Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 K—■yI Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR l>að er ekki hægt að láta bollu- daginn fara fram hjá sér, án þess ad gera honum nokkur skil. Og auðvitað að halda uppi áróðri fyrir heimabökuðum bollum. I*að er ekki erfitt. I>ær eru ódýrar, og þið getið þá haft þær eftir ykkar höfði. Kg er afar hrifin af litlum og nett- um bollum og vil því gera hlut þeirra sem mestan. Slíkar heima- gerðar bollur veita ekki eins mikla magafyllingu og stórar, keyptar bollur, en þær gefa ckki síðri lífs- fyllingu. Mannskepnan fær yfir leitt meira út úr því sem hún býr til sjálf hcldur en því sem kcypt er tilbúið, ekki satt? Bollubakstur er einkar ánægju- leg iðja, svona einu sinni á ári, og sjálfsagt að búa sér til einhverjar siðvenjur í þeim efnum, t.d. að fá einhvern eða einhverja til að staðinn fyrir smjör, því þá losn- ar maður við að bræða smjörið. Sólblómaolía er ekki lakleg í bollurnar, auk þess sem hún þykir nokkuð hollustusamleg. Eggin, eitt eða tvö, gera bollurn- ar léttari en ella. Nú svo set ég gjarnan örlítið af heilhveiti saman við, bæði vegna bragðsins og svo vegna útlitsins, því með svolitlu af heilhveiti verða boll- urnar brúnar og hraustlegar. Ég mæli sem sagt mjög með heil- hveitiviðbótinni þótt hún sé fræðilega séð ekki ómissandi. 'k 1 volg mjólk, allt að 37° heit, eða vatn og mjólk til helminga, 50 gr. ger, 3—5 msk. hunang, ‘k — % dl matarolía eða 50—75 gr. brætt smjör, 1-2 egg, ca. 15 dl hveiti, þar af gjarnan 2xk dl heilhveiti. 1) Hellið saman í skál mjólkinni, eða mjólkurblandinu, hunang- inu, egginu eða eggjunum og feitinni. Myljið svo gerið út í og hrærið í, þannig að það leysist nokkurn veginn upp. 2) Bætið nú hveitinu við, fyrst heilhveitinu, ef þið notið það, og síðan þannig að þið byrjið á að setja um 14 dl af hveiti í. Hnoðið nú og bætið við hveiti, þar til að 4) Setjið ofninn á 250°. 5) Setjið bollurnar í fullheitan ofninn og bakið þær í 8—10 mín., eða þar til ilminn leggur út úr ofninum, og þær eru orðnar fagurgylltar á að líta. Þá eru þær væntanlega bakaðar. Það er þetta með bökunartimann, sem er alltaf smá álitamál. Bollurnar eru misþykkar hjá hverjum og einum, ofnar eru ekki eins. Því er ágæt regla að fulltreysta aldr- ei bökunartímanum, heldur fylgjast með því sem er í ofnin- um. Bökunartími hlýtur alltaf að vera leiðbeining, fremur en hinn endanlegi sannleikur. Og svo er að láta bollurnar kólna, áður en þær eru skornar og fyllt- ar, því þær klessast gjörsamlega ef þið gerið tilraun til að skera þær volgar, eða heitari en það. Þá er aðeins eftir að velja nokkr- ar gómsætar fyllingar. Ef ykkur finnst uppskriftin óþarflega stór, er enginn vandi að deila með tveimur og helm- inga hana. En athugið að það er lítið meira verk að baka heila uppskrift en hálfa, svo það borg- ar sig þá betur að frysta helm- inginn af bollunum, ef þið hafið tök á því. Einnig er hægt að setja helminginn af deiginu í kæliskáp, eftir að það er hnoðað í fyrsta skipti, og baka úr því daginn eftir. Ef það stendur mikið lengur en 1 sólarhring í hverja bollu. En hvers vegna vatnið? Jú, það hefur þau áhrif að það er auðveldara að smyrja hunanginu á, og lagið verður jafnara. Venjulegu bollurnar hérna að ofan hafa ekkert slæmt af svona meðferð, því þannig verða þær gljáandi og fallegar á að sjá. Það bókstaflega stirnir á þær eftir hunangsbaðið. Marsipanbollur Auk þess að fylla bollur með marsipanrjóma, sem er lystilega gott, er tilvalið að setja marsip- an inn í bolludeig og baka. Slíkar bollur eru beztar volgar, e.t.v. með rjóma ef ykkur sýnist svo. Þið getið notað hvort sem er venjulegt bolludeig eða rúsínu- bolludeigið á undan. Þið hrærið þá marsipan til helminga með flórsykri, og bragðbætið það kannski með víni, ávaxtasafa eða kryddi. Kanell fer t.d. einkar vel við marsipan. Sömuleiðis sultaður engifer. Ef þið eruð t.d. með 200 gr af marsipani getið þið sett allt að 100 gr af flórsykri saman við. Þetta er þó auðvitað algjör- lega smekksatriði. Ef ykkur sýn- ist svo getið þið hrært svolitlu smjöri saman við marsipanið. Það er gjarnan gert þegar það er Bolludagurinn deigið loðir vel saman og festist ekki við hendur ykkar og það annað sem deig á festir. Það er nokkuð misjafnt hvað þarf af hveiti, og það getur vel verið að þið þurfið meira en þessa 15 dl. En auðvitað látið þið það ekki hafa nein áhrif á ykkar sálarró. Og nú er bara að hnoða rösklega, svo að deigið verði slétt og sprungulaust. Þá er það sett í skál eða plastpoka og látið lyfta sér í a.m.k. 1 klst., en gjarna lengur. Það er oft talað um að deigið eigi að tvöfaldast að rúmmáli, svo þar hafið þið ein- hverja viðmiðun. 