Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 í húsi listmálara Liósm. Olafur K. Magnusson. Finns Jónssonar, sögðu þeir: „Jæja, Herr Jonsson! Hér með er- uð þér orðinn okkar félagi." Hvarflaði aldrei að þér Finnur, í þessum félagsskap, að setjast að erlendis? Jú, víst var það. En maður er nú einu sinni fæddur hér og uppalinn og römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til. Maður er kannski best geymdur þar sem maður er upprunninn. Og það er gott að vera hér á Islandi. Hinar gömlu myndir Finns í stofunni vekja strax þá hugsun að auðvitað á þessi maður heiminn að umdæmi, eins og þeir Kandinsky, Klee og Léger. Innan um þessi listaverk hanga nokkrar Ijós- myndir og ein lítil skemmtileg portrett-mynd. Er þetta þú ungur? Já, Kjarval málaði þessa mynd eitt sinn. Við vorum vinir, við Kjarval. Það var einn daginn skömmu áður en hann dó, að það staðnæmdist bifreið hér fyrir utan og Kjarval sté út. „Ég kom með þessa mynd,“ sagði hann, „dagar mínir eru senn taldir." Hann vildi hún yrði hér þessi mynd. Nú ert þú orðinn 89 ára gamall? Já, þetta er í ættinni, maður. „A þessari sögulegu sýningu, þar sem eru 222 verk, stöndum við 'rammi fyrir safni af verkum, sem • ru með líku svipmóti og mynda |>ví sterka heild, en þó eru þarna iistamenn sem skera sig úr þess- :im þremur liststefnum („express- .onisma", „konstruktivisma" og súrrealisma") til dæmis Klee eða .vandinsky, sem eru í senn skáld- gir og töfrandi, ýmist abstrakt < ða „fígúratívir"; Léger sem auð- áanlega leggur mikla áherslu á i 'ötinn; Jonsson, „konstruktivisti" ni þó mannlegri." Svoleiðis sagði meðal annars í msögn franska stórblaðsins Le igaro, um sýningu Evrópuráðs- iííS á avant-garde list frá því um » 20, sem haldin var í Strasbourg . >rið 1970. Þeir Kandinsky, Paul Klee og "ernand Léger eru heimsfrægir menn í myndlistinni, en hver er Jonsson? Á kyrrlátum stað í I yrrlátu húsi hér uppá Islandi býr sá maður, sem listfræðingur Le Figaro nefnir í sömu andrá og þessa frægu meistara tuttugustu aldar í myndlist. Finnur Jónsson — maður lágur vexti en þykkur, einbeittur á svip en góðlegur. Hér heima hefur þetta allt verið heflað, segir hann, hér heima er það kallað að Finnur Jónsson hafi fengið „góða krítik" erlendis. Hann býður gesti sínum til stofu og þar hanga gamlar myndir á veggjum. Meðal annars tvær frá Sturm-árunum. Ég var snemma spenntur fyrir framúrstefnu, segir Finnur, þó ég hafi komið austan úr Strýtu í Hamarsfirði. Það voru blöð úr Reykjavík sem höfðu áhrif á mann og svo Ríkharður bróðir minn. Maður hafði löngun til þessa og hins og mest vildi maður þangað sem eitthvað var að gerast. Það hefur verið 1919, sem ég fer fyrst út. Ég hafði þá lært til gullsmíði hér heima og hélt til Kaupmanna- hafnar staðráðinn í að snerta aldrei á gullsmíði framar. En hún átti nú eftir að koma sér vel, gullsmíðin, þegar í harðbakka sló. Maður var oft blankur á þessum árum. En síðan hef ég alla tíð haft það gott fjárhagslega — reisti nú þetta hús á sínum tíma af eigin rammleik. Ég var heppinn með það, að andróðurinn sem ég mætti þegar ég kom heim frá námi, gerði lítið annað en kynna nafn mitt. Þá var nú til dæmis skrifað í Morgun- blaðið að jú, víst hefðu verið tekn- ar af mér myndir í Der Sturm, en það yrði nú að teljast vafasamur heiður. Þeir héldu að þar væru ekki aðrir en nafnleysingar og aulabárðar. Kókoska, sá pólski, kom Finni í samband við Der Sturm. Þeir voru saman á listaskólanum í Dresden. Der Sturm var þegar hér kom sögu lokaður félagsskapur, en eft- ir að Herwarth Walder og Vasili Kandinsky höfðu skoðað myndir I nnur við fjögur olíumálverk í vinnustofu sinni. Frá vinstri: Sól tér sortna 1955, Síldarrómantík 1936, Tvistirni 1980, Eldblómiö 1966. Við kaffiborð 1922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.