Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Alltaf er blessuð ullin jafn vinsæl íslenska ullin er þekkt gæða- vara og hefur um langan aldur verið ákaflega eftirsótt. Á síðustu árum hafa fleiri og fleiri aðilar framleitt og flutt út íslenskar ull- arvörur og hvarvetna hafa þær hlotið hinar bestu móttökur. Auð- vitað geta gæðin verið misjöfn, en hin íslensku fyrirtæki, sem standa í þessum útflutningi, gera sér far um að selja aðeins fyrsta flokks vöru og forráðamenn þessara fyrirtækja gera sér ljóst, að svo verður að vera, ef vinna á upp góð- an markað erlendis. Hins vegar er það því miður staðreynd, að ekki er alltaf unnt að standa við gefin loforð, þ.e.a.s. að varan er ekki alltaf afgreidd á áður lofuðum tíma. Slíkt gerir það auðvitað að verkum, að erlendir kaupendur vantreysta hinum ís- lensku framleiðendum og sölu- mönnum, og eins og allir vita, gengur slíkt ekki í svona viðskipt- um. Gagnkvæmt traust og upp- fylling gefinna loforða er frum- skilyrði þess að góð viðskiptasam- bönd geti komist á. En þetta heyr- ir til allrar hamingju til undan- tekninga, en samt ættu íslenskir framleiðendur að standa betur á bak við sölumenn sína erlendis og styðja þá með því að lofa ekki upp í ermina á sér og geta ekki afgreitt pantanir, sem sölumaðurinn í bestu trú er búinn að lofa. Með öðrum orðum, framleiðendur og seljendur hér heima verða að styðja umboðsmenn sína og sölu- menn erlendis með öllum ráðum. Nýtt fyrirtæki íslensk fyrirtæki, sem hafa með útflutning á ullarvarningi að gera. skjóta upp kollinum um alla Evr- ópu. Eitt slíkt, umboðsfyrirtækið ISPRO (stytting úr Islandsk Pro- duktion) sá dagsins ljós í Kaup- mannahöfn í apríl í vor. Eigendur ISPRO eru félagarnir Ólafur Ragnarsson og Baldvin R. Baldvinsson, báðir 22 ára og úr Reykjavík. Þeir eru með söluum- boð fyrir Les-prjón og ennfremur leita þeir fyrir sér um sölu á ís- lenskum skinnavörum og á öðrum sviðum. Ólafur og Baldvin hafa einmitt nú nýlega fengið fasta sýningar- deild í stærstu sýningarhöll Norð- urlanda, Bella Center í Kaup- mannahöfn. Deild þeirra er á hinni svonefndu „permanent trade rnart" í Bella Center og er alltaf opin sýningargestum, hvaða sýn- ingar sem svo eru í höllinni. Það er reyndar fyrirtækið Stand-deko, sem er í eigu íslendinganna Hans Björnssonar og Björns Árnasonar, sem séð hefur um hina smekklegu innréttingu sýningardeildarinnar. Þeir félagar, Baldvin og Ólafur, sem reyndar hafa þekkst síðan þeir gengu í barnaskóla, hafa búið í Danmörku meira og minna sl. þrjú ár og vinna nú að því að byggja fyrirtæki sitt upp. Baldvin hefur verslunarskólamenntun, en hefur auk þess unnið mikið við vélprjón, og Ólafur er menntaður frá verslunardeild gagnfræða- skóla og hefur auk þess stundað og lokið námi í sölumennsku hjá danska fyrirtækinu Christian Bruhn. Fleiri litir „Málið er í dag, að flestir ís- lenskir ullarfatnaðarframleiðend- ur, halda sig við sauðalitina, svo til eingöngu. Þótt sauðalitirnir séu að sjálfsögðu alltaf vinsælir og sí- gildir og eigi allsstaðar við, þá hefur viðskiptavinurinn líka áhuga fyrir öðrum litum. Enda eru nokkrir framleiðendur farnir að taka við sér og nota nú fleiri liti. Sem dæmi má taka bláan grunnlit með marglitum íslensk- um mynstrum. Þetta hefur Les- prjón gert og við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir, sem sýna að viðskiptavinirnir hafa greini- lega mikinn áhuga á hinni litríku stefnu. Unga fólkið í dag vill klæð- ast litríkum fatnaði og þá er að koma til móts við þær óskir," segja Baldur og Ólafur. Þeir telja ennfremur að markaðurinn fyrir hina sígildu sauðalitaframleiðslu sé að mettast, t.d. hafi þessi mark- aður náð hámarki á sl. ári. Margir möguleikar „Við erum lengi búnir að vera með stofnun þessa fyrirtækis okkar í bígerð og það er líka margt, sem okkur langar til að reyna annað en umboð fyrir ull- arvörur. Við viljum ekki koma nánar inn á það hér, það verður tíminn að leiða í ljós,“ segja þeir. Þeir félagar telja ekki að Dan- mörk sé of góður