Morgunblaðið - 16.01.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
11
eru öll unglingaklúbbar sem
starfa innan Æskulýðsráðs.
Léku unglingarnir undir stjórn
Ketils Larsens leikara, sem
jafnframt kvikmyndaði.
„Þessar tökur voru einungis
einn þáttur í langri kvikmynd,
„Reykjavíkurlífið í spaugilegri
mynd“,“ sagði Ketill Larsen í
samtali við Hlaðvarpann. „Ég
hef verið að taka þessa mynd
með krökkunum öðru hvoru
undanfarin ár og hafa verið
gerðir um tuttugu þættir af
henni. Hver þáttur þessarar
myndar er sjálfstæður eins og
tíðkast um sjónvarpsfram-
haldsþætti. Það voru 16 krakk-
ar sem tóku þátt í þessu núna
og tökurnar held ég, að hafi
tekist alveg sérstaklega vel —
bæði sýndu krakkarnir góðan
leik og svo komu ýmsir vegfar-
endur óvænt inn í myndina og
gerðu sumir mikla lukku.
Efni myndarinnar er í stuttu
máli það, að sjóndapur útlend-
ingur kemur til Islands en fær
hér fyrir handvömm, í gler-
augnaverzlun, einkennileg
gleraugu sem gera að að verk-
um að hann fær að sjá margt
sem aðrir sjá ekki. Mann-
garminum verður ekki um sel
er hann sér virðulegt veizlu-
samsæti útá miðri Lækjargöt-
unni, þar sem þjónn ræsir
veizlugesti til átsins með
„startbyssu“ og hempuklæddur
prestur kemur á lyftara með
steikina. Þannig gerist margt
einkennilegt, og þótt útlend-
ingnum þyki þjóðlífið hér að
vonum einkennilegt þarf hann
ekki að láta sér leiðast.
Myndina höfum við sýnt
innan klúbbanna og einnig á
sjúkrahúsum. Krakkarnir eru
mjög áhugasamir við þetta
verkefni. Meinið er að krakk-
arnir í leikklúbbum Æsku-
lýuðsráðs eru ekki nógu mörg í
næsta atriði en í það þarf tölu-
vert marga unglinga á aldrin-
um 12—18 ára. Það gæti verið
að ég þyrfti að ræna banka og
þá er gott að vera liðmargur.
Krakkar á þessum aldri ættu
að hafa samband við Æsku-
lýðsráð ef þeir hafa áhuga á
„að koma inn í myndina“,“
sagði Ketill.
með Grýlunum um Vestfirði í
júní og komum víða við. Er sú
ferð var afstaðin tókum við
okkur þegar upp á ný og ferðuð-
umst með Hauki Morthens um
landið og komum ekki heim
fyrr en í júlílok. Svo spiluðum
við á Þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum um verslunarmanna-
helgina.
Það stóð reyndar til hjá
okkur að gefa út plötu fyrir jól-
in en svo sáum við að markað-
urinn yrði hreint mettaður af
innlendum og erlendum plötum
á þessum tíma. Hins vegar
stefnum við að því að gefa út
plötu í vor — með lögum eftir
okkur sjálfa og aðra.
Hvað um framhald Aríu —
ætlið þið að halda ykkar striki?
— Já, og reyna að gera bet-
ur. Sem stendur erum við að
leita að æfingahúsnæði og ætl-
um að bæta við okkur verkefn-
um. Það verða væntanlega
breytingar á hljómsveitinni í
vor, því við höfum í hyggju að
bæta við manni til að geta gert
betur.
Við ætlum okkur ekki að
staðna og verðum því sífellt að
leitast við að ná betri og betri
árangri.
Gamla kvikmyndavélin ásamt rafalinum sem henni fylgir. Er þetta
kvikmyndavélin úr Fjalakettinum?
Þennan fornfálega „spæsara" sem notaður var í Fjalakettinum gaf Ólaf-
ur Arnason sýningarstjóri í Bamla bíói Kvikmyndsafninu.
HEIMSÓKN í KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS:
Fyrsta kvikmyndatökuvél Óskars Gíslasonar af tegundinni „Pathé baby“ frá árinu 1925. Filma Spólurokkur sem notaður var við kvikmyndasýn-
þessarar vélar er sérstæð að því leyti að götin, sem tannhjólin grípa í, eru í miðri filminni en ekki ingar í Fjalakettinum. Það var Jsrgen Hsberg-
út við jaðrana eins og síðar varð. Petersen, sonur Bíó-Petersens, sem gaf hann safn-
inu.
Aldur og uppruni gömlu sýningar-
vélarinnar ennþá óráðin gáta
— e.t.v. sýningarvélin úr Fjalakettinum, fyrsta kvikmyndahúsi landsins
Kvikmyndasafn Islands, Skip-
holti'35, safnar ekki aðeins göml-
um og nýjum kvikmyndum heldur
einnig gömlum tækjum sem notuð
voru við kvikmyndatökur og sýn-
ingar hér áður fyrr, ásamt ýmsum
gögnum sem tengjast kvikmynd-
um og kvikmyndagerð. Tíðinda-
menn Hlaðvarpans brugðu sér í
vettvangsheimsókn í Kvikmynda-
safnið á dögunum skoðuðu þessa
gömlu muni og spurður Erlend
Sveinsson forstöðumann um deili
á þeim.
