Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 59 Meðal fundarmanna á almennum fundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um verðbólgu og vísitölu voru forseti ASf og varaforseti Björn Þórhallsson og Ásmundur Stefánsson. Árshátíð Kvenfélagsins Hringsins veröur haldin á Hótel Sögu, Átthagasal, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 19. Miöasala veröur í félagsheimilinu, Ásvallagötu 1, þriöjudaginn 23. febrúar og miðvikudaginn 24. febrú- ar milli kl. 16 og 18, báöa dagana. Tekiö veröur viö borðapöntunum í anddyri Átthagasalar miövikudag- - inn 24. febrúar milli kl. 17 og 19. Einnig í síma 26936 á sama tíma. Fjölbreytt skemmtiatriði. Mætiö stundvíslega. teknir út úr vísitölunni, væri sú hætta fyrir hendi að þeir hækk- uðu meir en annað. Kaupmáttur launa yrði þó ekki tryggður fyrir- fram, hann réðist að lokum af af- komu þjóðarbúsins og framleiðni þess, og afkoma þjóðarbúsins gæti breytzt verulega á gildis- tíma kjarasamninga, eins og dæmin sönnuðu. Þegar efnahags- þróunin virtist stefna þvert á markmið stjórnvalda, hlytu stjórnvöld að grípa til aðgerða til þess að hamla á móti. Þær að- gerðir gætu m.a. verið í því formi að breyta fyrirkomulagi vísitölu- bindingar eða afnema hana alveg, a.m.k. um sinn. Um þetta væru ótal dæmi og þetta mundi örugg- lega endurtaka sig í framtíðinni. Vísitölukerfi, sem ekki tæki tillit til rýrnunar viðskiptakjara og undanskilur ekki opinbera skatt- lagningu, þrengir mjög svigrúm stjórnvalda til að ná settum markmiðum í efnahagsmálum við breytilegar aðstæður. Þau gætu því neyðst til að beita þeim tækj- um sem tiltæk væru harkalegar en ella, því annars gæti árangur- inn orðið minni en ella. Um aðra frádráttarliði, svo sem búvöru- frádráttinn eða hliðstæða liði, gegndi öðru máli. Þá væri hægt að meta nokkurn veginn fyrir- fram, og þeir tengdust samning- um um önnur atriði, þ.m.t. grunnlaun. Þessum liðum væri ætlað að slæva víxlgang launa og verðlags og draga þannig úr verð- bólguáhrifum vísitölubindingar- innar. Vísitala og verðbólga I erindi sínu á fundi VR sagði Olafur Davíðsson að íslenzk verð- bólga ætti ótvírætt rætur að rekja til margra orsaka. Ef litið væri til áranna 1972 til 1974, er verðbólgan hér á landi komst á mun hærra stig en undangengna áratugi, væri ekki vafi á því, að mikill viðskiptakjarabati árið 1973 með aukinni eftirspurn og mikilli uppsprettu peninga ætti hér hlut að máli. Sama gegndi einnig um viðskiptakjararýrnun- ina í kjölfar olíuverðshækkunar- innar um áramótin 1973/1974 á sama tíma og miklar kauphækk- anir urðu í kjarasamningum. Þarna hefðu farið saman utanað- komandi áhrif viðskiptakjara og viðbrögð við þeim. „Frá þessum tíma hefur verð- bólgan verið nálægt 50%, hún hefur grafið sér farveg, sem erfitt getur reynzt að veita henni úr. Verðbólgan nú er fyrst og fremst víxlgangur launa, verðlags og gengis, verðlags, gengis og launa, eða gengis, launa og verðlags, á þessu finnst hvorki upphaf né endir hvernig sem leitað er. Verð- bólgan er kostnaðarverðbólga og víxlgangsverðbólga. Helzta orsök verðbólgunnar í ár er verðbólgan í fyrra og hitteðfyrra, og verð- bólgan í ár verður megin orsök verðbólgunnar á næsta ári," sagði Ólafur. Ólafur sagði að kostnaðarverð- bólgan sem