Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 l>etta mikla mannvirki var sérstaklega smíðað til að flytja mætti línu yfir Gilsfjörð. Frá Gilsfirði. Vel sést hve há möstrin eru í samanburði við steyptu virkin fremst á myndinni. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri: Heftir miðað veralega í átt til verðjöftiunar Öruggari orkuflutningur um landið með tengingu svæðanna — Hlutverk Rafmagnsveitna ríkisins er samkvæmt raf- orkulögum frá 1967 að framleiða, dreifa og selja raf- orku, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu á tilteknu orkuveitusvæði, sem í dag nær til landsins alls, að undanteknu Vestfjarðakjördæmi, sem er veitusvæði Orkubús Vestfjarða og orkuveitusvæðum rafveitna sveitarfélaga á ýmsum þéttbýlisstöðum, sagði Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri í samtali við Mbl., er rætt var við hann um starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins. Fyrstu lögin frá 1942 — Fyrstu lög um Rafmagnsveit- ur ríkisins voru sett árið 1942, en þau komu ekki til framkvæmda. Rafmagnseftirlit ríkisins sá þá um þær framkvæmdir sem ríkið stóð fyrir sérstaklega svo sem línulagnir til Suðurnesja, Selfoss o.fl. Arið 1946 voru sett ný lög, raforkulögin, sem m.a. fjölluðu um Rafmagnsveitur ríkisins og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins. Með orkulögum árið 1967 verður nokkur breyting þegar Rafmagns- veitur ríkisins og Héraðsraf- magnsveitur ríkisins eru samein- aðar og verða sjálfstætt fyrirtæki og lög voru sett um Orkustofnun. Kristján Jónsson greinir síðan frá skipulagi Rarik: — Rafmagnsveitur ríkisins eru ríkisfyrirtæki og undir yfirstjórn iðnaðar- og orkuráðherra og sér- stakri stjórn fyrirtækisins. Fyrir- tækinu er skipt i 3 aðaldeildir: tæknideild, fjármáladeild og rekstrardeild, en undir hana falla 5 rekstrarsvæði: Vesturland, með aðalstöðvum í Stykkishólmi, Norðurland vestra, aðalstöðvar á Blönduósi, Norðurland eystra, að- alstöðvar á Akureyri, Austurland, aðalstöðvar á Egilsstöðum og Suð- urland, en þar eru aðalstöðvar á Hvolsvelli. Rekstrarsvæðin á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðvesturlandi með sérstökum svæðisrafveitustjórum eru tiltölu- lega nýtilkomin. Þessi fjölgun rekstrarsvæða í 5 alls er þáttur í þeirri stefnu Rafmagnsveitnanna að dreifa stjórnuninni í þeim til- gangi að bæta þjónustu við not- endur, auka hagkvæmni í rekstri og auka bein samskipti við sveita- stjórnarmenn á svæðunum. Starfsmenn um 560 Rekstrarstjórn er í Reykjavík og yfirumsjón með svæðunum, sem síðan hafa hvert sinn raf- veitustjóra sem fyrr segir. Tækni- deild annast áætlanagerð, undir- búning og framkvæmdir að meg- inhluta við byggðalínur og stofn- línukerfið auk annarra verkefna, en rekstrardeild framkvæmdir við innanbæjarkerfi og dreifikerfi í sveitum auk reksturs kerfisins. Fjármáladeild annast eins og nafnið segir til um fjármál fyrir- tækisins, innheimtu og útskrift reikninga fyrir orkusölu og starfsmannahald, sem er sérstök deild, annast starfsmannamál og fleiri verkefni. Starfsmenn Rarik eru því dreifðir um nánast allt land, en þeir voru 1980 um 560, rúmlega 400 ef metið er i heilum störfum. Hver hafa verið helstu verkefni Rarik síðustu árin? — Megin verkefnið var áður rafvæðing dreifbýlisins og fjöl- margra þéttbýlisstaða þar sem ekki eru starfandi rafveitur sveit- arfélaga og orkuvinnsla fyrir þessi einangruðu svæði. Þarna var oftast um að ræða lítil vatnsorku- ver eða dísilstöðvar og reksturinn óarðbær. Mörg bæjar- og sveitar- félög óskuðu eftir því að Raf- magnsveiturnar yfirtækju þessar rafveitur eins og t.d. á Austfjörð- um og víðar á landinu nema í ýms- um stærri þéttbýlisstöðum. 