Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 57 Beðið eftir dauðanum í 27 ár Tókýó, 18. febrúar. AP. JAPANINN Sadamichi Hiras- awa, som sagður er elsti fanginn í heimalandi sínu, hélt í dag upp á nírædisafmæli sitt í Sendai- fangelsinu. Afmælisdagur hans væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef sá gamli biði ekki aftöku sinnar enn þann dag í dag, 27 árum eftir að hann var dæmdur til dauða. Hirasawa var höfuðpaurinn í einhverjum frægasta glæp í Japan eftir stríð er hann dulbjó sig sem heilbrigðis- fulltrúa og byrlaði 12 starfs- mönnum banka eitur og rændi síðan 160.000 yenum. Hann játaði glæpinn á sig eftir handtöku, en lýsti síðan yfir sakleysi sínu í rétti. Hæsti- réttur dæmdi hann til dauða 1955. Hirasawa hefur 12 sinn- um farið fram á að mál hans verði tekið fyrir á nýjan leik, en ávallt verið synjað. Þrettánda beiðni hans sama eðlis er nú til meðferðar. Múrarafélag Rvíkur: Sjálfkjörið í stjórn og trúnað- armannaráð MIÐVIKUDAGINN 10. febrúar sl. rann út frestur til að skila listum til kjörs stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs í Múrarafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1982. Einn listi barst, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs, og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn og trúnaðarmannaráð skipa eftirtaldir menn: Helgi Steinar Karlsson formaður, Gisli Dagsson varaformaður, Rafn Gunnarsson ritari, Örn Karlsson gjaldkeri félagssjóðs og Hans Kristinsson gjaldkeri sjúkrasjóðs. Varastjórn: Óli Kr. Jónsson, Eiríkur Tryggvason og Jóhannes Æ. Hilmarsson. Trúnaðarmannaráð: Gunnar M. Hansen, Gísli Magnússon, Ólafur Veturliðason, Jón G.S. Jónsson, Gunnar Sigurgeirsson og Jónas Garðarsson. Varamenn: Trausti L. Jónsson, Hörður Runólfsson og Sveinn Páll Jóhannesson. Flaggskip í árekstri HofAaborg, 18. febrúar. AP. FLAGGSKIP suðurafriska sjóhers- ins, freigátan „President Kruger“, sökk í morgun eftir árekstur við birgðaskipið „Tafelberg", en flest- um af áhöfninni var bjargað. Engan sakaði af áhöfn birgða- skipsins, sem er 19.000 lestir, og þótt miklar skemmdir hafi orðið á því reyndist unnt að sigla því til lands. Flaggskipið sökk á einni klukk- ustund í miklum sjógangi og hvassviðri og samkvæmt frétt blaðsins „Star“ var 180 af 184 manna áhöfn skipsins bjargað, þótt fréttin fengist ekki staðfest. „Kruger" var hleypt af stokkun- um 1960, en endurbætur voru gerðar á skipinu tuttugu árum síð- ar til að auka hæfni þess til þess að berjast gegn kafbátum og gera þyrlum kleift að lenda um borð. Missir skipsins er mikið áfall fyrir Suður-Afríku þar sem vopnabannið á landið gerir að verkum að nær ógerningur er að kaupa nýtt herskip erlendis frá. Merkjasala og námskeið í skyndihjálp í TILKENI öskudagsins gefur Rauða krossdeild Kópavogs bæjar búum og öðrum, sem hafa áhuga, kost á námskeiði í almennri skyndi- hjálp. Námskeiðið verður í Víghóla- skóla og hefst þriðjudaginn 23. feb. kl. 20.00. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður 6 kvöld, samtals 12 tímar. Þátttaka tilkynnist í síma 41382 kl. 14—18, þann 21. febrúar. A námskeiðinu verður reynt að veita sem mesta verklega þjálfun jneð raunhæfum verkefnum. Einnig verða sýndar kvikmyndir um blástursaðferðina og áhrif kulda á mannslíkamann. Að venju verður Rauða kross- deild Kópavogs með merkjasölu á öskudaginn. Merkin verða afhent kl. 9.30 í Digranesskóla, Kárs- nesskóla, Kópavogsskóla og Snæ- landsskóla. REGINA C MEÐ LEIÐRÉTTINGU Nýja rafritvélin frá Olympia er léttbyggó og fyrirferóar- lítil, en hefur þó kosti stærri ritvéla. ,,Skjalataska“, 31 sm vals, 8 endurtekningarvinnslur, hálft stafabil, léttur ásláttur og áferóarfalleg skrift. Sjálfvirkur leiöréttingarbúnaöur léttir og eykur afköstin. o Olympia IRÍDÆS@IMU)© KJARAIM HF [ ARMULI 22 - REYKJAVIK - SlMI 83022 CARINA LÚXUSKLASSA! TOYOTA Nýtt og rennilegt straumlínuútlit. Stærri og rúmbetri aö innan. Lúxus innrétting sem gleöur augað, full af velgerðum smáþægindum. Veltistýri og gott farangursrými. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOOIÐ A AKUREYRI: BLAFELL S/F OSEYRI 5A — SlMI 96-21090 TOYOTA LANDCRUISER - torfærubíll með kosti lúxusbílsins Landbruiser Station er einn glæsilegasti 4 hjóladrifsbíll sem komið hefur á markað. Toyota Landcruiser Station sameinar kosti lúxus- fólksbifreiðar og jeppabifreiöar, sterkbyggöur, með heila grind í undirvagni, mjúkur og lipur í akstri, enda búinn vökvastýri, og veltistýri. Landcruiser Station er með rúllubelti, höfuðpúðum, útvarpi, klæddur í hólf og góif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.