Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981
47
nái yfirhöndinni á markaðnum, en
í augnablikinu höldum við okkur á
floti sökum meiri gæða. Þá leiðir
svona óréttlæti af sér að við stöðn-
um, náum ekki að vaxa.
Annars virðist áhugi stjórn-
valda á þessari framleiðslu að
vaxa hægt og hægt. Hins vegar er
fjármögnunin erfið fyrir hinn al-
menna kaupanda og eftir því sem
lánshlutfall Húsnæðismálastofn-
unar lækkar, verður þetta erfið-
ara. Það er mest fólk sem á íbúðir
í annaðhvort raðhúsi eða góða
íbúð í blokk, sem getur fjárfest í
svona húsi, auk þess sem fram til
þessa hefur verið mjög erfitt að fá
lóðir undir einbýlishús," segir
Guðmundur.
Iðnaðarmenn héldu
að þeir töpuðu
vinnunni
Snorri Halldórsson í Húsa-
smiðjunni er sá maður hérlendis,
sem mesta reynslu hefur í bygg-
ingu einingahúsa. Á árinu 1945
hófst hann handa við að undirbúa
framleiðslu þeirra.
„Ég fylgdist með uppsetningu
sænsku húsanna en um þau stóð
mikið þvarg á sínum tíma," segir
Snorri. „Á þessu árum var það illa
séð, ekki síst á Reykjavíkursvæð-
inu, ef brugðið var út af hinum
hefðbundnu byggingarmáta, hvað
þá ef húsin voru unnin hér heima.
Bæði var, að iðnaðarmenn héldu
að þeir myndu tapa vinnunni, ef
um einingahús væri að ræða, allt
átti að vinna á staðnum og borgar-
yfirvöld höfðu enga trú á þessum
húsum. Svo var það í Heklugosinu
1947, að aftur var rætt um þessa
framleiðslu, þar sem búist var við
að einhverjir á gossvæðinu þyrftu
að yfirgefa hús sín. Var mér falinn
undirbúningur að fjöldafram-
leiðslu húsa, sem reyndar ekkert
varð úr og ég vil sem minnst um
tala. Það tók síðan góð 10 ár að
koma þessum málum á skrið aft-
ur, en þó smíðaði ég ávallt eitt og
eitt einingahús, sérstaklega fyrir
fólk í dreifbýlinu. Það hélt þessari
framleiðslu minni uppi, og það er
ekki fyrr en nú á allra síðustu ár-
um að ég sel töluverðan fjölda
húsa á Reykjavíkursvæðið.
Þá var það líka í Vestmanna-
eyjagosinu, að ráðist var í inn-
flutning mikils fjölda eininga-
húsa, en ekkert samband haft við
okkur, sem gátum framleitt þessi
Guðmundur Sigurðsson fyrir framan einingahús fri Trésmiðju SG á Selfossi.
Runólfur Halldórsson framkvæmdastjóri Barkar stendur hér við stafla af
tilbúnum einingum frá Berki.
hús hér heima. Eini munurinn á
okkar húsum og þeim erlendu var
sá að okkar eru betri. Það var
kannski þessvegna sem ekki var
haft samband við okkur."
1800 fermetra hús
nú reist úr
Barkareiningum
Fyrir nokkru hóf fyrirtækið
Börkur hf. í Hafnarfirði fram-
leiðslu á einingum, úr polýureþan,
sem klætt er annaðhvort með
stáli, vatnsklæddum krossviði eða
hypolon-dúki.
„Við ákváðum að fara út í þessa
framleiðslu til að nýta okkur þá
geysilegu möguleika, sem plast-
einangrunin býður upp á," segir
Runólfur Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Barkar, þegar rætt
er við hann. Nú þegar hafa risið þó
nokkur hús úr þessum einingum
okkar. Má þar nefna hluta af húsi
Ölgerðarinnar Egill Skallagríms-
3on og svo nýtt hús Fjarðarkaups í
Hafnarfirði. Er það 1800 fermetr-
ar að grunnfleti og eru bæði vegg-
ir og þak úr einingum frá Berki.
Það liðu aðeins tveir mánuðir frá
því að byrjað var að grafa fyrir
húsinu, þar til að það var orðið
fokhelt, og var þá ekkert eftir að
leggja í það, nema pípu- og raf-
lagnir, enda koma okkar einingar
fullmálaðar á staðinn. Þá má geta
þess, að Vífilfell hf. er nú að hefja
byggingu á húsi, sem byggt verður
úr Barkareiningum," segir Runólf-
ur.
Það kom fram hjá Runólfi að
forráðamenn atvinnufyrirtækja
hafa mikinn áhuga á einingunum
frá Berki og nú þegar er búið að
semja um sölu á um 14 þús. fer-
metrum af einingum.
„Þessi byggingaraðferð er í
flestum tilfellum ódýrari en aðrar
aðferðir og miðað við sambæri-
legan frágang miklu ódýrari eða
15—25%. Þá er það feikilegt atriði
að geta lokið við byggingarnar á
sem skemmstum tíma, því þá er
hægt að ljúka þeim á áætluðu
kostnaðarverði, sem annars er
ekki hægt í svona verðbólguþjóð-
félagi."
Að sögn Runólfs þá er þessi að-
ferð mjög hentug við byggingu á
frysti- og kæligeymslum, þar sem
ekkert efni á boðstólum er jafn
gott til einangrunar og úreþan. Þá
henta þessar einingar einnig mjög
vel til bygginga fiskverkunarhúsa
og gripahúsa.
