Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 fltofgisitÞIafrift Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö. Léleg fjármálastjórn Að hætti vinstri stjórna hefur sú ríkisstjórn, sem nú situr, tæmt alla sjóði landsmanna. Stjórnarherr- arnir ætla nú að herða tökin á lífeyrissjóðunum í því skyni að neyða þá til að verja hærri fjárhæðum en áður til kaupa á skuldabréf- um til ráðstöfunar fyrir hið opinbera miðstýringarkerfi á fjármagni. Beitir fjár- málaráðherra þeirri rök- semd fyrir sig, að stofnlána- sjóði atvinnuveganna vanti fé og einnig hina opinberu byggingasjóði, þess vegna sé sjálfsagt að heimta meira af lífeyrissjóðunum. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, lætur þess hins vegar ógetið, að ríkissjóður stundar sam- keppni við atvinnuvega- og byggingasjóðina í skulda- bréfakaupum af lífeyrissjóð- unum. Hvað sem umhyggju fjármálaráðherra fyrir upp- byggingarsjóðunum líður á tyllidögum, þegar hann býð- ur lífeyrissjóðastjórnendum í veislu til að milda þá, áður en tekið er til við að hóta þeim, þá gleymist hún, þegar ráðherrann hugar að stöðu ríkissjóðs. Eins og jafnan misnotar ríkið aðstöðu sína í þessu efni og reynir að lokka lífeyrissjóðina til að selja sér fyrst, áður en þeir gera viðskipti við Framkvæmda- stofnun og Húsnæðismála- stofnun. Þannig seilist ríkið sjálft sí og æ eftir stærri hluta af hinu innlenda sparifé og frægt er orðið, að kommún- istar sjá þá leið helsta núna að tæma bæði bankana og gjaldeyrisvarasjóðinn, svo að ríkisstjórnin geti lengt líf sitt fram yfir næsta vísitölu- og gengisfellingardag. En stjórnarherrarnir eru ekki aðeins aðsópsmiklir í fjár- öflun á innlendum vett- vangi, þeir láta ekki minna til sín taka erlendis. Þrátt fyrir allt njóta íslendingar góðs lánstrausts erlendis og íslenska ríkið hefur staðið vel í skilum gagnvart lána- drottnum í útlöndum. Það er auðvelt að fá lán í útlöndum. Veiklundaðir stjórnarherrar og lélegar ríkisstjórnir velja að jafnaði auðveldustu leið- ina og átakaminnstu án til- lits til þess, hvort hún er skynsamleg eða ekki. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa erlendar skuldir íslendinga hækkað óðfluga. Hugsanlegt er, að ekki takist að afgreiða lánsfjár- áætlun fyrir árið 1982 nú fyrir áramót, meginástæða þess er mikil fjárvöntun á þessu ári og ásókn í erlent lánsfé nú síðustu mánuði ársins. Eru sviptingarnar svo miklar, að ekki gefst ráðrúm til að komast að niðurstöðu um skynsamleg- ar forsendur fyrir næsta ár. Jafnframt sækir á marga efi um, að til nokkurs sé að gera slíka lánsfjár- og fjárfest- ingaráætlun, ef hún er svo höfð að engu af sjálfri ríkis- stjórninni, eins og gerst hef- ur í ár. Til marks um þróun- ina síðustu vikur má nefna, að nú stefnir erlend lántaka í 40% af þjóðarframleiðslu á næsta ári, en fyrir rúmum tveimur mánuðum var talið, að þetta hlutfall yrði 37%. Þá er greiðslubyrði vegna afborgana og vaxta af löng- um erlendum lánum að kom- ast í 18% sem hlutfall af út- flutningstekjum, sem svarar næstum til þess, að allar út- flutningstekjur af iðnaðar- framleiðslu renni til þess eins að borga af erlendum lánum. Erlend lán eru ekki endi- lega af hinu illa. Höfuðmáli skiptir, að þeim sé skyn- samlega varið og þá einkum til framkvæmda, sem spara gjaldeyri eða stuðla að öflun gjaldeyris. Þau erlendu lán, sem nú er verið að taka, stafa af því, að við lifum um efni fram. Þau eru einkenni lélegrar fjármálastjórnar eins og tómu sjóðirnir. Spánn í NATO Nú sýnist ekkert því til fyrirstöðu að loknum utanríkisráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins, að Spánn verði sextánda aðild- arríki bandalagsins. Sú ákvörðun stangast á við þær hrakspár, sem orðið hefur