Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21, FEBRÚAIi 1982 Lýsið frá íslandi komið í skólastofur barnaskólans í Gdaiisk. 1 jósm Björn Tr-v,!l!vaM'n Banönum dreift. „„Það ríkir stríð hér, en við vitum ekki hver óvinurinn er“ - er alls staðar viðkvæðið hjá Pólverjum,“ segir Björn Tryggvason, sem nýkominn er heim frá Póllandi „Það er ekki talað um annað en að það sé stríð. „Stríðið byrjaði 13. desember, við vitum ekki almennilega hver óvinurinn er, þetta er ekkert annað en stríð og því er ekki lokið,“ var allsstaðar viðkvæðið. Menn eru heldur svartsýnir á ástandið, vöruverð hefur hækkað mjög mikið en framboð aðeins aukizt. Þessir menn sem ég treysti og þekki þarna eru svartsýnir og búast við því að ástandið eigi eftir að versna, að kaupmáttur launa ráði ekki við hið hækkaða verð, þannig að fólkið muni hafa enn minna úr að spila þar til í haust, að von er á uppskeru sumarsins," sagði Björn Tryggvason, sem nýkominn er heim frá Póllandi, þar sem hann fylgdist með starfi og matvæladreifingu pólska Rauða krossins, er Morgunblaðið ræddi við hann. „ÉG var í Póllandi frá því á mánudaginn í síðustu viku til þess að fylgjast almennt með starfi pólska Rauða krossins og hvernig hann tæki á móti hjálparsending- um og dreifði þeim. I Gdansk var ég í tvo daga og heimsótti birgða- stöð og tvo skóla og fylgist með störfunum. I skólunum var verið að útdeila bönunum og tómötum frá Spáni. Þetta voru tónlistar- skóli fyrir fólk upj) að 20 ára aldri og barnaskóli. Ég skoðaði líka birgðastöðina nákvæmlega og þar var mötuneyti fyrir aldraða og gististaður og mikið vörustreymi um hana. Dreifing matvæla er að- allega til barna og gamalmenna og það sem kemur frá okkur fer aðallega á heilsugæzlustöðvar, þar sem mæður koma með börn og svo er meiningin að afhenda þetta í skólum yngri krakkanna. Ég held að þetta sé mjög vel skipulagt og komi vel til skila. Það eru 8 aðalstöðvar í Póllandi, sem annast dreifinguna. Svo er mikil dreifing fyrir aldrað fólk og fatlað og þá 80.000, manns sem eru á flóðasvæðunum. Þetta er 36 milljóna þjóð og það fæðast 60.000 börn í landinu mánaðarlega og rakinn próteinskortur er meðal fólks. Rauði krossinn pólski virð- ist vera 100% Rauði kross í venju- legum skilningi, úthlutunarkerfið virðist fullkomið, en það hefur verið gagnrýni á hann vegna þess að það eru hermenn, sem vinna við afermingu bílanna og forseti rauðakrossins er tildæmis vara- heilbrigðisráðherra og Rauði krossinn er sagður með 5 milljón- ir meðlima og tugi þúsunda starfsmanna, en í reynd er hann náttúrlega hluti af ríkisapparat- inu, en það á ekki að koma í veg fyrir það að hjálpin komi á rétta staði og þetta er svo alvarlegt ástand að það leggja sig allir fram um að sjá um að þetta fari til þeirra staða, þar sem þörfin er mest, og komi sem jafnast niður og komið er í veg fyrir misnotkun. En ástandið fer einnig mikið eftir hjálparstarfinu og matarsending- um Rauða krossins og kirkjunnar. Ég var svo nokkra daga í Varsjá, bæði hjá pólska Rauða krossinum og fulltrúum alþjóða Rauða krossins í Genf þar. Það er ekki mikið breytt í Varsjá miðað við það sem ég hef séð hana áður. Þó er það leiðinlegt að sjá hervörð og skriðdreka í úthverfunum. Bið- raðirnar eru fyrir utan búðirnar og minna af bílum á ferðinni. Fólk í Varsjá getur þó farið í símann. í Gdansk er hins vegar enginn sími á milli húsa vegna óróleikans, ekkert bensín fyrir einstaklinga, útgöngubann frá því 20.00 á kvöldin til 05.00 á morgnana. Afengi er hvergi selt og bjórinn skammtaður. Þá er það agalegt að fara í flugvél milli Varsjár og Gdansk. Það stendur hervörður yfir manni og maður má ekki hreyfa sig úr sætinu. Þá eru stórir herflokkar á flugvöllunum. Þeir eru svo hræddir við flugrán," sagði Björn. Frá barnaskóla í Gdansk. Börnin voru nýbúin að fá eitt kíló af banönum hvert, þeir voru frá Spáni. Björn Tryggvason ásamt dr. med. Antony Rogowski frá pólska Rauða krossinum fyrir framan birgðastöð samtakanna í Sopot. Höfuðstöðvar Rauða krossins í Gdansk. Ritverk Guðmundar G. Hagalín 1.-15. - Fyrri hluti Ég veit ekki betur — Sjö voru sólir ó lofti — llmur liðinna daga — Hér er kominn hoffinn — Hrævareldar og himinljómi — Stóð ég úti í tunglsljósi — Ekki fæddur í gær — Þeir vita þaö fyrir vestan — Fílabeinshöllin — Virkir dagar I — Virkir dagar II — Melakóngurinn, smósögur — Kristrún í Hamravík o.fl. — Sturla í Vogum — Þrjór sögur. Guómundur G. llagalín SavnamaAurinn mikli Höfundur fjölmargra óviðjafnan- legra sögupersóna, kvenna og karla. Sjór minninga, sérsfæður húmoristi. >7A Almenna bókaffelagið, Austurstræti 18, sími 25544 Skemmuvegi 36 Kóp. Sími 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.