Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Bilið brúað í eftiavopnum eftir Drew Middleton, sérfræðing The New York Times í hermálum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leggur nú höfuðáherslu á, að hafin verði framleiðsla á efnavopnum til að svara Sovétmönnum á því sviði. Telur ráðu- neytið framleiðslu á efnavopnum óhjákvæmilega, eigi með raunhæfum hætti að bregðast við hernaðarútþenslu Sovétríkjanna á síðasta áratug. Að sögn háttsetts embætt- ismanns í Pentagon, aðsetri varnarmálaráðuneytisins, munu Bandaríkjamenn ekki grípa til efnavopna að fyrra bragði, en hann bætti við: „Hitt er óviðun- andi, að við séum ekki færir um að svara Sovétmönnum í sömu mynt, grípi þeir til efnavopna." Bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafa undirritað alþjóða- samning um bann við notkun efna- og sýklavopna. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið stefnir að því, að komið verði upp hæfilegum birgðum af binary-gasi, sem ekki er hættu- legt, fyrr en því hefur verið komið fyrir í kúlu eða sprengju. Þá verður lögð meiri áhersla en áður á að þjálfa hermenn til að berjast í efnahernaði, þeir fá verndarklæði og fjarskipti verða æfð við slíkar aðstæður. Emb- ættismaðurinn í Pentagon sagði, að efnavopn Bandaríkjanna yrðu geymd þar í landi en ekki erlendis. Embættismaðurinn fullyrti, að Sovétmenn hefðu beitt efna- vopnum í Afganistan og Kamb- ódíu. Sérfræðingar leyniþjón- ustunnar segja, að Sovétmenn hafi sérþjálfað 60 þúsund manna lið til efnahernaðar, og geti liðið beitt ólíkum eiturefn- um, auk þess ráði sérhver sovésk herdeild í Mið-Evrópu yfir flóknum búnaði til að verjast áhrifum eiturgass. Hinn háttsetti starfsmaður í Pentagon sagði, að umræður um „notkun eiturgass skelfdu al- menning, en það gæti verið talið ódýrara og viðaminna að nota eiturefni en beita kjarnorku- vopnum, eitrið myndi auk þess valda miklu minna tjóni utan vígvallarins sjálfs". Við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar áttu bæði Bretar og Þjóðverjar miklar birgðir af eiturgasi. Hvorugir þeirra beittu því þó í stríðinu af ótta við getu hins. Sú fyrirætlan að brúa bilið gagnvart Sovétríkjunum í efna- hervæðingu er aðeins einn þátt- urinn í marghliða áætlun Bandaríkjastjórnar, sem miðar að því að mynda jafnvægi í sam- keppninni við Sovétmenn bæði í venjulegum og kjarnorku- vopnabúnaði. Sovétmenn verja um 15% af þjóðarframleiðslu sinni til hermála, að því starfs- maðurinn í Pentagon telur. Hann áleit, að það myndi taka fimm til sex ár að koma aftur á hernaðarjafnvægi og ríkisstjórn Reagans „geti ekki stöðvað núna“, eftir að hún hefur hafist handa. Með því að verja nálægt 260 milljörðum dollara til her- mála á fjárlögum fyrir 1983, tel- ur ríkisstjórnin, að sér takist að efla viðbúnað sinn í venjulegum vopnum og kjarnorkuvopnum nægilega mikið til að fæla hugs- anlegan andstæðing frá árásar- áformum sínum. Embættismaðurinn taldi, að við núverandi aðstæður gæti til þess komið, að Bandaríkjamenn yrðu þátttakendur í takmörkuð- um hernaðarátökum í fjarlæg- um heimshlutum, þar sem bar- ist yrði með venjulegum vopn- um, en hitt væri mjög fjarlægur möguleiki, að slík átök breyttust í kjarnorkustríð. Hann sagði, að þessi möguleiki væri að breyta viðhorfi manna í Pentagon, það væri nú annað en á áttunda ára- tugnum, þegar hæst bar spurn- ingarnar „hvers vegna“ Banda- ríkjamenn þyrftu ef til vill að berjast og „þá með hvaða vopn- um“. Nú legðu menn meiri áherslu á svör við spurningunni um „hvernig" takmarkað stríð yrði háð og við hvaða aðstæður, til dæmis í eyðimörkum Mið- Austurlanda, frumskógum Afr- íku og greniskógum Þýskalands. „Gömlu hugmyndirnar um að sérhver átök muni á örskömm- um tíma breytast í strategísk kjarnorkuátök eru ekki eins hátt skrifaðar nú og fyrir 20 ár- um,“ sagði hinn háttsetti við- mælandi minn í Pentagon. Þess í stað, sagði hann, verða menn að búa sig undir takmörkuð stríð og leggja meiri áherslu en áður á gildi landhers og land- gönguliðs í slíkum átökum. Og hann bætti því við, að vegna hernaðarstöðunnar á þessum áratug yrðu Bandaríkjamenn að krefjast meiri samvinnu af bandamönnum sínum. Japanir hafa samþykkt að leggja meira fé af mörkum til varnarmála. Sú ákvörðun sýnir, að þeim stendur ekki á sama, þegar litið er til útþenslu sov- éska hersins umhverfis þá. Starfsmaðurinn í Pentagon spáði því, að það mundi gera Bandaríkjamönnum kleift að minnka eftirlit sitt og umsvif Efniviðurinn í línuritið er feng- inn frá bandaríska varnarmála- ráðuneytinu og sýnir það fjár festingu Sovétmanna í herbún- aði í milljörðum dollara, lóð- rétta línan sýnir fjárupphæðir en hin lárétta ár. Þeir mega hvorki fara né vera Eftir Eövarð T. Jónsson Eftir nokkrar vikur, eða í síð- asta lagi 21. mars nk., munu ír- anskir þegnar fá í hendur per- sónuskilríki, útgefin af yfirvöld- um, sem þeir eiga að sýna þegar keypL er matvara, eldsneyti fyrir heimiii og bifreiðir, við innritun í skóla, ráðningu í vinnu o.s.frv. Þeir, sem ekki geta sýnt þessi skilríki eftir 21. mars, munu verða handteknir og leiddir fyrir dóm- stóia og eiga yfir höfðu sér dauða- refsingu. Það er yfirlýst og opin- ber stefna klerkastjórnarinnar, að allir íranskir þegnar fái þessi skilríki nema þeir sem játa Bahá’i trúna. Talið er að nú séu í íran hátt á fjórða hundrað þúsund Bahá’íar, en mikill fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður, horfið sporiaust eða verið tekinn af lífi á undanförnum árum og þúsundir Bahá’ía hafa flúið land. Nú er þó svo komið, að Bahá'íar geta ekki farið frá íran nema þeir sýni vott- orð upp á að þeir hafi gengið af trú sinni og játast Isiam. Þeir mega því hvorki fara né vera og geta nú aðeins beðið þess að hinir hempuklæddir böðlar, sem nú stjórna landinu, taki til óspilltra málanna við „endanlega lausn“ á vandamáli Bahá’ía í Iran. En í hverju er þá þetta vanda- mál fólgið? Hver er glæpur þessa fólks? Hversvegna telja íranskir klerkar sér stafa slíka ógn af Bahá’íum, að þeir séu „mahdour ad-damm“ — þeir, hverra blóði skal úthellt? Hafa þeir staðið í hermdarverkum eða andspyrnu gegn stjórnvöldum eins og Muja- heddin-skæruliðarnir eða ógnað öryggi þjóðarinnar á einhvern hátt? Svarið er nei. Sannleikurinn er sá, að Bahá’íar í íran hafa í nærfellt eina og hálfa öld verið friðsamasti og upplýsasti þjóðfélagshópur í íran. Þrátt fyrir stöðugar ofsóknir og harðræði og samfellda kúgun í 140 ár, hafa þeir byggt upp bestu sjúkrahúsin og fremstu skólana í landinu. Ólæsi er nánast óþekkt meðal Bahá’ía og hlutfall háskólamennt- aðs fólks er hærra þeirra á meðal en annarra írana. Astæðan er sú, að í Bahá’í-trúnni er öflun mennt- unar slíkt grundvallaratriði, að hún er hluti af trúariðkuninni sjálfri. Meðal Bahá’ía hafa til skamms verið hæfustu embætt- ismenn og læknar írönsku þjóðar- innar. Einn þeirra, dr. Manuchir Hakim, heimskunnur sérfræðing- ur á sviði líffærafræði, var skot- inn til bana á skrifstofu sinni af „byltingarvörðum" fyrir nokkrum vikum, er hann neitaði að afhenda þeim lista yfir Bahá’ía í lækna- stétt. Skynsamleg skýring á blindu hatri klerkanna í garð Bahá’ía er ekki auðfundin. Þó má ljóst vera, að það ofurkapp sem þeir leggja á að ganga á milli bols og höfuðs á Bahá’í í samfélaginu kemur upp um ótta, sem nær dýpra en svo að útskýra megi hann sem einbera umhyggju fyrir Islam. Klerkar í íran hafa frá ómunatíð haft gíf- urleg áhrif meðal þjóðarinnar og notið ómældra forréttinda. Jafn- vel keisararnir til forna beygðu sig undir forræði og duttlunga höfuðklerkanna. í Bahá’í-trúnni er hinsvegar engin prestastétt, engin „ritúöl" og engin veraldleg