Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Hermann Höskulds- - Minningarorð son Fæddur 20. júlí 1964. Dáinn 1. desember 1981. Undirritaður mun aldrei gleyma þeim degi er skipherra minn, Höskuldur Skarphéðinsson, kom um borð í varðskipið „Þór" með tvo unglinga og sagði við mig, (en ég var bryti þar um borð): „Birgir minn, heldur þú að þú getir notað þessa tvo unglinga í sumar sem messadrengi hjá þér. Annar þeirra er nú sonur minn og heitir Hermann en hinn er systursonur minn. Ég veit að þeir eru báðir ungir en ég vona að þú verðir þeim innanhandar og kennir þeim störf sín vel?" Ég sagði að það væri mér ánægja og ég myndi gera mitt besta og þeir þyrftu ekkert að óttast frá minni hálfu. Þannig byrjaði kunningsskapur og síðar vinátta okkar Hermanns. Hann var með mér í mörg ár sem „messi og hef ég aldrei haft jafn glaðleg- an og góðan dreng hjá mér, fyrr og síðar. Það geislaði af honum gleð- in og alltaf var hann í góðu skapi og ávallt jafn prúður, en það sem meira var hann Iaðaði að sér alla sem hann umgengust, hann kom öllum í gott skap og að ég held að betri mönnum. Síðastliðinn vetur vorum við saman á varðskipinu „Tý", en þá hafði ég ekki séð hann í nærri tvö ár. Ekki hafði hann breyst nema hann var orðin eldri og þroskaðri en alltaf sama ljúf- mennið. Ég gleymi því ekki heldur þegar hann fékk sína fyrstu skelli- nöðru. Hann var svo glaður og ánægður með allt, lífið og framtíð- ina. Þegar ég las um lát þessa unga vinar míns þá fann ég að ég hafði misst góðan vin, því þótt aldurs- munur sé mikill þá hefur það lítið að segja þegar menn kynnast og verða vinir. Ég votta vini mínum, Höskuldi og hans nánustu mína innilegustu samúð. Svo kveð ég Hermann minn, og vona að við sjáumst handan við móðuna miklu þegar þar að kemur. Guð blessi og veri með fjölskyldu hans. Birgir Guðmundsson Föstudaginn síðastliðinn var lagður til hinstu hvílu eftir stutta ævigöngu minn eini vinur Her- mann Höskuldsson. Við iát Hermanns var höggvið stórt skarð í líf mitt, skarð sem aldrei verður fyllt upp í. Við Hermann, sem vorum æsku- vinir, höfðum þekkst frá því við fæddumst, við höfum haldið sam- bandi við hvorn annan en á síð- ustu tveim árum eftir að við kom- umst á farartæki höfum við verið saman upp á nær hvern dag, en þeim fundum lauk skyndilega er við lentum í bílslysi sem orsakaði lát Hermans. Hermann, sem aðeins var 17 ára er hann lést, var skapgóður og fjörugur piltur. Hermann skilur eftir sig stóran kunningjahóp sem mun sakna hans því hvar sem hann kom og hvert sem hann fór fylgdi ætíð kátína og skemmtun. Eg vil votta aðstandendum Her- manns heitins mína dýpstu virð- ingu og innilegustu samúð. Hinsta kveðja til vinar. Hvíli hann í friði. Magnús Ólafur Óskarsson. r\ n> rs HIFIINTEGRAL SYSTEM PP 6100 • 3-bylgju útvarpstæki • Föst stilling á FM • Magnari 2x55 wött • Reimdrifinn plötuspilari • Magnetic picup • Sía fyrir háa og laga tóna Þetta er mikið sem þú færð fyrir peningana í kaupum á þessu glæsilega tæki. Verð kr. 9.243,00 staðgreitt. • Hraöastilllr á spilara • Steriomulti rofi • Gull/silfraour litur • Fyrir venjulegar CO2 • Styrkleikamætir • AFC • Dolbýsía • Loudness • Sjálfvirkt stopp á spilara • Bassa og hátóna stillir 3 EINAR FARESTVEIT 4 CO. HF IEKGSTADASTM.TI I0A - SlMI l»»«5 T Matthildur Hannes- dóttir — Minning Móðursystir mín Matthildur Hannesdóttir, fyrrverandi ljós- móðir, lést 5. desember síðastlið- inn. Hún var fædd 18. október 1898 í Grunnasundsnesi við Stykk- ishólm. Foreldrar hennar voru Hannes G. Kristjánsson járnsmið- ur og póstur og Einbjörg Þor- steinsdóttir, sem bjuggu í Nesi um rösklega 30 ára skeið. Þau eignuð- ust 6 börn og ólu upp einn dreng að auki. Það má því nærri geta að oft hefur verið þröngt í búi hjá þeim, með svo stóran barnahóp, eins og reyndar var algengt hjá alþýðufólki í byrjun þessarar ald- ar. Nýtni og hagsýni var því lífs- nauðsyn, enda var aldamótakyn- slóðin yfirleitt þeim kostum búin. Mér er minnisstætt léttlyndi Ein- bjargar, ömmu minnar, þrátt fyrir örðuga lífsbaráttu og því léttlyndi hélt hún til hinstu stundar, en hún er látin fyrir 24 árum. Matthildur var heimilisföst í Nesi hjá foreldr- um sínum til 1927 er þau brugðu búi og fluttu inn í Dali til Ingi- bjargar dóttur sinnar. Þar var heimili Matthildar einnig um nokkurra ára skeið, en á árunum 1932—'33 nam hún ljósmóðurfræði