Morgunblaðið - 16.01.1982, Side 9

Morgunblaðið - 16.01.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 9 Frá æfingu kammersveitar í Gamla bíói, en hún flytur á sunnudag fjóra Brandenburgarkonserta Bachs undir stjórn Gilbert Levines. Ljósm. Kmilía. Kammersveit í Gamla bíói á sunnudag: Flytur fjóra af sex Brandenborgar- konsertum Bachs BACH-tónleikar verða haldnir í Gamla bíói næstkomandi sunnudag, 17. janúar, og verða þar fluttir fjórir Branden- borgarkonsertar tónskáldsins. Eru þetta fyrstu tónleikarn- ir í Gamla bíói eftir að því var breytt í óperuhús. Stjórn- andi er Gilbert Levine, en ásamt honum hefur Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari staðið að undirbúningi tónleikanna. Ræddi Mbl. stuttlega við Guðnýju: — Við Gilbert Levine höfum lengi rætt þessa hugmynd, að gaman væri að spila Branden- borgarkonserta Bachs, en ekki hefur verið hægt að koma því við fyrr en nú. I haust ræddi ég við um 20 hljóðfæraleikara, sem all- ir höfðu mikinn áhuga og tóku strax vel í að taka þátt í tónleik- unum. Æfingar hófust um síð- ustu mánaðamót. Hvers vegna er Gamla bíó fyrir valinu? — Upphaflega ætluðum við að vera annars staðar, en okkur datt skyndilega í hug að kanna hvort við fengjum þar inni og forráðamenn Islensku óperunn- ar tóku strax vel í það. Erum við þakklát fyrir afnot af húsinu og teljum það gott til tónleikahalds. Við leikum á sviðinu og leiktjöld óperunnar verða ekki tekin niður og við rétt komumst þarna fyrir, en verði gryfjunni lokað í fram- tíðinni þegar tónleikar eru þá verður þetta fyrirtaks aðstaða. Guðný er einnig spurð um verkin og val þeirra: — Brandenborgarkonsertar Bachs eru ekki mjög oft fluttir hér og leikum við fjóra af þess- um sex konsertum hans, nr. 1, 4, 5 og 6. Þeir eru eiginlega úrval verka sem Bach samdi á bestu árum sínum, 1717 til 1723, þegar hann var hirðtónskáld í Cöthen og samdi þá mörg verk. Tileink- aði hann síðar sex þessara verka markgreifanum af Brandenborg og kemur þaðan nafnið. Talið er að Bach hafi samið þessi verk fyrir aðeins eitt hljóðfæri á rödd, nema konsert nr. 1 sem hann hafi ætlað stærri strengja- sveit til móts við mörg blást- urshjóðfæri. Konsert nr. 5 er saminn síðastur, er í raun fyrsti stóri einleikskonsertinn fyrir sembal og nr. 6 er talinn hafa verið saminn fyrstur þeirra. Hljóðfærasamsetningin er nokk- uð ólík því semvenjan var á tím- um Bachs, en þetta eru stór- kostleg verk, erfið í flutningi og mikið að gerast í öllum röddum. Hyggist þið síðar flytja hina Brandenborgarkonsertana? — Það er allt óráðið, en þó hugsanlegt, við höfum ekki hugsað neitt lengra fram í tím- ann, en þessa tónleika. Þetta hefur verið mikil törn fyrir okkur flest, við erum í vinnu og námi og sumir spila einnig í óperunni. Tónleikarnir hefjast kl. 16 á sunnudag í óperuhúsinu og að- göngumiðar verða seldir þar frá kl. 14. Flytjendur eru auk Guð- nýjar: Helga Ingólfsdóttir, Manuela Wiesler, Jón H. Sigur- björnsson, Mark Reedman, Helga Þórarinsdóttir, Kristján Þ. Stephensen, Janet Wareing, Daði Kolbeinsson, Joseph Ogni- bene, Jeanne Hamilton, Haf- steinn Guðmundsson, Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðna- dóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Stephen King, Carmel Russill, Isidor Weiser, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Jennifer King. Fræbbblarnir til Noregs HIJÓMSVEITIN Fræbbblarnir verður á hljómleikaferð í Noregi dagana 15.