Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Ólafur Davídsson forstöðu- maður Þjóðhagsstofnuna hélt erindi um verðbólgu og vísitölu á almennum fundi Verzlunarmannafélags Keykjavíkur í vikunni. Ólaf- ur fjallaði einkum um verð- vísitölu, framfærsluvísitölu og byggingavísitölu- og um vísitölubindingu launa, svo og um verðbólguna. Ólafur sagði að grundvöllur núverandi framfærsluvísitölu hefði verið lagður með búreikn- ingum 100 fjölskyldna, sem skráðu útgjöld sín á árunum 1964 og 1965. Meðalstærð þessara fjöl- skyldna var hjón og tvö börn. Það sjónarmið hefði verið ríkjandi að framfærsluvísitölu skyldi fyrst og fremst miða við lífskjör hinna lægst launuðu, og nauðsynjavör- ur fengu því ríflega vigt í vísitöl- unni. I grófum dráttum væri hlutdeild einstakra útgjalda í vísitölunni þessi: matur og drykkur 34%, áfengi og tóbak 5%, fatnaður 11%, heimilisbún- aður 6%, eigin bifreið 11%, raf- magn og hiti 3%, húsnæði 9% og önnur útgjöld 21%. Beinir skatt- ar væru ekki í núgildandi grunni framfærsluvísitölu. Samkvæmt þessu, sagði Ólafur, Olafur Davíðsson í ræðustól á fundi VR. Við borðið sitja Magnús L. Sveinsson formaður VR og Guðmundur H. Garðsson fundarstjóri. Ljónm. Mbl. Júlíus. réðist af vísitölukerfinu, og þess vegna væri heppilegt að þeir væru alfarið fyrir utan vísitölu- grunninn. Meginmálið væri það, að ríkisvaldið þyrfti að geta brugðist við snöggum hagsveifl- um og hækkað óbeina skatta, þegar þurfa þætti, án þess að það hefði áhrif á laun með sjálfvirk- um hætti. Hvort þau áhrif stæðu til frambúðar réðist svo af kjara- samningum. Orkuverð Varðandi það atriði hvort reikna ætti verð á innlendri orku inn í vísitöluna, sagði Ólafur, að vegna mikilla raforkufram- kvæmda á undanförnum árum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda í framtíðinni, yrði fyrr eða síðar nauðsynlegt að hækka raforku- verð talsvert umfram almennar verðbreytingar. Að öðrum kosti yrðu erlendar lántökur í þessu skyni óheyrilega miklar. Til við- bótar kæmu ýmsir erfiðleikar við raforkuvinnslu á síðustu árum, ekki sízt tekjutap Landsvirkjunar vegna vatnsskorts. Stjórnvöld hér hefðu ekki treyst sér til þess að setja orkuverðið inn í vísitöl- una, vegna þeirra vísitöluverð- hækkunar, sem því fylgdi, og vegna þeirrar sjálfkrafa launa- „Verðbólgan hefur grafið sér farveg sem erfitt getur reynzt að veita henni úru — sagði Ólafur Davíðsson forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar á fundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er gert ráð fyrir því að vísitölu- fjölskyldan kaupi enn sömu vörur og þjónustu og hún keypti árið 1964, og í nákvæmlega sama magni. Neyzluvenjur hefðu hins vegar breytzt mikið á undan- gengnum 18 árum og væri vægi svokallaðra brýnustu lífsnauð- synja mun minna í útgjöldum fólks í dag en fyrir 18 árum. Þannig væru matvörur nær 32% heildarútgjalda í vísitöiunni, en í dag væru þær liklega um 20% allra útgjalda, annarra en út- gjalda vegna húsbygginga. Einn- ig gerði vísitalan ráð fyrir því að aðeins önnur hver fjölskylda ætti bíl, en nú mætti heita að hver fjölskylda ætti bíl. Núgildandi framfærsluvísitala væri því ekki lengur dæmigerð fyrir útgjalda- samsetningu fjölskyldna. Þetta þyrfti þó ekki endilega þýða, að hún mældi verðbólguna öðru vísi en ný vísitala mundi gera, um það væri ekki hægt að segja nema með samanburði nýrrar vísitölu og þeirra sem nú er í gildi, sagði Ólafur. „Þar sem vísitala framfærslu- kostnaðar er algengasti verð- bólgumælikvarðinn, er brýnt, að hún mæli verðlagsþróunina sem réttast. Þess vegna er mikilvægt að skipt sé reglulega um vísitölu- grunn og helzt ættu ekki að líða meira en fimm ár á milli þess að skipt er um grunn," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur að undirbún- ingur að nýjum vísitölugrunni væri langt kominn, og þegar væri ljóst, að að hann yrði talsvert frábrugðinn núgildandi grund- velii. Matvara mundi vega minna í nýju vísitölunni, landbúnaðar- afurðir yrðu minni þáttur en nú væri, en hlutur innfluttrar vöru og erlendrar þjónustu yrði meiri. Þá mundi nýja vísitölufjölskyld- an eiga heilan bíl en ekki hálfan. Sagði Ólafur að þar sem þáttur landbúnaðarafurða yrði minni í nýrri vísitölu, mundi það óhjá- kvæmiiega hafa áhrif á ákvarð- anir um niðurgreiðslur á verði þeirra. Varðandi