Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 55 Fjöldi sjúklinga Aukakostnaður Eftirtaldir liðir þyrftu að kom- ast á fjárlög samtakanna, en ógerlegt er að ákveða þá að svo stöddu, meðan óvissa ríkir um um- fang starfseminnar. (i) Nokkur fjárhaeð vegna sér- hæfðra hjúkrunartækja til heimanotkunar og enn eru ekki fáanleg frá heilbrigðisþjónust- unni, en eru nauðsynleg til starfsins. (ii) Nokkur fjárhæð vegna ráðningar og þjálfunar sjúkra- þjálfara. (iii) Skrifstofuáhöld, ferðalög og bréfsefni. (iv) Húsnæðiskostn. v. skrifstofuhalds. Heildarkostnadur Heildarkostnaður, ef ekki er gert ráð fyrir tekjum, við ofan- greinda kostnaðarliði er £56.481 á ári. Mjög líklegt má teljast að óviss kostnaður, hér að ofan, verði lægri en tekjur á fjögurra ára tímabili. Einnig er líklegt að upp- hæðin sem ætluð er til launa- greiðslu sjúkraþjálfa, £10.125 á ári, þurfi ekki að greiðast að fullu þar til hámarkinu, þ.e. 50 sjúkl- ingar, er náð. Öllum tölum hér að framan þarf að snúa til verðs í íslenskum krón- um og um leið að taka tillit til þess að þær eru frá árinu 1981 og sumar eldri eða frá 1978 s.s. hluti vinnulauna. Peterborough-samtökin „Hjúkrun á heimili“ Samtökin um hjúkrun á heimili hafa hafið starf við að veita þeim sjúklingum aðhlynningu á heimil- inu sem annars þyrfti að vista á sjúkrahúsi ... Lýst er forsögu þeirra og núverandi starfsemi. Henni hefur verið fagnað af sjúkl- ingum, læknum, hjúkrunarliði og öðrum sem að heilbrigðismálum starfa. Margir sjúklingar kjósa fremur að njóta aðhlynningar á heimili sínu og læknar vilja nýta spítala- rýmið sem best og halda fjölda langlegusjúklinga í lágmarki en skortir aðstöðu til langtíma- aðhlynningar. í Peterborough var ákveðið að kanna þessa aðstöðu til að gera sér grein fyrir því hvort ekki væri hægt að sinna sumum þeirra sjúklinga í heimahúsum sem jafnan væri haldið á sjúkra- húsum. Undirbúningsnefndin hafði kynnt sér vandlega starfsemi „Bayonne" samtakanna í Frakk- landi þegar árið 1977 og henni var kunnugt um að Sainsbury- styrktarsjóðurinn hafi boðið £204.000 til að stofna til svipaðrar starfsemi í Peterborough. Heil- brigðisyfirvöld höfðu skuldbundið sig til að halda áfram þessu brautryðjendastarfi ef það hefði að þeirra mati sannað ágæti sitt eftir þrjú ár. Yfirvöld í Peterbor- ough lofuðu £24.000 'til tækja- kaupa og Sainsbury-styrktar- stjóðurinn hét fjárhagsstuðningi. Framkvæmdanefnd um „Hjúkrun á Heimili" var skipuð 1978. For- maður hennar var starfandi lækn- ir (GP), og aðrir nefndarmenn voru bæjarritari, fjármálastjóri, héraðslæknir, tveir fulltrúar Sainsbury-sjóðsins auk sjö ann- arra sem að heilbrigðismálum starfa. Peterborough starfið hófst með þrem hjúkrunarfræðingum, átta sjúkraliðum í fullu starfi og einum félagsráðgjafa, einnig í fullu starfi. Heilbrigðisyfirvöld útveg- uðu samtökunum samastað í lítt notuðu einbýlishúsi. Rekstrar- kostnaður og laun voru greidd af heilbrigðisyfirvöldum. Starf sjúkraliðans (Patient’s Aide) í þessari merkingu er afar víðfeðmt, einskonar sambland af hjúkrunaraðstoð og heimilishjálp. í því sameinast hjúkrun, eftirlit með sjúklingi, ráðgjöf og stuðn- ingur við fjölskyldu sem annast