Morgunblaðið - 16.01.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 Við gömlu Ivftuna í pósthúsinu stendur MaUhías Guðmundsson póstmeistari í miójunni, honum á hægri hönd er Árni Þór Jónsson póstrekstrarstjóri og til vinstri er Sigurdur Ingason póstrekstrarstjóri. I.josm.: ól.K.M»nnús.s<in Ein af elstu lyftum í Reykjavík fjarlægð GAMLI tíminn víkur fyrir nýja tím- anum gæti verið yfirskrift þessa texta, því nú er verió að fjarlægja eina elstu lyftu, sem sett hefur verið upp í Keykjavík en það var í pósthús- inu við Póslhússtræti. í hennar stað kemur ný og fín lyfta með háþróuð- um tæknibúnaði, en alltaf er einhver eftirsjá að því sem er gamalt og þjónað hefur hlutverki sínu vel og lengi. (iamla lyftan var sett upp í nýbyggt pósthúsið árið 1913 og lyft- an því orðin 69 ára gömul og þar með löggilt gamalmenni eins og Matthías (íuðmundsson póstmeist- ari orðaði það í samtali við Mbl. Fasteignagjöldin: Seðlar komnir til viðtak- enda í Stór-Reykjavík Álagningarhlutfall lægst í Garðabæ Kasteignagjalda.seðlar hafa nú verið sendir út t>1 grciðenda í nágranna- byggðum Keykjavíkur. Álagningar hlutfall er á þeim stöðum, sem Morg- unhlaðið hafði samband við, það sama og á síðasta ári og hækkun milli ára því í samra mi við ha-kkun fasteigna- mats, eða um 55% að meðaltali. Álagn ingarhlutfall ba-jarfélaganna er nokk- uð misjafnt og la-gst er það í Garðabæ. í Kópavogi er fasteignaskattur 0,55% af fasteignamati á íbúðar- húsnæði og 1,15% á atvinnuhúsnæði. Gjalddagar eru tveir, 15. janúar og 15. maí. Eindagi mánuði síðar. I Hafnarfirði er álagningarhlutfallið 0,45% á íbúðarhúsnæði og 1% á at- vinnuhúsnæði og gjalddagar þeir sömu og í Kópavogi. A Seltjarnar- nesi er álagningarhlutfallið 0,4% á íbúðarhúsnæði og 1% á atvinnu- húsnæði og gjalddagar þrír, 15. janúar, 15. marz og 15. maí. I Mos- fellshreppi er álagningarhlutfallið 0,375% á íbúðarhúsnæði og 1% á at- vinnuhúsnæði og gjalddagar 15. janúar og 15. maí. I Garðabæ er hlutfallið 0,4%. á íbúðarhúsnæði og 0,8% á atvinnuhúsnæði og gjalddag- ar þeir sömu og í Mosfellshreppi. Alls staðar falla gjöldin í eindaga mánuði eftir gjalddaga. Sólarlandaferðir hækka um 1200 krónur á mann f> MÁ segja að verðið á ferðum út, hækki í sar -æmi við gengisfelling- una." sagði: inn Gvrusson, formaður K lags íslenskra ferðask’ifstofa í sam- tali við Mbl. þegar hann var inntur eftir hækkunum á utanlandsferðum, sem fylgja í kjölfarið á 12 prósent gengisfellingu íslensku krónunnar. „Sólarlandaferð til Mallorca og Kanaríeyja og slíkra staða koma til með að hækka um allt að 1200 krón- um á mann og sama er að segja um skíðaferðirnar. Þriggja vikna ferðir sem áður kostuðu 8—9.000 krónur verða því á bilinu 9—10.000 krónur eftir gengisfellinguna. Flugið er reiknað í dollurum og dollarinn hækkar um 15 prósent. Hótelkostn- aður og annar kostnaður við dvöl á sólarströndunum er reiknaður í pes- etum og pesetar hækka um 13 pró- sent. Aðrar áætlunarferðir til Ameríku og Evrópu hækka sjálfkrafa eftir gengisfellinguna og auk alls þessa hefur ríkisstjórnin hækkað brottfar- arskattinn frá 1. apríl úr 160 krónum í 200 krónur á hvern farþega,“ sagði Steinn Lárusson að lokum. Albert Guðmundsson borgarfulltrúi: Fiskverðsannáll frá 16. desember: Fiskverði og kjaradeilu sjómanna siglt í strand Forsætisráðhc-rra Gunnar Thoroddsen gerði fiskverðsákvörð- un að umræðuefni á Alþingi 16. desember síðastliðinn, en þá dvaldist sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson erlend- is og hafdi verið í burtu sídan 3. desember. Kom sjávarútvegs- ráðherra til landsins nokkrum dögum, eftir ad forsætisráðherra ræddi málið á Alþingi. Hér verður stiklað á helstu þáttum