Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 48
TUDOR rafgeymar njá-þes8Ír meó 9 líf ” SKORRi HF Laugavegi 180, sími 84160 munið trúlofunarhringa litmvndalistann ffflh #uU $c áÉ>ílfur Laugavegi 35 SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Þorsteinn Pálsson um samninga BSRB og ríkisins: Sprengiefiii gagnvart sanrningunum næsta vor Þremur loðnu- skipum breytt NÍJ MUN vera ákveðið að breyta a.m.k. þrem af stærstu loðnuskipunum í saltfisktogara, en skipin sem hér um ræðir eru Beitir frá Neskaupstað, Jón Kjartansson frá Kskifirði og Júpiter frá Kcykjavík. Þó svo að skipunum verði breytt til saltfiskvinnslu um borð, er gert ráð fyrir að þau stundi áfram loðnuveiðar þann tíma sem þær eru leyfðar. Sl. sumar stunduðu a.m.k. tvö loðnuskip þorskveiðar ok var aflinn saltaður um borð, voru það Hilmir SU og Þórshamar GK. Útkoman á þessum veiðum mun hafa verið sæmileg hjá þess- um skipum. Til stendur að breytingarnar á Jóni Kjartanssyni verði gerðar í Færeyjum, en ekki er Mbl. kunn- ugt um hvar Beiti og Júpiter verð- ur breytt. Helstu breytingar sem þarf að gera á skipunum eru, að setja þarf á þau lúgur, útbúa fisk- móttöku og aðgerðaraðstöðu og breyta lestum. Þá verður komið fyrir hausingavélum og flatn- ingsvélum um borð í skipunum. „MÉR sýnist, að í þcssum samn- ingum sé fólgið verulegt sprengi- efni fyrir samningana í vor,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, er hann var í gær spurður álits á samningum BSKB og ríkis- ins. „I fyrsta lagi er nú þegar búið að taka tillit til tveggja sér- krafna, þ.e. desemberuppbótar, sem nær til mun fleiri aðila en ar verðmæti áls, álmelmis, kísil- gúrs og kísiljárns nokkurn veginn til að borga þessar skuldir, en hlutfall þess í útflutningstekjum var í fyrra um 14,4%. Ef hlutfall sjávarafurða verður svipað í útflutningstekjum á næsta ári, þegar hlutfall afborg- ana og vaxta af erlendum lánum verður, ef að líkum lætur komið, í 18%, þurfa landsmenn að borga þvi sem næst fjórða hvern „fisk“ í afborganir og vexti af erlendum lánum. Og auðvitað myndu tekjur af áli, álmelmi, kísilgúr og kísil- járni hvergi duga til, við þessar afborganir, miðað við svipaða þróun. áður, og aldurshækkana. Öllum slíkum kröfum var ýtt út af borðinu í samningsgerð á al- mennum vinnumarkaði. Þar að auki sýnast sérkjarasamningar vera að verulegu leyti opnir og með harðari viðmiðunum en áð- ur um kauphækkanir eftir því sem samningsaðilar telja. Sér- kröfudæmið virðist enn vera opið að verulegu leyti og ekki er hægt að fella neinn endanlegan dóm fyrr en niðurstaða er feng- in, en framhjá því verður ekki gengið að þarna hefur verið gengið allmiklu lengra heldur en í samningum á almennum vinnumarkaði og að vissu leyti er verið að svíkjast aftan að aðil- um vinnumarkaðarins. Maður hefði ætlað, að stjórn- völd gerðu ekki annars konar samninga heldur en gerðir voru á vinnumarkaðnum, en sú von hefur hrapallega brugðist og mun vafalaust gera samninga- gerð í vor torveldari en ella. Furðulegust eru þó ummæli fjármálaráðherra í tengslum við þessa samning, að ríkissjóður hefði getað borgað mun meiri kauphækkanir. Það er eins og hann átti sig ekki á því, að laun ríkisstarfsmanna eru greidd með skattpeningum atvinnufyrir- tækja á almennum vinnumark- aði og starfsmanna þeirra. Það er furðulegt að slíkar yfirlýs- ingar skuli koma af munni fjár- málaráðherra á sama tíma og hann er að gera þessa einkenni- I legu samninga gagnvart aðilum vinnumarkaðarins," sagði Þor- | steinn Pálsson að lokum. Kristján Ragnarsson „Rætt um að kalla skipin til hafnar á gamlársdag“ „AÐALFUNDUR Landssam- bands ísl. útvegsmanna sam- þykkti að skip færu ekki til veiða eftir áramót, nema því aðeins að fiskverð væri komið. Það hefur verið rætt um það að kalla skipin inn á gamlárs- dag, ef verðið verður ekki kom- ið, en endanleg afstaða hefur ekki verið tekin," sagði Krist- ján Ragnarsson formaður Landssambands ísl. útvegs- manna þegar Mbl. spurði í gær hvað hann vildi segja um þau ummæli Óskars Vigfússonar í Mbl. í gær, að LÍÚ myndi ekki kalla skip félagsmanna inn um áramót, væri fiskverð ekki komið. í samtalinu við Morgunblað- ið sagði Kristján, að ef íiski- skip yrðu kölluð inn á gaml- ársdag, myndi það ekki ná til þeirra, sem væru að fiska fyrir erlendan markað, þau yrðu að fá að ljúka sinni veiðiferð. Erlendar lántökur á árinu 1982: Um fjórði hver „fískur" fer í afborganir og vexti -Utflutningsverðmæti áls, álmelmis, kísilgúrs og kísiljárns nægir hvergi til að greiða afborganir og vexti á næsta ári ERLENDAR lántökur aukast stöðugt ár frá ári og er nú svo komið að afborganir og vextir eru að upphæð, sem jafngildir um 16,5% af öllum útflutningstekjum landsmanna í ár. Það vill segja, að sem næst sjötta hver króna fer í afborganir og vexti. Þetta hlutfall var 14,1% á síðasta ári og hagfræðingar Seðlabankans reikna með, að það fari upp í um 18% á næsta Á yfirstandandi ári greiða ís- lendingar eins og áður sagði um 16,5% útflutningstekna sinna í af- borganir og vexti, sem þýðir að allt söluverðmæti áls, álmelmis, kísilgúrs og kísiljárns nægir ekki til að borga þessar skuldir, en það er um 13,3% af útflutningi í verð- mætum talið.miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. Sjávarafurðir vega langþyngst í útflutningi landsmanna, en fyrir þær fá landsmenn um 76% út- flutningstekna sinna í ár, miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. Það vill segja, að hálfur fimmti hver „fiskur" fer í að borga afborganir og vexti af erlendum lánum. Á síðasta ári var hlutfall af- borgana og vaxta eins og áður sagði 14,1%, en þá borguðu lands- menn sem svaraði til 5,35 hvers „fisks" í afborganir og vexti af er- lendum lánum. Þá nægði hins veg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.