Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 37 FLUTNINGAR UM STOFNLÍNUKERFIÐ Á MESTA ALA6STÍMA NOROURLAND V40 MW I9MW N> |VESTURLAND | | AUSTURLAND | I29MW \/ 83MW V PFRAML 8I5 MW | SUOURLAND J PÁLAG 766 MW 1987 BLANDA ______________ NORÐURLAND /J^MW 23MW^ | VESTURLAND | | AUSTURLAND | I^MMW 76MW^J PPRAML. 922 MW | SUÐURLAND □ PALAG 883 MW Hér eru dregnar upp myndir af álagi á stofnlínukerfið á mesta álagstíma. Efri hlutinn sýnir hvernig mestur hluti orkunnar kemur frá Suðurlandi og er fluttur norður um, en á neðri hlutanum má sjá hvernig flutningarnir breytast, t.d. eftir tilkomu Blönduvirkjunar og sést hvernig hlutfollin hafa jafnast. núverandi ríkisstjórnar tókst að fá þessi atriði viðurkennd og þessi breyting ásamt minnkandi orku- vinnslu með dieselstöðvum, auk- inni samtengingu og hækkuðu verðjöfnunargjaldi úr 13% í 19% hefur lagfært fjárhag okkar nokk- uð. í átt til verðjöfnunar Á síðustu 3 til 4 árum hefur okkur miðað verulega í áttina að verðjöfnun. Munurinn á taxta Rarik og Rafmagnsveitu Reykja- víkur til heimilisnota var 86% í ágúst 1978, en þessi munur er nú- kominn niður í um 24%. Almennt má segja að raforkuverð hjá Rarik sé orðið svipað og hjá öðrum raf- veitum. Ekki skal ég segja hvort rétt sé að stefna að algjörri verð- jöfnun, en nefna má að með bætt- um fjárhag og fullri þátttöku rík- issjóðs í félagslegum framkvæmd- um væri hægt að miða að því að fella verðjöfnunargjaldið hiður í áföngum. Annað, sem nefna má í sam- bandi við bættan fjárhag, er stórbætt innheimtukerfi og við stefnum einnig að því að auka tölvuvæðingu, sem gerir okkur kleift að auka hagræðingu, auð- velda alla áætlanagerð og ætti að stuðla að meiri hagkvæmni í rekstrinum. Reksturinn hefur staðið í járn- um síðustu árin, en tap er þó á síðasta ári þar sem ekki fengust nægar gjaldskrárhækkanir. Við þurfum því talsverða hækkun um- fram verðbólgu á þessu ári til að ná rekstrarjöfnuði. Einnig vantar okkur mikið upp á að nægt fjár- magn fáist til að bæta aðstöðu starfsmanna Rarik til að sinna verkefnum sínum. Við erfiðar að- stæður reynir mjög á hæfni manna og tækjabúnað, en við höf- um á að skipa góðu og vel reyndu starfsliði. Næstu virkjanir Rafmagnsveiturnar hafa í um- boði iðnaðarráðuneytisins unnið að undirbúningi Blönduvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar í samráði við Orkustofnun, Landvirkjun og fleiri aðila og er verkhönnun þeirra beggja nú að ljúka. Samið hefur verið við heimamenn vegna Fljótsdalsvirkjunar, en samningar vegna Blönduvirkjunar standa yf- ir sem kunnugt er. — Lög um orkuver frá 1980 og raforkuspá segja að með almennri notkun og nokkurri stóriðju þurfi næsta virkjun að komast í gagnið árið 1987. Á næstu 10—15 árum er talin þörf á 2—3 stórvirkjunum til að geta annað almennri eftirspurn auk stóriðju. Verði lítið um orkufrekan iðnað má hægja á þessari uppbyggingu. En þetta er spurning um iðnaðarstefnu okkar og uppbyggingu. Hins vegar lítum við hjá Rafmagnsveitunum svo á að nauðsynlegt sé að virkja næst annars staðar en á Suðurlandi. Okkur er nauðsynlegt að tryggja betur veitukerfið og við viljum stefna að því að dreifa virkjunum um landið til að þetta öryggi fáist. Þegar þeim áfanga hefur verið náð eru frekari virkjunarmöguleikar á Suðurlandi, við getum virkjað frekar á Þjórsár- og Tungnaár- svæðinu, t.d. stækkað Búrfells- stöðina. Um 10% vatnsaflsins nýtt En hversu lengi getum við virkj- að? — í dag er talið að við höfum nýtt um 10% af virkjanamögu- leikum okkar í vatnsafli, sem eru 25—30 þús. gigawattstundir og er þá tekið nokkurt tillit til náttúru- verndarsjónarmiða. Við eigum því miklar auðlindir ónotaðar i vatns- aflinu, sem og í jarðhitanum. Jarðhitinn hefur aðallega verið talinn hagkvæmur til húshitunar, en