at- burðarrásarinnar varðandi ákvörðun um nýtt fiskverð, sem lög- um samkvæmt á að gilda frá 1. janúar ár hvert, frá því að forsætisráðherra ræddi málið á Alþingi. Er stuðst við frásögn Morgunblaðsins af þróun mála. MIÐVIKUDAGIIR _______16. DESKMBKK 1981______ Forsætisráðherra Gunnar Thor- oddsen telur hugsanlegt að leysa vanda útgerðarinnar án þess að hækka fiskverð verulega, hugsan- legar séu aðrar leiðir til að létta undir með útgerðinni. Ef til vill sé hugsan- legt að rétta hlut sjómanna „án þess að fiskverðið í heild og þá til útgerð- arinnar í heild um leið sé hækkað mjög verulega". Telur ágætt, að sam- tök sjómanna, útvegsmanna og fisk- vinnslufyrirtækja, sem skipi fulltrúa í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins, skuli reka á eftir sjálfum sér með því að boða stöðvun útgerðaf um áramót til að knýja fram ákvörðun um fiskverðið. KIMMTIIDAGHK 17. DKSKMBKR Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir, að forsætisráðherra sýni skilningsleysi á vanda útgerðar og hann geti ekki meint það, sem eftir honum sé haft. í yfirnefnd verðlags- ráðs sitji fulltrúar veiða og vinnslu auk formanns nefndarinnar, sem sé fulltrúi ríkisstjórnarinnar og geti hvorugur aðili samþykkt fiskverð nema með samþykki formanns nefnd- arinnar. KÖSTIIDAGUR 18. DKSKMHKR Sjómannasamband Islands boðar verkfall sjómanna á bátum og togur- um frá og með 26. desember. MÁNHDAGIIK 21. DKSKMBKR Vinnuveitendur boða verkbann á sjómenn frá miðnætti 30. desember. ÞRIDJdDAGIIR 22. DKSKMBKR Samband fiskvinnslustöðva sendir ráðamönnum frystihúsa skeyti, þar sem bent er á, að kauptryggingu starfsfólks þurfi að segja upp með viku fyrirvara, ef búast megi við hrá- efnisskorti og hans sé að vænta um áramótin vegna verkfalla og verk- banns. MIÐVIKUDAGIJR 23. DESEMBER Yfirnefnd verðlagsráðs kemur sam- an til fundar. Þjóðhagsstofnun leggur fram niðurstöður um stöðu útgerðar. Meðaltalshalli hennar talin vera 13,5%, útgerð telur sig þurfa 23% fiskverðshækkun til að „standa á núlli“ miðað við óbreytt olíu- og stofnfjársjóðsgjald. Sjómenn tala um 18%. hækkun til sín og niðurfellingu olíugjalds. MÁNIIDAGIIR 28. PHSKMBHR „Það er verið að vinna að ákvarð- anatöku um fiskverð og stefnt að niðurstöðu milli jóla og nýárs. Um aðrar ráðstafanir í framhaldi af því verða varla teknar ákvarðanir fyrr en eftir áramót," segir Jón Ormur Hall- dórsson, formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar og aðstoðarmaður forsætisráðherra. ÞRIDJIIDAGIIR 29. DKSKMBKR Morgunblaðið segir, að viðræður um nauðsynlegar aðgerðir, svo að hægt sé að ákveða fiskverð, séu skammt á veg komnar. Spáð gengis- fellingu. „Ég er mjög svartsýnn á að nýtt fiskverð verði ákveðið fyrir áramót- in,“ segir Steingrímur Hermannsson. Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna í yfirnefnd verðlagsráðsins, segir engan grundvöll fyrir viðræðum um nýtt fiskverð, fyrr en ríkisstjórn in tilkynni, hvort olíugjaldið skuli fellt niður, því skuli breytt eða það verði lögfest óbreytt (7,5%) frá og með áramótum, en samkvæmt ákvæði laganna um olíugjaldið féllu þau úr gildi um áramótin. í Dagblaðinu og Vísi birtist for- síðufrétt þess efnis, að hugmyndir séu um það innan ríkisstjórnarinnar að rjúfa þing í janúar og boða til kosn- MIDVIKIIDAGUK 30. DESEMBER Sjö félög yfirmanna boðuðu verkfall í gær FLEST félög yfirmanna á fiski- skipaflotanum, að Vestfjörðum undanskildum, hafa nú bodað verk- fall frá og með 22. janúar. Strax og Ijóst var að sjómenn myndu ekki sætta sig við það fiskverð sem lýst var yfir í fyrrinótt að búið væri að ákveða, og að samningsdrög sjó- manna og útgerðarmanna væru þar með fallin úr gildi, komu stjórnir og