Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 35
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 35 náði líka sérstökum árangri í „faginu" að skynbærra manna dómi. Þetta voru leiftrandi grein- ar, eiginlega kvikmyndir af því, sem gerðist kringum þá Fischer og Spasky. Þær birtust dag eftir dag í Vísi sáluga og það hefði enginn nema rithöfundur með góðan penna getað gert — að ná slíkum tilþrifum og föstum tökum eins og birtust í þessum skrifum. Það var blær yfir þeim — „geðugur" eins og Austfirðingar segja. Frúin ber inn bleksterkt kaffi og reiðir fram Gallio-Jessen kon- fekterí með í stað molasykurs — það var hreinasta afbragð hvorttveggja. Vindurinn gnauðaði á gluggann og bílaumferðin á Kringlumýrarbrautinni sýndist æðisleg í rökkrinu, sem hafði færzt yfir Metropolitan Reykjavík — austursóninn. Björn hafði kveikt á skrifborðs- lampanum sínum, og þarna voru myndir af börnum hans tveim, Benedikt arkitekt og Guðbjörgu, sem er gift kona í Reykjavík (þau eru bæði Gröndal í móðurætt). „Minn kæri Björn — þú virðist hafa lagt þig í líma við að tala við frægar persónur — hvers vegna?" Hann varð þögull um sinn og svo segir hann: „Þetta er ekki góð spurning. Aftur á móti er í þessari bók eins konar þverskurður íslenzks mannlífs eða öllu heldur „cream of the crops" eins og Bretinn kallar svo — rjómi uppskerunnar." „Áttu þar við Laxness kannski, Svein heitinn lénsherra á Egils- stöðum, prófessor Hermann bekkjarbróður várn í Edínaborg, Jón Engilberts konstmaler og hann Þórarin sáluga á Tjörn, föð- ur Kristjáns Eldjárns fyrrum for- seta okkar þjóðar?" „Hreint ekki, heldur hitt, þarna fara saman konstnarar, yrkjendur jarðar, sjómenn, vísindamenn af guðs náð, lærdómsmenn af fremstu gráðu. Leikurinn er gerð- ur til þess að svala mannlegri for- vitni og fræða fólk um staðreyndir og veruleika, sem er tilgangur blaðamennsku ..." Bókin lá opin á skrifborðinu og beið þ'ess að vera lesin vandlega í góðu tómi. Þetta virðist í fljótu bragði vera afar persónuieg bók, skrifuð af lífsreyndum manni með lögfræðimenntun, atvinnukennara til margra ára og rithöfundi, sem æ meira og meira er farinn að stunda þá hina erfiðu list, rit- mennsku, að aðalatvinnu, smbr. sjónvarpsleikritun hans og þar er átt við sjónvarpsleikritið Póker, sem var sýnt í sjónvarpinu hér á landi 1978 og um öll Norðurlönd við orðstír og nú nýverið útvarps- leikritið Jarðarför, sem vakti at- hygli, og hlaut viðurkenningu margra. Baldvin Halldórsson, leikstjóri og leikari, lét þau orð falla við ritsmíðarhöfund, að Jarð- arfijr væri gætt reisn og ákveðnum styrk. Þess ber að vænta, að það stykki eigi eftir að gera víðreist á sama hátt og Póker ... Svo var fengið sér kaffi og kon- fekt og settur púnktur. stgr Stutt litunarbók handa konum Mvnd úr Reykhólakirkju prýðir jola kort kirkjunnar. Jólakort Reykhólakirkju Miðhúsum, 26. nóvember. 1981. NÝLEGA hefur Reykhólakirkja gef- ið út vandað jólakort til ágóða fyrir kirkjuna. Samkvæmt upplýsingum frá sóknarpresti okkar, séra Valdimar Hreiðarssyni, tók Jón Ögmundur Þormóðsson lögfræðingur, Asp- arfelli 12 í Reykjavík, myndina og gaf Reykhólakirkju útgáfuréttinn. Einnig vann Jón Ögmundur mikið og fórnfúst starf við undir- búning að útgáfu kortsins. Auk þess hefur hann stutt og styrkt útgáfuna á annan veg. Vill fólk í sókninni koma á framfæri sér- stökum þökkum til Jóns Ög- mundar. Áður hefur Reykhólakirkja gef- ið út kort sem Sigfús Halldórsson, tónskáld teiknaði og gaf kirkjunni til útgáfu. Það kort er nú uppselt. Skulu honum færðar þakkir hér. Sveinn Guðmundsson Basar ÍSLENSKA íhugunarfélagið held- ur basar að Hverfisgötu 18, ann- arri hæð, gegnt Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 13. desember kl. 14.00. Á boðstólum verða m.a. þurrkaðir blómvendir, kökur, alls konar handavinna og margt fleira. (FrétUtlilkjrnning) ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU M CI.YSIM.V SIMINN KK: 22480 endurútgefin af Bókavörðunni Stutt litunarbók handa konum heitir smárit eitt, sem út kom á Ak- ureyri 1877 í þýðingu og staðfærshi Sigmunds Magnússonar. Bókavarð- an í Reykjavík hefur sent frá sér bókina Ijósritaða í flokki ymissa fá- gætra og lítt þekktra bóka frá fyrri tíð, sem eiga það sameiginlegt að eiga erindi við samtímann. „í frétt frá Bókavörðunni vegna útkomu þessa rits segir m.a.: „Á okkar tímum þegar áhugi fyrir hverskyns innlendum hand- íðum fer hraðvaxandi er vissulega margt í gömlum ritum sem að gagni getur komið. Meðfylgjandi kver lýsir í glöggu máli ýmsum gömlum ráðum varðandi litun líns, baðmullar og ullar og var hún m.a. upphaflega útgefin eins og útgefandi segir í riti sínu „gæti nú þessi litla bók varnað mönnum frá að kaupa útlenda dúka og komið því til leiðar að menn gjörðu sig ánægða með sína eigin, þá væru það hin beztu laun er jeg gæti æskt mér fyrir ómak mitt." Mörg þeirra gömlu efna sem lýst er í þessari bók eru enn fáanleg, en mörg þeirra fást þó á okkar dög- um í lyfjabúðum og sérverzlunum. Það er svo önnur saga að líklega fer heiti bókarinnar ekki saman við jafnræðishugmyndir nútíma- fólks," segir í frétt Bókavörðurnn- ar. ..ALVEG ÆÐI! Maturinn tilbúinn strax UTTON örbylgjuofn Litton örbylgjuofninn er bandarísk völundarsmíð með tölvuminni og snerti- rofum. Þú getur alfryst, hitað, steikt og haldið matnum heitum. Auðvelt að hreinsa og fljótlegt að elda, auk þess eyðir ofninn 60-70% minna rafmagni en eldavél. Það er ekki spurning um hvort þú kaupir örbylgjuofn - heldur hvenær. Skipholti 7 símar 20080 — 26800 Ritsafh Guðmundar Daníelssonar Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. I ritsafninu eru skáldsögurnar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn . Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka íbókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. lögbetg Bókafórlag Þingholtsstræti3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.