Morgunblaðið - 16.01.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
3
inga í mars. Friðjón Þórðarson,
dómsmálaráðherra, segist ekki fara í
framboð nema á vegum Sjálfstæðis-
flokksins. Svavar Gestsson og Gunn-
ar Thoroddsen segja, að frétt DV eigi
ekki við rök að styðjast.
KIMMTUDAGUR 31. DESEMBER
Morgunblaðið segir frá því, að
miklar deilur séu innan ríkisstjórnar-
innar um efnahagsaðgerðir samhliða
fiskverðsákvörðun.
Steingrímur Hermannsson skýrir
frá því, að hann hafi lagt fram hug-
myndir sínar um nýtt fiskverð fyrir
yfirnefnd verðlagsráðs í fullu umboði
ríkisstjórnarinnar, sé hann bjartsýnn
um lausn málsins. Efnahagsaðgerðir
þurfi að ákveða strax eftir áramót og
ekki síðar en um miðjan janúar. I til-
lögum Steingríms er gert ráð fyrir
13,5% hækkun fiskverðs, olíugjald
verði 5% í stað 7,5%.
I áramótaávarpi leggur forsætis-
ráðherra áherslu á, að niðurstöðu um
fiskverð verði náð sem næst áramót-
um, „svo að firra megi þjóðina því
tjóni, sem stöðvun aðalatvinnuvegar
þjóðarinnar myndi valda“.
Fram kemur ágreiningur milli
Þjóðhagsstofnunar og fulltrúa fisk-
vinnslunnar í yfirnefndinni um stöðu
fiskvinnslugreina. Telur stofnunin, að
í heild standi vinnslugreinarnar á
núlli en fulltrúar vinnslunnar telja
hallann á henni vera 3—4%,
SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
Morgunblaðið skýrir frá því, að
13.000 sjómenn og verkamenn séu frá
vinnu í byrjun vetrarvertíðar.
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR
Morgunblaðið skýrir frá því, að
ekki sé einhugur innan ríkisstjórnar-
innar um hliðarráðstafanir að lokinni
fiskverðsákvörðun.
Gjaldeyrisdeildum bankanna lokað.
Tómas Árnason, viðskiptaráðherra,
ber upp í ríkisstjórninni með Gunnari
Thoroddsen, forsætisráðherra, tillögu
Seðlabanka íslands um 10% lækkun á
gengi krónunnar. Tillagan nær ekki
fram að ganga. Engin niðurstaða á
fundi ríkisstjórnarinnar.
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR
Svavar Gestsson lýsir því yfir, að
það sé pólitísk aðgerð að setja verk-
bann og segja fjölda manns í frysti-
húsunum upp og sé henni ætlað „að
klekkja á ríkisstjórninni". Kristján
Ragnarsson segir, að hér sé um varn-
araðgerðir að ræða vegna verkfalls
sjómanna og „ráðherra sem sér
skrattann í hverju horni, hann leysir
engan vanda“.
Atvinnuleysisskráning hafin.
Lausafé Atvinnuleysistryggingasjóðs
mjög takmarkað.
„Mér sýnast hlutirnir séu að skýr-
ast og það leiði til lausnar fiskverðs-
deilunnar í yfirnefndinni," segir
Steingrímur Hermannsson. „Eg vona
að þetta skýrist um helgina .. . Ég er
alltaf bjartsýnn nema allt saman sé
stopp og mér sýnist þetta vera að
skýrast."
Sjómenn halda fund og mótmæla
„harðlega óbilgjarnri afstöðu út-
vegsmanna og frumkvæðisleysi
stjórnvalda“. Enn krafist „að stjórn-
völd tilkynni nú þegar forsendur fyrir
fiskverðsákvörðun“.
LAUGARDAGUR 9. JANl'lAR
Fulltrúar fiskkaupenda í yfirnefnd- •
inni, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og
Friðrik Pálsson, segja, að hægt hafi
verið að ganga frá fiskverði á gaml-
ársdag, sem væri mjög nærri tillögum
sjávarútvegsráðherra. Engin alvarleg
tilraun hafi verið gerð til að ræða við
þá um ákvörðun fiskverðs heldur ein-
blínt á að ná samstöðu með útgerðar-
og sjómönnum. Það væri út í hött að
velta fyrir sér lagasetningu um fisk-
verð við þessar aðstæður.
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR
Samningalota hefst hjá sátta-
semjara í kjaradeilu útgerðarmanna
og sjómanna. Fulltrúar þessara aðila
hitta sjávarútvegsráðherra, rætt um
13,5% hækkun fiskverðs og 2,5%
lækkun olíugjalds. Fram kemur að
stefnt sé að meirihluta formanns og
seljenda í yfirnefndinni, það er full-
trúa ríkisstjórnarinnar og sjómanna
og útgerðarmanna.
MÁNUDAGUR 11. JANÚ.VR
Ráðherrar á einu máli um, að náist
niðurstaða í kjaradeilu sjómanna og
útgerðarmanna myndi samkomulag
um fiskverð ekki langt undan.
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR
Klukkan 23.30 er fundi frestað hjá
sáttasemjara.
Steingrímur Hermannsson segir,
að ríkisstjórnin hafi ákveðið að
hinkra við meðan úrslitatilraun sé
gerð til að ná samkomulagi í kjara-
deilu sjómanna og útgerðarmanna.
