Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 53 Langdon er í fangelsi í Gren- ada.“ Hvernig tekur Amnesty Inter national á mannréttindabrotum í þeim löndum þar sem samtökin eru starfandi, eins og til dæmis í Bandaríkjunum? „Meðan Víetnam-stríðið stóð yfir, eða árið 1972, var ég til dæmis settur í fangelsi vegna þess að ég neitaði að gegna her- þjónustu af samviskuástæðum. Ég var dæmdur í 2ja ára fang- elsi, en var leystur úr haldi eftir 11 mánuði. Þegar þetta kom upp var mál mitt tekið upp á vegum Amnesty International í Hol- landi en það er regla að það er eitthvert annað landa innan samtakanna, sem tekur upp mál- ið en ekki samtökin í viðkomandi landi.“ Nú eru ýmis lönd innan samtak- anna, sem hafa minni alþjóðleg áhrif en önnur, eins og til demis íslandi. Hefur það eitthvert gildi að slíkar þjóðir beiti sér í mann- réttindamálum? „Já, það er mikilvægt að allar þjóðir leggi sitt af mörkum í mannréttindamálum, því um leið og við segjum að við getum ekkert gert, þá erum við orðin hluti af vandamálinu. Bréf sem koma frá fjarlægum löndum eins og til dæmis Islandi skipta miklu máli, því þau sýna að fylgst er með þessum málum alls staðar í heiminum." Hvernig líst þér á starfsemi deildarinnar hér á íslandi? Mér finnst augljóst að hér rík- ir töluverður áhugi á mannrétt- indamálum en nýlega gengu í Amnesty International hér á landi um eitt hundrað manns í kjölfar herferðar til að kynna mannshvörf í hinum ýmsu lönd- um, þar sem mannréttindabrot eiga sér stað. En það eru ekki allir, sem hafa áhuga á mann- réttindum, sem gera sér grein fyrir því að það er ekkert skil- yrði fyrir því að vera í samtök- unum, að skrifa bréf til fanga út um heim, heldur getur fólk einn- ig verið styrktarmeðlimir og gef- ið sem slíkir peninga til samtak- anna, sem eru fjárþurfi því eins og áður segir þá byggja Amnesty International á frjálsum fram- lögum einstaklinga en þau þiggja ekki peningaaðstoð frá ríkisvaldinu." 11E. Norræn bóka- kynning í Nor- ræna húsinu KINS og undanfarin ár munu nor rænu sendikennararnir við Háskóla Islands og bókasafn Norræna húss- ins standa að bókakynningu. Verður kynningin tvískipt að þessu sinni, laugardaginn 20. febr. kl. 16.00 kynna finnski sendikennarinn Hel- ena Porkola og norski sendikennar inn Tor lllset bókaútgáfu ársins 1981 og ræða og kynna einstakar bækur. Laugardaginn 6. mars kl. 16.00 verða danskar og sænskar bækur kynntar. Það verða sendikcnnararn- ir Peter Söby Kristensen og Lennart Pallstedt sem annast þá kynningu. I bókasafni verður sýnt úrval þeirra bóka, sem bókasafnið þefur keypt á sl. ári. Gestur Norræna hússins á bókakynningunni 20. febr. er norski rithöfundurinn Lars Saabye Christensen. Hann er fæddur 1953. Hann fékk Vesaas-verðlaunin 1976 fyrir fyrstu bók sína, „Historien om Gly“. Síðan hafa komið út skáld- sögurnar „Amatören" 1977, „Bill- ettene" 1980 og „Jokeren" 1981, en sú síðastnefnda verður ef til vill kvikmynduð. Lars Saabye Christensen hefur einnig skrifað ljóðabækur og leik- rit fyrir útvarp og sjónvarp. Pappírseyðsla í Bretaveldi Ixindon, 18. febrúar. AP. RÍKISSTJÓRN Margaret Thatchers viðurkenndi í gær, að mörg þúsund þeirra eyðublaða, sem notuð eru dags daglega á vegum ríkisins, væru annað hvort ófullkomin eða þá hrein- lega ónýt. Yfirlýsing þessi kom fram í 200 síðna bæklingi, sem vó um eitt kíló. Baráttumenn fyrir notkun einfaldara málfars á opinberum skýrslum og eyðu- blöðum eyddu tveimur klukkustundum við að þæfa í gegnum bæklinginn. Tveir milljarðar eyðublaða eru sendir út árlega í Eng- landi og samsvarar það 36 eyðublöðum á hvert manns-- barn. Er þetta niðurstaða, sem Sir Derek Rayner, for- stjóri Marks & Spencer-versl- unarhringsins, komst að er hann rannsakaði pappírs- eyðslu ríkisins að beiðni Thatchers. Alls rannsökuðu hann og menn hans 93 eyðublöð frá 8 stofnunum og komust að þeirri niðurstöðu að 26 þeirra væru óþörf og eigi færri en 50 þyrftu endurritunar við. At’GLYSINGA- SÍMINN ER: Vilt þú verða ■ ■ • i __ ■ / þinn eiginn dagskrárstjóri? Þá hefur Sanyo hannaö tækiö fyrir þig, og okkur tekist aö fá þaö á veröi sem á sér enga hliðstæöu. Þú getur eignast þetta frá- bæra myndsegulband meö hag- stæöum greiðsluskilmálum, eöa meö staögreiösluafslætti. Losaöu þig og fjölskyldu þína úr viöjum vanans. Faröu á skíöi eöa heim- sóttu kunningjana, Sanyo CTC 5300P tekur uppáhaldsefniö upp fyrir þig. Pú veröur þinn eiginn dagskrárstjóri, og átti safn af ógleymanlegu efni til upprifjunar og skoðunar um ókomin ár. Pú sýnir sígild listaverk kvikmynd- anna á þínu heimili meö VTC 5300P Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 91 35200 Akurvík, Akureyri myndsegulbandinu frá Sanyo. Ef þetta er ekki aö vera sinn eiginn dagskrár- stjóri hvaðerþað þá. SANY0 VTC 5300P myndsegul- bandstækið er útbúiö meö: • 3 beindrifna mótora • rafstýröa snerti rofa • rafeindaklukku meö 7 daga minni • 8 mismunandi stöðvamöguleikum • sjálfvirk hraðspólun til baka • teljari meö minni • „AFC" sjálfvirk myndskerpustilling. Komiö og skoöiö þetta frábæra mynd- segulband. Þetta verð á sér enga hliðstæðu. Verð kr. 14.700.- Staðgreiðsluverð kr. 13.965.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.