Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRUAR 1982 „Trúið á ljósið, til þess að þér verðið ljóssins synir“ Við skulum biðja. Drottinn, þú lífsins og ljóssins Guð, ver með okkur í dag og alla daga. Blessa þessa stund í húsi þínu og vegferð okkar alla. Gef okkur þá yfirvegun hugans og þann frið, sem öllum mönnum er vissulega eðlilegt að þrá, en hjart- að eitt skilur. — Amen — Ihugunarorð mín eru tekin úr þriðja guðspjalli þessa Drottins- dags, sem er hinn annar í níu vikna föstu, úr 12. kafla Jóhannes- arguðspjalls og hljóðar þannig í Jesú nafni: „Þá sagði Jesús við þá: Stutta stund er Ijósið enn á meðal yðar. Gangið meðan þér hafið ljósið, til þess að myrkrið komi ekki yfir yð- ur. Og sá sem gengur í myrkrinu, veit ekki hvert hann fer. Meðan þér hafið Ijósið, þá trúið á ljósið, til þess að þér verðið ljóssins syn- ir. Þetta talaði Jesús og fór burt og fól sig fyrir þeim.“ „Meðan þér hafið ljósið, þá trúið á Ijósið," segir í texta þessa dags. Ilvenær öðlumst við Ijósið eða undir hvaða kringumstæðum? Kr mismun- ur forms og raunveru í því efni? Ég hygg, að seinni spurningunni megi svara bæði játandi og neit- andi, þ.e.a.s., að auðvitað sé formið eitt tóm skurn og næsta brothætt, en hinsvegar búi raunveran í sjálfu forminu, sé vel að gáð, og einstaklingurinn þekki a.m.k. til nokkurrar hlítar sitt eigið sjálf og rætur eða upphaf þess sjálfs. Fyrri spurninguna er vert að skoða nokkuð frekar. Tilvikin eru vafalaust mörg og kringumstæð- urnar misjafnar. Okkur er það þó eðlilegt, íbúum þessara norðlægu slóða, að skynja fegurð ljóssins hvað best, þegar það er fjærst okkur í skammdeginu og njóta þessarar fegurðar því betur sem ferskari er minningin um nýliðið skammdegi. I þessu gæti þó falist sú ályktun, að það þurfi einhvers konar sál- arneyð myrkursins, í beinum eða óbeinum skilningi, og ferska eða sísára minningu um þessa neyð til að við hugleiðum, munum eða skiljum þýðingu ljóssins í skiln- ingi texta þessa dags, að við finn- um návist Drottins og handleiðslu. Hér sýnist næsta lítil ástæða vera til fullyrðinga, en nærtæk eru dæmi, og ég hygg mörgum kunn, af huggun endurnýjaðrar barna- trúar eða alnýrrar trúarreynslu syrgjenda, sem náttúruhamfarir eða áföll þeim fylgjandi hafa lost- ið. En samt er hér ekki vísað á einskonar neyðarúrræði. Það er stutt í tímanum, síðan við, íbúar þessarar borgar, höfð- um miklar náttúruhamfarir að segja má inni í stofu hjá okkur, á sjónvarpsskerminum, hamfarir sem þó til þessa dags voru án ann- ars tjóns en þess sem venjulegir fjármunir fá bætt. Þá hljóp Skaftá og Skeiðará byltist fram, hvort tveggja af margföldu venju- |egu magni og afli og hvort tveggja algerlega handan venju- legra mælieininga hins daglega lífs. Síðan ummyndaðist bæjar- lækur Reykvíkinga, Elliðaárnar, og urðu á einum degi sem stór- fljót, ógnandi og illúðlegt, en kyrrðust síðan í sömu andrá, nán- ast svo sem hendi væri veifað. Hver urðu viðbrögð okkar? Hurfu áhrifin í næstu frétt? Var þetta aðeins sérkennilegt og síðan liðið sjónarspil, næstum góð skrýtla, vorleysing á miðjum þorra, eða snart okkur mikilfeng- leiki þessara hamfara náttúrunn- ar? Fundum við ómæli þeirrar getu sem að baki býr? Settumst við e.t.v. niður og hugleiddum kraft, rúm og tíma, mann, ævi og eilífð? Hér svarar að sjálfsögðu hver fyrir sig og á sitt eigið sálar- uppgjör ef svo ber við. En engu að síður ber okkur á ný að krossgöt- um spurnarinnar. Hvert samband, ef eitthvað, er á milli guðstrúar og venjulegra Kinar Birnir Predikun Einars Birnis, frkvstj. í Dómkirkjunni sl. sunnudag náttúruhamfara, annað en óskin og bænin um að þær sömu ham- farir