„Við viljum ekki spilla fyrir því,“ seg-
ir Steingrímur, „að slíkt samkomulag
megi takast, en hins vegar finnst mér
alveg voðalegt, að þegar um svona
mál er að ræða, skuli viðræður deilu-
aðila ekki hafa hafist löngu fyrr, því
kröfur lágu fyrir snemma í desember.
Það var hins vegar ekki talast við fyrr
en allt var komið í óefni.“
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR
Skilyrt samkomulag næst í kjara-
deilu sjómanna og útgerðarmanna.
Ríkisstjórnin ákveður 12% gengis-
fellingu. Gjaldeyrisdeildir opna.
Yfirnefnd ákveður fiskverð með at-
kvæði fulltrúa ríkisstjórnarinnar,
Ólafs Davíðssonar, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar, og fulltrúum kaup-
enda, þ.e. fiskverkenda. Fiskverð
hækkar um 13,5% að meðaltali. Olíu-
gjald lækkar úr 7,5% í 5%. Fiskverð
hækki um 7% frá 1. mars nk.
Fulltrúar kaupenda og seljenda
lýsa því yfir, að forsendur séu brostn-
ar f.vrir þeim kjarasamningi, sem þeir
hafi gert, ríkisstjórnin hafi svikið
gefin loforð og þess vegna sé kjara-
deilan komin í óleysanlegan hnút.
Það hafi ætíð verið forsendan, að
meirihluti í yfirnefnd um nýtt fisk-
verð yrði myndaður með seljendum.
Bifreiðastöð Steindórs:
Lögreglustjóri
endursendi málið
til ráðuneytisins
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík
hefur nú endursent samgönguráðu-
neytinu beiðni þess um að embætti
hans geri ráðstafanir til að stöðva
rekstur Rifreiðastöðvar Steindórs sf.
Ixigreglustjóri sendi ríkissaksóknara-
embættinu málið til umsagnar og er
það niðurstaða þess, að málið verði
ekki leyst í hinum opinbera farvegi
heldur fyrir almennum dómstólum.
Eftir að beiðni samgönguráðu-
neytisins barst lögreglustjóra afl-
aði hann sér gagna um málið frá
báðum hliðum og sendi gögn sín
síðan til ríkissaksóknara. Honum
hafa síðan borizt gögnin aftur með
þeim skilaboðum að málið verði
ekki rannsakað frekar í þeim far-
vegi, sem það sé í nú, heldur á al-
mennum grundvelli. Ljóst sé að
verulegur ágreiningur sé á miili
málsaðila og engin lausn á málinu
fáist fyrr en hann sé leystur, þó
hægt sé að sekta einstaka bifreiðar-
stjóra um 5 til 200 krónur fyrir
meintan ólöglegan akstur.
„Með hliðsjón af því, þykir á
þessu stigi málsins ekki efni til þess
að hálfu ákæruvaldsins að mæla
fyrir um frekari lögreglurannsókn
eins og málið liggur fyrir sam-
kvæmt þeim gögnum, sem send
voru saksóknara, og því var málið
endursent til samgönguráðuneytis-
ins ásamt þeim gögnum, sem lög-
reglustjóraembættið hefur aflað
sér og bréfi ríkissaksóknara,“ sagði
lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Fundir um atvinnu-
málin eru vel sóttir
- segir Kjartan Gunnarsson um funda-
herferð Sjálfstæðisflokksins
NOKKRIR fundir Sjálfstæðisflokks-
ins um atvinnumál undir yflrskrift-
inni Leidin til bættra lífskjara hafa
þegar verið haldnir, en þeir verda alls
30. Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, sagði fund-
ina hafa verið vel sótta miðað við
árstíma og það sem mætti búast við á
slíkum fundum og ekki kvað hann
hafa þurft enn að fresta fundum
vegna veðurs eða færðar.
Sem fyrr segir verða alls haldnir
30 fundir og mun þessi fundaher-
ferð standa yfir út mánuðinn og
fram í næsta mánuð. í dag, laug-
ardag, eru fundir á ísafirði, Grund-
arfirði, í Búðardal og á Ólafsfirði, á
sunnudag á Dalvík, í Húsavík, Bol-
ungarvík og Borgarnesi og á mánu-
dag eru fundir á Hellu, í Þórláks-
höfn og Hafnarfirði.
Heimsóttar veröa sögusióöir hinna fornu menningaþjóða indíána, sem skildu
eftir sig listaverk og byggingar, sem ennþá teljast meöal undra veraldar.
Heimsfrægar baöstrendur og skemmtiborgir eins og Acapulco viö Kyrrahafiö.
Sannkölluö sólskinsvetrar-paradís, þar sem veörið bregst ekki.
Möguleiki er að
framlengja dvöl í
New York.
Nánari upplýsingar um verð og ferðatil-
högun liggja fyrir á skrifstofu okkar.
herÚSS!í.rifstofan
Laugavegi 66,
101 Reykjavík,
Sfmi: 28633
Almenn
ferða-
þjónusta
Flugfarsedlar
um allan heim.
Viö bjóöum nú
reglulegar feröir
til Mexícó —
ævintýralands-
ins mikla í Miö-
Ameríku.
Áætlaðir
brottfarardagar:
6. febrúar og síðan
á tveggja vikna
fresti út árið.