Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 „Gvendur Jóns - prakkara- sögur úr Vesturbænum" BÓKAÚTGÁFAN Skuggsji, Hafnar- firði, hefur sent frá sér bókina „Gvendur Jóns — prakkarasögur úr Vesturbænum" eftir Hendrik Ottósson. Hendrik Ottósson sendi frá sér fjórar bækur um Gvend Jóns á ár- unum 1949—1964, en hér hafa þær verið sameinaðar í eina bók. I fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Fyrri útgáfurnar af þessum sögum hafa verið ófáan- íegar um langt skeið, en margir munu kannast við þær og sögurn- ar eru fyrir löngu orðnar sígildar. Gvendur Jóns og félagar hans eru öllum ógleymanlegir, sem þeim hafa kynnzt, og fleiri skemmtileg- ar persónur koma fyrir í þessum sögum úr Vesturbænum." Hendrik Ottósson ÞÆTTIR UM NYJA TESTAMENTIÐ 29 ritgeröir um Nýja testamentiö og Kristfræöi eftir dr. Jakob Jónsson. ÞRÍR LEIKIR UM HETJUR Þrjú sígild forngrísk leikrit í þýoingu dr. Jóns Gíslasonar. LITLI PRINSINN Hin sígilda bók fyrir unga sem aldna, ein vinsælasta saga sem þýdd hefur verio úr frönsku. FERDIR UM ÍSLAND A FYRRI TÍD Fróðlegir og skemmtilegir feröaþættir sem lýsa vel muninum á feröalögum fyrr og nú. ANDVARI Aöalgrein í Andvara er æviþáttur um Þórberg Þóröarson eftir Sigfús Daöason skáld. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík Jól án áfengis Eftir VUhjálm Hjálmarsson Nú líður mjög að jólum og við- búnaður er mikill að vanda. Klerkar og kórar og annað starfs- fólk safnaða undirbýr guðsþjón- ustur í öllum kirkjum landsins. Heimilin eru búin jólaskarti og jólaskapið tekur völdin smátt og smátt. í annan stað eru verslanir skreyttar og verslunarhverfi og vöruval fram boðið. Menn kaupa jólagjafir og hvað annað, sem hæfa þykir jólahaldi og eru örari á fé en endranær og tilgangur helg- ar meðalið, hugsa menn, að gleðja aðra nær og fjær. Og það er aldrei meira úrval í verslunum en einmitt fyrir jólin, úrval jólagjafa og matvæla, fatn- aðar, húsgagna og heimilistækja. Mönnum er ærinn vandi á hönd- um, því valið er alls ekkert einfalt. Sama gildir þegar að því kemur að ákveða hvernig verja skuli hin- um óvenjulega langa frjálsa tíma, sem til fellur um hátíðirnar. Því einnig á þeim vettvangi er margt á boðstólum. En eitt er það val — á jólum — sem ekki er flókið, og kann þó að vera erfiðleikum bundið fyrir ýmsa: Höldum við jól án áfengis — eða gagnstætt? Vilhjálmur Hjálmarsson A þessu ári hefir útvarpið — eftir fyrirframgerðri áætlun — flutt þætti um áfengismál í því skyni að stuðla að minni áfengis- neyslu. Á sama máta er leitast við að leggja nokkuð af mörkum í sjónvarpi. Utvarpsráð hefir nú sem fyrr mótað þá stefnu að Ríkisútvarpið skuli taka þátt í baráttunni gegn áfengisbölinu, og það þarf fólk að vita. — Vm þetta er enginn ágrein- ingur. A meðan ég var menntamála- Matseðillinn kynntur. Frá vinstri: Örn Baldursson veitingamadur, Friðrik Sigurðsson yfirkokkur og Guðmundur Erlendsson yfirþjónn. Ljósm. Mb. ÓI.K.M»g. Torfan kynnir nýjan matseðil VEITINGAHÚSIÐ Torfan hóf nýlega að bjóða upp á nýjan og fjölbreyttari matseðil og af þvi tilefni voru blaða- menn boðaðir á staðinn og þeim kynnt- ar belstu nýjungarnar á seðlinum. Sem fyrr leggja Örn Baldursson veitinga- maður og hans fólk mesta áhi-rslu á dskréttina, enda aukast vinssldir þeirra stöðugt hjá íslenzkum og erlend- um gestum hússins. Það kom fram hjá Erni veitinga- manni að mjög jöfn og góð aðsókn væri að Torfunni og hefði það gert honum kleift að halda verði í lág- marki, nú væru t.d. veitingar að hækka í fyrsta skipti í 8 mánuði og verð á matseðli dagsins væri enn óbreytt eftir sama tíma. Algengt verð á rétti dagsins með súpu væri 45—60 krónur. Meðal helstu nýjunga á matseðii hússins má nefna karfa pate, sítr- ónumarineruð ýsuflök, pönnukökur með skeldýrafyllingu og snigla í hvítlaukssmjöri, sem finna má á for- réttamatseðlinum. Ný súpa er krabbasúpa. Nýjungar á fiskrétta- seðli eru heilsteikt rauðspretta, heil- agfiski og soðinn saltfiskur og skata, sem ekki munu hafa verið á matseðli íslenzks veitingahúss um áraraðir. Alls er að finna 13 rétti á fiskrétta- seðlinum. Á smáréttaseðlinum er boðið upp á nýjungar, hleypt egg indianne, smjördeigslengju fyllta með steiktri kjúklingalifur og steikt rauðsprettuflak. Á eftirréttaseðli eru aðalnýjungarnar Ostafondue, kali súkkulaðikaffi og marineraðar perur. Samtals á öllum seðlum býður Torfan upp á 51 rétt, og eru þá með- taldir barnaréttir, sem eru nýjung hjá húsinu. Mat-og vínlistum hefur verið komið fyrir á smekklegan hátt í ljósprentun af Morgunblaðinu frá árinu 1936 og getur fólk rifjað upp fréttir frá þessum tíma á meðan það bíður. Smávegis breytingar verða gerðar á efri hæð veitingahússins eftir ára- mót og starfsólk fær þá nýja bún- inga. Torfan er opin kl. 10—23.30 alla daga og er matur framreiddur til klukkan 23. Það kom fram hjá Erni veitinga- manni og Friðrik Sigurðssyni yfir- kokki að það færi sífellt í vöxt að Islendingar borðuðu úti og jafn- framt gerðist landinn djarfari við að reyna nýja rétti. I dag seldust vel réttir, sem ekki hefði þýtt að bjóða fyrir 10—15 árum. Kváðu þeir félag- ar þetta mjög ánægjulega þróun. Sögðu þeir að lokum að æ fleiri gcrðu sér grein fyrir því að í dag væri ódýrt að fara út að borða á íslandi. MENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.