trúnaðarmannaráð fjölmargra fé- laga saman til fundar. Voru sum félaganna búin að senda verkfalls- boðun til Landssambands ísl. út- vegsmanna og Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda um klukk- an 9 í gærmorgun. Morgunblaðinu er kunnugt um sjö félög yfirmanna sem í gær boðuðu verkfall frá 22. janúar næstkomandi og ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma, er ljóst að allur fiskiskipafloti landsmanna mun liggja bundinn við bryggju á næstunni eins og verið hefur. Ef hins vegar fisk- verð verður ákveðið fyrir þann tíma, munu Vestfjarðaskipin halda til veiða. Þau félög yfir- manna, sem boðuðu verkfall í gær eru Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Vísir í Keflavík, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Hafþór á Akranesi, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlend- inga, Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Ægir í Siglufirði, Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Ald- an í Reykjavík, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum og Vélstjórafé- lag Vestmannaeyja. Aðalstjórn Landssambands ís- lenskra útvegsmanna hefur verið boðuð til fundar í Reykjavík í dag og verður rætt um verkfall sjó- manna á fundinum og þau vand- kvæði sem orðið hafa vegna þess, en aðalmálið á fundinum verður vandamálið sem komið hefur upp vegna fiskverðsákvörðunarinnar. ASV fjallaði um stöðuna í samn- ingamálum IIALDINN var fundur í samninga- nefnd ASV í gær og fjallaó um stöðuna í kjaradeilu sambandsins og mættu fulltrúar allra aðildarfélaga á fundinn. Að sögn Péturs Sigurðssonar ítrekaði fundurinn, að ASV áskildi sér allan rétt til aðgerða til að knýja á um samningsgerð. Aðspurður um tímasetningu slíkra aðgerða sagði Pétur: „Það þarf ekki nema eina viku til að boða verkfall." Aldrei farið jafti mikið til rekstrar og lítið til framkvæmda í borginni - 80% fara í rekstur en 20% í framkvæmdir „EYÐSLA borgarinnar er nú meiri en nokkurn tímann áður,“ sagði Albert Guðmundsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á borgar- stjórnarfundi sem haldinn var ný- lega en á þeim fundi var fjárhags- áa-tlun borgarinnar samþykkt. I ræðu sem Albert hélt á fund- inum gat hann þess að á þessu ári væri áætlað að 20,4% af fjár- hagsáætlun færi til eignabreyt- inga, en árið 1978 hefði samsvar- andi tala verið um 24%. Þá gat, Albert þess að 20%. þeirrar upp- hæðar sem verja ætti til fram- kvæmda (eignabreytinga) væru vextir af vanskilaskuldum sem borgin gerði ráð fyrir að fá hjá gjaidheimtunni. Gagnrýndi Al- bert framkvæmdadeyfð vinstri meirihlutans harkalega og sagði að aldrei hefði farið jafn mikið fé hlutfallslega til rekstrar og nú, og aldrei jafn lítið til fram- kvæmda. Birgir ísl. Gunnarsson talaði einnig á fundinum og benti hann á að í ár hefði meirihlutinn yfir 300 milljónum króna að ráða, umfram það sem sjálfstæðis- menn höfðu árið 1978. Þrátt fyrir þetta hefðu framkvæmdir í borginni minnkað og rekstrar- kostnaður aukist, og væri það talandi dæmi um, hvernig stjórnun borgarinnar væri nú komið. Karl Þorsteins í öðru sæti en á tvær skákir til góða KARL Þorsli inssnn tefldi á alþjóðlega unglint>a.skákmótinu í Rio de Janeiro í Brazilíu í gær við Lutz frá Vestur- Þýzkalandi og fór skák þeirra í bið og er staða Karls heldur lakari. Zuniga frá Perú tapaði fyrir Saeed, en hann er með 8 vinninga. Trinade frá Brasilíu er nú efstur með 9'h. vinning eftir 13 umferðir, en Karl er í öðru sæti með 9 vinninga, en hefur aðeins teflt 11 umferðir og á biðskák. Saeed og Dubai hafa 8‘Á vinning eftir 12 skákir og Zuniga og D’Lugy hafa 8 vinninga eftir 12 skákir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.