Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 48

Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2ttor£mibIaÍJií> fttt) vgiroMW&ifo SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 Samdráttur í út- flutningi um 15,6% HKILDAKSAMDKATTIIR í útflutn- ingi landsmanna, í magni talið, fyrstu átta mánuði ársins var um 15,6%, en alls voru flutt út 411.730 tonn janúar til ágúst í ár, samanborið við 481.901,1 tonn á sama tímahili í fyrra. í útflutn- ingsverðmæti varð hins vegar um 43% aukning á þessu umrædda tímabili. Séu eiirstakar greinar skoðaðar kemur í Ijós, að sú grein sem mest hefur dregizt saman er landbúnaður. Þar hefur samdrátturinn orðið lið- lega 23% á fyrstu átta mánuðum ársins í magni talið, en flutt voru út 4.465,8 tonn, samanborið við 5.800,2 tonn í fyrra. Samdrátturinn í iðnaði var fyrstu átta mánuði ársins um 9,7% í magni talið, en alls voru flutt út 79.873,7 tonn fyrstu átta mánuðina á þessu ári samanborið við 82.321 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin í verð- mæti varð hins vegar aðeins tæplega 24%. Sjávarútvegurinn kom illa út, því alls varð tæplega 20%) samdráttur í útflutningi sjávarafurða á fyrstu átta mánuðum ársins í magni talið. Alls voru flutt út 295.623,3 tonn fyrstu átta mánuðina, samanborið við 366.443,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin í útflutn- ingi sjávarafurða varð hins vegar tæplega 49% á fyrstu átta mánuðun- Loðnuhrogn á Evrópumarkað: Margfalt hærra verð en í Japan MAKGT bendir nú til þess, að mark- aður sé að opnast fyrir loðnuhrogn í Kvrópu. í norska blaðinu Fiskaren sem kom út fyrir skdmmu segir að á matvælakaupstefnunni Anuga í Köln hafi mörg matvælafyrirtæki í Kvrópu sýnt áhuga á að kaupa loðnu- hrogn. Ilefur blaðið eftir Per Myr land sölustjóra Peitsildfiskernes salgslag að t.d. hafi eitt fyrirtækið viljað kaupa 500 tonn. Myrland segir að á sl. ári hafi Norðmenn framleitt um 3000 lest- ir af loðnuhrognum og hafi allt magnið farið á Japansmarkað. Japanir hafi greitt norskar krónur 8,50 fyrir kílóið en margt bendi til þess að Evrópumarkaðurinn muni greiða norskar krónur 35,00 fyrir kílóið eða 45,30 ísl. kr. Morgunblaðið bar þessa frétt undir þá Hjalta Einarsson fram- kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sigurð Markússon framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar Sambands- ins. Hjalti sagði, að hann hefði heyrt rætt um að möguleikar væru á að selja loðnuhrogn til Evrópu fyrir gott verð og fyrir- spurnir hefðu komið til SH frá Noregi. En að öðru leyti sagðist hann ekki vera nægilega vel inni í málinu. Sigurður Markússon sagði, að sér væri aðeins kunnugt um þessa möguleika. Staðreyndin væri að rætt hefði verið um þetta sl. vor bæði í Noregi og á Islandi. Kvaðst hann hafa mestan áhuga á hvaða áhrif Evrópumarkaðurinn hefði á almennt söluverð, því það væri erfitt að hugsa sér, að Evrópu- markaðurinn myndi greiða marg- falt hærra verð en sá japanski. Heldur hlyti að skapast jafnvægi á verði á milli þessara markaðs- svæða. í landi Voga er nú verið að bora eftir köldu vatni á vegum Fjárfestingafélagsins. Boraðar verða 3 holur og ef árangur verður góður mun rísa þar ein stærsta fiskeldisstöð Evrópu. Nú standa yfir samningar við Vatnsleysu- strandarhrepp og verði af þeim mun Fjárfestingafélagið í samvinnu við ameríska fyrirtækið Weyer Hauser reisa þar fiskeldisstöð fyrir 400.000 seiði til að byrja með og síðan er stefnt að því að stækka hana upp í 6 til 10 milljónir seiða. Kosið á lands- fundinum í dag í DAG er síðasti dagur 24. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins og á dagskrá fundarins í dag eru m.a. kosningar formanns, varaformanns og miðstjórnar. Fyrir hádegi fara fram umræður um stjórnmálaálykt- un og afgreiðsla hennar og álits- gerða starfshópa. Kosning formanns hefst kl. 14.00. 