„Það er einnig mjög heppilegt
að byggja íþróttahús úr svona ein-
ingum, enda er það svo, að það er
ekkert vit í hvað sveitafélögin úti
um allt land þurfa að leggja í mik-
inn kostnað við byggingu slíkra
husa. Þessi steinbákn, sem flest
íþróttahús eru, kosta millj. kr. en
með því að byggja þau úr tilbún-
um einingum, væri hægt að
minnka byggingakostnaðinn mik-
ið," sagði Runólfur að síðustu.
HÉR ER BÓKIN
(Sartland
Hjarta
er fromp
HJARTA ER TROMP
eftir Barböru Cartland
Hln kornunga og fagra Cerissa er
óskllgetln dóttir fransks hertoga
og enskrar hefðarmeyjar. Faöir
hennar var teklnn af lífi í frönsku
stjórnarbyltlngunnl og Cerlssa ött
ast um líf sltt. Hún ikveður þvi aö
flýja tll Englands. I Calals hlttir
hún dularfullan Englendlng, sem
lofar að hjálpa henni, en þegar til
Englands kemur, gerast marglr og
óvœntlr atburðir. — Bækur Bar-
böru Cartland eru spennandi og
hér hittir hún belnt í hjartastað.
DRAUMAMAÐURINN HENNAR
eftir Theresu Charles
Lindu dreymdl alltaf sama draum-
Inn, nótt eftlr nótt, minuð eftlr
minuð. Draumurinn var orðinn
henni sem verulelkl og elnnlg mað-
urinn í draumnum, sem hún var
orðln bundin sterkum, ósýnilegum
bóndum. En svo kom Mark inn í líf
hennar, honum gif tist hún og með
honum elgnaðist hún yndislegan
dreng. Þegar stríðið brauzt út, f lutti
hún út i svelt með drenginn og fyrir
tllviljun hafna þau í þorplnu, sem
hún þekktl svo vel úr draumnum.
Og þar hitti hún draumamanninn
sinn, holdl klssddan...
Drauma
- J madurinn
hennar
Hulin
fortíd
HULIN FORTÍÐ
eftir Theresu Charles
Ung stúlka misslr minniö í loftiris
i London, kynnlst ungum tlug-
manni og glftist honum. Fortíðin
er henni sem lokuð bók, en haltr-
andi fótatak í stlganum fyllir hana
óhugnanlegri skelfingu. Hún miss-
ir mann sinn eftir stutta sambúö
og litlu síðar veitir henni eftirför
stórvaxinn maöur, sem haltrandi
styðst vlð hækjur. Hann ivarpar
hana nafni, sem hún þekklr ekki,
og hún stlronar upp af skelflngu,
er í Ijós kemur, að þessum manni
er hún glft. — Og framhaldið er
æsilega spennandi!
VALD VILJANS
eftirSiggeStark
Sif, dóttir Brunke oðalseiganda,
var hrífandl fögur, en drambsom,
þrjósk og duttlungafull. Hún gaf
karlmönnunum ospart undir fót-
inn, en veittlst erfitt að velja hinn
eina rétta.
Edward var ævintýramaöur, glæsi-
menni með dularfulla fortíð, einn
hlnna nýríku, sem kunningjar
Brunke forstjora lltu nlður i. Hann
var óvenju vlljasterkur og trúði i
vald viljans. En Slf og Edward
fundu bæðl oþyrmilega fyrir þvi,
þegar örlögin tóku í taumana.
StGCE STARK
VALD
VILJANS
SIGNE BJORNBERG
Haettulegur
leikur
HÆTTULEGUR LEIKUR
eftir Signe Björnberg
f Bergvík fannst stúlkunum eitt-
hvað sérstakt vlð tunglskin igúst-
npttanna. Þi var hver skógarstigur
umsetlnn af istföngnu ungu fólki
og hver bitskæna var notuð til að
flytja rómantíska elskendur yfir
merlaöan, spegllsléttan vatnsflöt-
inn. Tunglskiniö og töfraihrif þess
hafði sömu ihrlf i þær allar þrjin
Elsu, dóttur dómarans, froken
Mörtu og litlu .herragarðsstúlk-
una". Allar þriöu þær Bertelsen
verkstjóra, — en hver með sinum
sórstaka hætti.
ÉG ELSKA ÞIG
eftir Else-Marie Nohr
Eva Ekman var ung og falleg, en
uppruni hennar var vægast sagt
dularfullur. Ekkl var vltað um for-
eldra hennar, fæðlngarstað eða
fæðingardag. Óljósar minnlngar
um mann, Ijóshærðan, blieygan,
hian og spengilegan, biunda i und-
irvitund hennar. Þennan mann tel-
ur hún hugsanlega vera föður sinn.
Álíka óljósar eru minnlngamar um
móðurlna.
Þegar Eva fær helmsókn af ung-
um, geðþekkum mannl, sem býðst
tll að aðstoða hana vlð leltina að
móöur hennar, fer hún með honum
tll Austurríkls. Hún velt hins vegar
ekki, aö með þessari ferð stofnar
hún lifl sinu i briða hættu.
as*; cí^!ws£*-ia#ua
ELSE-NIABIE NOHfl
M ÍCitl.SkADKi
SKUGGSJÁ
BÓKABÚO OUVERS STEINS SF