—26. jaaúar. l>egar hafa verið skipulagðir fjórir hljómleikar í Osló, á Chib 7, Rokkekaffe og Ridderhallen, en fyrirhugaðir eru tónleikar víðar um landið. í fréttatilkynningu frá Fræbbblunum segir að fjárhagslegur grundvnllur þessarar hljómleikaferðar sé tryggur og samningar gerðir fyrirfram um greiðslur til sveitarinnar fyrir leikinn. Efnisskrá Fræbbblanna í ferð- inni verður að hálfu nýtt efni, en að hálfu lög af hljómplötum hljóm- sveitarinnar og annað eldra efni. Nýr gítarleikari hefur gengið í hljómsveitina, Kristinn Stein- grímsson, verður Noregsferðin fraumraun hans með Fræbbblun- um. Skólabörn í Kjós og Kjalarnesi fyrst til að fá mötuneyti með Goðaréttum Kjötiðnaðarstöð Sambandsins hefur um nokkurt skeið fram- leitt tilbúna rétti, Goða-rétti, til dreifíngar í verslunum. Á sama tíma hefur stóraukist fram- leiðsla svipaðra rétta fyrir mötu- neyti. Hafa jafnt stór og smá fyrirtæki notfært sér þessa nýj- ung í síauknum mæli, enda þarf ekki annan tækjabúnað en frystikistu og hitunarofn til þess að unnt sé að bjóða upp á mikið úrval heitra máltíða. Bátaáhafnir eru á meðal þeirra sem nýlega hafa slegist í hópinn og fyrir skömmu reið Gagnfræða- skólinn í Mosfellssveit á vaðið og opnaði fyrstur íslenskra grunn- skóla mötuneyti með Goða-rétt- um. Er það fyrir börn úr Kjósar- og Kjalarneshreppi sem í eina tíð voru í heimavist, en er nú ekið daglega að og frá skóla. Sjá ungl- ingarnir sjálfir um matreiðsluna, sem vart getur verið einfaldari því réttirnir eru tilbúnir til neyslu beint úr bökkunum að lokinni hit- un. Kjötiðnaðarstöð Sambandsins fagnar samstarfinu við Gagn- fræðaskólann í Mosfellssveit og væntir þess að fleiri skólar sjái sér hag í að notfæra sér þá nýju möguleika sem opnast hafa á kostnaðarlitlum mötuneytum, þar sem „eldhúsið" þarf e.t.v. ekki að vera meira en einn fermetri að stærð. Sigurður Haraldsson matráðs- fulltrúi og Björn Guðmundsson yfir matreiðslumaður Goða kenndu unglingunum matreiðsluna fyrsta daginn. 14NGII0LT Fasteignasala — Bankastræti • Simi 29455 ínur t i Opiö í dag ^ 2JA HERB. ÍBÚÐIR 4 Álfaskeið 60 fm á jaröhæð. ^ Bílskúrsréttur. Útb. 350 þús. k Vailargerði Góö 75 fm á efri hæð. Suöursvalir. Bílskúrs- J réttur. <• 3JA HERB. ÍBÚÐIR ^ Ferjuvogur 107 fm á jaröhæð M í tvíbýlishúsi meö bílskúr. Útb. M 600 þús. ' Markland 85 fm íbúð á 3. ™ hæð. Verö 700 þús. | Fífuhvammsvegur Ca. 80 fm i kjallara. Góöur bilskúr. Ein- » staklingsíbúö fylgir. Fallegur J garður. Útb. 500 þús. 1 Vesturberg 85 fm á 6. hæö. ^ Útsýni. Verð 580 þús. Útb. h 430 þús. , Háaleitisbraut Ca. 90 fm íbúö á 1. hæð. Fæst eingöngu i % skiptum tyrir 2 herb. í Vestur- bæ eða Miðbæ. ■» Orrahólar Vönduð 90 fm á 1. ,3 hæð. Góðar innréttingar. Útb. 5 500 þús. Í 4RA HERB. ÍBÚÐIR I Hverfisgata Nýstandsett íbúö h á 2. hæð i steinhúsi. Allt nýtt á æ baði. Ný teppi. Laus. Bein 5 sala. 1 Álfaskeið Góð 10 fm á 1. hæð S| m. bílskúr. Nýjar innréttingar. h Viöarklæöningar. • Melabraut 120 fm hæö og ris 'J í tvibýlishúsi. Mikið endurnýj- í að. Verð 750 þús. Útb. 540 ^ þús. | SÉRHÆÐIR I Austurborgin 3 glæsilegar ^ hæðir, ásamt bílskurum. Skil- 2 ast tilbúnar undir tréverk. I Hafnarfjörður Noröurbær ^ Glæsileg efri sérhæð með k bilskúr. Alls 150 fm. Suður t* svalir. Skipti æskileg á 3 herb. ■ ibúð i Hafnarfiröi. ! EINBÝLISHÚS Malarás 350 fm hús á tveimur ^ hæðum skilast fokhelt og k pússaö að utan. Möguleiki á ^ séribúð ^ Stekkir Glæsilegt einbýlishús ^ 1. hæð 186 fm. Stórar stofur, fe 4 herb. Útsýni. Fæst eingöngu h i skiptum fyrir góða sér hæð í 2 vesturbænum. I Seljahverfi Fokhelt ca. 290 | fm raðhús á tveimur hæðum. Tvöfatdur bílskur. h IÐNAÐARHÚSNÆÐI | NÁLÆGT MIÐBÆ k lönaöarhúsnæöi á 3 hæðum 2 240 fm hver hæð. viðbygg- “ ingarréttur. Jóhann Daviðsson, sölustjóri. Sveinn Rúnarsson. Friðrik Stefánsson, viðskiptafr. (Fréllalilkvnninj'). ÞINGIIOLT Fasteignasala — Bankastræti Símar 29455 — 29680 — 4 línur Opið í dag Austurborgin — sér hæoir 1 500 390 |-l 20 -j-l 30 |—180 -~j- 180 -j- i. 8Q|—180 _|8G_| H 50 69 265—1-140 Il35- -130 1500 Vorum aö fá í sölu 3 glæsilegar hæöir í húsi á bygg- ingarstigi í grónu hverfi. A 1. hæö 150 fm sér hæö meö bílskúr. Á 2. hæö 150 fm hæö ásamt bílskúr og á 3. hæö 150 fm hæö meö lyftu stofulofti. Allar skilast þær tilbúnar undir tréverk. Rúmgóöar suðvestur svalir. Öruggur byggingaraðili. Jóhann Davíósson sölustjóri. Friðrik Stefánsson viðskiptafr. Svemn Rúnarsson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.