1‘egar Morgunblaðið fór í prentun eftir hádegi, laugardag, lágu fyrir framboð þeirra Geirs Hall- grímssonar, sem gefur kost á sér til endurkjörs, og Pálma Jónssonar, sem hefur tilkynnt formannsfram- boð sitt. Kosning formanns er óbundin og án tilnefningar, at- kvæðaseðlum er dreift og lands- fundarfulltrúar skrifa á atkvæðaseð- il nafn þess er þeir vilja kjósa. Kosning varaformanns hefst kl. 15.30 í dag og er með sama hætti óhundin og án tilnefningar. Þrír landsfundarfulltrúar hafa til- kynnt að þeir gefi kost á sér við varaformannskjör, eru það þau Friðrik Sophusson, Ragnhildur Helgadóttir og Sigurgeir Sigurðs- son. Þegar Morgunblaðið fór í prentun eftir hádegi, laugardag, Ólafur G. Einarsson á landsfundi: Hvað hefði orðið um varafor- manninn í öðru þingræðislandi? GHNNAR Thoroddsen sagði, að í öðrum þingræðislöndum hefði formaður í sporum formanns Sjálfstæðisflokksins verið búinn að segja af sér eða hann hefði ver ið settur af vegna ósigra flokksins. En ég segi, hjá okkur stendur ekki til að setja formann Dokksins af, honum verður ekki kennt um ósigra ftoksins, þar hafa önnur öfl í flokknum verið að verki. Og ég spyr: Hvað hefði verið gert við varaformann stjórnmálaflokks í öðrum þingræðislöndum, ef hann hefði hagað sér með sama hætti og varaformaður okkar? — Þannig komst Olafur G. Einarsson, for maður þingflokks sjálfstæð- ismanna, að orði, þegar hann svar aði ræðu Gunnars Thoroddsens, varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins, á landsfundinum í fyrradag. Eins og fram kom í stuttri til- vitnun í ræðu Olafs G. Einars- sonar í gær, taldi hann ekki unnt að tala um sættir í Sjálfstæðis- flokknum nema þingmenn hefðu sömu afstöðu til ríkisstjórnar. Og Olafur G. Einarsson svaraði fleiru í ræðu Gunnars Thor- oddsens. Hann sagði: — Og Gunnar Thoroddsen kveinkar sér undan því, að haustið 1978 hafi komið fram raddir um það í þingflokknum, að ef til vill væri happasælast að skipta um þingflokksformann, en í því embætti sat hann þá. Þessar raddir áttu tvímælalaust rétt á sér, en næstu fjögur árin á undan hafði þingflokksformaður verið varaformaður og ráðherra að auki, og þótt Gunnar væri hættur að vera ráðherra haustið 1978, fannst ýmsum nóg, að hann gegndi varaformennsku. Ég fullyrði, að í dag myndi eng- um í þingflokknum detta í hug, að kjósa þann mann formann Olafur G. Einarsson sinn, sem gegndi varaformanns- embætti. — I ræðu sinni rifjaði Gunnar Thoroddsen það enn upp, sem menn töldu útrætt á síðasta landsfundi, að illa hafi verið far- ið með Albert Guðmundsson í nefndakjöri á Alþingi haustið 1978. Þessar ásakanir eru al- rangar. Albert Guðmundsson varð undir i lýðræðislegum kosningum í þingflokknum. Ég veit ekki betur en hann hafi sætt sig við það og þolað, sagði Ólafur G. Einarsson og bætti við: — Menn, sem þola ekki að verða undir í lýðræðislegri kosn- ingu eiga ekkert erindi í pólitík, nema þá menn vilji hafa það eins og þeir Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans og fara bara til annarra flokka og bjóða þeim fram þjónustu, þar sem eigin flokksbræður hafi ekki kunnað að meta hana. var ekki kunnugt um önnur fram- boð til varaformanns. Kosning miðstjórnarmanna hefst kl. 17.00 í dag. Landsfundur- inn kýs 11 manns í miðstjórn úr hópi annarra en alþingismanna en þingflokkurinn kýs sérstaklega 5 fulltrúa í miðstjórn úr sínum hópi. Kosning til miðstjórnar er nú bundin við skriflegar tillögur. Kjörstjórn vegna miðstjórnar- kjörs skipa þeir Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, Sveinn H. Skúlason, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs- ins í Reykjavík, og Engilbert Ing- varsson, formaður Kjördæmis- ráðsins á Vestfjörðum. Að loknum kosningum verða al- mennar umræður og afgreiðsla mála. í kvöld, sunnudagskvöld, verður kvöldfagnaður fyrir lands- fundarfulltrúa í Sigtúni. Sjá frásögn og myndir frá landsfundi á bls 46. Tónlistarsamkeppni Norðurlandaráðs: Verk Jóns Nordal og Leifs Þórarinssonar VALIN hafa verið tvö íslenzk tónverk til tónlistarsamkeppni á vegum Norð- urlandaráðs, sem fram fer snemma á næsta ári. Verkin eru „Kís upp ó guð“, kantata eftir Leif Þórarinsson og Tví- söngur fyrir fiðlu, lágfiðlu og hljóm- sveit eftir Jón Nordal. Af íslands hálfu sitja þeir Árni Kristjánsson og Páll Kr. Pálsson í dómnefndinni, sem kemur saman í janúar til að komast að endanlegri niðurstöðu. Verðlaun, 75.000 krónur, verða síðan veitt í Helsingfors á fundi Norðurlandaráðs í marsbyrjun 1982.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.