Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐtÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Prestsvígsla í Dómkirkjunni í dag f DAG vígir hr. Pétur Sigur- geirsson biskup þrjá guð- fræðinga til ólíkra starfa. Eru það Oddur Einarsson, Pjetur 1». Maack og Miako Þórðar son. Oddur Einarsson hverf- ur til hinna hefðbundnu prestsstarfa á Skagaströnd, Pjetur Þ. Maack mun stafa sem ráðgjafi á meðferðar heimili SAA að Sogni, eins og hann hefur reyndar gert um skeið og Miako Þórðarson tekur að sér þjónustu meðal heyrnarskertra. Félag heyrn- arlausra hefur gengist fyrir því að fá Miako til starfa, en víða erlendis starfa prestar meðal heyrnarskertra. Þjón- ustan fer þá fram að miklu leyti á táknmáli og er nú ein- mitt verið að þróa tákn fyrir ýmis hugtök um kirkju og trúarlíf. Mbl. ræddi við þá Odd Einarsson og Pjetur Maack, sem féllust á það, þrátt fyrir annir rétt fyrir vísludaginn, en Miako Þórðarson baðst undan því og sagðist ekki sjá út úr önnum í bili og bíður það því betra tækifæris. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í dag og hefst kl. 11. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup hitti þau að máli í gær í kirkjunni til að ræða um framkvæmd athafnarinnar og var myndin tekin við það tækifæri. Frá vinstri: Pjetur Þ. Maack, Oddur Kinarsson og Mikao Þórðarson. O*""- KAX- Nauðsynlegt að fylgjast með rannsóknum í guðfræði segir Oddur Einarsson ÞAÐ hafa óvenjumargir innritast í guðfræði síðustu tvö haustin og allmarg- ir hafa útskrifast líka síðustu árin. Þess vegna má segja að nú séu aðeins örfá prestaköll ómönnuð og verða það kannski áfram af því mönnum finnst kannski lítið spennandi að starfa þar, segir Oddur Einarsson, sem sl. vor útskrifaðist frá guðfræðideild. Oddur Einarsson var kjörínn prestur Skagstrendinga sunnu- daginn 12. nóvember og býst hann um þessar mundir til starfa þar nyrðra. Kona hans er Una Dagbjört Kristjánsdóttir og eiga þau tvö börn. Mbl. ræddi stutt- lega við Odd nú fyrir helgina: — Ég geri ráð fyrir að taka við starfinu nú um jólin og verð þá sennilega settur í embætti. Áður var sr. Pétur Ingjaldsson prestur á Skagaströnd, en hann gegndi einnig starfi prófasts. Þetta er kannski ekki besti tíminn til að taka við preststarfi og ekki þægi- legt að flytjast út á land um há- vetur, en nú er verið að lagfæra prestsbústaðinn og ekki enn vitað hvort því lýkur fyrir jól. En strax og því lýkur mun ég flytja með fjölskyldu mína. Auk Skagastrandar kemur í hlut Odds Einarssonar að þjóna Hofssókn og Höskuldsstöðum og segir hann um 900 manns búa í sóknunum, sem hann á að þjóna. En hvernig líst honum á að búa og starfa úti á landi? — Ég hef enga reynslu af því að búa eða starfa úti á landi og kannski takmarkaða hugmynd um hvernig það verður, en þetta er nýtt fyrir okkur hjónin bæði og hef ég ekki trú á öðru en það gangi vel. Varstu strax ákveðinn í að fara í guðfræðinám? — Já, ég held ég hafi í raun ákveðið það snemma á mennta- skólaárunum og innritaðist í deildina haustið 1973 þegar eftir stúdentsprófið, en ég hef alltaf verið mjög trúaður. En einmitt þetta haust var deildin í hálf- gerðu millibilsástandi og þar stóð þá yfir breyting á námstilhögun. Við, fyrsta árs nemar, höfðum fremur iítið að gera og það varð úr eftir áramót að ég tók að starfa hjá launadeild fjármála- ráðuneytisins. Sú deild var í upp- byggingu og þar sem ég hafði ánægju af starfinu þar tók ég mér ársfrí frá námi. Þau urðu reyndar tvö, en ég reyndi að fylgjast reglulega með því sem var að gerast í guðfræðideildinni og þekkti þá sem þar voru við nám. Haustið 1975 fór ég síðan í — Til að fyrirbyggja allan mis- skilning finnst mér rétt að taka fram, að það verður engin breyt- ing á starfi mínu hjá SÁÁ, sagði Pjetur. — Ég mun áfram verða einn af fjórum ráðgjöfum, sem starfa að Sogni og það verður að- alstarf mitt. SÁÁ hefur ekki í hyggju að stunda trúboð og ég mun vísa beiðnum skjólstæðinga um prestsþjónustu til viðkomandi sóknarpresta. Við viljum ekki að menn fái þá hugmynd, að SÁÁ verði einhver sértrúarsöfnuður. En Pjetur nefnir að sálusorgun komi mikið við sögu í starfi sínu og hann greinir nánar frá hvert er starf ráðgjafans í meðferðar- heimilinu að Sogni: — Við erum öll sálusorgarar, því hlutverk okkar er að ræða við fólkið, hlusta á það ræða vanda- mál sín og reyna sameiginlega að finna á þeim lausn. Við vinnum bæði sem einstaklingar og í hóp- námið af krafti og hætti þá að starfa við launadeildina. Reyndar vann ég síðan með náminu og síð- asta sumarið starfaði ég í lög- reglunni. Guðfræðinemum er skylt að afla sér reynslu í einhverju því starfi, sem þeir geta kynnst öðr- um hliðum mannlífsins en flestir gera, t.d. meðal geðsjúkra, í fé- lagslegri