Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 39 við Japan og beina kröftum sín- um annað, þegar Japanir hefðu smíðað nýjar eftirlitsflugvélar og aukið gagnkafbátaaðgerðir með öðrum hætti, eins og þeir áforma. í hugmyndum manna í Penta- gon um að styrkja bandaríska heraflann virðist ekki tekið nægilegt tillit til eins úrslitaat- riðis: Hvar á að fá menn til að sigla 600 skipa flota, skipa fimm nýjar orrustuflugsveitir og tvær nýjar herdeildir? Bjartsýni varnarmálaráðuneytisins núna um að þetta takist þrátt fyrir allt á rætur að rekja til þess, að á síðasta ári tókst að fullskipa allar greinar heraflans sam- kvæmt áætlun. Nýliðar reynd- ust ágætlega hæfir og foringjum fækkaði minna en við var búist. í landhernum eru nú 775 þús- und karlar og konur. Kalla þarf 37 þúsund fleiri til vopna til að mynda tvær nýjar vélaherdeild- ir fótgönguliða. Er unnt að finna þennan mannafla í her, sem sumstaðar er „fylltur upp“ með þjóðvarðliðum? í flotanum eru 528 þúsund menn um borð í 201 herskipi, 84 árásarkafbátum og 36 kjarn- orkueldflaugakafbátum. Eins og málum er nú hátta láta mörg skip úr höfn með áhöfn, sem er þannig skipuð, að þó nokkrir eru „fengnir að láni“ frá öðrum skipum. Talið er, að um 17 þús- und tæknimenn vanti til að fylla rúm þeirra, er hverfa úr þjón- ustu vegna aldurs. í flughernum eru 558 þúsund menn og 3200 hervélar. Ætlunin er, að fimm nýjar orrustuflug- sveitir verði stofnaðar. Hvar á að finna hæfan mannafla? Hef- ur verið hugað að nýjum flug- völlum og þjálfun flugvirkja? Hinn háttsetti viðmælandi minn í Pentagon fullyrti, að rík- isstjórn Reagans hefði ekki í hyggju að lögbinda herskyldu að nýju, nema til almenns herút- kalls kæmi. Þess vegna veit eng- inn, hvernig fá á mannskap til að framkvæma áformin um aukna hervæðingu Bandaríkj- anna. lægu hugsjónir Bahá’í-trúarinnar eru sá glæpur, sem íranskir Bahá’- íar eru líflátnir fyrir, og þeir hafa lýst því yfir með stolti, að þeir munu aldrei láta af slíkri „glæpa- starfsemi", þrátt fyrir morðtól og pínubekki klerkanna og yfirvof- andi útþurrkun Bahá’í-samfélags- ins í Iran. Þótt atburðirnir, sem eru að gerast og eiga eftir að gerast í ír- an, sýni fullkomna siðferðilega lægingu prestastéttarinnar þar í landi, þá er ekki hægt að líta á þá sem einhvern allsherjar áfellis- dóm yfir Islam eða islamskri menningu yfirleitt. Margar is- lamskar þjóðir hafa lýst yfir viðbjóði sínum á þessum ofsókn- um, m.a. stjórnir Súdan, Marokkó og Egyptalands. Hvergi í Kóranin- um er að finna stafkrók, sem rétt- lætir slíkar aðgerðir gegn trúar- minnihluta. Þar er þvert á móti lögð áhersla á að fylgjendum ann- arra trúarbragða skuli sýnt um- burðarlyndi og ekki skert hár á höfði þeirra. Ekki er ósennilegt, að hinn mikli höfundur Islam hafi séð fyrir það sem verða myndi. Til er í shí’ah Islam (þeirri grein Mú- hameðstrúar, sem íranskir klerkar játa) sérkennilegur spá- dómur, sem hafður er eftir Mú- hammeð sjálfum, og shí’ítar telja áreiðanlegan. Hann hljóðar svona í lauslegri þýðingu: „Sá dagur mun renna yfir þjóð mína, þegar ekkert er orðið eftir af Islam nema nafnið tómt og af Kóraninum svipurinn einn. Fræði- menn þeirrar aldar verða versta illþýði sem heimurinn hefur nokkru sinni augum litið. Frá þeim munu illræðin út ganga, og til þeirra munu þau aftur snúa.“ ísafirði, 1. febr., Kðvarð T. Jónsson. Nú er þaö sem sagt hægt því aö 10 hljómplötuútgefendur gáfu góöfúslega leyfi sitt til aö þessi plata gæti oröiö til. komin út platan „Næst á dagskrá“ sem allir landsmenn hafa beöiö eftir. Aldrei áöur hefur veriö hægt aö fá mest spiluöu íslenzku lögin úr útvarpinu saman á einu plötualbúmi. Þá er hún ÚTVARPSMAÐURINN PÁLL ÞORSTEINSSON SÁ UM SAM- TEKT ÚTVARPS VINSÆLDAR- LISTANA 1981 OG SVONA LÍTUR HANN ÚT: 1. Af litlum neista — Pálmi Gunnarsson 2. Stolt siglir fleyiö mitt — Áhöfnin á Halastjörnunni 3. Traustur vinur — Upplyfting 4. Ég fer í fríið — Þorgeir Ástvaldsson og Sumargleðin 5. Skammastur þin svo — Þórhallur Sigurðsson 6 Prins Póló — Magnús Ölafsson og Sumargleðin 7. Búkolla----- Þórhallur Sigurðsson 8. Endurfundir — Upplyfting 9. Ut á hafið bláa — Hermann Gunn- arsson og Ahöfnin á Halastjörnunni 10. Við freistingum gæt þin — Haukur Morthens og Mezzoforte 11. Litla flugan — Björgvin Halldórsson 12. Seinna meir — Start 13. Siglt i norður — Örvar Kristjánsson 14. Sönn ást — Björgvin Halldórsson 15. Eftir ballið — Miðaldamenn 16. Sigurður var sjómaður — Utangarðsmenn 17. Stjörnuhrap — Mezzoforte 18. Jón spæó — Þórhallur Sigurðsson 19. Sagan af Nínu og Geira — Björgvin Halldórsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Brimkló 20. Þjóðvegurinn — Brimkló 21. Á áfangastaö — Pálmi Gunnarssoh 22. Nú liggur vel á mér — Lummurnar 23. Fréttaauki — Guðmundur Benediktsson 24. Söngur veiðimannsins — Hermann Gunnarsson 25. Vikivaki — Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar • Þú færð vinsælustu lög síðasta árs á plötunni. • „Næst á dagskrá“ í flutningi okkar vinsælustu tónlistarmanna. • „Næst á dagskrá“ fæst í næstu hljómplötuverzlun. 'ÉfrKARNABÆR WV Laugavegi 66 — Glæsibæ — AusturstfTU í. r Simi Iré skiptiborói 85055 Heildsöludreifing sUinor hf Símar 85742 — 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.