Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Ar fatladra — Ar aldraðra — Onnur grein: „Hjúkrun á heim- ili“ fyrir aldraða Sjúkrastofa á heimili eftir Sigfús J. Johnsen Í framhaldi af Krein minni 19. þ.m. beini ég nú hugrenninKum mínum að aðstoð við aldraða og þeim nýmælum, er þar mætti við koma. Eftir kynni mín af hinum fjöl- mörtju iæknum ok öðru starfsliði heilbrigðisstétta, bæði hérlendis ok erlendis verða mér ýmsar stað- reyndir kunnari en áður. Ekki síður eftir heimsóknir mínar og viðtöi við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Sérstaklega erlendis þar sem samanburð er hægt að gera á eldri og nýrri með- ferðar aðgerðum. Þá varð mér Ijósara en nokkru sinni fyrr hve hinn sálræni þáttur í allri starf- semi fyrir aldraða er þýðingar- mikill og á þetta ekkert síður við um hinn fatlaða. Þó hefi ég fyrst og fremst í huga viðhorf náinna ættingja, vina og venslamanna til síðustu lifdaga og ævikvölds elskaðs ástvinar eða vandamanns. Er mér þá efst í huga að mega umgangast þá í sínu rétta og raunverulega umhverfi, sem í öllum tilfellum (utan alvar- legra sjúkdómstilfella, er krefjast stöðugrar læknismeðferðar) hlýt- ur að vera heimilið sjálft. Þá má og viðhafa mörg orð um það at- læti, umgengni og athvarf er börnin fá í samskiptum sínum við hið aldna og reynda fólk. Sem að jafnði er okkur kærara en flest annað. Það er öllum kunnara en frá þurfi að segja hver regin mun- ur er á að geta hitt þetta fólk á heimilum sínum og á hverjum þeim tíma dags, er báðum aðilum hentar. Borið saman við stuttar heimsóknir afmarkaðs dagstíma elliheimila eða sjúkrahúsa. Ef verða á að veruleika að við náum viölíka marki og tekist hefir hjá mörgum nágrannalöndum okkar með „Hjúkrun á heimrii" í þess orð fyllstu merkingu, þá þarf margfalda þjónustu á við það er við nú getum boðið upp á hérlend- is. Þó verðum við að hafa í huga að með mikilli verkaskiptingu og breytilegum vinnutíma ásamt með nýtingu þeirra fjölmörgu starfs- krafta er ekki geta tekið að sér nema starf hluta úr degi eða sólarhrings. Þá er hér ekki um óyfirstíganlegt vandamál að ræða. Hve margir eru ekki þeir úr heil- brigðisstéttum, sem ýmist eru komnir á eftirlaun, eða sjúkralið- ar, er ^lfarið hafa snúið sér að heimilisstörfum, en væru fullfær- ir um og hefðu mikinn hug á að taka þátt í slíku hlutastarfi, jafn göfugt og starfið er. Þá ber líka að hafa í huga hinn fjölmenna hóp ófaglærðs fólks, sem með stuttum námskeiðum og undir leiðsögn gæti mjög fljótlega gripið inn í störf, er henta mundu í fjölmörg- um tilfellum og næstum flestum. Þó hefi ég ekki getið hér um hina haldgóðu reynslu húsmæðra, sem margar hverjar vegna „menntun- arskorts" teljast ekki gjaldgengar á sérhæfandi vinnumarkaði. Og enn er þá ógetið hins stóra hóps skólafólks, sem margt hvert vildi gjarnan drýgja tekjur sínar með tímabundinni vinnu að kvöldlagi og um helgar. Svona upptalningu mætti lengi áfram halda. En það er einmitt slíkir starfskraftar, auk sameiningar á hinu margvíslega starfi hinna frjálsu félaga, sem Gagnvega samtökin virkja til stórátaka og gera að veruleika þann draum er við öll viljum láta rætast að gera sem best við þá er mest eru þurfandi. Um leið og við gerum sjálfum okkur gagn og gleði með því að fá að vera þátt- takendur í slíku starfi. Við skulum líka hafa það í huga að hér er ekki bara um andlegan og Iíkamlegan þátt að ræða, held- ur er hér um mikla fjármuni að ræða. í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sem er nærri 8.000 milljónir króna, verjum við næst- um 3.000 milljónum króna í heil- brigðis- og tryggingamál og þykir þó næsta fáum þar nægjanlega að gert. Þetta á sér stað á sama tíma og „Vilt þú taka í útrétta hönd þeirra einstakl- inga, sem sviptir hafa verið hluta hreyfimáttar síns, en vilja með at- orku sinni, áræðni og ferskum hugmyndum stofna til sameiginlegra liðssveita, þar sem þeirra litla félag, SEM, býður fram krafta sína ii Einfóld lausn á „stiga“ fyrir hreyfihamlaða, sem vert er að athuga. A inn- felldu myndinni er