Sérstaklega vakti athygli
okkar sýningarvél handsnúin og
allfornfáleg er Rangheiður Þor-
láksdóttir hjá Sölufélaginu af-
henti safninu í október 1980.
„Mér er sagt að þessi sýningar-
vél sé trúlega frá því fyrir
heimsstyrjöldina fyrri en frekar
veit ég ekki um aldur hennar,"
sagði Erlendur. „Þar sem hún
finnst í húsi í Grjótaþorpi er
freistandi að ætla að hún hafi
verið notuð við sýningar í Fjala-
kettinum þegar Reykjavikur
Bíógraftheater tók þar til starfa,
og væri hún þá með fyrstu sýn-
ingarvélum sem bárust hingað
til lands. Hugsanlegt er einnig
að þarna sé komin vélin sem
Ólafur Johnsson notaði við kvik-
myndasýningar í bárunni
1904—1906. Það er hugsanlegt að
Jóhann V. Sigurjónsson hjá
Filmur og vélar viti nánar um
aldur vélarinnar eða Ragnheiður
Þorláksdóttir sem afhenti hana
safninu. Þetta er allavega elzta
kvikmyndavél sem ég veit um
hér á landi og ég efast stórlega
um að eldri vél sé til,“ sagði Er-
lendur.
„Við rákumst á þessa sýn-
ingarvél innan um kynstur af
gömlu drasli uppá háalofti í Há-
koti í Grjótaþorpi er verið var að
gera húsið upp,“ sagði Ragnheið-
ur i samtali við Hlaðvarpann.
Eigandi hennar var Friðrik heit-
inn Jónsson útvarpsvirki en
hann sá um viðgerðir hjá elztu
kvikmyndahúsunum hér í bæn-
um um langt skeið. Ég minnist
þess núna að eldri sonur Frið-
riks, sem nú er læknir úti í Sví-
þjóð, hafði einhverntíma á orði
að faðir hans hafi oft talað um
að þetta væri merkileg vél, afar
gömul og með fyrstu vélum sem
komu hingað til lands.
Friðrik Jónsson var mikill
áhugamaður um kvikmyndir og
er alls ekki út í hött að ætla að
gamla sýningarvélin úr Fjala-
kettinum hafi lent hjá honum.
Friðrik bjó í Grjótaþorpi alla tíð.
Hann ólst upp í Hákoti og bjó
þar unz hann var fulltíða maður
að hann reisti húsið að Garða-
stræti 9 þar sem hann bjó alla
sína æfi,“ sagði Ragnheiður.
„Ég þori ekki að fullyrða um
aldur vélarinnar, en hún er ör-
ugglega framleidd fyrir 1924,“
sagði Jóhann V. Sigurjónsson.
Það vantar mikið í vélina og til
dæmis ómögulegt að sjá hvernig
ljósbúnaður hennar hefur verið,
hvort um hefur verið að ræða
kolbogaljós eða gasloga. Ásamt
vélinni fannst rafall en líklega
hefur hann ekki tilheyrt vélinni
upprunalega. Ég gæti vel trúað
að þessi sýningarvél hafi upp-
runalega verið með gasljósi en
seinna hafi verið sett í hana
kolbogaljps. þá hefur rafallinn
verið notaður til að framleiða 24
volta jafnstraum en hann knú-
inn með 220 volta riðstraumi.
Sýningarvélin hefur hins veg-
ar alltaf verið handsnúin. Það er
vel hugsanlegt að hér sé komin
sýningarvélin úr Fjalakettinum
en ekki er hægt að slá neinu
föstu um það að svo komnu. Ég
held að ég geti komist' eftir því
hversu gömul vél þetta er með
því að kanna ýmis gömul gögn
sem ég á um sýningarvélar frá
fyrri tímum en það er hætt við
að það taki töluverðan tíma að
grufla það upp,“ sagði Jóhann.
Hlaðvarpinn hafði samband
við fleiri aðila sem málinu tengj-
ast en þeir gátu engar frekari
upplýsingar gefið. Aldur og upp-
runi þessarar gömlu sýningar-
vélar og hvar hún hefur verið í
notkun er þannig ennþá óráðin
gáta.
Erlendur Sveinsson með kvikmyndagræjur fri því fyrir heimstyrjöldina
fyrri. Bæði sýningarvélin, sem hann heldur á og kvikmvndatökuvélin í
hillunni eru handsnúnar. Þótti fara best á því að sami maður tæki og
sýndi kvikmyndir með þessum tækjum, því líklegt var að honum tækist
að halda sama „snúningsritma" við töku og sýningu. Þessari tækni var
þannig háttað að sýningarmenn urðu helzt að lifa sig inní atburðarás
kvikmyndanna og snúa hárrétt ef vel áttí að takast. Ljósm. RAX
Þannig lítur kvikmvndatökuvél Bíó-Petersens út að innan. Kassinn er ú
tré og einnig eru lausir trékassar fyrir filmuna og sjást þeir opnir innan í
vélinni. Vélin er handsnúin og er fyrir 35 mm filmu. Petersen keypti hana
notaða í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri en ekki er vitað nákvæmlega um
aldur hennar. Börn Petersens gáfu kvikmyndasafni íslands vélina.