30 býli utan rafveitusvæða Vantar mikið á að öll sveitabýli séu rafvædd? — Milli 60 og 70 býli á landinu búa nú við dísilrafstöð eða eigin litla vatnsaflsstöð. Orkuráð, sem gerir tillögur um rafvæðingu sveita, hefur miðað við þau mörk, að tengdir verði sveitabæir sam- veitum sé meðalfjarlægð milli þeirra innan við 6 km. Þannig náum við til um helmings þessara býla, en litið er svo á að með hin 30 sé hagkvæmara að halda áfram rekstri dísilstöðva. Stefnt er að því að raforkuverðið jafnist sem mest milli þessara ólíku aðstæðna. Hinar almennu framkvæmdir Rafmagnsveitnanna taka til við- halds og endurbóta á virkjunum, lagningar stofnlína um orkuveitu- svæðið og byggingar tilheyrandi aðveitustöðva, lagningar dreifi- kerfa i þéttbýli og sveitum svo og annarra þeirra atriða, sem nauð- synleg eru til rekstrar fyrirtækis- ins. Tafla 10 sýnir umfang al- mennra framkvæmda árið 1982. Orkuveitusvæðin tengd Næst fjallar rafmagnsveitu- stjóri um svokallað stofnlínukerfi, þ.e. hvernig tengd hafi verið sam- an öll orkuveitusvæði landsins til að tryggja sem öruggastan flutn- ing raforkunnar og um leið hætta raforkuvinnslu í dieselvélum, sem orðin var mjög mikil á síðustu ár- um: — Uppúr 1970 var farið að huga að samtengingu orkuveitusvæða landsins og tengingu þeirra við orkuöflunarkerfi Landsvirkjunar. RAFORKUKERFI ÍSLANDS RAf MAGN5VFITUR RlKiSWS ■ /'- ThE STATE ELECTRiC POWFR WORKS • TJA„ Raforkukerfið eða helstu línur þess hafa verið dregnar hér inn á kort. Brotna línan frá Hólum, skammt frá Höfn, sunnan Vatnajökuls, um Klaustur og að Sigöldu, er leið Suðurlínunnar, sem ráðgert er að taka í notkun árið 1983. Hiutur Landsvirkjunar í orkukerfinu er við Hrauneyjafoss, Búrfell og Sigöldu og rekstur línanna þaðan í átt til Reykjavíkursvæðisins og að Brennimel auk Sogsvirkjana. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri. Fyrsti áfangi byggðalínu var lagn- ing 132 kV línu milli Akureyrar og Varmahlíðar og í framhaldi af því var ráðist í lagningu Norðurlínu frá Vatnshömrum í Borgarfirði og til Skagafjarðar árið 1975. Síðan kom Austuriína, frá Akureyri til Austfjarða, tenging Norðurlínu við kerfi Landsvirkjunar í að- veitustöð á Brennimel í Hvalfirði, út frá Norðurlínu var lögð Vestur- lína frá Hrútafirði um Dali og í Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum og í desember sl. var tekin í notkun Suðausturlína, sem liggur frá Skriðdal til Hafnar í Hornafirði. Síðasti áfangi hringtengingar að- alstofnlínukerfisins er lagning Suðurlínu, frá Höfn, sunnan Vatnajökuls og að Sigöldu. Verkið hefur þegar verið boðið út að nokkru. Eiga framkvæmdir að hefjast í vor og stefnt er að því að ljúka þeim á árinu 1983. Öruggari orkuflutningar Með því að tengja landið saman á þennan hátt verður orkuflutn- ingur öruggari, en nú er Norður- línan eina flutningsleið orkunnar frá orkuverunum á Suðurlandi. Þegar hringtengingunni verður lokið er hægt að flytja orku í báð- ar áttir og er það bæði hagkvæm- ara og öruggara. Við gerum líka ráð fyrir að veturinn 1983-84 muni Norðurlínan ekki geta annað ein raforkuflutningnum til Vestur- lands, Vestfjarða, Norður- og Austurlands. Næstu virkjanir miða líka að því að styrkja enn frekar orkuaf- hendingu til landsvæðanna, þ.e. með Blöndu og Fljótsdalsvirkjun koma til virkjanir á nýjum svæð- um, sem er hagkvæmara og örugg- ara en að framleiða svo til alla raforku fyrir landi á einu svæði. Hér er því stefnt að dreifingu virkjana um landið. En áður en farið er út í þá sálma er Kristján Jónsson beðinn að greina frá stöðu fjármála: — Tekjustofnar Rarik voru ein- göngu af raforkusölu og síðar af verðjöfunargjaldinu. Til að bæta úr fjárhagsstöðunni lögðum við til að ríkissjóður stæði undir óarð- bærum eða félagslegum fram- kvæmdum, þ.e. sem reksturinn gæti ekki staðið undir. I sáttmála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.