stóll- inn. Hann má leggja sam- an svo lítið fari fyrir hon- um. okkur stórvantar sjúkrarými, stofnanir og elliheimili. Væri því vei gert ef okkur tækist að sam- einast um færar leiðir s.s. Gagn- vegaleiðina til að rýma þó ekki væri nema nokkur rúm áður- greindra stofnana. Það er af þessum sökum, sem ég leyfi mér að kynna hér það sem nágrannaþjóðum okkar hefir tek- ist að vinna upp og að mér virðist að sé á hraðri uppleið og viður- kennt af öllum er gerst til þekkja. Vísa ég því til þess hvernig mál- ið var kynnt í Englandi, en síðar í grein minni ræði ég hvernig til hefir tekist þar sem á hefir reynt og nokkur reynsla er þegar fengin af. Tillaga um „Hjúkrun á heim- ili“ fyrir aldraða, eins og hún var lögð fyrir í Knglandi. Forsaga málsins. Hvatinn að stofnun samtakanna um hjúkrun á heimilinu er hin brýna þörf á að búa betur í haginn fyrir aldraða og gera þeim kleift að dvelja á heimilum sínum frem- ur en að vera knúðir til að vistast á stofnunum. Einnig ríkir áhugi á að sameinast um umbætur í kerf- inu og reyna að brúa bilið milli viðhorfa félagsmála- og heilbrigð- isstofnana um stuðning við heim- ilishjúkrun. Að forminu til er fyrirhuguð þjónusta byggð á stofnun Gagn- vega þar sem leitast er við að hafa félagslegri aðstoð eftir sérþörfum hvers einstaklings, þar með talin störf launaðra aðstoðarmanna. Einnig er höfð hliðsjón af öðrum frjálsum félögum og samtökum þar sem gert er ráð fyrir mjög ýtarlegri aðstoð á heimilum aldr- aðra og sjúkra. Markmið samtakanna. Hin fyrirhuguðu samtök munu stefna að því að styðja aldraða í þeirri viðleitni að dvelja á heimil- um sínum fremur en vistast á hælum eða stofnunum. Brýnt er að þarfir hvers og eins verði ýtar- lega kannaðar. honum breytt ef ástæða þykir til. Lagt er til að þetta mat á þörf- um einstaklingsins verði sniðið eftir fyrirkomulagi því sem við- haft er við félagsmálastofnun Gagnvega og hefir reynst mjög vel. Þá er og lagt til að samtökin nái einnig yfir hjúkrunarþjónustu á vegum sveitarfélaga. Þannig nýtt- ist bæði þjónusta félagsmála- og heilsugæslustofnana í þágu ein- staklingsins. Þegar nákvæmt mat hefur farið fram á þörfum tiltekins einstakl- ings fyrir þjónustu á heimili sem gerði vistun á stofnun ónauðsyn- lega er gengið frá „þjónustu pakk- anum“. I samræmi við Gagnvega fyrirmyndina mundi „pakkinn" innihalda margskonar þjónustu sem ekki er hægt að veita af hálfu heilbrigðis- og félagsmálastofn- ana við núverandi aðstæður. Hann Meginatriði Þjónustan sem gert er ráð fyrir í tillögunni byggist á eftirfarandi atriðum: 1. Samtökin munu leitast við að bjóða fram nógu mikla aðstoð til að gera einstaklingum kleift að búa áfram á heimilum sínum fremur en fara á hæli. Þetta krefst enn meiri og nákvæmari kannana á högum og þörfum aldr- aðra en gert er af núverandi stofn- unum. Þegar hér er notað orðið „stofnun" er bæði átt við gamal- mennahæli og sjúkrahús (þegar bráð nauðsyn er á læknismeðferð). Lagt er til að þarfir hinna öldruðu verði ekki sniðnar eftir núverandi tegundum af þjónustu, svo sem skyndihjálp á heimilinu, matar- sendingar eða vistun á stofnun, heldur verði framkvæmd nákvæm athugun á þörfum þeirra sem ein- staklinga, hversu svo sem þær kunna að vera óvenjulegar og þannig reynt að fá skýra mynd af þeim heildarstuðningi sem við- komandi þarf á að halda til þess að komast hjá vistun á stofnun. Út frá þessari könnun yrði svo að- stoðinnj hagað og hún veitt með tilstilli samtakanna um hjúkrun á heimilinu. Slíkur stuðningur yrði svo endurskoðaður eftir þörfum og yki við þjónustuna en kæmi alls ekki í staðinn fyrir hana, en mundi einkum bjóða meiri sveigjanleika en auðið er hjá opinberum stofnunum. Samtökin mundu einbeita sér við að bjóða fram sem allra fjöl- breytilegasta þjónustu með það fyrir augum að geta komist sem næst því að bjóða hinn „fullkomna pakka“ skv. könnuninni á óskum og þörfum einstaklingsins. Fylgst verði nákvæmlega með breytingum á högum „neytand- ans“ og þjónustunni breytt í sam- ræmi við breytt viðhorf með það fyrir augum að þannig megi koma í veg fyrir spítalavistun eða dvöl á elliheimili. Með því að gefa sam- hliða kost á heimilisaðstoð og hjúkrun eru líkur fyrir því að hon- um verði gert kleift að dvelja miklu lengur á heimili sínu en ella. Lagt er til að samtökin bjóði fernskonar aðstoð: 1. Stuðningsmenn: Ráðnir yrðu menn í bæjarfélaginu til að veita tiltekna tegund þjónustu sem innifalin er í „þjónustu pakka" eins eða fleiri „neytenda", enda tækju þeir laun samkvæmt sér- stökum samningi. Með þessu móti næðist miklu meiri sveigjanleiki í þjónustuna. 