hagnýting hans til raforku- vinnslu hófst 1969 í jarðgufustöð Laxárvirkjunar í Bjarnarflagi og síðan með tilkomu Kröfluvirkjun- ar, en rekstur hennar og frekari orkuöflunarframkvæmdir þar eru á vegum Rafmagnsveitna ríkisins. Þar höfum við lent í erfiðleikum, eins og kunnugt er, en jafnframt öðlast mjög dýrmæta reynslu, sem spurst hefur verið fyrir um víða erlendis og við því kynnt á ýmsum j arðhitaráðstef num. Erum við þá vel á vegi stödd hvað varðar orkumál? — íslendingar eru vel staddir hvað orku snertir, við eigum mikið af óbeislaðri vatnsorku og jarð- hita og við erum ekki háð kolum eða kjarnorku til raforkuvinnslu eins og sumar þjóðir eru í dag eða verða brátt. Við erum skemmra á veg komin með samtengingu og uppbyggingu raforkukerfisins og er ástæðan fyrst og fremst hvað við erum fá og búum dreift í stóru landi, en orkuflutningskerfi okkar stendur allt til bóta og mun styrkjast á næstu árum ef fer sem horfir. Útflutningur nær útilokaður Er orka okkar útflutningsvara? — Þar sem Island er eyja og það langt frá öðrum löndum er nær útilokað að hagkvæmt sé að flytja raforku héðan. Sæstrengur yrði vart nógu öruggur og hagkvæmur, en flest Evrópulönd selja orku sín á milli og Danir hafa mikil raf- orkuviðskipti við Noreg, Svíþjóð og V-Þýskaland ef eitt dæmi er nefnt af mörgum. En hvernig nýtum við orku, ætt- um við t.d. að stefna að því að hér yrðu aðeins notaðir rafmagnsbíl- ar? — Eflaust munu rafmagnsbílar ryðja sér til rúma á næstu árum eftir að hafin verður á þeim fjöldaframleiðsla. En aðallega eig- um við að nýta orkuauðlindir landsins til að bæta lífskjörin með því að hagnýta þær í auknum iðn- aði. Að lokum greinir Kristján Jónsson nokkuð frá þeim viðræð- um sem nú standa yfir milli stjórnvalda og Landsvirkjunar, en þær snerta breytta verkaskiptingu milli Rarik og Landsvirkjunar. — Rarik hefur verið falið að annast byggingu og rekstur byggðalínunnar og nú er verið að kanna hvort hentugra væri að reka aðeins eitt aðalorkuöflunar- fyrirtæki, Landsvirkjun, sem einnig sæi um byggðalínur og seldi orku til dreifingarfyrirtækja, t.d. Rarik o.fl. Hugmyndin er að Landsvirkjun reisi og reki næstu virkjanir og taki við frekari upp- byggingu og rekstri byggðalín- anna, en starfsmenn Rarik, sem eru dreifðir um allt land, gætu eft- ir sem áður annast viðhald og stjórn ýmissa þátta í byggðalínu- kerfinu samkvæmt sérstökum samningum milli fyrirtækjanna. Núverandi skipan mála er heldur flókin og er því talið nauðsynlegt að huga að endurbótum. Verðlækkun á veiðarfærum Viö bjóöum nú verulega verölækkun á útgeröarvör- um frá COTESI í Portúgal svo sem botnvörpuneti til afgreiöslu beint úr Tollvörugeymslu, tilbúnum botn- vörpum og hlutum í þær, blýteinum fyrir þorskanet, bólfæranet, landfestatógi o.fl. Togvír (vinstri og hærri snúinn) og vinnsluvír frá SCOTTISH WIRE ROPE í Skotlandi bjóöum viö einn- ig beint úr tollvörugeymslu. MÁRCO hf. Símar 13480 — 15953. rrt r i • i i j /'á Tonlistarhatið í tilefni 50 ára afmælis Félags íslenzkra hljómlistarmanna í Reykjavík 22.-27. febrúar 1982 MÁNUDAGUR 22. FEBRUAR Lækjartorg Kl. 17.30 Lúörasveitin Svanur leikur. Stjórnandi Sæ- björn Jónsson Kl. 19.00 Húsið opnað Kvöldveröur Fisksúpa Fats Waller Aligrísakótilettur Alto Kl. 19.30 Lúörasveitin Svanur leikur Kl. 20.00 Borðmúsík Kl. 21.00 Tónleikar Rifjuö upp saga áranna 1972—1982 Fram koma m.a.: Brimkló — Friðryk — Start — Þursaflokkurinn — Pelikan — Mezzoforte — Þeyr — Þrumuvagninn — Grýlurnar Kynnir og sögumaöur: Þorgeir Ástvaldsson Hljómsveit kvöldsins: Pónik. Miðasala og borðapantanir frá kl. 1—6 a morgun og við innganginn. . Laufásvegi 40. skritstofu FÍH. Aðgöngumiðaverð kr. 50,^ Lifandi „ tónlist fyrir lifandi fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.