valdi ekki tjóni? Hve langt er frá mildum sumardegi til miðs- vetrarflóðs í einn stað og frá þess- ari stundu — núinu — til eilífðar- innar í hinn annan staðinn? Er ekki stórflóð mikið aukið eða mesta magn, og er ekki eilífðin lengstur tími? „Stutta stund er ljósið enn á meðal yðar,“ segir í guðspjallinu. Er sú stund liðin eða stendur hún kannski enn? Var hún svona stutt aðeins með við- miðun til hins lengsta tíma? Hér sem oftar má gæta sín og reyna að fara vel með margar merkingar orða og setninga. ★ í fyrsta kafla Jóhannesarguð- spjalls segir svo um Jóhannes skírara: „Ekki var hann ljósið heldur átti hann að vitna um ljós- ið.“ — og síðan segir: „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn." Hér kemur fram þessi merki- lega yfirlýsing, að hið sanna ljós var ekki komið í heiminn, heldur var á leiðinni. Samt voru uppi og höfðu verið uppi um langan aldur menn, sem gátu vitnað um ljósið, menn sem þekktu það og voru í raun og sann ljósberar sjálfir, menn hugleiðslu og víðsýni sinna tíma og allra tíma. Ætli við séum ekki komin æði nærri skýringu hinnar marg- flóknu spurnar? Getur ekki verið, að svarið sé miklu einfaldara en spurningarnar gefa til kynna? Gömlu spekingarnir og lærimeist- ararnir gáfu sér án efa tima til í ró og gát að staldra við og íhuga sitt eigið sjálf og umhverfi. Hvaðan er yfirvegun og viska? Hver stillti fram fegurðinni, trúmennskunni og vináttunni? Og hver lagði manninum kærleikann í brjóst? Eru þetta ekki allt geislar úr litrófi ljóssins? Og ef svo, er þá mannshjartað, sem vissulega á í upphafi, í bernsku hvers manns, hlutdeild allra þessara eiginleika, er það þá ekki móttökustöð ljóss- ins og eiginleikarnir endurskin þess? Hvað köllum við annars guðs- neistann í brjósti mannsins, ef ekki endurskin hins sanna ljóss? Tilheyrandi minn. Ég trúi því, að svona einfalt sé svarið við þeim margbreytilegu spurningum, sem upp geta komið um raunveru hins sanna ljóss og möguleika mann- anna að eiga hlutdeild í því. Að Guð sé „í alheims geimi" og að Guð sé „í sjálfum þér“, eins og Steingrímur Thorsteinsson komst að orði, enda skiljast þá á ný kveðjuorð Jesú við lærisveina sína í síðustu setningu Mattheusar- guðspjalls, og marka lengd stund- arinnar eða samverunnar: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar." ★ Rétt er að muna hér, að nú er ljóst, að endurnýjun trúar eða trú- arstyrks í sorg eða nauð er ekki neyðarúrræði. Þvert á móti er það styrkleikamerki, í raun og sann endurnýjun loga guðsneistans eða skerping lita í litrófi trúarvitund- arinnar. Hitt er svo annað mál, að jafneinfalt og svarið reyndist með allri sinni lífsfylling og marg- breytilegu áhrifum, vaknar æ oftar með manni sá grunur, að hið stöðuga og háværa áreiti nútíma- tækniþjóðfélags gefi manninum sífellt færri tækifæri að njóta fyrirheitanna sem í svarinu búa. Það gefi æ færri tækifæri til að setjast niður og íhuga rök tilver- unnar, til þess rétt sem að skyggn- ast í eigin barm og síðan en ekki síst til þess að eiga kyrra stund með Drottni sínum og Guði eða með orðalagi texta þessa dags, til þess að leita á fund ljóssins. Mér er enda satt að segja til efs, að stórmerki sem fréttir af nátt- úruhamförum eða upplifun nátt- úrufegurðar nái að stöðva okkur af. Hvenær gefum við okkur tíma til hljóðrar íhugunar? Förum við t.d. í stuttar eða langar ferðir án ferðabæna í einu eða öðru formi? Tökum við nýju starfi án þess svo mikið sem að tala til Drottins, að ekki sé minnst á bæn um styrk og handleiðslu, svo dæmi séu tekin úr daglegu lífi? Hér svari að sjálf- sögðu hver fyrir sig og eigi þau svör við sig einan og Guð sinn. En hlýtur ekki fyrsta skrefið í göng- unni út úr myrkrinu að vera að gefa sér tíma til að hlusta eftir rödd hjartans og tíma til að leita á vit ljóssins? „Gangið á meðan þér hafið ljós- ið til þess að myrkrið komi ekki yfir yður.