Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Jón I>. Árnason: — Lífríki og lífshættir LXXIII. Spurningin er: Hvar er sú Ameríka, sú Asía, sú Afríka, sú Astralía, sem nú geta orðið athvarf milljónatuga evrópskra atvinnuleys- ingja, er vélmenni tölvu- og örrafeindatækn- innar fleygja frá sér? Sýknt og heilagt óma og enduróma kvein og kvartanir múgs og manna undan skorti, illsku, ranglæti o.s.frv. við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Ekk. ber ég á móti því, að har.nagráturinn sé oft af ærnu ti! fni. Hins vegar tel ég ekkert efamál, að hæst hvíni út af eig- inhagsmunabundnum smámun- um, sem ekki þyrft.u að skaða þjóð og ríki nema ef og þegar féslyngum framtaksmönnum líðst að stéttreyra skarann. En þá verður ofsinn líka undantekn- ingalítið illbærilegt þjóðarfár. Nær æfinlega er tilefni kveinstafanna öðrum að kenna; nágrönnum eða öðrum sam- skiptaaðilum, umhverfinu, rík- inu, þjóðfélaginu, „kerfinu", skipulaginu, jafnvel sköpunar- verkinu sjálfu. Aldrei fær grátmúrskórinn nóg af góðu. Alltaf of mikið af illu. Torlærð lexía Um eitt er aldrei kvartað, og hefir víst sjaldan verið, a.m.k. ekki með þeim hætti að valdið hafi ærandi óþægindum. Aldrei er eigin hæfileikaskortur til að takast á við skylduga lífsbaráttu talinn á meðal orsaka þess, að hamingjuhjólið snýst ekki nógu hratt. Astæðan mun að mestu vera sú, að fjöldinn hefir aldrei haft andlegt þrek til að gera sér grein fyrir hinni æðstu líffræði- legu lexíu sögu og sköpunar, sem er sú, að líf er keppni, barátta, stríð. Og þó að honum hefði auðnazt þessi skilningur, myndi hann ekki hafa haft kjark til að játa, að baráttan er meginafl- gjafi lífsins, heldur í mesta lagi, að samkeppni væri hagkvæm til- högun í kaupskaparamstri með vörur og þjónustu. Með vísun til þess, hversu skammsýni og þrjózka eru al- menn á meðal okkar Adams- barna, ætti að vera leyfilegt að álykta, að grunnhyggnin eða heimskan séu eðlileg tegundar- einkenni og því engin mistök í sjálfu sér af náttúrunnar hendi. Þá getgátu styðja hin gífurlega útbreiðsla og ofurmáttur nefndrar tvennu. Ýmislegt bendir og til þess, að í menningarríkjum, og svonefnd- um hámenningarríkjum nútím- ans gæti hæfilega almenn með- alheimska miklu fremur orðið hinum fámenna hópi hugsandi einstaklinga til framdráttar en trafala. Alkunna er ennfremur, að fjöldi framúrskarandi heim- spekinga, hugsuða og trúar- bragðaleiðtoga hefir fært rök fyrir, að þorri mannkyns geti freistað tilverunnar með naumt skammtaða greind, án þess að leiða þurfi til stórvandræða — og virðist reynslan bærilegur vitnisburður í því efni. Víst er líka um það, að ekki spyrst oft til manneskju, sem þjáist átakanlega af þunglyndi vegna þess að henni finnist sig skorta vitsmuni. Af þeim finnst okkur flestum við hafa nóg. Það út af fyrir sig er hreint afbragð, ein af náðargjöfum náttúrunnar, ekki sízt með hliðsjón af, að meðfæddri greind — eða greind- arleysi — fær mannlegur máttur aldrei breytt fremur en svo ótal mörgu öðru undir alræðisvaldi sköpunarverksins, enda þótt enginn hörgull sé á gáfnaljósum logaskærum, sem telja sig ríf- lega aflögufær og séu ávallt reiðubúin að leysa allan og allra vanda, ýmist með hyggjum, ism- um eða — ef í harðbakkann slær — bara með fyrirgreiðslum. Fjólublár draumur Ef við hefðum lagt í vana okkar að líta oftar og betur í eig- in barm, svo og gefið okkur tíma til að gaumgæfa umhverfi og umheim skarpari skilningi en raun hefir á orðið, myndum við eiga