Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 27 Eftir Elínu Pálmadóttur „Thought has no sex" eða á okkar tungu „Hugsunin hefur ekkert kynferði", er haft eftir Claire Booth Luce, fyrsta kvensendi- herra Bandaríkjanna, þingmanni og höf- undi hins fraega leikrits „Konur" með meiru. Ekki vildi hún gera konur að að- greindum meiði í samfélaginu, þótt hún hefði svo sannarlega á löngum og merkum framaferli rekist á fordóma gegn kven- fólki í áhrifastöðúm. Ég heyrði hana haustið 1975 segja í sjónvarpsviðtali við Barböru Walters frá sinni fyrstu ræðu í þinginu í Washington. Hún hafði vandað sig feikilega við undirbúninginn og þegar hún gekk niður úr ræðustólnum, kom einn samþingsmanna hennar á móti henni með framrétta hendi. Hún hélt að hann ætlaði að fara að þakka henni fyrir merkan málflutning, en sá góði maður sagði: — Það er laukrétt hjá blöðunum! Þú hefur sannarlega fallega fótleggi! Hún stóð orð- laus andartak, en svaraði svo: — Góði maður, vonandi áttu áður en lýkur eftir að læra að meta hinn endann á mér! Hugmyndir um sérframboð kvenna í kosningum til borgarstjórnar og vanga- veltur um réttmæti þeirra, rifjaði upp þessa áratuga gömlu sögu Claire Booth Luce. En meðan konum hefur síðan fjölgað og viðhorfin breyst á þjóðþingum um allan heim, þá höfum við á íslandi farið aftur á bak og mun aðeins ein þjóð önnur eiga svo lágt hlutfall kvenna á þingi sínu. Frá kvennadeginum fræga hafa konur þindar- laust en án svara þingað um hverju þetta sæti. Kannski vilja karlarnir þær bara ekki í sitt hús af vitsmunaskortleysi, eins og hann ísleifur Gíslason á Sauðárkróki orðaði það: Knga þoldi auðargná inni f sfnu hreysi. Var það fyrir vöntun á vitsmunaskortleysi. Mín reynsla er nú raunar ekki sú, að þegar við kvenpersónur erum komnar með lappaskarnið inn fyrir, svo notuð séu orð hins bljúga Hjálmars tudda, þá sé við okkur amast. Síður en svo. Ég hefi í ára- tugs starfi í borgarstjórn sem aðal- og varamaður fengið að vinna og hafa forustu í hverju því máli sem ég orkaði og vildi, með fullum stuðningi karlkolleganna. Auðvitað verður maður að hafa sín rök í lagi og ekki fær maður allt það fé til góðra verka, sem óskað er — en hver fær það? En það er vegna þessa þröskulds, sem kon- ur hafa hingað til þurft að stíga hærra yfir en karlarnir til að fá að sýna hvað þær hafa fram að færa og geta, að nokkrar óþolinmóðar konur hafa tekið til bragðs að lýsa bara frati á karlana og snúa aftur til aðskilnaðar- og einangrunarstefnu. Skilj- anleg viðbrögð hins vonsvikna. En skyldi það vera rétta leiðin? Lítum á það frá grunni. Til hvers ætli manneskja sækist svona eftir því að komast í áhrifastöðu í stjórn- málum. Frakkinn Jean Monnet, sem kall- aður er faðir Evrópu af því hann átti hugmyndina að samvinnu Evrópulanda í Efnahagsbandalagi o.fl., sagði af langri reynslu sinni, að skipta mætti slíku fólki í tvo hópa. Þá sem vilja vera eitthvað, og þá sem vilja gera eitthvað. Ætli við könnumst ekki við hvorutveggja, þótt karlarnir hafi nær einir trónað á æðstu stöðum til þessa? En maður vonar að minnsta kosti að stærsti hópurinn af báðum kynjum sæki svo stíft í starfið af áhuga á að koma ein- hverju fram, gera eitthvað. Ekki aðeins