2. Heimilishjálp: Stuðnings- menn, í fullu starfi, mundu veita mjög ýtarlega aðstoð á heimilum tiltölulega fámenns hóps. Hlutverk þeirra væru: a) Veita heimilisaðstoð 4 við- skiptavinum. b) Veita sérhæfðari aðstoð en hægt er af hálfu bæjarfélagsins. c) Veita áframhaldandi að- stoð ef þess er ekki kostur af hálfu bæjarfélagsins. 3. Hjúkrunarkona, í fullu starfi, sem bæjarfélagið legði samtökun- um til, myndi inna af hendi fagleg hjúkrunarstörf skv. þörfum. Hlutverk hennar yrði sem hér segir: a) Gegna sérhæfðu hjúkrunar- starfi eftir þörfum. b) Veita ráðgjöf, þjálfa og hafa með höndum almenna umsjón með aðstoðarmönnum samtak- anna. c) Vera milliliður milli lækna, félagsráðgjafa og hjúkrunar- fólks um allt er varðar hjúkrun. Auk ofangreindrar þjónustu eiga viðkomandi fullan rétt á allri félags- og heilbrigðisþjón- ustu sem bæjarfélagið veitir. Mat Mælt er með að þjónusta sam; takanna verði metin á þrjá vegu. I fyrsta lagi með því að fylgjast með gangi mála hjá hverjum viðskipta- vini fyrir sig. I öðru lagi með því að bera saman árangur umönnun- ar hvers viðskiptavinar við árang- ur þann sem náðst hefur hjá öðr- um, álíka sjúklingum, sem hlotið hafa venjulega þjónustu án sér- stakrar þjónustu, utan samtak- anna. í þriðja lagi með því að gera athugun á mati, kostum og göllum í starfi samtakanna (að mati viðskiptavinar og starfsfólks). Þetta mat skal framkvæma af manni sem skipaður er til þess. Þetta skal framkvæmt með viðtöl- um, söfnun gagna viðvíkjandi öll- um viðkomandi með ákveðnu millibili, þá skal hann einnig framkvæma slíkt mat utan sam- takanna. Ætlast er til að samtökin nái til tiltölulega fámenns hóps sjúkl- inga, sem helst séu fremur ólíkir innbyrðis. Talið er eðlilegt að skipst yrði á niðurstöðum og skoð- unum við Gagnvega stofnunina. 1. Stjórnun: Það er talið nauð- synlegt að öll þjónusta sem veitt er af samtökunum verði, fyrir milligöngu framkvæmdastjóra, falin sama félagsmálafulltrúan- um, líkt og tíðkast hjá öllum öðr- um félagsmálastofnunum í bæjar- félaginu. Aðeins með þessu móti er hægt að tryggja eðlilegan sam- runa samtakanna og þeirra marg- víslegu þjónustu sem innt er af hendi og þannig komið í veg fyrir vandkvæði á framkvæmdum. Öll ábyrgð á starfsemi samtakanna skal vera í höndum viðkomandi fé- lagsmálafulltrúa. Mælt er með því að maður sá er metur árangur starfsins skuli vera tengdur fé- lagsmáladeild eða félagsmálaráði. 2. Starfslið: Lagt er til að eftir- taldir starfsmenn verði ráðnir: — Framkvæmdastjori sem ber ábyrgð á daglegum rekstri. — Endurskoðandi — er metur ár- angur í starfi og þjónustu. — Fimm aðstoðarmenn (heimil- ishjálp). — Hjúkrunarfræðingur. Mælt er með að aðstoðar- framkvæmdastjóri verði ráðinn þegar er framkvæmdir hefjast ef þess gerist þörf vegna anna. Starf hans verður að meta starfsemina, sjá um útvegun viðbótar starfs- krafta, þjálfun þeirra og umsjón með sjúkraliðum. 3. Lagt er til að samtökin miði að því að annast umönnun um 50 manns hverju sinni. 4. Starfstími. Lagt er til að sam- tökin starfi í 4 ár. í því er reiknað með undirbúningsvinnu og 6 mán- aða tímabili í lokin sem varið verði til rannsókna á starfseminni í heild. Þá verði einnig kannaðisr möguleikar á framhalds starfsemi til langs tíma innan heilsugæslu- og félagsmála þjónustunnar. Sjúklingar samtakanna munu halda áfram að njóta fullrar þjón- ustu, endurskoðaðrar eftir þörf- um, eins Iengi og þurfa þykir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.