tiltölulega auðvelt með að samsinna Schopenhauer, þegar hann heldur því fram, að flestar manneskjur ættu sér þá ósk hjartfólgnasta, æðsta markmið og leiðarljós lífsferils síns, að komast af með sem allraminnsta hugsanaáreynslu og heilaafköst. Hann getur þess reyndar, að þessi árátta eigi ekki rætur í ásetningi heldur ómeðvitaðri innstu þrá, og að orsökin sé sú, Kvarnir í stað heila að manneskjunni finnist hugsun vera sér byrði og áþján. Þar af leiðandi, heldur Schopenhauer áfram, hugsar manneskjan að- eins naumlega að því marki, sem bjástur hennar þvingar hana til í svipinn, en síðan á hinn bóginn nægilega mikið til að njóta dægradvala ýmiss konar, jafnt samræðna sem skemmtana, er þó verði að vera þannig, að notið verði án þess að beita þurfi nema lágmarkshugsun. „Ef þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi, þegar tóm gefst frá vinnu," heldur hinn vísi maður áfram, „liggja þær tímunum saman úti í gluggum og góna á hinn aumasta hégóma ... heldur en að þeim komi til hugar að taka sér bók í hönd, af því að það reynir of mikið á hugsanaaflið." Schopenhauer var heimspek- ingur og hafði því hvorki áhuga á prófkjörum né atkvæðum. Hann hafði m.a. af þeim sökum frelsi til að mynda sér sjálfstæð- ar skoðanir og láta þær í ljós, og það gerði hann enda með prýði. Honum sýndist engin hætta fólgin í að lýsa múgamenninu á þá leið, að það reyndi að koma sér hjá líkamlegri, en þó miklu fremur andlegri áreynslu; og væri af þeim ástæðum á valdi fáfræði, hugsunarleysis og hleypidóma. „Mikill meirihluti mannkyns- ins er þannig úr garði gerður," segir Schopenhauer enn, „að öllu eðli sínu samkvæmt getur hon- um ekki verið alvara í neinu nema að éta, drekka og eðla sig. Þessi meirihluti mun nota allt, sem hinir háfleygu afreksmenn andans hafa gefið heiminum, hvort heldur sem er á sviði trú- arbragða eða vísinda eða lista, þegar í stað sem verkfæri í því skyni að ná hinum lágkúru- legustu markmiðum sínum." Hinn langþráði draumur hins mikla meirihluta mannkynsins um að losna við að hugsa, er nú að rætast — eða hefir þegar rætzt. Vélin, sem draumurinn snerist um; vélin, sem varð að koma; vélin, sem hlaut að koma; hugsunarvélin — hún er komin í gang og hún „frelsar" ekki að- eins undan hugsun, hún „frelsar“ ekki síður undan vinnu. Frelsisundrið Örrafeindavísindin hafa getið hugsanavélina af sér og lagt á vald tækninnar. Hún er tekin að hamast og ekki verður aftur snú- ið. Svipu allra áhugamanna um margföldun náttúruránskapar, allra „velferðar“-aula og allra hagvaxtartrúaðra hefir verið brugðið til höggs. Hennar hlýtur mannkynið allt að kenna innan skamms og höggkraft hennar verður sérhver og allir að taka út á sjálfum sér. Jöfnunarfólk hlýtur einnig að fagna: Svipan mun engum hlífa. Hversu langvinnur fögnuður- inn kann að verða, er aftur á móti allt annað mál. Um það eru þverskiptar skoðanir. Efasemdafólk býst ekki við neinu, sem líkzt gæti Paradís- arheimt. Það bendir á, að hin fortakslaust aðdáunarverðu og ævintýralegu afrek hinna fá- mennu hugsandi stétta, séu óra- langt frá að vera meðfæri þjóð- félaga, sem í bráðum 200 ár hafa steinrunnið í öngþveitis- og óreiðubábiljum Lýðræðisbylt- ingarinnar frönsku (1789—1793) og séu ofurseld forystu „stjórn- málamanna", er lúta hagsmuna- duttlungum atkvæða sinna, en þeim lýsti franski læknirinn, líffræðingurinn og nóbelsverð- launahafinn dr. Alexis Carrel á þessa leið: „Fjöldi manna, hvort heldur í Frakklandi, Bandaríkjunum eða í öðrum