af metnaði til að verða þingmaður eða borg- arfulltrúi. Þetta er kannski spurningin um það hvort kemur fyrst eggið eða hænan. En þrátt fyrir óþolinmæði og nauðsyn á að gera þarna bragarbót, fer það einhvern veginn skrýtilega í mig, þegar sagt er: „Kona (ótiltekin) þarf að verða borgar- fulltrúi" aða „Kona þarf að verða alþingis- maður", og síðan er farið að huga að og leita að viðfangsefni og áhugamáli. Er það þá svo brennandi? Hvað þá ef svarað er. — Við ætlum að taka á leigu hús, halda fundi og kynna okkur borgarmálin. Við eigum eftir að finna okkur verkefni og stefnu- skrá! Talað er um að konur hafi af reynslu- sviði sínu sérmál. Þegar eftir var leitað á fundi Kvenréttindafélagsins, voru aðeins nefnd dagvistarmál. Jafnvel þótt maður trúi að þingmaður og borgarfulltrúi geti ekki haft áhuga á máli nema það brenni á hans eigin skinni — sem ég geri ekki, enda verður hver kjörinn fulltrúi að bera ábyrgð á afstöðu sinni og atkvæði í öllum málum — þá virðist líka einhver skekkja í því að dagvistarmál brenni á öllum konum en engum körlum. Konur verða að meðal- tali nær áttræðar. í Reykjavík eru um 84 þúsund íbúar, konur heldur fleiri en karl- ar. Af íbúum eru 25 þúsund einhleypir, þar af 13 þúsund konur. Þar í eru einstæðir foreldrar með barn á dagheimilisaldri 2—5 ára aðeins 904 og með barn undir eins árs 508. Og heimilin eru ekki nema 9693, þar sem eru fleiri en 2 í heimili (börn innan 16 ára og/eða fullorðnir). Konur með börn á barnaheimilisaldri eru því ekki nema brot af þessum 45 þúsund konum í borginni. Til að fá fulltrúa slíks hóps, sem dagheimilisvandinn brennur raunverulega á, þyrfti frekar að leita til ungs fólks, karla og kvenna, en til allra kvenna á ótil- teknum aldri. Ekki satt? Nefnd eru fleiri mál, sem konur einar geti skilið til fulls vegna reynslusviðs síns, svo sem fræðslumál, jafnvel umhverfismál o.fl. Þau virðast eiga það sammerkt að lenda þeim megin á vegasaltinu, sem kost- ar fé. Hinum megin hvíla svo skattamál, atvinnumál og fleira þess háttar sem aflar fjárins til að kosta hitt. Satt að segja virð- ist dálítið skondið, ef konur á síðari hluta 20. aldar vilja nú aftur snúa sem kven- borgarfulltrúar eða þingmenn til þess hlutverks að láta karlana sjá um að afla peninganna og afhenda sér til að verja þeim, eins og gert var á heimilunum áður fyrr. En taka ekki alla ábyrgðina. Væri það nú ekki dálítil afturför? Shirley Williams, ein sú kona sem fremst stendur nú í brezkum stjórnmálum og hefur frá barnæsku fyrir áhrif móður sinnar, Veru Brittain, barizt fyrir friði og kvenréttindamálum, var spurð þegar hún tók sæti á þingi um daginn, um muninn á konum og körlum á stjórnmálasviðinu. Hún sagði: — Það eru kvenkjósendur sem eru þar afgerandi og hafa undanfarin 50—60 ár þrýst á um ákveðin mál og breytt áherzlum hjá öllum þingmönnum. En að halda að kvenstjórnmálamenn séu ólíkir karlstjórnmálamönnum, er að ganga í þá gildru að trúa því að konur hafi annan persónuleika. Það hafa þær ekki. Á sama hátt og til eru „mjúkir" karlar eru til „mjúkar" konur. Og það eru til harðar konur alveg eins og miskunnarlausir karl- ar. Það er ekki munur á kynjum heldur á persónuleika. Á laugardaginn fyrir viku var í