Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU^ 2L FEÉRÚAR 1982 Askur og Veitmgamaðurinn: Selja um 300 tonn af íslenskum land- naðar- ðum Samsvarar meira framleiðslu grundvallarbúa Rætt við Pétur Sveinbjarnarson forstjóra Asks og Veitingamannsins Pétur Sveinbjarnarson hefur stjórnað rekstri Asks síðast liðin tvö ir, og Veitingamannsins frá stofnun. Myndin er tekin á skrifstofum fyrirtaekjanna við Klapparstíg Fyrir tveimur árum keyptu Pétur Sveinbjarnarson og Haukur Hjaltason fyrirtækið Ask, sem þá rak tvo veitingastaði í Reykjavík. í dag er þetta fyrirtæki, ásamt Veitingamanninum sem þeir stofn- settu fyrir ári, eitt af stærstu matsölufyrirtækjum í veitingarekstri hér á landi. Fyrirtækin afgreiddu á síðastliðnu ári yfir 800 þúsund manns, sem jafngildir því að hver einasti íslendingur hafi skipt fjórum sinnum við fyrirtækin. Hráefnisnotkun á ári er um 300 smálestir af íslenskum landbúnaðarafurðum. í árslok voru starfsmenn 150 en fyrir tveimur árum 39. Nú fyrir skömmu keypti Pétur hlut Hauks, og er því aðaleigandi beggja fyrirtækjanna. Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóra og aðaleiganda fyrirtækjanna. Meðan á viðtal- inu stóð var ekið á milli hinna ýr<su deilda fyrirtækisins víðsvegar um Reykjavík. Unnið að úrbeiningu lambalæra ( Veitingamanninum, þar er hverri steik sérpakkað, og hún síðan send út til framreiðslu Askur við Suðurlandsbraut, fyrsti „Askurinn", sem nú hefur verið endurnýj- aður. Rekstrarstjóri og yfirmatsveinn er Guðmundur Valtýsson. Á myndinni sést annar tveggja bíla Asks, sem selja heitan mat víðs vegar um borgina Askur í sex deiJdum I upphafi ferðar okkar segir Pétur: „Starfsemi Asks og Veit- ingamannsins er algjörlega að- skilin. Askur er veitingasölu- fyrirtaeki sem matreiðir sinn mat og selur beint til viðskiptamanna sinna, en Veitingamaðurinn fram- leiðslufyrirtaeki sem starfar í þremur deildum. Starfsemi Asks er ekki veitinga-keðja í stöðluðu formi. Veitingastaðirnir eru allir ólíkir að uppbyggingu og starfi og hver staður rekinn sjálfstætt und- ir stjórn rekstrarstjóra sem við skulum víkja að síðar," segir Pét- ur. „En deildir Asks eru: Askur Suðurlandsbraut 14, Askur Lauga- vegi 28, Askborgarinn Fellagörð- um, Ask-pizza Hjarðarhaga 47, Höfðakaffi Artúnshöfða og tveir veitingabílar. Bílarnir eru að störfum alla virka daga frá kl. 12—18 og á kvöldin um helgar. Aðal viðskiptasvæðin eru iðnaðar- og nýbyggingahverfi þar sem þjónusta er lítil fyrir. Starfsvið Veitingamannsins er aftur á móti skipt í þrjár sjálfstæðar deildir. P’yrst ber að nefna kjötvinnslustöð og vöruþróunardeild sem starfar í Breiðholti, þá svonefnda skyndi- réttadeild, sem framleiðir ham- borgara, pizzur, samlokur og fleira undir vörumerkinu „Jumbó" og þriðja deildin, sem stækkað hefur hvað örast, er svonefnt „stóreldhús". Starfsemi þess er tvískipt, annarsvegar þrjónusta við mötuneyti þar sem matur er seldur til fyrirtækja og stofnana og hinsvegar veislueldhús.“ Kjötvinnsla og vöru- þróun forgangs- verkefni Að ferð okkar lokinni er sezt niður á skrifstofu fyrirtækjanna, en auk Péturs og Karls Jóhanns Ottóssonar, fjármálastjóra, starfa þar tveir starfsmenn. Talið berst að uppbyggingu fyrirtækisins og er Pétur spurður um fyrstu verk- efnin. „Fyrstu þrjá mánuðina, eftir að við keyptum fyrirtækið, gerðum við engar breytingar. Tíminn fór í að kynnast rekstrinum og yfirfara hugmyndir okkar og áætlanir. Við fengum hingað til landsins ráð- gjafa frá Austurríki og Noregi. Það sem þeim kom mest á óvart var einkum þrennt. I fyrsta lagi voru ekki til neinar opinberar upplýsingar um veitingamarkað- inn, sem hald var í, í öðru lagi að rík-i og borg skyldu vera stærstu veitingasöluaðilar landins með mötuneytarekstur, og standa sjálfir í þeim rekstri, og í þriðja lagi að hér á landi væri ekkert fyrirtæki sem sérhæft hefði sig í þjónustu við veitingastaði, þ.e. sérstakri hráefnisvinnslu fyrir veitingahús. Flestir veitingastaðir eru með eigin vinnslu á hráefni og það á stöðunum sjálfum, svo var einnig með Ask. Kjötvinnsla og ýmis önnur hráefnisvinna