Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Eggert Haukdal, alþingismaður: Styð ekki frumvarpið um virkjunarröðun „EG tel alveg forkastanlegt að Fljótsdalsvirkjun sé sett fram fyrir Sultartangavirkjun. l>ó reynt sé með loðnu orðalagi að fela þá staðreynd í þriðja lið tillögunnar, þá eru öll tvímæli af tekin í sjötta lið. Að sjálfsögðu tel ég sjötta lið ekki koma til greina, en hann fjallar um það að verði ekki samkomulag um Blónduvirkjun, þá verði nú þegar ráðist í Fljótsdalsvirkjun. Ég mun ekki samþykkja þessa þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra," sagði Eggert Haukdal alþingismaður í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður álits á fram kominni þingsályktun- artillögu Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra um röðun næstu stóru vatnsaflsvirkjana landsmanna. Þá sagði Eggert einnig: „Megin- atriðið að mínu mati í þessu máli er að farið verði í verulega orku- nýtingu, og reist orkufrek iðnver. Síðan getum við hafist handa við byggingu Blönduvirkjunar, sam- hliða vatnaveitum á Þjórsár — Tungnaársvæðinu, og haldið svo áfram á því svæði með Sultar- tangavirkjun, samhliða Blöndu- virkjun." — Ákvörðun um staðsetningu stóriðju er einvörðungu hvað varðar kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Hvað viltu segja um það? „Ef kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði telst hagkvæmur kostur tel ég sjálfsagt að ráðast í þá framkvæmd, en á sama tíma geri ég kröfu um að orkufrekur iðnaður rísi víðar á landinu, ekki síst á Suðurlandi. Þar vantar til- finnanlega stóraukin atvinnu- tækifæri." — Var ekki búið að kynna þess- ar tillögur fyrir þér, sem fyrir öðr- um stjórnarliðum áður en málið var kynnt á blaðamannafundi? „Ég lýsti ekki yfir samþykki við tillögurnar, þegar þær voru til umfjöllunar. Ég mun bera fram breytingartillögu í sameinuðu þingi sem meðal annars felur í sér að Sultartangavirkjun sé færð fram fyrir Pljótsdalsvirkjun, og niður falli áðurnefndur sjötti lið- ur. Að öðrum kosti samþykki ég ekki tillöguna." — Muntu hætta stuðningi þín- um við ríkisstjórnina, náir þú þessu ekki fram? — Það kemur í ljós" sagði Egg- ert að lokum. 1982 — 20. útqýfiiárið Nú er tækifærió aö senda vinum og viöskiptamönnum gjafaáskrift. Láttu lceland Review flytja kveöju þína meö hverju hefti. Viö höldum sérstaklega upp á 20. ário og gefum út tvö blöö, stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hvort um sig veröur eins og heil bók um island og segir meira frá landi og þjóö en margra ára bréfaskriftir. Fyrirhöfnin er engin, kostnaöurinn sáralítill — og þú getur fengiö heilan árgang í kaupbæti. lcelandReview Hverfisgötu 54, sími 27622, 101 Reykjavík. • Nýrri áskrift 1982 fylgir allur árgangur 1981 í kaupbæti, ef óskað er. Gefandi greiðir aöeins sendingarkostnaö. • Utgáfan sendir viötak- anda jólakveðju í nafni gefanda, honum aö kostnaðarlausu. • Hvert nýtt hefti af lceland Review styrkir tengslin við vini í fjarlægö. Undirritaöur kaupir.....gjafaáskrift(lr) aö lceland Review 1982 og greiðir áskriftargjald kr. 80 pr. áskrift aö viðbættum sendingarkostnaöi kr. 40 pr. áskrift. Samt. kr. 120. Árgangur 1981 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 40 pr. áskrift. Ofangreind gjöld eru i gildí til ársloka 1981. Nafn áskrifanda Simi Nafn mottakanda Heimrlisfang Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja með a öðru blaði. Sendið til lceiand Review, pósthólf 93, Reykjavík, eöa hringið í síma 27622. Ljósm.: Sverrir Piltuwn. I'tför Halldóru Bjarnadóttur var gerð frá Akureyrarkirkju í síðustu viku, en hún var á 109. aldursári er hún lést, elsti íslendingurinn. Kvenfélags- konur stóðu við kistu hinnar látnu, og séra Birgir Snæbjörnsson jarðsöng. Síðdegisblað í burðarliðnum ÚTGÁFA nýs síðdegisblaðs er nú á döfinni ©g samkvæmt þeim heimild- um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun undirbúningur þess kominn langt á leið. Ef af útgáfu verður á að gefa blaðið út af Alþýðuflokknum og öðrum aðilum, en þó ekki bera nafn flokksins eða Alþýðublaðsins. Flokknum mun þó ætlað ákveðið pláss í blaðinu. Útgáfufyrirtæki blaðsins á að heita Síðdegisblaðið hf. Enn hefur ekki verið gengið endanlega frá ráðningu ritstjóra eða annars starfsfólks, en ákveðið er að blaðið verði prentað í Blaða- prenti. Verði af útkomu þessa síð- degisbiaðs mun Alþýðublaðið lagt niður, en endanieg ákvörðun verð- ur væntanlega tekin nú um helg- ina. Eiríkur Bjarnason frá Bóli látinn Hveragerði, 12. deHember. EIRÍKUR Bjarnason fri Bóli, hótel- stjóri í Hveragerði, iést að heimili sínu í gær, föstudaginn 11. desenr ber. Hann var 72 ára að aldri, fædd- ur 7. desember 1909. Eiríkur var landskunnur fyrir störf sín að félagsmálum og sem hótelstjóri. Hann hefur rekið Hót- el Hveragerði í rúm 30 ár, enn- fremur átti hann Nýja ferðabíóið, sem hann ferðaðist með um Suð- urland ásamt konu sinni, frú Sig- ríði Björnsdóttur. Þótti það á sín- um tíma mikil nýbreytni. Eiríkur var vel þekktur harmonikuleikari og samdi fjölda laga, sem hafa notið vinsælda. Sjálfstæðisflokkurinn átti traustan liðsmann þar sem Eirík- ur var og vann hann mikið og óeigingjarnt starf fyrir flokk sinn og félag. — Sigrún Olafur Thors hefur selzt í um 5.000 eintökum Þriðja prentun ákveðin „Það er fyrirsjáanlegt að önn- ur prentun af Olafi Thors eftir Matthías Johannessen mun selj- ast upp, og því hefur verið ákveð- in þriðja prentun verksins" sagði Brynjólfur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins í samtali við Morgun- blaðið í gær. Brynjólfur sagði að bókinni, sem raunar er í tveimur bind- um, hefði verið afar vel tekið allt frá því hún kom út, og væri enn ekki lát á eftirspurn og pöntunum. „Bókin hefði selst upp fyrir jól, og því var ákveðin þessi þriðja prentun, sem komin verður helgina fyrir jól" sagði Brynjólfur. Brynjólfur kvaðst telja að nú væru um 5 þúsund eintök seld af Ólafi Thors. Fyrsta prentun hafi verið 3.500 ein- tök, önnur prentun 1.500 ein- tök og sú þriðja, sem nú væri verið að prenta væri einnig 1.500 eintök. Samtals verða því prentuð 6.500 eintök af bókinni um Ólaf Thors, nú fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.