vart undanfarna mánuði, að Atlantshafsbandalagið sé að liðast í sundur. Raunar ganga allar ákvarðanir á ráðherrafundinum, sem lauk nú í vikunni, þvert á þá spá- dóma. Ráðherrarnir voru einhuga um meginstefnuna og afstöðuna til sjónarmiða svonefndra friðarhreyfinga í Evrópu. Vara ráðherrarnir við kröfunni um einhliða af- vopnun Vesturlanda, sem er í raun uppgjöf fyrir sovésku hervélinni. Skoðanakannanir í öllum evrópskum aðildarlöndum bandalagsins sýna, að al- menningur hefur síður en svo misst trúna á gildi sam- eiginlegra varna Vestur- landa. Meira að segja stjórn vinstri manna í Grikklandi leitar nú leiða til að komast hjá því að þurfa að standa við öll stóru orðin, sem höfð voru uppi um aðild landsins að NATO í kosningabarátt- unni þar í landi fyrir nokkr- um vikum. Hér á landi fer minna fyrir þeim í opinberum um- ræðum en nokkru sinni fyrr, er segjast enn berjast fyrir úrsögn íslands úr Atlants- hafsbandalaginu. Það er raunar skýrt dæmi um, hve ríkisstjórn íslands er að fjarlægjast viðhorf almenn- ings til utanríkismála, að þar rembast menn við að þóknast annarlegum skoð- unum Alþýðubandalagsins á alþjóðamálum og varnar- samvinnunni við Vestur- lönd. Þetta sannaðist nú í vikunni, þegar rætt var um aðild íslands að Alþjóða- orkumálastofnuninni á Al- þingi, og kemur fram hvað eftir annað, þegar rætt er um nýja flugstöð á Kefla- víkurflugvelli. Reykj aví kurbréf Laugardagur 12. desember »??»•»•« Spástefna Stjórnunarfélag íslands efndi á fimmtudaginn í annað sinn til svonefndrar spástefnu. Á þeirri samkomu hittast sérfróðir menn um efnahagsmál og hagfróðir menn í fyrirtækjum og leitast við að spá fyrir um þróun efnahags- mála á næsta ári og skýra frá því, hvaða efnahagsforsendur í þjóðar- búinu fyrirtæki miði við í áætlanagerð. Á fundinum á fimmtudaginn, sem Tryggvi Páls- son, hagfræðingur hjá Lands- banka íslands, stjórnaði, töluðu fyrst Olafur Davíðsson, hagrann- sóknastjóri, Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabanka íslands, Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Björn Björnsson, hagfræðingur Alþýðusambands íslands. Síðan gerðu fulltrúar fimm stórfyrir- tækja grein fyrir efnahagslegum forsendum við gerð fjárhagsáætl- unar árið 1982, en þeir voru: Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss hf., Eggert Ágúst Sverrisson, fulltrúi SIS, Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim- skipafélags íslands hf., Valgerður Bjarnadóttir, forstoðumaður hag- deildar FLugleiða hf., og Björn Friðfinnsson, framkvæmdastjóri fjármáladeildar Reykjavíkurborg- ar, en í þessu samhengi er fylli- lega réttmætt að líkja starfsemi borgarinnar við rekstur stórfyr- irtækis. Það var fróðlegt að hlusta á rökræður manna á spástefnunni og svo sannarlega voru þeir, sem þar tóku til máls, í meira jarðsam- bandi en til dæmis fulltrúi Al- þýðubandalagsins í sjónvarpsum- ræðunum á miðvikudagskvöldið. Hitt kom þó skýrt fram í máli þeirra, sem verða að spá í gjörðir stjórnmálamanna, þegar þeir meta efnahagslegar forsendur til áætlanagerðar, að þeir voru van- trúaðir á, að sú ríkisstjórn, sem nú situr næði frekari árangri í efna- hagsmálum. Allt myndi að líkind- um sitja í sama farinu á næsta ári og verðbólgan vaxa í stað þess að minnka. Bréfritara datt það í hug, á meðan hann sat og hlustaði á mál manna á spástefnunni, að Stjórn- unarfélagið hefði átt að fá ein- hvern utan raða stjórnmálamann- anna til að spá fyrir um pólitíska þróun í landinu. Með vísan til þeirrar spár hefðu spástefnugestir ef til vill haft dálítið fastara land undir fótum. Líklega hefðu þó flestir verið tregir til að taka að sér slíka pólitíska spá, stjórn- málaumræður eru því miður enn á því stigi