Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 49 stakrar samvinnu við okkar starfsfólk og fengið til liðs við okkur nýja starfsmenn með mikla reynslu og þekkingu." Hver rekstrarstjóri „á sinn stað“ — Þú minnist á nýtt rekstrar- kerfi. I hverju er það fólgið? „Kveikjan að þessu kerfi kemur frá ESSO sem rekur marga veit- ingastaði og hótel víðsvegar um heim. Við höfum hinsvegar þróað og útfært þetta kerfi algjörlega miðað við okkar aðstæður. Þetta stærð og gerð seldu þeir allir ein- göngu hamborgara. Vissulega var það freisting að taka þátt í þessari bylgju, en við viljum láta upp- byggingu Veitingamannsins ganga fyrir. Þróunin í nágranna- löndunum hvað varðar hamborg: arastaði hefur verið hryggileg. í engri grein veitingarekstrar hefur samkeppnin verið jafn hörð. Gæð- in hafa snarminnkað svo ekki sé talað um magnið. Hamborgararn- ir, sem seldir eru undir „stóru nöfnunum", t.d. í Danmörku, eru gervihamborgarar að uppistöðu úr bindi- og hjálparefnum ýmiss kon- Atli Þór Héðinsson matvælatækni- fræðingur var við nám og störf í 5 ár í Danmörku, og er nú yfirmaður kjötvinnslu og vöruþróunardeildar Veitingamannsins. Skyndiréttadeildin framleiðir sam- lokur, hamborgara, pizzur og fleira. Hér er Guðlaug verkstjóri að ganga frá sendingu út á land Askur á Laugavegi er með vínveitingar og þjónustu á borð öll kvöld, og breytir staðurinn þannig um svip um kvöldmatarleytið verkefni hefur tekið okkur eitt ár en er nú komið að fullu til fram- kvæmda. Eins og ég hef minnst á áður, er hver staður rekinn al- gjörlega sjálfstætt. Rekstrarstjór- inn ræður einn öllu. Hann ræður starfsfólk, ákveður launakjör, ákveður sinn eiginn matseðil og stjórnar matseld og allri þjónustu. Sama gildir um innkaup og allan almennan rekstrarkostnað. Stað- irnir keppa jafnt innbyrðis og við aðra staði. I rauninni má segja að hver rekstrarstjóri „eigi sinn stað“ og það er rekstrarstjórinn sem mótar stefnuna í matargerð og þjónustuviðmóti. Með þessu er komið í veg fyrir alla miðstýringu og ópersónulega stöðlun. Hvað sjálfan mig varðar er ég í hlut- verki neytandans. Hver rekstrar- stjóri er með sölu- og rekstrar- áætlun til eins árs í senn. Hins- vegar hafa staðirnir ólíkan mark- að. Ask-borgarinn og Ask-pizzan eru hverfastaðir, annar í austur- bænum, hinn í vesturbænum. Laugavegurinn og Suðurlands- brautin eru miklar umferðaræðar og Höfðakaffi er í ört vaxandi iðn- aðarhverfi í útjaðri borgarinnar. — Nú hefur hinum svonefndu hamborgarastöðum fjölgað mjög ört. Þið hafið ekki hellt ykkur út í þá samkeppni? „Ask-borgarinn er ef til vill fyrsti staðurinn í þessari „nýju línu" hér á landi. Hinsvegar selj- um við þar marga aðra rétti. Á einu ári hafa verið opnaðir a.m.k. sex hamborgarastaðir í Reykjavík. Þetta er ámóta bylgja og gekk yfir Kaupmannahöfn fyrir nokkru þegar 18 hamborgarastaðir voru opnaðir nær allir við sömu götuna, þótt þeir væru mismunandi að ar og magnið minna. Hinsvegar seljum við hamborgara og notum eingöngu fitumælt nautakjöt." — Eru matarskammtar ís- lenskra veitingastaða ekki oft á tíðum of stórir, eða a.m.k. óþarf- lega stórir, þannig að fólk er að greiða fyrir mat sem það getur ekki torgað? „I mörgum tilvikum er það rétt. Það er miklum mat fleygt. Aðal- atriðið er að skammtarnir séu af skynsamlegri stærð, en fólk eigi fremur rétt á ábót á flesta rétti." Ódýrara að borða úti — Oft heyrast þær raddir að verðlagningin á matsölustöðum sé handahófskennd. „Ég get ekki svarað fyrir aðra en okkur. Askarnir kaupa hráefni og þjónustu frá 90—95 aðilum. í