Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981
VfeMMfaBF
Fyrir hálfum mánuði fór ég nokkrum
orðum um Willard Fiske og Grímsey hér
í Vísnaleik og birti þá m.a. Grímseyjar-
ljóð eftir Reinhardt Reinhardtsson, sem
ég kvaðst engin deili vita á. Hann hefur
nú verið svo vinsamlegur að senda mér
línu og bók sína Ljóð án lags, sem út kom
í fyrra. Þar segir m.a. að Reinhardt hafi
fæðst á Norðfirði 14. ágúst 1909. Hann
vandist ungur hvers konar bústörfum og
síðar sjómennsku og hefur ort af því til-
efni þessa braghendu:
Vinur, ég hef verk í hönd mér víöa tekiö;
mokaö flór og rollur rekiö,
róiö kænu og færi skekiö.
Reinhardt hefur verið mjög listelskur
og m.a. lagt stund á fiöluleik hjá Þórarni
heitnum Guðmundssyni, Nestor ís-
lenzkra fiðluleikara. Hann rak um skeið
Efnalaug Austurbæjar. Ljóð hans bera
með sér, að hann elur í brjósti ást til
fósturjarðarinnar og tónninn í þeim er
góður. Ég tilfæri hér eitt erindi úr minn-
ingarljóði um Vilhjálm skáld frá Ská-
holti:
Hann var barn þessa
bæjar.
Blik af hans draumi
ogþrá.
Hann ólst upp i Austurstræti,
úti við sundin blá.
Blæinn og blómailminn,
brimgný og stormsins hljóö,
daganna önn og yndi,
hann óf í sín dýru Ijóö.
Pósturinn hefur verið óvenju fjöl-
skrúðugur og kærkominn að þessu sinni.
Meðal annars hefur Sófus Bertelsen í
Hafnarfirði skrifað mér gott bréf, þar
sem segir m.a.:
„Ég hef lengi verið aðdáandi bundins
máls, reyndar fengizt nokkuð við það
sjálfur í frístundum og jafnvel í vinnu.
Eflaust er það, sem ég hef barið saman,
afar lélegt, því að ég hef aldrei séð eða
komizt yfir bók um bragfræði, samt
finnst mér, að ég hafi eyra og auga fyrir
stuðlum og rími, en mér finnst lítið til
koma ljóða þar sem stuðlar og rím eru
ekki til staðar. Hins vegar get ég vel
viðurkennt óstuðlað og órímað ljóð sem
skáldskap þótt mér falli það ekki í geð
rétt eins og mér geðjast vel málaðar
landslagsmyndir eða annað, þar sem
augað fylgir línum, sem eru fyrir í sjálf-
settu formi heldur en abstrakt myndir,
sem ég get ekki fundið neitt út úr, — en
nóg um það.
Ég hef stundum verið að hnýsast í
vísnaþætti í hinum ýmsu blöðum dagsins
og ég segi bara það sem mér býr í brjósti,
að oft finnst mér Vísnaleikur Morgun-
blaðsins ansi lélegur, þó hef ég gaman af
honum, kannske mest vegna þess að ég
gagnrýni hann öðrum fremur."
Og að þessum orðum sögðum er
kannske bezt að snúa sér að efninu. Fyrri
hlutinn var á þess leið:
Skyndilega um laun var samiö
lítiö þurftu menn aö vaka.
Botn Sófusar er á þessa leið:
Prósentur látnar passa í kramiö.
Pínulítiö af bónus taka.
Örn botnar svo:
ASÍ var lurkum lamiö,
lágt er ris á Gvendi jaka.
F.K.S. botnar:
Launafólkiö Ijúft og tamiö
látiö gjalda falskra raka.
Seinni fyrri hlutinn var svona:
Allt fær núna annan blæ,
óðum nálgast jólin.
Reinhardt botnar:
Hýrna fer um hlíö og sæ,
hækka tekur sólin.
Jón Erlendsson botnar:
Kvikna Ijós í byggö og bæ
bráöum hækkar sólin.
Sófus botnar:
Eftlrvænting í borg og bæ
bráoum hækkar sólin.
Þannig voru þeir keimlíkir, botnarnir
við þennan fyrri hluta, enda má segja, að
rímorðin og efnið hafi í rauninni boðið
upp á það. En F.K.S. bætir svo við í öðru
samhengi.
Stjórnargengi falla fer,
fiskileysi á öllum miöum.
Og niöurtalning oröin er
upptalning á flestum sviöum.
Eins og málin eru vaxin er skynsam-
legt að skjóta hér inn í limru eftir Sófus,
sem honum flaug í hug þegar nýgerðir
kjarasamningar voru útskýrðir í hans
verkalýðsfélagi:
Þaö er Ijóst sé á samninga litiö
aö lítið var forlngja vitiö.
Það kom þó í part
þrjú prósent og kvart,
sem var reyndar af bónusnum bitið.
Ég hef í síðustu Vísnaleikjum að
gamni mínu látið fylgja með gátu í þýð-
ingu Sigfúsar Blöndals og hér kemur ein
til viðbótar:
Kynlegir eru klerkar þeir
er i krókum fara á stjá,
læöast fram um leynda stigu
Ijótt er það aö sjá,
aldrei halda hreint og beint,
en halda æ á ská,
dularráö í brjósti búa,
bezt er aö varast þá.
Lausn gátu í síðasta Vísnaleik var
manntaflið, en í þeirri næstsíðustu ridd-
ari manntaflsins.
F.K.S hefur sent fyrri hluta, sem mér
finnst vel við hæfi að enda þennan þátt
með:
Sem þyrnirós nú þjóðin sefur,
því er komma blómatíð.
Ekki verður meira kveðið að sinni.
Halldór Blöndal
(kxsí
Tóniistarmaðurinn _._.-- -r
MYNOAEOf-AOTGAPAN. Rf.YK ÍAV!K
Fjórar litlar
bækur um Gosa
ÚT ERU komnar fjórar smábækur
um Gosa, en um margra ára skeið
hefur Gosi stytt börnunum stundir.
Bækurnar heita Tónlistarmað-
urinn, Brúðuleikstjórinn, Pen-
ingatréð og Spákvisturinn. Það er
Myndabókaútgáfan í Reykjavík,
sem gefur bækurnar út, en Her-
steinn Pálsson þýddi þær.
Öldin
sextánda
Minnisverö uYSndi 1551-1600
„Öldin sextánda"
ÚT er komið hjá Iðunni seinna bindi
Aldarinnar sextándu, minnisverð tíð-
indi 1551-1600. Jón Helgason rit-
stjóri tók saman. Lauk hann hand-
riti bókarinnar fáum vikum áður en
hann lést á síðasta sumri, og varð
það síðasta ritverk hans. Jón Helga-
son tók saman fimm bindi í bóka-
flokknum „Aldirnar", um sautjándu
og átjándu öld, auk hinnar sextándu.
Bindi í flokknum eru nú orðin ellefu
talsins og tók Gils Guðmundsson að
mestu saman efni í þau bindi sem
gera skil nítjándu öld og hinni tutt-
ugustu. „Aldirnar" rekja í formi
fréttablaðs sögu þjóðarinnar í sam-
fellt 470 ár, 1501-1970.