forréttindi. Hin gífurlega út- breiðsla, sem þessi trúarbrögð náðu um miðbik síðustu aldar, varð til þess að efnt var til bóðug- ustu trúarofsókna sögunnar að undirlagi klerkanna og milli 20—30.000 manns voru líflátnir. Meðal þeirra voru nokkrir fremstu menntamenn og skáld írana á þeim tíma. Skáldkonan Tahirih, sem kenndi opinskátt eina af meginreglum Bahá’í-trúarinnar — jafnrétti karla og kvenna — var kyrkt opinberlega í Teheran 1852. Fullyrða má hiklaust, að margir bestu synir og dætur írönsku þjóð- arinnar hafi fallið fyrir morð- ingjahendi á þessum árum. í skjóli ríkisvalds, sem lét blóðsút- hellingar á saklausum og fram- farasinnuðum minnihlutahóp af- skiptalausar, hafa siðblindir menn náð því kverkataki á írönsku þjóð- inni sem raun ber vitni. Löghlýðni Bahá’í-samfélagsins hafa ekki einu sinni prestarnir getað dregið í efa. Það er alkunna í íran, að Bahá’íar hafa aldrei tek- ið þátt í stjórnmálastarfsemi né þáð pólitísk embætti, þótt þau hafi staðið þeim til boða. í Bahá’- í-trúnni er þátttaka í stjórnmál- um bönnuð að viðlagðri þyngstu refsingu, sem þessi trúarbrögð geta beitt fylgjendur sínum — sviftingu stjórnarfarsréttinda innan trúarinnar, sem þýðir ein- faldlega að þeir eru útilokaðir frá allri Bahá’í-starfsemi. Litið er á pólitískan undirróður sem eitt al- varlegasta brot sem Bahá’íi getur gert sig sekan um. Þessari megin- reglu hefur verið fylgt eftir af fullkominni einurð og alvöru hvar sem er í heiminum, ekki síst í ír- an, þar sem oftast hefur reynt á hana. Iranskir Bahá’íar neituðu að ganga í Rastakhiz, stjórnmála- flokk Reza Pahlavis, keisara, þótt þeir ættu yfir höfði sér þunga fangelsisdóma og pyntingar, og þeir neituðu að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um stjórn- arskrá islömsku byltingarstjórn- arinnar, þótt þeim væri gert full- komlega Ijóst, að slík neitun yrði þeim dýrkeypt, eins og síðar kom á daginn. Bahá’íar hafa aldrei gert neina tilslökun hvað varðar þessa meginreglu trúar þeirra og munu ekki gera það í framtíðinni. Það er því ljóst, að þótt klerkarnir taki Bahá’ía af lífi fyrir „síonisma" og „njósnir" í þágu Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Israel" og fyrir að ástunda „laus- læti, vændi og siðspillingu á jörð- unni“ (þ.e. halda fram jafnrétti kynjanna), þá trúa prestarnir ekki þessum ákærum sjálfir — málið snýst um allt annað. Hinn raun- verulegi glæpur Bahá’ía í Iran og sá glæpur, sem nú á að útrýma þeim fyrir, er þessi: Þeir hafa staðfastiega neitað að ganga á hönd einangrunarstefnu og of- stækisfullri þjóðernishyggju ír- anskra valdhafa og halda fast við helgustu kenningu trúar sinnar, sem er eining allra þjóða heimsins „Hinn raunverulegi glæpur Bahá’ía í íran og sá glæpur, sem nú á að útrýma þeim fyrir, er þessi: Þeir hafa stað- fastlega neitað að ganga á hönd einangrunar- stefnu og ofstækisfullri þjóðernishyggju ír- anskra valdhafa og halda fast við helgustu kenningar trúar sinnar « og bræðralag allra manna. Þeir hafa viðurkennt gildi annarra trú- arbragða heimsins og hafnað hefðbundinni túlkun Múslima á Múhammeð sem innsigli spá- mannanna. Þeir trúa því að Guð hafi frá öndverðu opinberað sig í stighækkandi trúarbrögðum mannskynsins og það muni aldrei verða neitt lát á þeirri opinberum meðan heimurinn stendur. Af þessum sökum hafa Bahá’íar verið ásakaðir um fjandskap í garð Is- lam, þótt sjálft hugtakið „fjand- skapur" sé framandi tungutaki Bahá’í-trúarinnar, sem boðar sættir og einingu allra þjóða og kynkvísla jarðarinnar. Bahá’u’l- láh, höfundur þessarar trúar, krefst þess af fylgjendum sínum, að þeir sýni í lífi sínu og gerðum samúð, réttlæti, umburðarlyndi og ástríki gagnvart öllum mönnum og forðist ofbeldi, neikvæða gagn- rýni og bitur orð. Þessar kjarn- S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.