Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 27 Keflavíkurvegurinn: VViNKFiSTWlK Slysatíðni talsvert undir landsmeðaltali Viðgerðir á veginum hefjast næsta sumar „GERT hefur verid yfirlit yBr slysa- tídni á þjóðvegum landsihs undan- farin fjögur til fimm ár og í því yfir liti kemur fram að slysatíðni á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarð- ar og Kefiavíkur er talsvert undir landsmeðaltali," sagði Helgi Hall- grímsson, forstjóri tæknideilar Vegagerðar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. Helgi sagði ennfremur að Reykjanesbrautin næði nú frá Hafnarfirði til Sandgerðis og slysatíðni á þeirri leið hefði verið 1980 1,68 miðað við hverja milljón ekna kílómetra, en landsmeðaltal þá hefði verið 1,7. Á hinn bóginn væri slysatíðni á kaflanum frá Hafnarfirði og suður undir Kefla- víkurflugvöll mun minni eða tæp- lega 1 á árinu 1980, tæp 30 slys. Þá væru vissulega sveiflur á slysatíðninni, annað slagið kæmu Kaupfélag Þing- eyinga 100 ára 20. næsta mánaðar KAUPFELAG Þingeyinga verður 100 ára þann 20. febrúar næstkom- andi. Verður þess minnzt með ýms- um hætti, bæði á afmælisdaginn og í sumar, en Samband íslenzkra sam- vinnufélaga á 80 ára afmæli sama dag og verður aðalfundur sambands- ins því haldinn á Húsavík í júní á þessu ári í tilefni afmælisins. Einnig mun það vera á döfinni að endur byggja og færa til fyrra horfs nokkur gömul hús í eigu Kaupfélagsins vegna þessa. Að öðru leyti er Morg- unblaðinu ókunnugt um hátíðarhöld vegna afmælisins. Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaupfélag landsins, var stofnað 20. febrúar 1882 á Þverá í Laxárdal í kjölfar fundarboðunar Jakobs Hálfdánarsonar, sem var á þá leið, að endanleg ákvörðun yrði tekin um stofnun vörupöntunarfélags hérðasins. Helztu hvatamenn að stofnun þess voru, auk Jakobs, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og Benedikt á Auðnum. Jakob var síðan fyrsti kaupfélagsstjórinn, gegndi því embætti í 4 ár, Jón Sig- urðsson á Gautlöndum varð næst- ur og var einnig í 4 ár. Þá tók Pétur, sonur Jóns, við stöðunni og gegndi henni í 30 ár, næstir voru Sigurður Bjarklind, Karl Krist- jánsson, Þórhallur Sigtryggsson, Finnur Kristjánsson og nú gegnir embættinu Hreiðar Karlsson. Líkan af baðstofunni á Þverá í Laxárdal í réttum stærðarhlut- föllum og með mörgum uppruna- legum gripum er nú varðveitt í Safnahúsinu á Húsavík. fyrir mjög slæm slys, en bæði árin 1980 og 1981 væru án dauðaslysa og lítið um slys með alvarlegum meiðslum. Hins vegar byrjaði þetta ár mjög illa og árið 1979 hefði einnig verið slæmt. Þessi slysatíðni væri ekki há miðað við gæði vegarins, hún væri ekki hærri en á öðrum mikið eknum vegum með bundnu slitlagi og reyndar lægri en á sumum þeirra. Aðspurður um það hvort slæmt ástand vegarins gæti valdið hærri slysatíðni en ella, sagði Helgi að svo virtist ekki vera. Vissulega væru komin hjólför í veginn eftir tæplega 20 ára notkun og ylli það því að vatn héldist á honum og gæti það valdið ökumönnum nokkrum erfiðleikum, en sér virt- ist slysin stafa fyrst og fremst af því að ekið væri of hratt miðað við aðstæður. Nú væri fyrirhugað að ráða bót á þessu með svokallaðri fræsingu, sem mjög hefði rutt sér rúms á síðustu árum. Yrði þá fræsað ofan af veginum efsta lagið og örlítið niður fyrir lægsta punkt á honum, þannig að nýtt yfirborð myndaðist neðan við hjólförin. Þessi aðferð væri bæði heppilegri og ódýrari en að leggja yfir veginn malbik. Reiknað væri með að við- gerðir hæfust í sumar og tækju tvö til þrjú ár og kostnaður væri áætlaður 15—20 milljónir. Þingflokkur sjálfstæðismanna: Sjálfkjörið í stjórn Dagsbrúnar AÐEINS einn listi kom fram til kosningar stjórnar og trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, en frestur til að skila list- um rann út í gær. Listi uppstillinganefndar og trúnaðarráðs var því sjálfkjörinn og Guðmundur J. Guðmundsson formaður félagsins. Varaformaður er Halldór Björnsson. Eðvarð Sig- urðsson hafði gegnt formennsku í Dagsbrún frá árinu 1962, en ákvað nú að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Tónleikar