markaður fyrir íslenska ull, þ.e.a.s. það eru ekki Danir sjálfir sem kaupa þessa framleiðslu, heldur eru það mest erlendir ferðamenn er til Dana- veldis koma. „Við höfum farið í nokkrar söluferðir hér, mest reyndar til Jótlands, og það hefur gengið framar öllum vonum. Einnig hafa ferðir þessar opnað fyrir okkur aðrar leiðir og við lær- um mikið á þessu, fyrir utan hve þetta er þroskandi og það hefur ekki svo lítið að segja. Svo sem kunnugt er, var hér geysistór tískufatnaðarsýning í byrjun september. Við getum ekki sagt nákvæmlega til um hvað við fengum út úr þessari sýningu, þar sem niðurstöður liggja ekki end- Tveir framtakssamir ungir íslend- ingar stofna fyrirtæki í Kaupmanna- höfn og selja meðal annars vinsælan íslenskan ullarfatnað. anlega fyrir enn, en við vitum að okkar útkoma er mjög jákvæð miðað við aðra íslenska aðila sem sýndu og seldu ullarfatnað hér í Kaupmannahöfn á umræddri sýn- ingu. Við erum ekki hræddir við danska aðila sem sýna og selja ull- arfatnað, hreinlega vegna þess að dönsku vörurnar eru ekki nærri eins góðar og þær íslensku. Þessa dagana vinnum við að því að fylgja eftir öllum þeim fyrir- spurnum, sem við fengum á sýn- ingunni og erum að auki komnir vel á veg með stóra við- skiptavinaskrá." 63 Góð þjónusta Og Ölafur og Baldvin halda áfram að segja frá: „Við erum mjög ánægðir yfir að vera komnir hér inn í Bella Center, því að sjálfsögðu getum við ekki alltaf verið við í okkar deild, sérstaklega ekki þegar við erum í söluferða- lögum og þess vegna er þjónustan í BC ómetanleg. Við höfum t.d. að- gang að telex, það er tekið á móti öllum skilaboðum til eða frá okkur og margt fleira. Þetta gerir við- skiptin bæði auðveldari og mun fljótlegri. Við erum að byggja upp nýtt fyrirtæki og höfum heilmikið af ólíkum hugmyndum, sem enn eru í mótun. En það hefur geysilega mikið að segja að geta boðið upp á snögga og góða afgreiðslu á þeim vörum sem við höfum umboð fyrir. Því miður höfum við rekið okkur á að sumir innkaupendur vantreysta Islendingum, því það hefur svo oft komið fyrir að þeir standa ekki við gefin loforð um afgreiðslu á pönt- uðum vörum. Þetta forðumst við eins og heitan eldinn og gefum aldrei nein loforð um afgreiðslu, nema við séum 100% vissir um að geta staðið við þau. Hingað til hef- ur það alltaf gengið vel, Les-prjón hefur alltaf staðið við það sem þeir lofa, svo við höfum ekki átt í neinum vandræðum. Framtíðin? Ja, við höfum áhuga á mörgu og t.d. mun Les-prjón taka áðurnefnda sýningardeild í Bella Center alveg að sér þegar frá líður, einmitt vegna þess að við erum að leita fyrir okkur á öðrum sviðum. Svo verður tíminn að sýna hvernig okkur tekst til. Við erum líka að reyna fyrir okkur í öðrum löndum, því eins og við áður höf- um sagt, möguleikarnir eru marg- ir ...? Texti: Gudný Bergsdóttir •Ryðvörn er innifalin í verði. Hjá öðrum eru gæði nýjungr hjáVohrahefð! 343 DL 345 DL Á meöan aðrir bjóða Jitla bíla" á u.bb. 150.000 krónur bjóðum við Volvo 340 í bremur mis- munandi útfærslum. Þetta eru dæmigerðirVolvoar, barsem gæðin sitja í fyrirrúmi, en verðið er lægra en flestir gera sér í hugarlund. Þaðerekkiáhverjum degi, að bú getur fest kaup á nýjum Volvo fyrir lægra verð en almennt gerist og gengur á bílamarkaðnum. Volvo 340 bílarnir eru allir fram- Volvo B14. Það er snörp vél og lipur, 70 hestöfl DIN. B14er hljóðlát og viðbragsðgóð 1,41 vél. Hinn kosturinn heitir Volvo B19. Það er kraftmeiri vél, sem margir sækjast eftir. B19 er 95 hesöfl DIN og 2 lítra. leiddir samkvæmt gæða og öryggiskröfum Volvo - munur- inn liggur í hurðum, innrétt- ingum, hestöflum og gírkassa. Þú getur valið á milli 2ja vélar- stærða í Volvo 343 og 345. Annars vegar er um að ræða Volvo 340 bílarnir eru allir bein- skiptir, - með 4ra gíra Volvo gír- kassa. Þá má einnig fá bílana sjálfskipta. Bæði beinskiptu og sjálfskiptu gírkassarnir eru við afturöxul, en bað er einmitt lykillinn að frábærum byngdar- hlutföllum Volvo 340.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.