3) Þegar deigið er útblásið og fínt er það tekið enn á ný og hnoðað. Svona sætabrauðsdeig lyfta sér auðveldlega, því gerinu líður vel í návist sykursins, svo að þið þurfið ekki að slíta ykkur út við hnoðunina. Mótið nú deig- ið í litlar bollur og setjið þær á smurða plötu. Stærð bollanna er auðvitað smekksatriði. Ég kýs að hafa þær litlar og penar, svo að ein bolla geri ekki alveg út af við bollulystina. Bezt finnst mér að hafa þær fremur flatar og þunnar, því þær lyfta sér vel, og það er viðráðanlegra að fylla flatar bollur en háar og typptar. Það er jafnvel hægt að fletja deigið út og stinga bollurnar út eins og smákökur. Nú eiga boll- urnar (þessar litlu og penu) enn að lyfta sér á plötunni og þá í allt að 30 mín., eða þar til þið sjáið að þær hafa lyft sér svo um munar og eru að verða loft- kenndar. hjálpa til. Þar eru börnin fremst í flokki ákafra aðstoðarmanna. Sem sagt, hugsið ykkur vel um áður en þið takið ákvörðun um að kaupa bollur. Er alveg víst að þið haílð efni á að missa af ánægjunni við að búa til og borða eigin bollur? llppskriftirnar af venjulegum bollum og rúsínubollum sem birt- ast hér á eftir eru þær sömu og í fyrra. Auk þess fylgja ábendingar og hugmyndir í viðbót við þær. Góða skemmtun og ánægju- legan bolludag! Bollur (ca. 40 litlar) Hér kemur uppskrift að boll- um, sem síðan er hægt að fylla með góðum rjóma. Ég nota gjarnan hunang til að sæta þær, en þið notið annað sætmeti ef ykkur lízt svo, t.d. púðursykur eða hvítan sykur. Mér finnst þægilegt að nota matarolíu í kæliskápnum, getur það súrnað. Og svo er auðvitað hægt að frysta deigið, þó ég sé aldrei al- veg dús við þá aðferðina, en það er smekksatriði eins og svo margt annað.. Þeir sem ekki þola mjólk og mjólkurvörur geta hæglega sleppt mjólkinni og notað vatn eingöngu, og nota þá auðvitað matarolíu, eða sleppa feitinni al- veg. Þeir sem ekki þola egg geta einnig hæglega sleppt þeim Kúsínubollur Þeir sem kjósa eitthvað annað en þessar hefðbundnu fylltu rjómabollur eða krembollur, geta glatt sig yfir þessum boll- um. Þær eru e.t.v. beztar volgar. Ef það á að skíra þær nákvæm- lega, ættu þær að heita rúsínu- hungangs-kryddbollur, svo þið sjáið þá hvað hér er á ferðum. Það er sannarlega ekki ofmælt að þær eru einkar góðar, svo ekki séu nú notuð sterkari lýs- ingarorð. Kryddið er nefnt sem dæmi, en þið notið auðvitað það sem ykkur líkar. Þið leggið þá til grundvallar deigið hér að ofan, en bætið í: 1 msk. kanel, 4 nýsteyttum negulnöglum, ein tsk. masi (mace) eða svo- litlu af dufti, 'k af nýrifnu múskati eða til- búnu dufti, 200 g rúsínur, 200 g súkkat og orangeat til heiminga. 1) Þessari viðbót bætið þið í vökvann, áður en hveitið er sett í. Síðan er farið að eins og lýst er hér að ofan. Auðvitað er ekkert sem mælir á móti því, að þið fyllið þessar bollur eins og hinar. Þegar bollurnar koma rjúk- andi heitar út úr ofninum, standið þið tilbúin með glas af köldu vatni, hunangskrukku og kökupensil. Síðan bleytið þið pensilinn í vatninu, setjið hun- ang á og penslið bollurnar. Það er ágætt að fara 1—2 umferðir yfir allar bollurnar. Það þarf ekki að dýfa penslinum í eftir notað í kökufyllingar. Enn og aftur smekksatriði. Síðan takið þið svolítið af deigi og þrýstið út í hendi ykkar. Á miðja deigspjötluna setjið þið bita af marsipanfyllingunni og þrýstið svo deiginu eins vel sam- an utan um fyllinguna og þið getið. Setjið svo bollurnar á smurða plötu með samskeytin niður. Þetta er nú allt og sumt. Síðan látið þið deigið lyfta