. Stefnt er aö hun komist á markaöinn síöla nóvembermánaöar. • Fleiri íslenskar hljómsveit- ir stefna utan. Fræbbblarnir sem um þessa helgi eru aö hljóðrita tónlist fyrir kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar ætla aö þiggja boö um að spila i Noregi i febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.