Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 1
96 síður 274. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. OPEC styður ekki Líbýu Abu Dhabi, Washington. 12. desember. AP. OLÍURÁÐHERRA Líbýu gagnrýndi Samtök olíusöluríkja í dag fyrir ad þverskallast við beiðni Lfbýu um sam* eiginlegar aðgerðir gegn bandarískum olíufyrirtækjum og sagði fund samtak- anna hafa verið „algjörlega mislukk- aðan", en fundarmenn töldu ágreining Líbýu og Bandaríkjanna pólitískan ágreining er leysa yrði eftir diplómat- ískum leiðum. Ráðherrann kvartaði undan því að Líbýumenn væru ofsóttir af stór- veldi og hefndaraðgerðir þess myndu koma illa við efnahag Líbýu. Af þeim sökum hefði það verið skylda Araba að standa með Líbýu- mönnum og bar ráðherrann Yamani olíuráðherra Saudi-Araba þungum sökum fyrir að vera í forystu fyrir þeim er ekki vildu verða við beiðni Líbýu. Bandarísk olíufyrirtæki í Líbýu hafa kynnt starfsmönnum sínum af- stöðu Reagans forseta sem í gær hvatti 1500 Bandaríkjamenn í Líbýu til að fara þaðan þar sem þeir væru í „yfirvofandi hættu“. Af hálfu fyrirtækjanna verður þess ekki óskað af starfsmönnum að þeir hverfi á brott, en þó boðist til að sjá um flutninga þeirra. Haig utanríkisráðherra fékk ekki stuðning við þær hugmyndir Banda- ríkjamanna að bandarískir þegnar í Líbýu væru í bráðri hættu er hann ræddi við utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsríkjanna í gær. Enginn Evrópuleiðtogi gekk fram fyrir skjöldu til að leggja blessun yfir heimkvaðninguna, en Frakkar tilkynntu hins vegar að þeir hygðust taka aftur upp eðlilegt samband við stjórn Khadafys þar eð þeir teldu ekki að Líbýa væri lengur undirróð- ursafl í heiminum. Ljósm. RAX. Nú styttist í svartasta skammdegið, aðeins níu dagar í vetrarsólstöður er sól hættir að lækka á lofti og byrjar að hækka á ný. Léttskýjað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu alla síðustu viku og íbúar syðra því getað fylgst með tunglinu rísa upp á himinhvolfið úr norðvestri til suðausturs. Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl. var snemma á fótum dag einn í vikunni og tók þessa mynd yfir borgina meðan tunglið var enn lágt á norðvesturloftinu. „Nú er nóg komið og ætli ég gerist ekki prestur“ sagði Muhammed Ali eftir ósigur í hnefaleikakeppni i gær Nassau, 12. desember. AP. „NÚ ER nóg komið. Ég hélt innst inni að ég mundi ganga með sigur af hólmi úr þessari viðureign, en ég er greinilega orðinn of gamall, hefði þó sigrað ef Berbick væri 39 ára eins og ég. Það er kominn tími til að ég dragi mig í hlé og ætli ég gerist ekki prestur," sagði Mu- hammad Ali hnefaleikakappi eftir að hann beið ósigur í keppni í nótt og varð þar með af möguleikum á því að berjast um heimsmeistaratit- ilinn í hnefaleikum, sem hann hugðist reyna að endurheimta fjórða sinni. Dómararnir voru sammála um hvorum bæri sigur er Ali og Trevor Berbick höfðu lokið tíu lotum í annars jafnri viðureign. Berbick er 28 ára gamall Banda- ríkjamaður, en fæddur á Jama- ica, og var því sjö ára er Ali varð Ólympíumeistari í hnefaleikum. Augljóst var í upphafi viður- eignarinnar að Ali hefur misst fyrri snerpu og fita farin að safn- ast í fyrrum stæltum líkama, því höggin voru bæði ónákvæm og máttlaus oft á tíðum, og hreyf- ingar hans allar voru silalegar miðað við fyrri keppnir þar sem hann dansaði um í hringnum lotu eftir lotu. Ali hefur aldrei verið þyngri en nú, 107 kg. Að vísu kom Ali þungum og markvissum höggum á Berbick í fimmtu lotu og framan af sjöttu og sótti þá stíft, en er á leið tók Berbick völdin