verðútreikningum vegur þó þyngst efni sem keypt er á opinberu föstu verði eins og t.d. kjötvara. I þeirri gífurlegu verðbólgu sem hér geis- ar er verð á öðrum rekstrarliðum stundum eitt fyrir hádegi og ann- að eftir hádegi. í lok síðasta árs vorum við svo heppnir að komast inn í nýtt verðútreikningakerfi sem 50 veitingastaðir hafa tekið upp í Evrópu og fyrir lok þessa árs verða þeir orðnir nokkur þúsund. I stuttu máli sagt er hver réttur reiknaður út í verðeiningum sem síðan hafa mismunandi vægi eftir samsetningu og innihaldi réttar- ins. Ef ég man rétt þá e»* hamborg- arinn 8 verðeiningar. En tökum dæmi um sveppi. Ef við getum vegna magninnkaupa keypt sveppi í þessum mánuði á 6% lægra verði en í síðasta mánuði breytist verð- útreikningur allra rétta sem inni- magn af sveppum sem fer í hvern einstakan rétt. Á næstunni verður þetta prógramm frágengið í tölvu þannig að hægt er að fylgjast með hlutunum frá degi til dags. Hér erum við ekki síður að gæta hags- muna viðskiptavina okkar þannig að þeir fái matinn á réttu verði. Við erum heldur ekki að selja matinn undir kostnaðarverði og þurfum ekki að áætla of ríflegt verð til að vera örugglega yfir mörkunum. Eitt prósent til eða frá í hráefni hjá okkur eru 500 þúsund nýkr. Hinu má heldur ekki gleyma að þegar veitingastaður heim, sem samanstendur af 12—14 réttum, kostar 140—150 kr. á mann. í heild hygg ég að raun- verð veitingahúsa sé í dag 10—15% lægra en það var fyrir tveimur árum. Það er aftur á móti með öllu ósanngjarnt að bera sam- an verð á matsölustöðum hér og erlendis. Ef við nefnum Dan- mörku og Svíþjóð sem dæmi þá kemur í ljós að heildarinnkaups- verð þar á öllu hráefni til veit- ingastaða er 40% lægra en á ís- landi. En það er rétt að bilið milli taps og gróða í veitingarekstri er stutt." Jón Snorrason rekstrarstjóri og yfir matreiðslumaður Asks við Laugaveg I Guðmundur Valtýsson rekstrarstjóri steikir „broasted-kjúkling*1, sem Askur hefur einkaumboð fyrir hér á landi Á Aski á Laugavegi er stærsti Askur landsins, og hér standa við hann tveir matreiðslunemar, þau Jórunn og Páll Ask-borgarinn í Fellagörðum í Breiðholti halda sveppi í hlutfalli við það hefur reiknað út matarverðið til gestsins verður stjórnandinn að gera það upp við sig hvort hann síðan leggur ofan á það kostnað við skemmtikrafta, dýrar skreyt- ingar og borðbúnað sem að sjálf- sögðu verður að bætast við nema þá viðkomandi fyrirtæki hafi aðra óskylda tekjuliði til að greiða niður matarverðið. Við höfum áð- ur minnst á samkeppnina. Á 16 mánuðum voru opnaðir 14 veit- ingastaðir, þó mjög mismunandi séu, hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur leitt til mjög harðrar samkeppni bæði hvað varðar verð, fjölbreytni í framboði og þjónustu sem hefur komið almenningi til góða. Og í dag er í engri atvinnu- grein á íslandi jafn hörð sam- keppni. I mörgum tilvikum er ódýrara að borða sunnudagssteik- ina á veitingastað en elda heima. Sama gildir um veislumat í heimahús. Veislumáltíð send Salan þrefaldaðist fyrsta árið — Stjórnendur margra ís- lenskra fyrirtækja eru viðkvæmir fyrir því að gefa upp í viðtölum sölu sinna fyrirtækja. „Salan er ekkert leyndarmál. Sala Asks þrefaldaðist fyrsta árið eða úr 4 millj. nýkr. í yfir 12 millj. nýkr. og á síðasta ári fórum við yfir 30 milljónir nýkr. Söluáætlun þessa árs gerir ráð fyrir 50 millj. króna sölu en ég verð óánægður ef við náum ekki a.m.k. 55 millj. króna sölu. Þá hefur salan á þrem- ur árum aukist úr 4 í 55 milljónir. í ársbyrjun 1980 voru starfsmenn 39 en eru í dag 150.