og gerðist síðan ljósmóðir í uppsveitum Borgar- fjarðar með aðsetri að Klepp- járnsreykjum og síðar Reykholti. Náði umdæmi hennar um Reyk- holtsdal og Hálsasveit, en mun á ýmsum tímum hafa verið mun stærra, vegna ljósmæðraskorts í nálægum sveitum. Reyndist hún mjög farsæl í því starfi þrátt fyrir erfiðar aðstæður mjóg víða og slæmar samgöngur, a.m.k. um það leyti, sem hún hóf starf. Þá kom sér vel að hún var vön hestum og dugleg í ferðalögum. Mun þar hafa gætt þess að Hannes faðir hennar hafði jafnan margt góðra hesta til póstferðanna, meðan hann hafði þær með höndum. í Borgarfirðin- um átti hún einn mjög góðan, rauðan hest, sem mig minnir að hún nefndi Funa. Notaði hún hann mikið, þegar hún var sótt til sæng- urkvenna áður en bílar komu al- mennt til sögunnar, og einnig er mér í barnsminni þegar hún kom eitt sinn vestur í Dali á honum einhesta sunnan úr Reykholtsdal. Fyrstu árin í Borgarfirðinum mun hún hafa stundað nokkuð hjúkrun og aðstoðarstörf hjá Magnúsi Ágústssyni héraðslækni á Kleppjárnsreykjum, en eftir að hún fluttist að Reykholti var hún skólahjúkrunarkona við héraðs- skólann þar í rúman áratug. Árið 1956 lét hún af ljósmóð- ursstörfum vegna heilsubrests og flutti þá til Reykjavíkur, þar sem hún átti athvarf hjá systkinum sínum. Lengst af var hún heimil- isföst hjá Ingibjörgu systur sinni. Fyrir nokkrum árum fór hún syo á Elli- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði og síðan á Elliheimilið Grund í Reykjavík, þegar heilsu hennar hrakaði. Þar naut hún hjúkrunar til dauðadags. Af barnahópnum frá Nesi eru nú fjögur á lífi: Ingibjörg, fyrrum húsfreyja á Hörðubóli í Dölum, nú búsett í Reykjavík, Kristjana, fyrrverandi kennari og skóla- stjóri, nú búsett í Stykkishólmi, Guðbjörg, ljósmóðir og húsmóðir á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, og Þorsteinn verslunarmaður í Reykjavík. Látin eru, auk Matt- hildar, Kristján læknir í Reykja- vík, sem lést fyrir fáum árum, svo og uppeldisbróðir þeirra, Guðlaug- ur Bjarnason, sem dáinn er fyrir alllöngu. Systkinahópur þessi hefur alla tíð verið mjög samheldinn og frændrækinn svo af bar. Hafa jafnvel Atlantsálar ekki staðið þar í vegi, en frændgarður nokkur myndaðist í Vesturheimi eftir landflótta liðinnar aldar. En nú hefur hraðfleyg tíð höggvið skörð í hópinn, sem ekki verða bætt og að ferðalokum verður efst í huga þakklæti fyrir góðar samveru- stundir á liðnum árum. S.F. Helga Davíðsdóttir - Minningarorð Kædd 11. nóvember 1897. Dáin 6. júlí 1981. Þann 6. júlí sl. lést amma á sjúkrahúsinu í Keflavík. Ég var stödd erlendis þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að hún væri dáin. Þó ég vissi að hún væri mjög þungt haldin, kom mér lát hennar samt á óvart. Dauðinn virðist alltaf koma á óvart, jafnvel þó við búumst við honum. Síðustu æviárin dvaldi amma á elliheimilinu Garðvangi, Gerðum og nú síðast á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún bjó lengi á heimili okkar í Keflavík. Strax og ég fór að hafa vit hændist ég að ömmu og varð samband okkar systkin- anna við hana mjög náið. Við amma vorum hinar bestu vinkon- ur og áttum saman margar góðar stundir. Það var svo gaman að koma til ömmu, hún var alltaf söm og jöfn og persónuleiki hennar laðaði mig að henni. Það sem mér fannst svo sérstakt í fari hennar, var hve hún var jákvæð. Það að bjarga sér sjálf þrátt fyrir veik- indi sýndi glöggt hversu miklum lífskrafti hún bjó yfir. Áreiðan- lega var hún og trygg og trú sínum vinum og vandamönnum. Dugn- aður hennar og vandvirkni er okkur sem hana þekktum að góðu kunnur og skaraði hún þar oft fram úr okkur hinum, sem vorum bæði yngri og hraustari. Fátt var það sem gladdi ömmu meira en að gleðja aðra, gefa þeim eitthvað eða gera þeim greiða. Þegar á bak við gjöf eða greiða stendur heilt hjarta og góður hugur, þá er til- gangnum náð. Amma gaf sannar- lega af heilu hjarta af því litla sem hún átti. Það er dálítið undarlegt, þegar einhver sem manni er kær er allt í einu horfinn af sjónarsviðinu. Þetta er lögmál lífsins, við fæð- umst, lifum og deyjum öll ein- hvern tíma. En minningin um góða ömmu mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast henni og bið hann að geyma hana um alla eilífð „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt " ¦***¦ María Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.