sjón- varpinu kvikmyndin „Frambjóðandinn", sem fjallaði um ungan frambjóðanda, sem sigrar fyrir harðfylgi stuðningsmanna sinna í nútíma kosningabaráttu og vaknar upp við það allt í einu að vera kominn á þing. Og myndin endar á ráðvilltri spurn- ingu hans: Hvað nú? Hvað á ég nú að gera? Markmiðið var það eitt að verða þingmaður. Ekki hugsað lengra. Engin brennandi málefni eða stefna. Athyglin sem myndin hefur fengið víða um heim sýnir að vandinn er víða til. Spurningin á rétt á sér. Já, hvað gerir ein (eða 2) kona af kvennalista, þegar hún hefur fengið kosn- ingu í borgarstjórn án flokks? Til að koma málum í gegn verður hún að fá stuðning. Þá er um þrennt að velja: tala hátt og fagurlega og koma engu í gegn, standa í sífelldri verzlun með atkvæði í hverju máli, eða taka saman við einhvern flokk- inn til að ná meirihluta, eins og Ingibjörg Bjarnason varð að gera eftir að hún komst á þing í kvennaframboði 1922. Sá sér ekki annað fært, ætlaði hún að verða að gagni, en að taka saman við íhaldsflokkinn, sem stóð henni næst. Sú sem efst er á listanum verður þá að taka saman við þann flokkinn sem henni stendur næst — eða verða til litils gagns. Ekki get ég sætt mig við að sérframboð kvenna sé lausnin á vanda, sem vissulega er fyrir hendi þegar stór hópur — hvort sem hann myndast af kyni, aldurshópum, kynþáttum eða búsetu — á ekki fulltrúa í samræmi við fjölda þar sem sameiginleg- um ráðum er ráðið fyrir alla. Frekar væri sérframboð innan flokkanna og með stefnumörkun þeirra. En hvað skal þá til ráða? Ég kann ekki svarið. En lítum á hvaða konur hafa haft fram- 'gang á íslandi. Hvað skyldu þær eiga sam- eiginlegt? Könnun á borð við þær, sem oft birtast í blöðum, gæti komið að gagni: 1. Hver var fyrsta landnámskonan — Auður djúpúðga. 2. Hver var fyrsti kven- ráðherrann — Auður Auðuns. 3. Hver var fyrsti kvendómarinn — Auður Þorbergs. 4. Hver var fyrsti kvenborgarstjórinn — Auður Auðuns. 5. Hver var fyrsti kven- presturinn — Auður Eir. 6. Hver fær at- kvæði í hverri kosningu — Auður (seðill). Hvað geta konur þá gert til að ná árangri og fá atkvæði í kosningu? Skírt öll stúlkubörn Auður! dands. í ræðustól er Ólafur Davíðsson, hagrannsóknastjóri. og frekar, raunar vilja Bandaríkja- oll- menn heldur að dollarinn sé ódýr- að ari, þar sem það leiði til meiri út- nar flutnings. Ríkisstjórn Gunnars iíð- Thoroddsens kvíðir því að sjálf- Re- sögðu, að dollarinn verði ódýrari ald miðað við aðra gjaldmiðla, í kjöl- >ps- farið vex verðbólgan hér á landi að snn öllu óbreyttu. Víst er, að ríkisstjórnin hefur viljað gera sem minnst úr jákvæð- um áhrifum þess á íslenskt efna- hagslíf og átökin við verðbólguna, að dollarinn hefur styrkst. Hún vill láta líta svo út sem hjöðnun verðbólgunnar sé öll henni að þakka, hitt er jafn víst, að ríkis- stjórnin mun óhikað skella skuld- inni á lækkun dollarans, þegar verðbólgan vex á ný. 1 sama farið Á spástefnunni var spurt um það, hvort unnt væri að slá nokkru föstu um áhrif þess á samdrátt verðbólgunnar, að kaupið var lækkað um 7% annars vegar og hækkun dollarans hins vegar. Fram kom, að ekki væri unnt að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, óvissuþættir væru of margir til