Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Vissir þú? Vissir þú aö meqin ástæða slaks námsárangurs er lítill lestrarhraöi? Skelltu þér nú á hraölestrarnám- skeiö og skjóttu skólafélögum þínum ref fyrir rass. Skráning í dag í síma 16258 kl. 15.00 til 19.00. Hradlestrarskólinn BOR-útihurðir Sænsku Bor-útihurðirnar eru einangraðar. 5 geröir úr teak fyrirliggjandi og veröiö sérstaklega hagstætt. Einníg nýkomnar sauna-huröir. VALD. POULSENI SUÐURLANDSBRAUT 10 3Ími 86499 í ótrúlegu úrvali. Glæsilegar viðarþiljur úr eik, aski, furu og oreg- on-pine. ÞORSTEINN Viggósson íslenski skemmtistaðaeigandinn í Kaupmannahöfn hafði veg og vanda af því að Ivan Rebroff kæmi hingað til landsins í annað sinn á stuttum tíma. Þorsteinn er athafnamaður mikill, seldi næturklúbbana sína svo úti í Kaupmannahöfn, Pussycat og Bonaparte fyrir þremur árum, en keypti þá aftur fyrir stuttu síðan því nýju eigendunum tókst ekki að halda rekstrinum á klúbbunum án taps. Því varð Þorsteinn að taka við þeim aftur og segir hann að reksturinn sé allur að braggast. hann hefur breytt Pussycat í enskan pöbb og Bonaparte í einskonar nýbylgjustað. „Eriendar hljóm- sveitir hafa mikinn áhuga á að koma til íslands“ „Ekki pönk,“ segir Þorsteinn í samtali við Mbl. „Því ég vil ekki kalla það fólk sem klæðir sig öðruvísi en aðrir og málar sig öðruvísi og hagar sér öðruvísi, pönkara." Þorsteinn segir að diskótekin eigi enga framtíð fyrir sér lengur og bætir því við að hans staður Pussycat hafi verið eitt elsta diskótek í Kaup- mannahöfn. „Þar var reksturinn eins og á Islandi, allur byggður upp á helgum." Það var oft róstursamt í næt- urklúbbunum hans Þorsteins heyrðist hér uppi á Islandi. Er fólkið farið að róast? „Þegar 70 prósent af gestum enska pöbbs- ins til dæmis, eru Englendingar, Irar og Skotar getur það aldrei orðið rólegt," segir Þorsteinn. En Þorsteinn hefur gert meira en átt skemmtistaði úti í Dan- mörku. Hann hefur ötull við það allra síðustu ár að fá hingað til lands hljómsveitir og hljómlist- armenn til Islands. En hvað er helst í vegi fyrir því að hingað komi stórar þekktar hljómsveit- ir og spili fyrir mörlandann það sem best gerist úti í heimi? „Ég held það sé mest kostnað- urinn við flutning á hljómflutn- ingsgræjum, sem fæla hljóm- sveitir frá Islandi. ísland er nú einu sinni úti í miðjum Atlantsál og eg get nefnt sem dæmi að ég hef verið að reyna að gera samn- ing við hljómsveit sem heitir UB 40, en kostnaðurinn við að flytja hljómflutningstæki þeirra til landsins og út aftur er 200.000 krónur íslenskar. Þeir eru 22 sem eru með hljómsveitinni þar af átta á sviði, þegar flutnings- kostnaður er orðinn svona mikill þá er enginn grundvöllur lengur fyrir því að fá þá hingað. Umboðsmenn Rod Stewarts hafa beðið mig um að kanna möguleikana á því að koma Rod til landsins og ég var beðinn um að gera kostnaðaráætlun þar að lútandi. Ég er að vinna við þessa áætlun núna og get ekkert sagt um hana ennþá. Ég læt um- boðsmenn Rods hafa hana þegar ég fer út og þá láta þeir vita hvort hann kemur eða ekki. Það er enginn staður hér, sem myndi rýma nógu marga fyrir þessa tónleika ef af þeim verður, þann- ig að þetta yrðu sennilega að vera útitónleikar. Og þeir myndu þurfa að flytja hingað fimm til sex tonn af hljóðfærum og græj- um ýmiss konar, sem er ekkert óalgengt hjá þessum stóru hljómsveitum, þannig að það kemur eflaust til með að kosta einhverja fúlgu að fá Rod. Hér á Islandi eru ekki nokkrar græjur sem þessar stóru þekktu hljómsveitir geta sætt sig við að nota og það einn hluturinn sem gerir erfitt fyrir með að fá þess- ar hljómsveitir