“ — En hvernig getur svona ævintýri gengið upp? Þ.e. jafn hröð uppbygging í jafn harðri samkeppni? „Það er ekkert leyndarmál að þessi mikla sölu- og veltuaukning hefur ráðið þar mestu um. Við höfum engin stofnlán fengið né eftir þeim óskað, notið trausts viðskiptabanka okkar og velvildar margra viðskiptaaðila, þótt við verðum oft að safna upp tíma- bundnum skuldum hjá viðskipta- aðilum. Við lifum í litlu þjóðfélagi og miklu návígi. Ég held að ekki hafi verið liðin nema ein vika eftir að við byrjuðum áður en ég var fyrst spurður að því hvort fyrir- tækið væri farið á hausinn eða að fara á hausinn. Sama gildir um það ef við stöndum ekki í einhverj- um stórfjárfestingum mánaðar- lega, þá vprða menn undrandi og spyrja hvort eitthvað sé að. Ég hef í starfi mínu síðastliðin 15 ár kynnst náið öllum tegundum af slúðri og söguburði viðkomandi mínu starfi svo þetta er löngu hætt að hafa áhrif hvað sjálfan mig varðar." Ný rannsóknarstofa og matvælaiðja — Hvaða verkefni eru fram- undan á þessu ári? „Eins og ég hef margoft vikið að höfum við frá byrjun lagt áherslu á uppbyggingu veitingastaðanna og breytingar á þeim án þess að það kæmi niður á gæðum og þjón- ustu. Hvað veitingahúsarekstur Asks varðar má segja að þessu tímabili uppbyggingar sé lokið i bili. Veitingamaðurinn á mörg skemmtileg áform í matvælaiðn- aði og mötuneytisrekstri. Við von- um að ekki líði margir mánuðir þangað til við getum opnað okkar eigin rannsóknarstofu og tekið reglulega sýni til rannsóknar og unnið þar að vötuþróun. Við mun- um í æ ríkara mæli snúa okkur að enn bættari þjónustu við okkar viðskiptavini hvort heldur þeir koma inn á Ask til þess að fá sér kjúkling, hamborgara eða steik eða vilja gera samning við Veit- ingamanninn á kaupum matvæla í stórum stíl.“ — Nú keyptuð þið Haukur Hjaltason Ask saman fyrir tveim- ur árum en fyrir nokkru keyptir þú hans hlut í fyrirtækinu. „Það er rétt. Við Haukur lögð- um upp í þetta „ferðalag", ef ég má nota það orðalag, fyrir tveim- ur árum. Það var þá strax ákveðið að ég ræki fyrirtækið, en Haukur hefur á undanförnum árum byggt upp myndarlegt innflutningsfyr- irtæki, Dreifingu sf., sem byggir sölu sína að mestu á sölu til veit- ingahúsa. Á þessum tíma hefur aldrei komið upp ágreiningur milli okkar um starfsemina, en hinu er ekki að leyna að bæði fyrirtækin hafa liðið fyrir utanaðkomandi þrýsting. Keppinautum Asks fannst að þeir væru að styrkja Ask með viðskiptum við Dreifingu og ef upp komu hugmyndir um að Askur færði út kvíarnar var þess- um fyritækjum ruglað saman þótt engin tengsl væru á milli. Vissu- lega hefur Askur notið þekkingar og reynslu Hauks í ríkum mæli eins og mörg önnur viðskiptafyr- irtæki Dreifingar. Vaxandi utan- aðkomandi tortryggni leiddi þó til þess að við vildum ekki taka þessa áhættu lengur." — Og nú þegar þú ert aðaleig- andi Asks og Veitingamannsins, ertu bjartsýnn? „Ég tel að bæði fyrirtækin, Ask- ur og Veitingamaðurinn, eigi bjarta framtíð fyrir sér. Við höf- um stefnt að því að byggja upp myndarlegt fyrirtæki í matvæla- iðnaði almennt og teljum að þegar megi sjá nokkurn árangur erfiðis- ins. Við erum sjálfsagt á réttum tíma á ferðinni, hér er að eiga sér stað nokkurs konar þjóðlífsbylting sem við bæði njótum góðs af og höfum kannski átt örlítinn þátt í að skapa. Fyrirtækin hafa verið byggð upp af fólki sem er sjálf- stætt í starfi og bæði vill og getur borið ábyrgð á því sem það er að gera, bæði því sjálfu og fyrirtæk- inu til góðs.“ - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.