íslendingar byggju við, gæti ekki haldið áfram um langt skeið nema ríkisvaldið léti undan kostnaðarhækkunum. Augljósasta dæmið um þetta væri gengislækkun í því skyni að iaga tekjur útflutningsgreinanna að kostnaðarhækkunum. Einnig gætti ríkrar tilhneigingar til, að einstakar atvinnugreinar krefð- ust slíkra ráðstafana af ríkis- valdinu. Þessar aðgerðir væru gerðar til að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja og atvinnu- leysi, enda væri það eitt megin- markmið efnahagsstefnunnar að tryggja fulla atvinnu. Það væri hins vegar talsverð hætta á, að þegar þetta hefði gengið svona nokkurn tíma, færu fyrirtæki og launþegar að reiða sig algjörlega á, að stjórnvöld bjargi málunum. Þetta hefði veruleg áhrif á hegð- an fyrirtækja og launþegasam- taka á hverjum stað, og gerði baráttu stjórnvalda gegn verð- bólgunni mun torsóttari en ella. Markmiðin um fulla atvinnu og hjöðnun verðbólgu væru ósætt- anleg við núverandi ástand nema samtök vinnuveitenda og laun- þega — ásamt ríkisvaldinu — tækju á sig ábyrgð á því að reyna að ná þessum markmiðum. Vísitölubinding og verðbólga Þá sagði Ólafur Davíðsson, að víxlgangur kostnaðar og verðlags gæti orðið án þess að um vísitölu- bindingu væri að ræða, launa- hækkun ylli frekari verðlags- hækkun, hvort sem hún tengdist við einhverja verðvísitölu eða ekki. Víxlgangurinn gæti orðið mikill þótt engin lög væru til um vísitölubindingu launa eða ákvæði um slíkt væru ekkki í kjarasamningum. Á hinn bóginn yrði því ekki neitað, að formleg vísitölubinding launa gæti haft í för með sér verulega hættu á var- anlegri og vaxandi verðbólgu. Verðbólgan væri ekki hvað sízt dæmi um óleysta hagsmunatog- streitu, og með vísitölubindingu væri þessi togstreita færð í það form, að þeir sem vísitölubind- ingar nytu þyrftu lítið á sig að leggja til þess að halda sínum hlut. Þeir tækju það nánast sem sjálfsagðan hlut að þeir haldi sínu og þurfi aðeins að hugsa um að bæta sinn hlut. Þetta gæti leitt til enn harðari togstreitu, og jafnframt yrði erfiðara fyrir hópa, sem ekki nytu formlegrar og lögverndaðrar vísitölutrygg- ingar, að tryggja sína stöðu án átaka. Átök milli hópa gætu leitt af sér launakapphlaup, sagði Ólaf- ur, sem sjálfkrafa leiddi til víxl- gangs verðlags og launa í vísi- tölukerfinu. Sama gilti um hvers konar utanaðkomandi áhrif eins og til dæmis hækkun innflutn- ingsverðs — eða hækkun óbeinna skatta — þau leiddu sjálfkrafa og á skömmum tíma til vaxandi verðbólgu. Þetta gerðist iðulega áður en stjórnvöld fengju ráðrúm til að bregðast við. Vísitölukerfið hefði þannig ótvírætt verðbólgu- hættu í för með sér. Þegar litið væri yfir íslenzka verðbólgusögu, sagði Ólafur, væri óraunhæft að ætla, að unnt væri að afnema vísitölubindingu með öllu og „leysa“ verðbólguvandann á þann hátt. Slíkt mundi líklega hafa í för með sér að víxlgangur- inn færðist yfir í kjarasamninga, sem þá yrðu aðeins gerðir til nokkurra mánaða í senn. Hætt yrði við, að eingöngu yrði um formbreytingu að ræða. Að lokum sagði Ólafur, að ef formleg vísitölubinding yrði áfram, skipti verulegu máli hvernig hún yrði framkvæmd. Hún yrði að mæla sem réttast þá verðlagsþróun, sem henni væri ætlað að mæla, að vísitölu- grundvöllurinn yrði endurnýjað- ur reglulega með hæfilegu