sjúkling á heimilinu. Þegar störfin voru auglýst bárust strax 150 um- sóknir, flestar frá fyrrverandi starfsfólki á sjúkrahúsum. Launa- greiðslur eru skv. NHS (National Health Service) reglum um að- stoðarfólk á sjúkrahúsum. Öll fag- leg meðferð er alfarið í höndum viðk. heimilislæknis. Sjúkraþjálfi og iðjuþjálfi, báðir í hlutastarfi, tengdust starfinu. Fyrstu sjúkl- ingarnir voru teknir til meðferðar í október 1978. Sú meginregla var höfð í huga við val sjúklinga að ef þessi starf- semi hefði ekki verið fyrir hendi væru viðk. sjúklingar á sjúkra- húsi. Einnig var ófrávíkjanleg krafa að allir viðkomandi aðiljar, þ.e. læknir, hjúkrunarlið, félags- ráðgjafar, og sjúklingurinn sjálf- ur, kysu fremur aðhlynningu á heimili heldur en sjúkrahúsvist. Þessi frumtilraun tókst ekki vel. Það reyndist erfitt fyrir heimilis- lækni að viðhalda nánu samstarfi við hjúkrunarliðið, og hinir síðar- nefndu höfðu ekki nóg að starfa. Þetta kom ekki á óvart þar eð vit- að var að raunverulegur umönn- unartími fyrir sjúklinga á spítöl- um er afar lítill. Margar hjúkrun- arkonurnar, sem tengdar voru starfinu, gátu illa sætt sig við að þeirra eigin sjúklingar nytu um- önnunar af óþekktu hjúkrunarliði samtakanna. Val nýrra sjúklinga gekk stirðlega því allir voru þeir ókunnugir sjúkraliði samtakanna og starfsháttum. Samtökin gátu auðvitað ekki státað af hinu af- bragðsgóða samsturfi heimilis- læknis og hverfishjúkrunarkonu sem nú þegar er komið í fast horf innan bresku heilbrigðisþjónust- unnar. Af þessu má lærdóm draga ef vel á að ganga við hjúkrun á heimili í framtíðinni. Starfsemin fluttist í skrifstofur heilbrigðisþjónustu héraðsins og yfirhjúkrunarfræðingur annast nú daglegan rekstur samtakanna. Þar eru fyrir hendi fullgildir hjúkrunarfræðingar og sjúkralið- ar, skrifstofufólk, félagsráðgjafi, sjúkra- og iðjuþjálfar. Þegar nýr sjúklingur er skráður inn er það einkum héraðshjúkrunarfræðing- urinn sem ákvarðar um það. Ef þörf gerist getur hún kvatt til hjúkrunarkonur á bakvakt til að aðstoða við hjúkrun á heimilinu eða til annarra starfa. Ef nauósyn krefur er hægt að veita 24 stunda umönnun til handa sjúklingi en í raun er daglegur umönnunartími sem hér segir: Meðal umönnunartími yfir- hjúkrunarkonu á sjúkling á dag = 0,84 stundir. Meðal umönnunartími útlærðs hjúkrunarfr. á sjúkl. á dag = 1,36 stundir. Meðal umönnunartími sjúkra- liða á sjúkl. á dag = 1,86 stundir. Meðal umönnunartími hjúkrun- araðstoðarmanns á dag = 5,00 stundir. Reynslan hefur leitt L Ijós að heimilislæknir getur sem best, og án mikils undirbúnings, veitt sjúklingi í heimahúsi faglega um- önnun. Samband við „Hjúkrun á Heimili“ Hægt er að hafa símasamband við þjónustuna „Hjúkrun á Heim- ili“ á hvaða tíma sem er. Ef skrifstofan er lokuð^er símsvari sem vísar á símanúmer yfirhjúkr- unarfræðings, eða fulltrúa, sem er á vakt. Starf samtakanna í reynd Yfir 200 sjúklingar hafa notið umönnunar samtakanna nú. Frá 1. apr. til 30. nóv. 1980 höfðu 108 sjúklingar verið skráðir, 78 af heimilislækni eða hjúkrunarkonu þeirri sem með hópnum starfar, og 30 af stjórnendum sjúkrahúss. Langflestir hafa þjáðst af krabba- meini, en aðrir sjúkdómsflokkar