í hringnum í sínar hendur. Óljóst er hvað kapparnir fengu í sinn hlut fyrir þessa viðureign, en talið að líklegast hefði Ali fengið eina milljón dollara og Berbick milli 250 og 500 þúsund dollara. Mesta vetrarríki í manna minnum London, 12. descmbcr. AP. FARÞEGALEST ók í gær á fullri ferð aftan á aðra lest með þeim afleiðingum.að fimm manns létust »g fimmlán slösuðust. Blindbylur var þegar áreksturinn átti sér stað en nú er fannfergi og vetrarríki meira í Bretlandi en verið hefur um áratugaskeið. Járnbrautarslysið varð í litlu þorpi um 50 km fyrir norðan London og hafði fyrri lestin verið stöðvuð meðan áhöfnin ruddi burt tré, sem fallið hafði á teinana. Að sögn lögreglunnar létust fimm manns og fimmtán slösuðust. Það tók björgunarmenn allt að fjórum klukkustundum að ná sumum far- þeganna úr brakinu. Á Bretlandi, frá Suður- Englandi, Wales og til Skotlands, er nú eitthvert mesta vetrarríki í manna minnum. Að sögn Veður- stofunnar hefur ekki snjóað jafn mikið þar síðan 1950 og gífurlegt öngþveiti ríkir víða á vegum, sem eru ýmist ófærir vegna hálku eða fannfergis, og flugsamgöngur og járnbrautaferðir eru í lamasessi. Síðastliðna nótt var 23 stiga frost í Mið-Englandi og 13 stiga frost í Glasgow og hefur ekki verið meira síðan mælingar hófust árið 1888. 1 Bristol í Vestur-Englandi sagði talsmaður bifreiðaeigenda- félagsins þar í borg, að engu væri líkara en umsátursástand ríkti í miðborginni. „Allir helstu vegirn- ir eru tepptir af bílum, sem hafa lent í árekstri, jafnt vörubílar, strætisvagnar sem fólksbílar, og landið allt er raunar eins og ein- hver frostköld hringavitleysa og engum fært nema jólasveininum,“ sagði hann. Veðurstofan í London spáir áframhaldandi frosti og meiri snjókomu á sunnudag og mánudag og standa nú veðmálin þannig, að 3 á móti 1 veðja á hvít jól að þessu sinni. Það hefur ekki gerst í Lond- on síðan 1938 og vanalega eru töl- urnar 20—1 hvítum jólum í óhag. Þá gerðist sá einstæði atburður skömmu eftir hádegi í gær, að Big Ben, frægasta klukka í heimi, sagði stopp og er veðurhamnum kennt um. Arfleiddi Jesú að eigum sínum l>ondon, 12. deaember. AP. TRÚAÐUR sérvitringur, Digweed að nafni, sem hafði áhyggjur af efnahagsástandinu og cinkum því, að Jesús Kristur myndi kannski eiga dálítið erfitt uppdráttar fjár hagslega ef hann sneri aftur, eftir lét honum 30.000 pund, um 480.000 ísl. kr., í erfðaskrá sinni þegar hann féll frá. /Ettingjar Iligweeds heitins segjast hins veg- ar ekki nenna að bíða eftir degi dómsins og hafa nú höfðað mál til ógildingar erfðaskránni. „Hr. Digweed heitinn lét eftir sig fremur óvenjulega erfða- skrá,“ sagði skiptaráðandinn og þótti þá ekki taka of mikið upp í sig fremur en enskra er háttur. Digweed var viss um, að Kristur kæmi aftur til jarðarinnar innan 21 árs en ákvað þó að ættingj- arnir fengju reiturnar ef hann væri ekki kominn eftir 80 ár. Talið er víst að ættingjar Digweeds vinni málið fyrir rétti en það getur tekið nokkurn tíma. Þess vegna hefur verið stungið upp á því, að tryggingarfélagið Lloyds of London greiði þeim féð nú þegar, gegn vissri þóknun, og taki þá áhættu, að málið vinnist og að Kristur komi ekki aftur innan þess tíma. Fulltrúi Lloyds þvertekur hins vegar fyrir það og segir ýmislegt vera því til fyrirstöðu. Hann sagði, að Jesús Kristur gæti t.d. átt erfitt með að sanna hver hann væri og benti í því sambandi á, að nú þegar hefðu tveir menn gefið sig fram og sagst vera Kristur endurborinn en hvorugur hefði haft pappirana í lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.