á alls ekki heima undir sama þaki og veitingarekstur. I nágrannalönd- unum hefur sú þróun orðið, að hótel og allir meiriháttar veit- ingastaðir, smáir sem stórir, að- skilja þetta tvennt og standa ekki sjálfir í slíkum rekstri. Fyrsta ákvörðun okkar var því að gera áætlanir og hefja síðan uppbygg- ingu kjötvinnslu sem sérhæfð væri fyrir veitingarekstur." Gæðaeftirlit og hverri steik sérpakkað — Hvað teljið þið hafa áunnist með rekstri Veitingamannsins? „Með því að aðskilja reksturinn og stofna sjálfstætt fyrirtæki í matvælaiðju hefur margt áunnist. Hráefnisvinnsla á ekki heima á veitingastað, þ.e. forvinnslan. Meiri sérhæfing leiðir til betri nýtingar og aukinnar hagkvæmni, sem síðar skilar sér í betri vöru, lækkuðu verði og bættri þjónustu. A veitingastað á starfsfólkið ekki að sinna báðum þessum þáttum, það á að leggja áherslu á matseld- ina og þjónustuna. í kjötvinnsl- unni hjá okkur er kjötið látið hanga og meyrna hæfilega lengi og hverri steik sérpakkað í „vakum“-pakkningu og hún merkt. Hráefnið er síðan afgreitt á hverj- um morgni til veitingastaða okkar og lögð á það áhersla að það sé aldrei geymt þar lengur en 24—48 klukkustundir. Það sem ekki er selt er síðan tekið til baka. Við réðum Atla Þór Héðinsson, matvælatæknifræðing, sem verið hefur við nám og störf sl. fimm ár í Danmörku, í þjónustu okkar og er því Askur eini veitingastaður- inn með matvælatæknifræðing í þjónustu sinni. Rekstur kjöt- vinnslunnar kallaði síðan á fleiri verkefni bæði á sviði veitinga- rekstrar og matvælaiðju." Eitt stórverkefni á mánudi — Nú hefur reksturinn marg- faldast að umfangi á þessum tveimur árum, hefur verið unnið markvisst að uppbyggingunni, eða hefur hún komið meira og minna af sjálfu sér? „Það má ekki gleyma því, að þegar við tókum við rekstrinum í ársbyrjun 1980 hafði Magnús Björnsson lagt grunninn að fyrir- tækinu með rekstri staðanna við Suðurlandsbraut og á Laugavegi. Opnun Asks að Suðurlandsbraut fyrir rúmum 15 árum voru viss tímamót í veitingarekstri. Ekkert eitt fyrirtæki hefur t.d. haft meiri áhrif á kjúklinganeyslu hér á landi en Askur. Hinu er ekki að neita að uppbyggingin hefur verið hröð og mörgum fundist nóg um. Það verður líka að hafa í huga að aðeins nokkrum mánuðum eftir að við tókum við þessum tveimur stöðum varð nokkurs konar sprenging í þessari atvinnugrein. Nýjum stöðum byrjaði að fjölga mjög ört og við urðum að taka fullan þáttti samkeppninni og halda jafnframt áfram okkar áformum um uppbyggingu Veit- ingamannsins. I mars byrjaði endursmíði Asks að Laugavegi, og sá staður var stækkaður og allur endurbyggður. Askur á Laugavegi var síðan fyrsti staðurinn í Reykjavík, utan hinna svonefndu dýrari veitingastaða, sem fékk al- mennt vínveitingaleyfi. I maí var Ask-borgarinn í Breiðholti opnað- ur. í júní og júji hófst rekstur veit- ingabílanna. I ágúst var fyrsti áfangi kjötvinnslunnar tekinn í notkun og í desember yfirtókum við rekstur Dairy Queen á Hjarð- arhaga og hófum þar, ásamt ís- sölu, sölu á pizzum undir nafninu Ask-pizza. Það má segja að við höfum verið með eitt stórverkefni í hverjum mánuði. Þetta voru sem sagt framkvæmdir ársins 1980. í ársbyrjun 1981 var rekstur Asks og Vcitingamannsins aðskilinn. Við byrjuðum að þróa nýtt rekstr- arkerfi fyrir Ask en uppbygging Veitingamannsins var forgangs- verkefnið. Lárus Loftsson hefur borið hita og þunga þess starfs, enda hefur enginn jafn mikla reynslu i matargerð fyrir veit- ingastaði og mötuneyti. í maí keypti Veitingamaðurinn fyrir- tækið Jumbó-samlokur, sem var stofninn að skyndiréttadeildinni sem við höfum síðan þróað. í júní hafði mötuneytisþjónustan og veislueldhúsið sprengt utan af sér húsnæðið, svo við yfirtókum hluta af veitingarekstri Sigursæls Magnússonar á Ártúnshöfða, þ.e. eldhús og kaffiteríu í kjallara. Þangað fluttum við eldhúsið og hófum jafnframt starfrækslu Höfðakaffis. Því er ekki að neita að jafn hraðri uppbyggingu fylgja ýmsir vaxtarverkir. Öll þessi starfsemi byggir meira á fólki en vélum og við höfum notið ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.