eru heilablóðfall, hjartasjúkdóm- ar, lungnabólga og lærbrot. Einnig er um hvítblæði og ýmsa hrörnun- arsjúkdóma að ræða. Af 50 dauðsföllum á tímabilinu orsökuð- ust 39 af krabbameini. Þegar sami aðili stundar sjúkl- Til er lítill lyftari ætladur til notkunar, þegar fatlað- ur er aðstoðadur við að fara í bað. Er hann t.d. til- valinn fyrir fólk, sem stundar heimahjúkrun, því lítið fer fyrir honum og auðvelt að flytja hann með sér í bfl. ing á banabeði þar til yfir lýkur hefur reynslan sýnt að slíkt fyrir- komulag dregur mjög úr sársauka og örvilnan hins sjúka auk þess sem auðveldara er fyrir sjúkraliða í heimahúsi að haga störfum sín- um í samræmi við aukna þörf sjúklings fyrir aðhlynningu. Það gleðilega gerðist að 51 sjúklingur útskrifaðist heill heilsu en 7 voru færðir á sjúkrahús. Niðurstaða og matsgerð á starfsemi samtakanna Peterborough-samtökin um „Hjúkrun á Heimili" voru ekki hugsuð sem vísindalegur og ná- kvæmur samanburður þjónustu spítala við langlegusjúklinga og umönnun á heimili. Allur saman- burður í þessu plaggi er því frem- ur vísbending en töluleg stað- reynd. Samt var talin nauðsyn á að safna tölulegum upplýsingum um störf samtakanna og gera grein fyrir því sem vel hefur tekist að mati heimilislækna, starfsfólks samtakanna og „neytendanna" (sjúklinga og venslamanna). Því varð það að ráði að gerð var úttekt á 53 sjúklingum sem umönnun hlutu hjá samtökunum. Spurn- ingalistar voru gerðir af heimilis- læknum fyrir sérhvern sjúkling í þessum tiltekna hóp og þrír spyrj- endur lögðu spurningar fyrir hér- aðshjúkrunarfræðing, þann hjúkrunarliða sem nánasl hafði starfað með sjúklingunum og að lokum við nánustu venslamenn hvers sjúklings og, þar sem því varð við komið, við sjúklinginn sjálfan. Enn hefur ekki verið unn- ið til fulls úr könnuninni en hér á eftir fara helstu niðurstöður. Meðalaldur sjúklings var 71 ár, sá yngsti var 34 ára og sá elsti 95. 33 (næstum tveir þriðju) voru kon- ur. Athyglisvert að að 16, eða um einn þriðji, bjuggu einir, en 4 bjuggu í sambýlishúsi þar sem var umsjónarmaður. Mörgu var ábóta- vant á heimilum þeirra; einn af hverjum átta hafði ekki aðgang að baðherbergi innanhúss og í fjór- um tilfellum var ekkert heitt vatn fáanlegt. Heimilislæknar voru beðnir að gera grein fyrir þeirri aðstöðu sem hver sjúklingur hefði þarfnast, að þeirra mati, ef hjúkrun á heimili hefði ekki verið fyrir hendi. Svör bárust vegna 44 sjúklinga (teg. hjúkrunar/fjöldi sjúkl.: Ótiltekið á alm. spítölum 10 Neyðartilfelli 8 Öldrun 6 Sjúkl. á banabeði 3 Langtímalega 3 Beinbrot og liðasjúkd. 3 Öldrun eða sérst. lyfjagj. 2 Hvíld og afturbati 2 Vist hjá venslafólki (annars á spítala) 2 Elliheimili 2 Kvensjúkdómar 1 Öldrunar- geðsjúkd. 