og gerningur SUNNUDAGINN 17. janúar kl. 20.30 verða haldnir tónleikar og gerningur í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3B. Það eru bandarísku listamenn- irnir Philip Corner og Alison Knowles sem flytja verk sín. Philip Corner var hér á ferð, síð- astliðið sumar á vegum Mob-Shop (norræn sumarvinnustofa lista- manna) og hélt meðal annars tón- leika í Norræna húsinu. Tónlist hans sækir ýmislegt til austrænn- ar tónlistarhefðar. Alison Knowles hefur eins og l’hilip unnið innan margra sviða lista og með því brotið niður hin hefðbundnu mörk listgreinanna. Lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni Engu líkara en reynt hafi verið að viðhalda ósamkomulagi „ÞETTA ER AUÐVITAÐ einkennileg staða sem komin er upp. Fyrst er beðið með ákvörðun fiskverðsins eftir því að útvegsmenn og sjómenn nái saman. Þegar þeir hafa svo gert það þá er myndaður meirihluti í yfirnefnd- inni gegn þeim. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ sagði Ólafur G. Einars- son formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær, en þingfiokkurinn hélt fund í gær og ræddi stöðu mála vegna fiskverðsákvörðunar og stöðu efna- hagsmála. Á fundinum í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þingflokkur sjálfstæðismanna lýsti því yfir í byrjun síðasta árs að afleiðingar efnahagsáætlunar ríkisstjórnar- innar myndu verða hinar alvarleg- ustu fyrir atvinnulífið í landinu. í byrjun þings á sl. hausti ítrek- aði Sjálfstæðisflokkurinn aðvörun sína við þeirri óheillastefnu sem ríkisstjórnin fylgir í efnahagsmál- um, sem m.a. hefur leitt stóraukn- ar þrengingar yfir sjávarútveginn, þegar litið er á hann í heild. Þrátt fyrir mesta þorskafla í sögunni og hagstæð ytri skilyrði, er stærsta grein fiskvinnslunnar, frystingin, rekin með meiri halla en þekkst hefur. Útgerðin býr við gífurlegan rekstrarhalla og sjómenn hafa ekki fengið samsvarandi launa- hækkanir og aðrir launþegar í landinu. Svo alvarlegt er ástandið að kreppulán hafa verið veitt til nokkurra fyrirtækja, en flest fyrirtæki í sjávarútvegi bíða úr- lausnar. I stað þess að gera sér grein fyrir þessu hættuástandi lifði rík- isstjórnin í sínum hugarheimi og lét sem vandi stærsta undirstöðu- atvinnuvegar þjóðarinnar væri sér með öllu óviðkomandi. Það er ekki fyrr en um áramót, þegar útgerð og fiskvinnsla er stöðvuð og at- vinnuleysi þúsunda landsmanna blasir við, sem ríkisstjórnin fer að sinna þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að hafa áhrif á fiskverðs- ákvörðun, sem var forsenda þess að sjómenn og útvegsmenn gætu gengið til samningagerðar. Öll afskipti ríkisstjórnarinnar og yfirlýsingar einstakra ráðherra hafa verið með þeim hætti, að engu er líkara en fremur hafi ver- ið reynt að viðhalda ósamkomu- lagi en að greiða fyrir sáttum. Þingflokkur sjálfstæðismanna ítrekar andstöðu sína við efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, sem leitt hefur til þessara vand- ræða og átelur harðlega vinnu- brögð hennar í þessum málum. Þingflokkurinn bendir á, að ríkis- stjórnin hefur ekki haft hið minnsta samráð við Alþingi eða sjávarútvegsnefndir þess til lausnar á þessu máli. Því lýsir þingflokkurinn fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni." Sjálfstæðisfélag Seltirninga: Fjölsóttur kynningar- fundur vegna prófkjörs Sjálfstæðisfélag Seltirninga hélt fjölsóttan kynningarfund fyrir þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins síðastliðið fimmtudagskvöld. Voru fram- bjóðendur í prófkjörinu kynntir og hafði hver þeirra 5 mínútur til ræðuhalds. Fundarmenn voru hátt á annað hundrað. Skúli Júlíusson, formaður sjáifstæðisfélags Seltirninga, setti fundinn, Gísli Ólafsson, formaður fulltrúaráðs, var fundarstjóri og fundarritari var Jón Hákon Magnússon. Guðmundur Hjaltason, for- maður kjörstjórnar, lýsti prófkjörsreglum og síðan töl- uðu frambjóðendur í prófkjör- inu. Eftir að framboðslisti til sveitarstjórnarkosninganna verður endanlega frágenginn verður haldinn fundur með frambjóðendum þar sem þeir munu sitja fyrir svörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.