“ „Meðan þér hafið ljósið þá trúið á ljósið til þess að þér verðið ljóss- ins börn.“ Dýrð sé Guði föður, syni og heil- ögum anda um aldir alda. — Amen — GRIKKLAND AÞENUSTRENDUR LANDIÐ HELGA OG EGYPTALAND 15—22 daga ferðir, flogið alla þriðju- daga í sumar Heillandi land sögu og söngva, lands- lagsfegurðar og baöstranda. Búiö á glæsilegum hótelum og íbúðum á eftir- sóftustu baðstrandarbæjunum við Aþenustrendur, skammt frá Aþenuborg, sem býöur upp á ótal margt, sem heillar feröafólk. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferöir með íslenskum farar- stjóra til heillandi sögustaða. 22 dagar, broltför 8. júní og 5. októbor Ovenjulegt tækifæri til þess að heimsækja þess tvö sögufrægu lönd og njóta náttúrufeguröar oj veðursældar viö sagnalindir, þar sem sagan tala til fólks Dvalið í Jerúsalem og heimsóttir allii helstu sögustaöir Biblíunnar i landinu helga. Farif yfir Sinaieyöimörk og Súezskurö frá israel til Kairc i Egyptalandi Skoöaöar gull og gersemar úr gröf um Faróanna, pýramidarnir miklu og siglt um Nii Viöburóarríkar feröir. sem aldrei gleymast Búi< á góöum hótelum, morgunmatur og hádegismatui innifalinn alla feröina á enda. Fhigferöir Airtourícéfaijct Adalstræti 9. Miðbæjarmarkaönum 2. hæó Simar 10661 og 15331. ÆVINTÝRAFERÐ TIL BRASILÍU Brottför 22. apríl, 20 dagtr Vegna fjölda áskorana þeirra sem ekki komust meö i Brasilíuferöina okkar, 20. febrúar, veröur efnt til annarrar ævintýraferöar til Suöur-Ameríku 22. apríl. Flogiö meö Boeing 747 risaþotu til Rio de Janeiro, sem af mörgum er talin fegursta borg í heimi. Búiö á glæsilegum hótelum á hinni heims- fraagu Copacabana baöströnd. Fjölbreyttar skemmti- og skoöunarferöir. meöan dvaliö er í Brasiliu. Fariö til höfi öborgarinnar Brasilía, sem talin er eitt af furöuverkum veraldar. Komiö til Igacu fossanna, mestu vatnsfalla í veröldinni. Hægt aö heimsækja fornar byggöir íslensku Brasilíufar- anna i Curitiba. Fáriö i svifbrautum upp á „Krists- fjalliö“ og horft viö sólsetur yfir fegursta borgar- stæöi i heimi. Siglt um Rio-flóann og dvaliö á „Paradísareyjum“. Þaö er því miöur ekki pláss til aö telja hér fleira sem býöur Brasiliufaranna. Slik ferö er ævintýri, sem ekki er hægt aö lýsa i oröum. — Og veröiö, er hreint ótrúlegt. Þér spariö um 20.000 krónur miöaö viö þaö aó kaupa venjulega flugfarseöla og greiöa gistingu á hinum glæsilegu hótelum á einstaklingsveröi. LAXVEIÐIFERÐ TIL SUÐUR-ARGENTÍNU Brottför 28. mar», 17. dagar (oöa 24 dagar maö vióbótardvöl í Rio) Þetta er sannkölluö ævintýraferö stangaveiöi- manna. Flogiö meö risaþotu Boeing 747 til Buenos Aires og þaöan til Suöur-Argentinu þar sem dvaliö veröur viö laxveiöar viö fögur fjallavötn og veiöi- legar bergvatnsár. Þarna er góö laxveiöi, (At- lantshafslax af sama stofni og sá islenski) og risa- stór og baráttuglaöur urriöi sem algengt er aö sé 10—15 kg kominn á land eftir mikil átök. Dvaliö veröur i 10 daga viö laxveiöar i þessu undurfagra fjallalandslagi, og veiöar stundaöar i 15 bergvatns- ám og 30 silfurtærum stööuvötnum. Siöan er dval- iö nokkra daga í hinni undurfögru höfuborg Arg- entinu, Buenos Aires, „París Suöur-Ameriku“ og loks er hægt aö framlengja dvölina á baöströnd Copacabana i Rio de Janeiro, og kynnast Rio og lifinu þar — Og hvaö kostar svo þetta ævintýri. Jú jafnmikiö og veiöileyfi í fimm daga í dýrustu lax- veiöiánum á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.