1 Endurhæfing 1 Skurðaðgerð 1 í könnuninni var spurt hvaða störf væru þýðingarmest (tíma- frekust) sem aðiljar samtakanna ynnu í þágu sjúklinga. Algeng- ustu, og þýðingarmestu störf hjúkrunarfræðinga voru: umsjón með sjúklingum (55% af tilfell- um), hjúkrunarstörf (47%), að- stoð/umsjón með sjúklingi (43%), aðstoð við venslafólk (37%), eftir- lit með líðan sjúklings (33%). Venjulegustu störf sjúkraliða (hjúkrun á heimili) voru: böð og þvottur sjúkl. (62%) heimilisað- stoð (48%), hjúkrun (35%), mat- argerð (35%), búið um rúm (27%), aðstoð á klósetti (25%). Þegar metin eru störf við hjúkr- un á heimili telur hjúkrunarfræð- ingurinn mikilvægust (eins og við er að búast) sín eigin störf við hjúkrun og umsjón með sjúkralið- um. Athyglisvert er hve þeir sem spurðir voru leggja þungt vægi á böð. Sjúkraliðar böðuðu sjúklinga í % hluta tilvika og töldu það mik- ilvægasta starfið í xh hluta. Hjúkr unarfræðingar töldu böð mikilvæg- asta starf sjúkraliða í 54% tilfella, og bæði venslamenn og sjúklingarnir sjálfir töldu aðstoð við böð þýð- ingarmest af öllu. Sjúkraliðar HAH töldu að næst böðun, væri hjúkrun og heimilisaðstoð þýð- ingarmest. Sjúklingar og vensla- menn lögðu mikla áherslu á mat- argerð og heimilisstörf. Þessar niðurstöður sýna ljós- lega hvernig hlutverk hjúkrunar á heimili er samanfléttað af hjúkr- un og húshjálp, þar sem böðun skipar svo þýðingarmikinn sess. Allir þeir sem spurðir voru voru beðnir að meta gildi hjúkrunar á heimili. 5 punkta fyrirgjöf var notuð. Ekki var hægt að ná til allra þátttakenda eða sjúklinga (aðeins 25 sjúklingar voru spurð- ir). Mat lækna: Tala: Gengið mjög vel 28 Gengið vel 16 Hlutlaus 1 Gengið miður vel 1 Gengið mjög illa 0 Alls 46 Mat hjúkrunarfræðinga: Tala: Gengið mjög vel 18 Gengið vel 28 Hlutlaus 3 Gengið miður vel 0 Gengið mjög illa 1 Alls 51 Mat sjúkraliða: Gengið mjög vel 32 Gengið vel 13 Engin skoðun 7 Gengið illa 0 Gengið mjög illa 0 Alls 52 Mat sjúklinga: Gefið mjög góða raun 18 Gefið góða raun 4 Engin skoðun 3 Til hins verra 0 Mjög til hins verra 0 Alis 25 Mat venslamanna: Gengið mjög vel 41 Gengið vel 5 Engin skoðun 1 Gengið miður vel 0 Gengið mjög illa 0 Alls 47 Mat ráðgefandi læknis: Gengið mjög vel 5 Gengið vel 5 Engin skoðun 1 Gengið miður vel 0 Gengið mjög illa 1 Alls 12 Erfitt er að bera saman kostnað við „Hjúkrun á Heimili" við kostn- að á venjulegum spítöium vegna ýmissa breytilegra þaíta. HÁH dagkostnaður er t.d. lægri en á spítala, en dvöl sjúklings er lengri. Sennilega þarfnast HÁH sjúkling- ur meiri umönnunar þar sem svo oft er um sjúkdóma á lokastigi að ræða. Þess ber að gæta að kostnaður við hjúkrun á heimili ber ekki með sér lækniskostnað eða meðala- kostnað. Þvi er þessum liðum sleppt í skýrslum undir fyrirsögn- inni „Lyf og læknaþjón.". Það má einnig vera að þjálfun starfsfólks og stjórnun verði all kostnaðar- söm í upphafi meðan reynsla er ekki á komin. í reynd var dagkostnaður (mars og apr. 1981 £36). Heilbrigðismálastofnun héraðs- ins varpaði fram nokkrum spurn- ingum varðandi starfsemina. (a) Er aðhlynningin sambæri- leg við það sem sjúklingar á venjulegum sjúkrahúsum eru aðnjótandi? Svar: Þessu verður ekki gerð full skil í stuttu máli en svör sjúklinga og venslamanna hér að ofan gefa til kynna að hún sé a.m.k. jafn góð bæði að gæðum og magni. Almenn ánægja hefur ver- ið látin í ljós af sjúklingum, venslamönnum og læknum. (b) Kemur HÁH að einhverjum þeim notum sem núverandi heilsugæsluþjónustur gera ekki? Svar: Fram kemur í bráðabirgðaskýrslum að í einungis tveim tilfellum (5%) hefði önnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.