þess. En þó mátti skilja svarið á þann veg, að væri við það miðað, að verðbólga hefði farið úr 60% niður í 40%, hefði hún orðið um 50%, ef hækkun dollarans hefði ekki komið til. Um þetta leyti í fyrra spáðu menn því, að verðbólgan í ár yrði nálægt 70% og þar yfir, ef ekkert yrði gert í efnahagsmálum. Þá var verðbólgan rétt um 60% í árslok. Nú er hin opinbera verðbólga um 40% en framreikningsspár segja, að hún verði um 55% á næsta ári að öllu óbreyttu. Á grundvelli samskonar framreikningsspár var því slegið föstu, þegar ríkisstjórn- in kynnti efnahagsaðgerðir sínar um síðustu áramót, að á þessu ári yrði verðbólgan rétt um 50%. Sú spá tók ekki mið af hækkun doll- arans. Framreikningsspáin um 55% verðbólgu á næsta ári byggist á því hlutfalli, sem nú er milli dollara og annarra gjaldmiðla, það er eftir að dollarinn hefur lækkað um 7-10% gagnvart þess- um gjaldmiðlum, frá því að hlut- fallið var okkur hagstæðast miðað við átökin gegn verðbólgunni. Hins vegar er við því búist, að dollarinn muni veikjast enn, svo að 55% talan er líklega síst of há. Fulltrúar fyrirtækjanna á spástefnunni voru almennt þeirr- ar skoðunar, að dollarinn myndi lækka meira í verði á næsta ári, enda spáðu þeir flestir um eða yfir 60% verðbólgu frá janúar til des- ember á næsta ári. Atök framundan Fréttir úr stjórnarherbúðunum benda til þess, að þar séu menn ekki einu sinni sammála um það í hverju sá vandi felist, sem við er að glíma, hvað þá um úrræðin gegn honum. Sú skoðun er nú ríkj- andi, að stjórnvöld hafi ekki leng- ur borð fyrir báru í þeim skilningi, að þau geti ekki varist stórsjóum á bak við vinsamlegt almenningsálit eða velvild verkalýðssamtaka. Nú standi þau berskjölduð frammi fyrir afleiðingum eigin gerða. Hið versta, sem fyrir stjórnmálamenn kemur, er að takast á við alvarleg- an vanda án þess að njóta trúnað- ar umbjóðenda sinna í átökunum. Stjórnarherrarnir búa nú við trúnaðarbrest gagnvart stuðn- ingsliði sínu og á milli stjórnar- herranna ríkir ekki sá trúnaður, sem er forsenda farsælla mála- lykta. I stjórnmálunum myndast þó oft sú staða, að ráðamenn kjósa að halda í völdin, valdanna einna vegna, því að þeir meta stöðu sína á þann veg, að valdalausir séu þeir öllu rúnir. Þeir, sem í þessari stöðu lenda í ríkisstjórn, grípa jafnan til þess örþrifaráðs að kenna stjórnarandstöðunni um hina pólitísku pattstöðu og skella allri skuldinni á hana. Málflutn- ingur stjórnarherranna og skrif- finna þeirra á dagblöðunum bein- ist æ meira í þessar áttir. Um nokkurt skeið hefur það verið við- kvæðið í Tímanum, að stjórnar- andstaðan ætti sök á því, að niður- talningin bæri ekki meiri árangur og væri komin í strand. Og svo að enn sé vitnað til sjónvarpsþáttar- ins á miðvikudag, þá veifaði for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins þar síðasta tölublaði af Dagblaðinu og Vísi og las upp úr forystugrein Jónasar Kristjáns- sonar um ömurleika stjórnar- andstöðunnar, en eins og menn vita hefur Jónas Kristjánsson var- ið ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti frá því að hún var mynduð og gerir enn, þó sannfær- ingarkrafturinn sé greinilega far- inn að dvína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.