byggingarvísitöluna, sagði Ólafur Davíðsson, að hún væri ekki endilega nákvæmur mælikvarði á byggingarkostnað í dag, þar sem hús í byggingu nú — jafnvei þótt um fjölbýlishús væri að ræða — væru ekki nákvæm- lega eins og þau, sem byggð voru fyrir tíu árum, auk þess sem byggingarkostnaður hefði breytzt. Þessari vísitölu væri ætl- að, eins og framfærsluvísitölunni einnig, að mæla verðbreytingar, en ekki að sýna útgjaldaaukn- ingu. Nauðsynlegt væri að endur- nýja reglulega þann grunn sem byggingarvísitalan byggði á. Ólafur sagði að ef litið væri á breytingar á framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu yfir nokkurt árabil, kæmi í ljós að einstök ár gætu breytingarnar verið mis- jafnar, en ekkert þyrfti að vera óeðlilegt við það, þar sem annars vegar væri verið að mæla verð- breytingar neyzlu og hins vegar byggingarkostnað. Aðgerðir stjórnvalda hefðu mismunandi áhrif á báðar þessar vísitölur, gott dæmi um það væru niður- greiðslur á verði landbúnaðaraf- urða, sem lækkuðu framfærslu- vísitöluna, en ekki byggingarvísi- töluna. Þær hefðu síðan svipuð óbein áhrif á báðar vísitölurnar, þar sem laun hækka minna en ella og það drægi bæði úr hækkun á verði neyzluvöru og hækkun byggi ngarkostnaðar. Þegar yfir lengri tíma væri litið væri ólík- legt að þessar tvær vísitölur hækkuðu mjög mismunandi, það kæmi í ljós, að frá 1973 — er verðbólgan tók að færast mjög í aukana — til 1981 hækkaði fram- færsluvísitala um 1743% og byggingarvísitala um 1704%. Ef framfærsluvísitalan hefði hækk- að um 2% minna eða byggingar- vísitalan um 2% meira, hefði hækkunin verið sú sama. Vísitölubinding launa Ólafur Davíðsson sagði, að formleg vísitölubinding launa hefði fyrst verið tekin upp hér á landi 1939. Verðlagsuppbótin hefði ýmist verið ákveðin með lögum eða með samningum laun- þega og vinnuveitenda. Varðandi spurninguna um meðferð skatta í verðbótakerfinu, væru af hálfu hins opinbera augljós rök fyrir því, að breytingar á óbeinum sköttum ættu ekki að hafa áhrif á verðbætur á laun. Öðru vísi hefðu stjórnvöld ekkert svigrúm til breytinga á óbeinum sköttum án þess að með þeim væri hrundið af stað skriðu víxlhækkana verðlags og kauplags, sem ónýta mundu árangur slíkra hagstjórnarað- gerða á skömmum tíma. Óbeinir skattar væru hækkaðir til þess að afla tekna til að standa undir aukningu útgjalda hins opinbera, og þegar framleiðslugeta væri fullnýtt, yrði um leið að draga úr öðrum útgjödlum einstaklinga eða fyrirtækja, ef ekki ætti að hljótast af aukin verðbólga og/eða viðskiptahalli. Sagði Ólafur, að ef óbeinir skattar væru teknir út úr vísitöl- unni, þyrfti einnig að fjarlægja niðurgreiðslur úr henni, þar sem líta mætti á niðurgreiðslur sem neikvæða skatta. Ólafur sagði, að verðbótakerfið hefði leitt til þess, að óbeinum sköttum væri hrúgað á þær vörur, sem hefðu lítið vægi í vísitölunni — eða á aðföng og fjárfestingar atvinnuveganna — og skattheimtan lenti því á til- tölulega fáum vörum. Þetta væri og auðveldara fyrir þao hve vísi- tölugrundvöllurinn væri gamall. Sagði Ólafur það hljóta vera óheppilegt að álagning skatta hækkunar sem orðið hefði mán- uði seinna, og þar með áfram- haldandi víxlgangs. Varðandi heitt vatn til húshitunar, sem er inn í vísitölunni, sagði Ólafur þá hættu fyrir hendi að reynt yrði að halda aftur af taxtahækkun Hitaveitu Reykjavíkur í því skyni að halda aftur af vísitöluhækkun- inni, sem síðan kæmi svo niður á fyrirtækinu. Að þessu leyti væri æskilegra, að hitunarkostnaður í vísitölunni tæki mið af fleiru en Hitaveitu Reykjavíkur, en vísi- tölukerfið gerir ráð fyrir því að vísitölufjölskyldan hiti hús sitt með heitu vatni frá HR. Ólafur Davíðsson sagði að það hlyti alltaf að verða togstreita milli launþega og vinnuveitenda um það kerfi, sem nota skyldi, og einnig hlytu stjórnvöld að hafa áhuga á, að vísitölukerfið setji efnahagsstjórnuninni ekki þröng- ar skorður. Launþegasamtökin myndu jafnan keppa að því, að vísitölubætur á laun fylgdu verð- lagi að fullu. Tilgangur vísitölu- bindingar frá sjónarhóli laun- þega væri að tryggja kaupmátt þeirra launa, sem samið væri um í kjarasamningum. Allir frá- drættir hlytu að rýra kaupmátt- inn, og ef ákveðnir liðir væru Séð yfir fundarsalinn á almennum fundi VR um verðbólgu og vísitölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.