hér, að leyfi einhver sér að setja fram rökstudda og ígrundaða skoðun um þróun stjórnmálanna og stöðu ríkis- stjórnar og stjórnarandstöðu, lendir hann fljótlega í kjaftamyllu atvinnu-stjórnmálamannanna og skriffinna þeirra, sem leitast við að gera skoðanir hans og viðhorf sem tortryggilegust, séu þau ekki þeim að skapi. Hreinskilnar umrædur Að sögn forráðamanna Stjórn- unarfélagsins gætti þess nokkuð á síðasta ári, þegar fyrst var efnt til spástefnunnar, að menn væru tregir til að taka þar til máls. Töldu þeir sig vera að ljóstra upp um einkamál fyrirtækja sinna, ef þeir færu að óskum Stjórnunarfé- lagsins. Reynslan af fyrstu spá- stefnunni varð á þann veg, að miklu auðveldara var að fá menn til þátttöku í þeirri, sem nú var haldin. Kom það greinilega fram í máli manna, að þeim finnst af því styrkur að geta borið saman bæk- ur sínar með þessum hætti. Þá vakti það athygli, þegar litið var yfir þátttakendur, að flestir virt- ust þeir á svipuðu reki, um og yfir þrítugt, sem sé af annarri kynslóð en þeir, er nú setja mestan svip á stjórnmálalífið. Hreinskilnar um- ræður jafn áhrifamikils hóps í at- vinnulífi landsmanna, þar sem ekki er verið að karpa um einskis- verða hluti, heldur leitast við að miðla upplýsingum, sem byggðar eru á viðurkenndum þó ekki ætíð ótvíræðum forsendum, ættu að hafa áhrif langt út fyrir veggi fundarsalarins. Líklega leiðist almenningi nú orðið ekkert meira í fari stjórn- málamanna en sú árátta hinna málglöðustu í þeirra hópi, að segja helst ekki neitt af skynsemi, þegar þeir kveðja sér hljóðs. Það væri til dæmis fróðlegt viðfangsefni fyrir stjórnmálafræðinga að fara ofan í málflutning formanns þingflokks Alþýðubandalagsins, Ólafs R. Grímssonar, í sjónvarpinu á mið- vikudagskvöldið og kanna, hvernig hann brást við spurningum um næstu verkefni í landstjórninni, en um það efni snerist þátturinn. Það er ekki aðeins efnahagslífið, sem er orðið bólgið af verðminni seðlum, heldur er stjórnmálalífið einnig orðið bólgið af mark'lausu hjali þeirra, sem segjast hafa ráð við öllu, bara að þeir haldi í völd- in. Glöggur maður lýsti orsökum vandans á stjórnarheimilinu með þessum orðum: Það er ekki nema von, að lítið hafi verið gert í land- stjórninni, forsætisráðherra hefur ekki talað um annað en sjálfan sig síðustu mánuði. Slæmar horfur Sé í stuttu máli vikið að því, sem fram kom í máli manna á spá- stefnunni, má segja, að þaðan hafi menn ekki gengið bjartsýnir um afkomu þjóðarbúsins á næsta ári. Horfur hafa versnað síðan Þjóð- hagsstofnun lauk við gerð þjóð- hagsáætlunar fyrir árið 1982, en hún kom út í byrjun október. Ein af forsendum áætlunarinnar var, að sjávarafli héldist óbreyttur á næsta ári. Síðan sú forsenda var lögð til grundvallar, hafa ótíðind- in um loðnuna borist og nú má reikna með því, að loðnuaflinn verði mun minni á næsta ári en í ár. Þá er kreppa í áliðnaði og framleiðslu á kísiljárni, sem mun hafa áhrif bæði á afkomu álvers- ins og járnblendiverksmiðjunnar. I þjóðhagsáætluninni var búist við 4% aukningu í þjóðarframleiðsl- unni á næsta ári, en nú má reikna með því að þjóðarframleiðslan minnki á milli ára og hefur það ekki gerst um langt árabil. Tvær meginorsakir eru fyrir því, að verðbólgan hefur minnkað á þessu ári. í fyrsta lagi 7% launa- Frá spástefnu Stjórnunarfélags íslands. í r» skerðingin 1. mars síðastliðinn og fn í öðru lagi hækkunin á gengi doll- m( arans. Fyrri ástæðan á rætur að ari rekja til ráðstafana rikisstjórnar flu Gunnars Thoroddsens og hin síð- Th ari til stjórnarathafna Ronald Re- sö| agans. Nú er það svo, að Ronald mi Reagan er ekkert sérstakt kapps- fai mál, að dollarinn styrkist enn öll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.