Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 „Fer nú mikill tfmi í að rannsaka mannréttindabrot í E1 Salvador og Póllandi“ Segir Vincent McGee stjórnarformaður Amnesty International í Bandaríkjunum, en hann var staddur hér á landi og hélt fyrirlestur á vegum samtakanna „Kitt höruðmarkmið Amnesty International er að vekja athygli á mál- stað fanga, sem sitja í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna, vegna trúarskoðana eða vegna kynþáttaofsókna eða tungu og sýna þannig að umheimurinn er vakandi fyrir brotum á mannréttindum í þeim löndum, sem virða þau að vettugi. En umræður í fjölmiðlum um þessi mál eru ein árangursrfkasta aðferðin til að þrýsta á stjórnvöld í þessum löndum til að láta fanga lausa.“ l»að cr Vincent McGeem sem þetta mælir en hann er stjórnarformaður Amnesty International í Bandaríkjunum. Hann var staddur hér á landi til að kynna sér starfsemi Amnesty International á íslandi og kynna ís- landsdcildinni hvað er að gerast í Bandaríkjunum á þessu sviði. í því skyni hélt hann hér fyrirlestur á vegum samtakanna. Að aðalstafi er Vincent McGee ráðgjafi fyrirtækja og stofnana, sem vilja styðja með frjálsum framlögum hin ýmsu mannúðarverkefni í heiminum. Vincent McGee heldur áfram að ræða markmið og störf Amn- esty Intarnational: „I öðru lagi vinna samtökin að því að ákærur á hendur fólki, sem hneppt hefur verið í varðhald vegna skoðana sinna eða uppruna, séu skil- merkilegar og réttarhöld yfir þessu fólki fari fram og þau gangi fljótt fyrir sig. í þriðja lagi berjast samtökin fyrir afnámi dauðarefsingar og að pyndingar og hvers kyns ómannúðlegar eða óvenjulegar refsiaðgerðir verði afnumdar. Amnesty International eru samtök, sem vinna eftir mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjárhagslega byggist starfsemin á frjálsum framlög- um einstaklinga en þau taka ekki við fé frá ríkisvaldinu." Ilve margir eru í þessum alþjóð- legu samtökum í heiminum? „Það eru nú um 350 þúsund manns í samtökunum í 151 landi. Alþjóðlegu deildirnar eru þó ekki starfræktar nema í 41 landi en það þarf ákveðinn hóp til að stofna slíkar deildir." Hvert teygja samtökin sig? „Þau eiga sér stuðningsmenn um allan heim, þó flestir með- limir Amnesty International séu í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum. En samtökin eru sífellt að ná betri fótfestu í Suður-Amer- íku, þá einkum í Perú og Vene- zuela. í Asíu eru það einkum Japan og Suður-Kórea, sem eru vilhöll Amnesty International og í Afríku eru það Nígería, Fíla- beinsströndin og Senegal, en innan þessara síðastnefndu landa starfa aðeins litlir hópar. I sumum löndum eins og til dæmis Sovétríkjunum eru sam- tökin bönnuð og þeri sem aðhyll- ast þau eru sendir í fangeldi og sumir hafa þurft að flýja land vegna tengsla sinna við samtök- in opinberlega. Höfuðstöðvar Amnesty Int- ernational eru svo í London þar sem um 150 manns framkvæma þær rannsóknir sem gerðar eru á vegum samtakanna og annast stjórnunarlega hlið þeirra." I hvaða löndum eru samtökin fjölmennust? „þau eiga sér flesta fylgis- menn í Vestur-Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Hol- landi, Belgíu, Frakklandi og Englandi." Hvert er svo starf hins almcnna félaga í Amnesty International? „Það felst einkum itþví að skrifa föngum, fangelsisstjórum, stjórnvöldum eða öðrum þeim sem völdin hafa í því landi, sem fanginn er í haldi, svo og fjöl- skyldu og vinum og haldið áfram þangað til fanginn er leystur úr prísundinni." Hvernig getið þið vitað hvort að bréfaskriftir ykkar bera árangur? „Það er erfitt að mæla árang- ur nema að viðkomandi fangi sé látinn laus úr fangelsi. Við get- um tekið dæmi um Clöru Tam- blay, sem var fangi í Chile. Amnesty International hafði skrifað henni og stjórnvöldum í tvö ár og að þeim liðnum var hún látin laus og fluttist hún til Sví- þjóðar þar sem hún fékk hæli sem pólitískur flóttamaður. Við vitum að ríkisstjórnir í hinum ýmsu löndum, þar sem mannréttindabrot eru viðhöfð taka tillit til gagnrýni okkar og þær