sér eins og venjulega og bakið eins og sagt er um í uppskriftinni. Bollurnar má frysta. En mun- ið að þær eru einna beztar volg- ar... Súkkulaðibollur Auk þess að setja súkkulaði- rjóma í bollur og e.t.v. svolítið bráðið súkkulaði yfir þær, er hægt að baka súkkulaðibita inn í bollunum líkt og gert er við marsipanið hér að ofan. Þetta er franskur siður og tengist bollu- deginum ekki neitt. Þar er þetta einfaldlega ein af þeim sæta- brauðstegundunum sem bakarar bjóða upp á, eða buðu, því súkku- laðihrauðin eru víst eitthvað sjaldséðari nú en áður var. Það voru einkum skólakrakkar, sem sóttu í þessi brauð, þó vafalaust hafi hinir fullorðnu krækt sér í brauð við og við ... Þegar súkkulaðið bakast með bollunum hleypur það svolítið í kekki, en það gefur bara skemmtilegri áferð. Þið farið að eins og lýst er hér að ofan. Takið deigbita, þrýstið honum út í höndunum og setjið súkkulaðimola á pjötluna. Þrýst- ið deiginu vel saman og og reyn- ið að loka súkkulaðið sem best inni. Látið nú bollurnar á smurða plötu með samskeytin niður, látið þær lyfta sér og bak- ið eins og venjulegar bollur. Ef eitthvað flýtur úr bollunum, sem skeður oft, er vandalaust að ýta því inn þegar bollurnar koma úr ofninum. Bollurnar eru langbeztar yl- volgar. Ykkur finnst kannski skrýtin samsetning, hveiti- brauðsdeig og súkkulaði, en ég get fullvissað ykkur um að ef ykkur á annað borð líkar við sætmeti, þá er þetta ekki það lakasta... Krembollur I stað þess að setja krem í bollur, eftir að þær eru bakaðar er hægt að úbúa krem og setja í bolludeigið, eins og áður er lýst með marsipan og súkkulaði. Kremið er þá soðið úr eggjum, sykri, mjólk og hveiti, e.t.v. bragðbætt með vanillu, haft sæmilega þykk, og kælt áður en það er sett í deigið. Sjálf hef ég aldrei reynt þetta, en það eru víða uppskriftir að slíku kremi, svo ef ykkur líst vel á hugmynd- ina, þá er ekkert því til fyrir- stöðu að láta verða af fram- kvæmdum ... Kjómafyllingar Mjúkþeyttur rjómi, bragð- bættur á einhvern hátt, er veru- leg fylling í góðar bollur. Mjúk- þeyttur, því þá bleytir hann boll- urnar svolítið upp. 1 stífþeytt eggjahvíta gerir rjómann léttari og loftmeiri. Rjóminn verður þá heldur ekki eins feitur. Það er ýmislegt hægt að setja í rjómann. Þannig getið þið búið til súkkulaðirjóma, núggat- rjóma, hneturjóma, sulturjóma, mokkarjóma (með kaffidufti), hunangsrjóma og vínrjóma. Karamellubollur Ungur og hugmyndaríkur bolluunnandi nefndi við mig um daginn hvort ekki væri hægt að búa til karmellubollur. Og það er reyndar afbragðs hugmynd. Hér á eftir fylgir uppskrift að kara- mellukremi, sem þið getið hvort heldur sem er blandað saman við þreyttan rjóma, eða sett inn í bolludeig, líkt og súkkulaðið o.fl. Þetta karamellukrem er hið mesta hnossgæti og hentar vel við fleiri tækifæri en bollubakst- ur. Það er afar gott á kökur, bæði eintómt og saman við þeyttan rjóma. Og með heima- tilbúnum ís er það einnig mjög gott, e.t.v. volgt sem sósa. Það geymist vel, en verður hart í kæliskáp. Því þarf að taka það út í tæka tíð áður en það er notað, eða að velgja það aðeins. Eins og þið sjáið þegar nánar er að gáð, þá er þetta hvorki meira né minna en súkkulaði- karamellukrem ... % dl strásykur % dl ljóst síróp K dl rjómi 50 gr. smjör 50 gr. suðusúkkulaði 1) Setjið þetta allt í rúmgóðan pott, helst þykkbotnaðan, og hit- ið. Látið síðan sjóða nokkuð kröftuglega í 4—5 mín. Setjið þá 1 dropa í glas af köldu vatni. Éf dropinn heldur lagi og er mjúk- ur viðkomu, er karamellan hæfi- lega soðin, en annars sjóðið þið hana heldur lengur og reynið svo aftur. Hellið karamellunni í skál og látið hana kólna á eld- húsborðinu. Þá þykknar hún smám saman. En stundum fer svo, að þrátt fyrir aðgæslu verður karamellan of hörð þegar hún kólnar. Þá er reynandi að hita hana aðeins aftur þannig að hún rétt nái að bráðna, en sjóði alls ekki. Bætið síðan svolitlu af rjóma í, eftir að potturinn er tekinn af hitanum. 2—4 msk. geta mýkt karamell- una nægilega, þannig að hún verði hæfilega þykk og mjúk þegar hún kólnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.