milli- bili, ekki sjaldnar en t.d. á 4—5 ára fresti. Mikilvægt væri að stjórnvöld hefðu svigrúm til hag- stjórnar án þess að vísitölukerfið gerði hana óvirka, og mikilvægt væri að utanaðkomandi áhrif — t.d. vegna viðskiptakjararýrnun- ar — mögnuðust ekki upp í vísi- tölukerfinu. „Umfram allt verður að finna leið til að leysa þá hags- munatogstreitu sem valdið hefur víxlgangsverðbólgunni í áratugi, en þá erum við líklega komnir að hinu ómögulega," sagði Ólafur Davíðsson í lok erindisins. í fyrirspurnatíma að fram- söguerindi loknu sagði Ólafur m.a., að þegar rætt væri um hlutfallslegar hækkanir á verð- bótavísitölu og lánskjaravísitölu, skiptu mestu máli að bera saman kaupmátt launa annars vegar og lánakjör hins vegar. Varðandi erlendar lántökur sagði Ólafur, að stjórnvöld hefðu hikað við að leggja á skatta eða hækkað verð á þjónustu til að fjármagna framkvæmdir, og því leitað frekar eftir erlendum lán- um. Spurningunni um fast gengi svaraði Ólafur á þá lund, að ef gengið yrði sett fast og verðbólg- an héldi áfram á sínum hraða, mundi það óhjákvæmilega leiða til stöðvunar útflutningsatvinnu- veganna. Hvort til væri einhver leið, sem tryggði kaupmátt og eyddi jafn- framt verðbólgu, svaraði Ólafur neitandi. Jafnan yrði að finna málamiðlun þarna á milli. Varðandi niðurgreiðslur sagði Ólafur þær vera ákveðið hag- stjórnartæki sem stjórnvöld gætu beitt til að slæva víxlgang kaups og verðlags. Miðað við að það kostaði 70 til 75 milljónir að greiða vísitöluna niður um eitt prósent, þá mundi síðasta niður- greiðsluviðbót kosta dágóðr upp- hæðir, en á móti kæmi að hún þýddi talsvert minni kauphækk- un en ella, og einnig minni verð- hækkanir. Loks sagði Ólafur að með viðskiptakjaravísitölu værum við komnir anzi nálægt þjóðhagsvísi- tölu. Þótt hægt yrði að taka upp þjóðhagsvísitölu af þessu tagi, þá taldi Ólafur ólíklegt að hægt yrði að losna við alla kjarasamninga með þjóðhagsvísitölu, þótt það væri hugmyndin á bak við þjóð- hagsvísitöluna. Ljosmyndarafelag íslands hefur akveðiö að bjoóa landsmönnum sérsfakan 25% afslátt af öllum fjölskyldu- og portrett- myndatökum (í lit) um eins manaóar skeið fra 15. febrúar — 15. marz n.k. Mun verö a myndatökum þannig lækka ur kr. 670 niður i kr. 500. Ennfremur veröur veittur 25% af- slattur af öllum stækkunum i stærðum frá 24x30 cm. upp i 40x50 cm. Notið þetta einstaka tækifæri og latið verða af þvi aö láta taka fallegar litmyndir af öllum i fjölskyldunni. Eftirtaldir aðilar bjóða þennan afslátt: Effect Ijósmyndir, Klapparstíg 16. Reykjavik Hannes Pálsson, Mjóuhllð 4. Reykjavík Ljósmyndastofa Gunnars. Suöurveri. Reykjavik Ljósmyndastofa Þóris, Rauöarárstíg 16. Reykjavik Ljósmyndaþjónustan Mats, Laugavegi 178, Reykjavík Nýja Myndastofan, Laugavegi 18, Reykjavik Stúdló Guömundar, Einholti 2, Reykjavik Ljósmyndastofa Ólafs Árnasonar, Akranesi Ljósmyndastofa Stefáns Pedersen, Sauöárkróki Ljósmyndastofa Páls, Akureyri Ljósmyndastofan Noröurmynd, Akureyri Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík Vilberg Guðnason Ijósmyndari, Eskifirði Héraösmyndir Ljósmyndastofa, Egilsstööum Ljósmyndastofa Suöurlands, Selfossi Ljósmyndastofa Suöurnesja, Keflavik Ljósmynd er varanleg minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.