löndum, verður aldrei sálfræðilega eldri en 10 ára. Meirihlutinn öðlast aldrei and- legan þroska. En það er einmitt þetta fólk, sem ræður úrslitum í stjórnmálum í skjóli hins al- menna kosningaréttar." Bitjárn eru til margs nytsam- leg og ómissandi. I höndum barna verða þau oftast voða- vopn. Margar tegundir lyfja bjarga lífi og heilsu fjölda manna dag hvern, en þau mega ekki heldur lenda í höndum óvita og þeirra verður að neyta eftir ströngustu fyrirmælum lækna. Og nákvæmlega þetta vildi ég mega sagt hafa: Þótt vísindunum takist hin óskiljanlegustu kraftaverk, sem engan gat dreymt um í gær, er ekki þar með sagt, að fram- kvæma beri þegar í stað allt, sem er tæknilega mögulegt. Að því er kjarnorku-, tölvu- og örrafeindavísindi varðar sér- staklega, má hiklaust staðhæfa, að „stjórnmálamenn" nútímans og flestir þeir aðrir, er fást við þjóðfélagsmál, skortir aldir í andlegan / sálrænan þroska og þekkingu til þess að geta komizt með tærnar, þangað sem raun- vísindin nú eru með hælana. Og það, sem ískyggilegast er: úr- kynjunin vex eins og verðbólga. Flokksmálamenn telja sér upp á síðkastið til gildis, að „stjórna í samráði við verkalýðshreyfing- una“, einhvern ófrýnilegasta vanskapning 20. aldar. Sigurinn og hefndin Atvinnuleysi milljónatuga í iðnríkjum heims er nú orðið stórfellt og fer vaxandi. Um að- alorsakir þess leikur lítill efi. „Kjarabóta“-æðið, þ.e. ofmat á gildi líkamsvinnunnar og þar af leiðandi vinnulaunaokur, sem einnig er oft kallað hagvöxtur og „velferð", hlaut að hefna sín grimmilega. Vinstrafólk hrósar sér óspart af að hafa látið verkalýðshreyf- inguna knýja atvinnurekendur — með hemjulausun kaup- og hlunnindakröfum — til að taka stöðugt storvirkari og afkasta- meiri framleiðslutæki í notkun. Hefndin varð vélmennið, í fyrstu tölvustýrt og nú örrafeindavætt, og nefnist Iðnbyltingin nýja. Úraframleiðendur urðu einna fyrstu fórnarlömb tölvutækn- innar. Fyrir 12 árum höfðu um 32.000 starfsmenn framfæri sitt af úraframleiðslu í Suðvestur- Þýzkalandi. Eftir 8 ár hafði þeim fækkað í 18.000. Örrafeinda- tæknin varð þó enn máttugri vinnubani. Af hennar völdum hafa 46.000 svissneskir úrafag- menn orðið atvinnulausir á síð- astliðnum 2—4 árum. í vestur- þýzka prentiðnaðinum hefir fækkað um 21,3% á árunum 1970—1977, en afköst á sama tíma aukizt um 43,5%. Nýbirt rannsóknarskýrsla „Volkswagen Werke" í Wolfsburg leiðir í ljós, að sérhvert vélmenni, sem þar er sleppt lausu, varpi minnst 5 starfsmönnum á dyr, og svo mætti lengi telja. Þetta er bara byrjunin. „The Business Week“ áætlar fyrir skömmu, að á næstu 20 árum muni örrafeindatæknin umbylta eða kála 45% allra atvinnutæki- færa í iðnríkjunum. í Vestur- Þýzkalandi munu 300.000 manna, sem starfa við heild- og Börn og bitjárn •smásöluverziun, missa atvinnu sína á næsta áratug auk 20% bankastarfsfóiks. I Bandaríkjunum er nú verið að ljúka smíði vefnaðarvöruvél- mennis, sem ætlað er að „undir- bjóða laun, sem greidd eru fyrir heimavinnu í Kína“. Bjartsýnismenn staðhæfa, að ekkert sé að óttast. Allt hljóti að eiga sér „happy end“, alveg eins og gerðist fyrir áhrif iðnbylt- ingarinnar, sem hófst fyrir um 150 árum, og þeir segja að ekki hafi varpað neinum út á gadd- inn. Má vera. En þá gleymist gjarnan pínulítill plúsliður í reikningsdæmi þeirra. Aðeins 4 heimsálfur. oiuiiii M I H I I M M +++ „ílt með þig! Þú tefur bara fyrir!“ Schopenhauer hefði aldrei sigrað í opnu prófkjöri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.