hingað. - rætt við Þorstein Viggóson Svo er líka annað það, að hljómsveitirnar vilja halda miðaverðinu niðri. Breska hljómsveitin Police fyllti 6000 manna hús úti í Danmörku, nokkuð sem hefur ekki gerst síð- an Rolling Stones komu þangað. En piltarnir í Police ákváðu miðaverðið og vildu ekki hafa það hærra en 90 krónur miðinn. Þeir viija hafa miðann ódýran vegna þess að þeir eru að hugsa um plötusöluna. Þeir reikna með því að megnið af þeim sem komi á hljómleika hjá þeim kaupi plötu þeirra og þess vegna hafa þeir miðaverðið lágt til að fá sem flesta. Enn ein ástæðan fyrir því að hingað koma ekki hljómsveitir, er hve markaðurinn á íslandi er lítill og önnur til er íslenska verðbólgan. Ég geri þannig samning við Rebroff til dæmis að allir eru ánægðir. En svo kemur gengisfelling, heppni ef það er bara ein, svo dettur kannski niður flug og það þarf að senda eftir honum og á end- anum er settur skattur ofan á allt heila fyrirtækið. Ég sagði þeim hjá UB 40, en þeir munu koma til með að ráða miðaverð- inu, og vilja náttúrulega halda því niðri, að þeir mættu búast við tveimur gengisfellingum á milli þess sem samningur er undirritaður og þess að þeir stígi niður fæti hér á íslandi. Ég get fengið þær hljómsveitir sem ég vil til að koma hingað til landsins. Spurningin er um pen- inga eins og komið hefur fram og aðstöðu. Hér vantar tilfinnan- lega húsnæði undir stjóra hljómsveitir. Hús sem tekur 3000—5000 manns til dæmis. Úti í Gautaborg er hljómleikahús með bekki og sæti fyrir 14.000 manns og það tekur einn mann aðeins tvo til þrjá tíma að koma sætunum fyrir. Þetta vantar al- veg hér heima. Fyrir utan UB 40, Rod Stewart og Rebroff veit ég að hafa áhuga á að koma hingað hljómsveitir eins og Duran Duran, Adam and the Ants og Eric Clapton. Ég held jafnvel að það sé ekki nema tímaspursmál hvenær Clapton kemur hingað. Ætli það verði ekki þegar hann leggur upp í næstu hljómleikaferð. Það væri erfitt að fá hingað mann eins og Cliff Richard til dæmis. Það hefur verið reiknað út að ef hann Jcæmi og syngi á Broadway hans Laufdals þá myndi miðinn þurfa að kosta ekki minna en 1500 krónur ís- lenskar og þá myndu menn koma út á sléttu. Ég þekki hvað hann vill fá í kaup, og hver myndi borga 1500 krónur til að fara að sjá Cliff Richard syngja, þó hann sé góður. Nýbylgjan er það sem gildir úti í Danmörku nú á dögum. Tónlistarsmekkur Islendinga og ungmenna þá sérstaklega, er ólíkur smekk þeirra úti í Dan- mörku. Islensk ungmenni finn- ast mér vita miklu meira um tónlist og það sem er að gerast í tónlistarheiminum yfirleitt, en þau dönsku. Hér á íslandi hefur unga fólkið meiri smekk fyrir hörðu tónlistinni og ég hef tekið eftir því að tónlistin hér er miklu frjálslegri og fjölbreyttari en hjá sama aldursflokki úti í Danmörku. Skemmtanalíf hér er líka miklu fjörugra og það er meira líf hér á milli blaða og tónlistarmanna og plötuútgef- enda. Hér er fólk vel upplýst um 'tónlistina og áheyrendurnir eru áhugasamir. Skemmtanalífið hér er mjög fjörugt, þó Islend- ingum þyki það kannski ekkert sérstakt. Umboðsmaðurinn Niels Wink- ers sá sem fékk Bítlana til Dan- merkur í fyrsta sinnið, var hér á íslandi um daginn og hann trúði mér ekki þegar ég sagði honum frá öllu skemmtanalífinu hér á íslandi. Annars er minn draumur að hafa hér á Islandi nokkurskonar Woodstock-hátíð. Safna saman hingað til lands mörgum þekkt- um hljómsveitum og hljómlist- armönnum erlendum og innlend- um og halda þriggja daga hljómleika í einhverjum dal hér nálægt Reykjavík," sagi Þor- steinn í lokin. — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.