vita að við fylgjumst með mannréttindabrotum í löndum þeirra og þannig veita samtökin þeim aðhald. Og þó að bréfin berist ekki til fanganna sjálfra, þá vita oft aðr- ir fangar, sem vinna í fangelsun- um að borist hefur bréf frá Amnesty International og þeir láta viðkomandi fanga vita af því. Þannig fá þeir vitneskju um það að þeim hefur ekki verið gleymt og unnið er að því að láta þá lausa, sem veitir þeim von og styrk." Vincent McGee. Ljósm.: Emiiía Hvernig getið þið vitað hvernig ástandið er í mannréttindamálum í þessum löndum? „Við komumst að því með því að ræða við flóttamenn, blaða- menn, stjórnmálamenn, sendi- ráðsfólk og síðast en ekki síst kirkjulega starfsmenn sem dval- ið hafa eða dvelja í þessum lönd- um. Á þennan hátt erum við nú til dæmis að rannsaka pynd- ingar, mannshvörf og hverjir hafa verið teknir af lífi undir stjórn síðustu þriggja ríkis- stjórna í Afghanistan undanfar- in fimm ár.“ Hvað gerið annað til að kanna ástandið í þessum löndum? „Stundum sendum við sendi- nefndir á vegum samtakanna, til þeirra landa, sem það er leyft, til að rannsaka ákveðin tilfelli eða aðstæður í fangelsum. Á hverju ári birtum við 6 til 12 slíkar formlegar rannsóknir, sem við höfum gert og hefðu tekið fleiri ár að framkvæma sumar þessar rannsóknir. Á undanförnum árum höfum við gert 2—3 slíkar rannsóknir á mannréttindabrotum í Sovét- ríkjunum og í E1 Salvador, Arg- entínu og nýlega var gerð mikil rannsókn í Pakistan og Zaire. Einu sinni á ári birtum við svo árlega skýrslu samtakanna yfir allt það starf, sem farið hefur fram innan Amnesty Internat- ional það árið. Við birtum þessa skýrslu á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. des- ember. Á síðastliðnu ári greindi skýrslan frá vinnu samtakanna innan 117 landa.“ Er hægt að taka út einhver ákveðin lönd eða land, þar sem ástandið í mannréttindamálum er verra en annars staðar? Nei, það er ekki hægt. Amn- esty Internationa) bera þjóðir ekki saman á þann hátt. En það má geta þess að samtökin hafa haft mikið með mannréttinda- brot í Iran að gera, bæði meðan keisarastjórnin var við völd og eftir að klerkastéttin hófst til valda. Nú erum við að rannsaka þær aftökur sem farið hafa fram í landinu á undanförnum tveim- ur árum. Þá hafa samtökin einnig unnið töluvert með Eþíópíu vegna fjöldamorða og margvíslegra annrra mannréttindabrota, sem þar hafa átt sér stað. Um þessar mundir fer svo mikill tími okkar í að rannsaka mannréttindabrot í E1 Salvador og í Póllandi, en vandamál þessara tveggja landa eru afar ólík." Einbeita samtökin sér að ein- hverjum ákveðnum málaflokkum í mannrétindamálum fremur en öðr um? „Samtökin hafa að undan- förnu beitt sér fyrir herferð í því að kynna mannshvörf í hinum ýmsu löndum. Þetta á einkum við um lönd eins og E1 Salvador, Filipseyjar, Afghanistan, Eþíópíu og Argentínu. Það er nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem vinnur að þessum mál- um og starfar Amnesty Inter- national einnig í samvinnu við hana. Ríkisstjórnir þessara landa hafa reynt að stöðva starfsemi nefndarinnar innan Sameinuðu þjóðanna en án ár- angurs." Að hvaða máiefnum vinnur sá hópur, sem þú starfar innan í Bandaríkjunum? „Ég starfa í deild í New York sem er númer tuttugu og sex og í henni eru fimmtán meðlimir úr hinum ýmsu atvinnustéttum. Þeir einstaklingar sem við vinn- um fyrir núna eru Artunian og Clement Langdon. Artunian er úkrainskur þjóð- ernissinni, sem settur var á geð- veikrahæli í Sovétríkjunum vegna skoðana sinna, en Clement 13DAGA PASKAFERÐ 6.APRIL BEINT FLJUG I SÓLINA OG SJOINN ISLENSKT LEIGUFLUG ALLA LEIÐ BENIDROM 1982: 6. apríl 18. apríl 11. maí 1. & 22. júní 13. júlí 3. & 24. ágúst 14. sept 5. október G?SW\L!lUlliÚja \ KORSlKÁ\ SLWÆ/ ALLA FOSTUDAGA VDCU/HELGARFERDIR ALLA LAUGARDAGA 9. APRIL NICE CANNES lTlonteCanio FRANSKA RIVIERAN ALLALAUGARDAGA AGAWR MAROKKO ALLA LAUGARDAGA ALÞJOÐLEG ÞJONUSTA FARMEÐASALA OG HÓTELPANTANIR FERÐAMIÐSTÖÐIN AÐALSTRÆTI 9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.