aðstoð eða í lögreglunni og síðasta sumarið mitt vann ég í lögreglunni í Reykjavík. Ég held að sú reynsla hafi verið mjög vinnu. Hver maður dvelur hjá okkur í 28 daga í senn og á þeim tíma reynum við að undirbúa hann til að takast á við daglega lífið án þess að hafa vín um hönd. Á Sogni er rými fyrir 30 manns í senn og þar er alltaf fullskipað. Gerum við ráð fyrir að á Sogni komi til meðferðar um 300 manns á þessu ári. Að mörgu leyti getur starfið orðið markvissara ef fólkið veit að það er ekki bara einhver sláni sem segir því að ofnotkun víns sé slæm. Fólkið tekur meira mark á viðkomandi ef hann er t.d. læknir eða prestur, ég tala nú ekki um alkóhólisti með dýrmæta per- sónulega reynslu. Varðandi trú- arþáttinn, þá held ég að alltaf komi það upp á yfirborðið að hver og einn hefur þörf fyrir að ræða trú sína, og mun ég áfram sinna því eins og hingað til, en hinir ráðgjafarnir einnig. þörf. Einnig var 1 til 2 guðfræði- nemum veittur styrkur til að starfa með sóknarpresti til að öðlast nokkra hagnýta reynslu, en ég komst ekki til að fá þá reynslu. Hins vegar starfaði ég að uppfræðslu fermingarbarna eins og guðfræðinemar gera. Ovenjumargir innritast í guð- fræði, býstu við offjölgun presta? — Ég held að til hennar komi varla, deildin annar nú þörfinni og þótt margir séu innritaðir koma þeir ekki til starfa fyrr en Pjetur Þ. Maack segist fyrst hafa komist í kynni við starf meðal drykkjumanna þegar hann kynntist starfi AA samtakanna þegar hann var við nám í guð- fræði. Þar hafi áhugi hans vakn- að og árið 1977 var honum boðið að kynnast Freeport spítalanum og í framhaldi af því starfaði hann hjá SÁA að fræðslu í skól- um. Frá því í ágúst 1979 hefur hann síðan verið í fullu starfi hjá samtökunum. Á námsárum sínum segist Pjetur hafa unnið ýmis störf, svo og eftir námið. Hann er mikill áhugamaður um ljósmyndun, hann kenndi í gagnfræðaskóla, var forstöðumaður Tónabæjar, fór á sjóinn og stundaði um tíma akstur leigubíla. Hann er spurður hvernig þessi reynsla hafi komið honum að gagni auk námsins: — Þau mörgu störf, sem ég hef kynnst, hafa ekki verið síðri skóli en bókarlærdómurinn og þannig hef ég kynnst mannlífinu frá ýmsum hliðum. Ég ákvað það þegar ég hóf guðfræðinámið, að forðast að einangra mig og þess vegna lagði ég áherslu á að koma víða við. Nú er það algengast að prestar fari út í almennt safnaðarstarf og eftir nokkur ár. Alltaf hverfa nokkrir frá námi. Afföllin stafa, að ég held, aðal- lega af því að námið er kannski ekki svo líflegt í upphafi. Aðal- lega er kennd hebreska og gríska og allmikil saga, en að sjálfri guðfræðinni kemur ekki fyrr en síðar. Þess vegna finnst sumum námið kannski þurrt framan af, en okkur er gerð ágæt grein fyrir því, þegar við komum til náms, hvað við eigum í vændum. Býst þú við að fara út í fram- haldsnám? — Ég hef ekki hugsað mér það, ekki nema það sem getur kallast sjálfsnám. En það er ljóst að rannsóknir í guðfræði hafa á síð- ustu árum verið mjög frjóar og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með til að vita hvaða breytingar og nýjar kenningar eru á ferð- inni, sagði Od(Jur Einarsson að lokum. Pjetur er spurður hvort hann haldi að prestar fari í auknum mæli að taka að sér störf í ýmis konar sérþjónustu, eins og reynd- ar er þegar til, t.d. meðal fanga, sjúklinga, o.s.frv. — Ég held að það sé ágæt þróun, að prestar fari sem víðast út í þjóðfélagið til starfa. Kirkjan þarf að nálgast manninn á göt- unni meira en verið hefur og hún getur það með ýmsu móti. Ég var t.d. nýlega staddur á aðventu- kvöldi þar sem var troðfull kirkja og mikil stemmning. Þannig er á ýmsan hátt kallað á fólkið og sennilega verður það í vaxandi mæli gert á þann hátt að prestar komi víðar við sögu hjá hinum almenna borgara. En hvað með hið hefðbundna preststarf, getur Pjetur Þ. Maack hugsað sér að fara út í það síðar? — Það er ekkert fráleitt. Að lokum má taka fram að það verður nýmæli í altarisgöngu við prestsvígslunar í Dómkirkjunni, að vínið verður óáfengt, — enda er það viðurkennt, að það er allt- af fyrsti sopinn, sem er hættu- legastur, sagði Pjetur Þ. Maack að lokum. Pjetur Maack er kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur. Ágætt að prestar starfí sem víðast í þjóðfélaginu segir Pjetur Þ. Maack — ÞETTA er nýlega tilkomið að ég tæki vígslu og hafði ég reyndar ekki hugsað út í að það væri hægt, hélt að prestar yrðu að vígjast til starfa hjá ákveðinni sókn, en vissulega eru til fordæmi fyrir þessu og sú er ástæðan fyrir því að ég tek prestsvígslu, sagði Pjetur Þorsteinn Maack, en hann hefur undanfarin ár starfað hjá SAA, nú síðast sem ráðgjafi við merðferð- arheimilið að Sogni í Ölfusi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.